Morgunblaðið - 26.08.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 26.08.1987, Síða 19
MORGUNBIAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 19 Glaðningnrinn og skrímslið eftir Svein Einarsson Á hverju ári berast borgurum þessa lands áhrifamikil bréf, sem fjölmiðlar hafa komið sér saman um að nefna einu nafni glaðning- inn. í fyrstu mun þessi nafngift hafa átt að vera háðsleg fyndni — gálgahúmor — en af viðbrögðum við „glaðningnum“ nú í sumar, var að sjá á mörgum aðspurðum, að með öllu væri óþarft að hafa þess- ar gæsalappir utan um nafngiftina — menn voru hæstánægðir og undu glaðir við sitt. Og reyndar, þegar ég sá minn eigin skattseðil, þá hugsaði ég sem svo, að nú hljóta einhveijir aðrir að verða glaðir. Reyndar heyrðust í blöðum fáeinar hjáróma raddir launafólks, sem vissi ekki vel, hvemig endar áttu að ná saman, sérstaklega, ef þeir höfðu verið svo ógætnir að taka lífeyrissjóðslán, — en þær raddir drukknuðu að mestu í almennri gleði yfir glaðningnum. Eg hef líka með árunum tamið mér að kalla fram i huga mér sér- staka tegund gleði yfir þessari sendingu. Ég hugsa þá sem svo: Mikið er það nú gaman, að þú skulir vera svona aflögufær, að þú skulir vera sá bógur, að geta látið þó þetta mikið rakna af hendi til almenningsheilla. Ég hef meira að segja, svona af mannlegri forvitni, stolist til að kíkja í skattskrána, þegar hún liggur frammi, og orðið heldur betur upp með mér, er ég verð þess vísari, að ýmsir, sem ég get ekki betur séð en hafi alln- okkm meira umleikis, svona eins og maður setur mat á náungann útfrá stöðu og aðstöðu, eignum og öðmm lifímáta — og kemst að því, að þeir virðast ekki vera nærri því eins miklir máttarstólpar og ég og margt annað launafólk. Ég verð náttúmlega enn glaðari við að uppgötva það, að örlögin hafa unnt mér þess, að leggja umtal- svert miklu meira í pottinn en þeir, þó að ég reyndar geti ekki neitað því að undmn sæki að mér yfir því, að sumir þessara á ytra borði árangursríku manna — engin nöfn nefnd og engar stéttir — skuli vera svona raunalega illa staddir. Og sem góðum borgara ber mér að gleðjast yfir því að geta svona létt undir með þeim. En stundum verður þessi undmn svo ásækin, að mér verður það á að orða það, hvað það sé nú leiðin- legt með þennan og þennan, að hann skuli vera svona illa aflögu- fær. Þá er hlegið að mér. „Þú kannt bara ekki á kerfið.“ Og þá verð ég að játa, að mér hefur sést yfir, að kerfið sé sérstök náms- grein. Jafnvel ekki þótt það sé viðkunnanlegt að hugsa þannig. „Jú það er allt saman pottþétt," er þá sagt við mig, „skattakerfið er nefnilega æði götótt, ef að er gáð. Það era ýmsar leiðir að smjúga í gegnum það net.“ Og svo „En stundum verður þessi undrun svo ásæk- in, að mér verður það á að orða það, hvað það sé nú leiðinlegt með þennan og þennan, að hann skuli vera svona illa afiögufær. Þá er hlegið að mér. „Þú kannt bara ekki á kerf- ið.“ em mér sagðar ýmsar af þessum leiðum, gott ef ekki ein albesta aðferðin átti að vera sú, að eiga bát og þykjast gera hann út (þetta er kannski úrelt með kvótakerfínu og einhver ný og enn fínni leið fundin). Ég hef satt að segja aldr- ei numið þetta vel, enda kannski ekki endilega haft það að hugsjón að lækka endilega mína skatta, heldur kannski fremur, að hver greiddi það sem honum ber. En svo gerist það, að ég er í hálfsdagsvinnu, sem þá er þriðj- ungi verr launuð en starf, sem ég hafði áður ^gegnt, og konan at- vinnulaus. I réttlætis nafni skal þess getið, að ég hef sjálfur kosið, að vera aðeins í hálfu fastlaunuðu starfi, af því að ég ímynda mér að listamenn þurfi einhvern tíma að hafa til að sinna slíkum verkum; einhvern veginn vil ég helst bjarga mér sjálfur, og hef haft það á til- finningunni, að aðrir væm betur komnir að hinum opinbem lista- mannalaunum. En þá er dálítið illt í efni, því að okkur hjónum er gert að greiða á mánuði nákvæm- lega tilgreint 3.3. sinnum það, sem ég hef í mánaðarkaup. Og allt í einu fer ég að skilja þegar menn em að tala um að vinna fyrir skött- um sínum, ríkisvaldið gefur mér ekki færi á að hafa mína eigin aðferð og ryþma við tekjuöflun. Og þá einhvern veginn dofnar þessi gleði yfir að vera einn af máttar- stólpunum. Því að í rauninni hefði ég kosið það, að eiga eitthvað aflögu til þess að borga niður lífeyrissjóðslá- nið mitt, eins og vitrir menn hafa ráðlagt mér, — já ég er einn af þessum ógætnu, sem hélt að lífeyr- issjóðimir væm þjónustustarfsemi fyrir fólkið í landinu. Leikskáldið Éugene Ionesco samdi einu sinni frægt verk, sem heitir Amadeus, eða hvernig á að losna við það. Þetta það er í rauninni barn, sem þau hafa eignast eða tekið og hef- ur þann eiginleika, að það tútnar þessi ósköpin öll út, svo að þau em farin að upplifa það sem skrímsli — það er farið að sprengja utan af sér hús. Þessu sakleysis- lega lífeyrissjóðsláni mínu svipar æ meir til skrímslisins hjá Ionesco. Reynt hefur verið nýlega að gera átak fyrir þá, sem standa vilja í húsbyggingum svo að þeir missi ekki fyrst allar eigurnar og svo ráð og rænu. En hafa ekki gleymst þeir sem em að reyna að lyfta andlitinu á gömlum húsum svo að þau verði ekki til skammar í sínum stöðum í borginni? Jæja, ég skal segja ykkur ná- kvæmlega, af hveiju lánið mitt líkist skrímsli. Það er tekið árið 1981 og var þá að upphæð sem næst 110 þúsund krónum. Síðan hef ég í sex ár greitt af því upp- hæð, sem nú nálgast óðfluga 300.000 krónur. En sjálft lánið stendur í kr. 634.000. Eg ætla að endurtaka þetta, því mér finnst talan vera svo athyglisverð: 634.000. Einhvern tíma nýverið gekk sú bráðskemmtilega gaman- saga um gamla konu í Vesturbæn- um, sem hefði tekið lífeyrissjóðslán til þess að gera við þakið á húsinu sínu. En einhvern veginn hafði það æxlast svo, að það var óþarfi fyrir hana að vera að dytta þetta að þakinu — lífeyrissjóðurinn tók nefnilega af henni húsið! Bráðskemmtilegt. En svona til samanburðar, út af þessu blessaða skrímsli mínu, má geta þess, að þetta lán hefði fyrir sex ámm num- ið upphæð, sem nægði til að kaupa bifeið, sem í dag myndi kosta um 400 þúsund. Mismunurinn er m.ö. o. hálf milljón. Já, það er bersýni- legt að einhver kann á eitthvert kerfi! Ég veit satt að segja ekki hvern- ig ég á að enda þessar opinbem efnalegu játningar. Kannski að hvetja til viðbragða aðra þá, sem eiga sér skrímsli. Kannski að hvetja stjórnvöld til að huga að þeim, sem hér eiga hlut að máli og ekki geta flokkast undir hús- byggjendur, þó að þeir hafi verið eitthvað að reka nagla í gömlu húsin sín. Og þó einna helst, að varpa fram þeirri spumingu, hven- ær ýmis stjórnmálaleg öfl þessa lands ætla að standa við þá skyldu sína, að afnema það skattakerfi, sem við búum við og finna upp aðrar aðferðir og réttlátari til að láta sjóða í okkar sameiginlega potti. Ekkert minna dugir lengur. Höfundur er rithöfundur og leik- stjóri. RYÐFRÍAR ÞREPA- DÆLUR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SERFRÆÐIÞJÖNUSTA - LAGER < cn Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn í kvöld kl. 20:30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. ★ Námskeiöið getur hjálpað þér aö: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 0 STJÓRNUIMARSKÓLINIM % Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" HVAD KOSTAR AÐ HRINGJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.