Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 21 gegn greiðslu slátranar- og geymslukostnaðar. Ef sláturleyfis- hafínn synjar afhendingar og ráðstafar kjötinu þrátt fyrir skrif- legan fyrirvara bóndans, bakar sláturleyfishafínn sér skaðabóta- ábyrgð ásamt ríkissjóði, ef afhend- ingar er synjað að fyrirlagi landbúnaðarráðuneytisins. Slíkar bótakröfur þyrftu ekki að vera háð- ar því grandvallarverði sem verð- lagsnefnd ákveður skv. 8. gr. búvöralaga nr. 46/1985, heldur mætti byggja þær á því verði sem bóndinn yrði að greiða við kaup á sama magni út úr búð. Ráðstöfun um- framkjöts Fjallað hefur verið um þá spum- ingu hvemig háttað sé eignarrétti að umframkjöti árin 1986 og 1987. Komist er að þeirri niðurstöðu að kjötið sé eign bóndans. Hins vegar er spuming hvort bændum séu ein- hver takmörk sett með að ráðstafa þessu kjöti. Án nokkurs vafa er þeim heimilt að hafa þetta kjöt til heimilis, gefa það eða hafa í vöra- skiptum. Meira álitaefni er hins vegar hvort bændum sé heimilt að selja þetta kjöt. Það er skoðun stjómar Stéttar- sambands bænda og stjómvalda að einstökum framleiðendum sauð- ijárafurða sé óheimilt að selja kindakjöt, sem fellur utan fullvirðis- réttar, á innlendum markaði í samkeppni við það kjöt sem ríkið ábyrgist bændum fullt verð fyrir samkvæmt búvörusamningum. Ekkert ákvæði er í búvörasamning- um sem bannar bændum að selja kjöt sitt innanlands, hvort sem það er innan fullvirðisréttar eða utan. Hins vegar byggja lög á því að framleiðendur geti selt vöra sína beint til neytenda, sbr. búvöralög nr. 46/1985, 16. gr. 2. mgr., 24. gr. 3. mgr. og 44 gr. Erfitt er að fallast á þá túlkun, að samningur geti takmarkað lagalegan rétt bænda til að selja framleiðslu sína beint til neytenda án þess að nokk- ur ákvæði séu í samningnum sem ganga í þá átt. Niðurstaðan er því sú, að bændur geti tekið út úr sláturhúsi, svo mik- ið magn sem þeir vilja, svo framar- lega að gerður hafi verið áskilnaður um úttekt fyrir slátran, og selt beint til neytenda með þeim réttindum og skyldum sem búvöralög kveða á um. Það er svo annað mál hvort bændur telji hagsmunum sínum betur borgið með slíkri beinni sölu. Því hefur verið haldið fram að með beinni sölu bænda til neytenda sé brotin forsenda fyrir búvörasam- ingnum af ríkisins hálfu, sem heimili riftun samningsins. Því verður vart trúað, að það hafi verið forsenda samningsins að ríkið fengi ráðstöfunarrétt að eignum bænda, án þess að greiða fyrir þær, þ.e. umframkjötið, enda hefur nú verið talið að það sé eign bóndans. Það hefur hver þann rétt að ráðstafa eignum sínum á hvern þann hátt sem hann vill, nema takmörk séu í lögum. Það hefði því þurft að taka það fram berlega í samningnum að skilyrði hans væri að bændur seldu ekki kjöt beint til neytenda. Það verður því að telja, að ríkið sé skuld- bundið við búvörasamninginn og lendi því í samkeppni við þá bænd- ur sem ákveða að selja hluta af framleiðslu sinni beint til neytenda. Höfundur er lögfræðingvr. Tökum mark á framleiðniskýrslu eftir Guðlaug Stefánsson Nú á dögunum kom út skýrsla Iðntæknistofnunar íslands um þró- un framleiðni í íslenskum atvinnu- greinum og stöðu miðað við önnur lönd, en höfundur skýrslunnar er Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Skýrsla þessi er þáttur í svonefndu framleiðni- átaki, sem Iðntæknistofnun Islands hefur unnið að undanfarin 2 ár í samstarfi við helstu hagsmunaað- ila, þ. á m. bæði heildarsamtök atvinnurekenda í iðnaði, Landssam- band iðnaðarmanna, sem undirrit- aður starfar fyrir, og Félag íslenskra iðnrekenda. í framhaldi af fréttaflutningi um efni skýrsl- unnar hefur hins vegar því miður ekki verið rætt um það, sem megin- máli skiptir, þ.e. að leita leiða til að auka framleiðni og bæta lífskjör, heldur hefur Félag íslenskra iðnrek- enda kosið að beina umræðunni yfir í karp um tæknileg atriði í gerð skýrslunnar og gera efni henn- ar tortryggilegt. Neikvæð viðbrögð Félags íslenskra iðnrekenda við skýrslunni koma á óvart og era að mati undir- ritaðs mjög ódrengileg gagnvart Iðntæknistofnun og höfundi skýrsl- unnar, þar sem skýrslan hafði lengi verið til umsagnar hjá báðum sam- tökum iðnaðarins, Landssambandi iðnaðarmanna og Félagi íslenskra iðnrekenda, og höfundur skýrslunn- ar tók tillit til flestra þeirra ábendinga, sem höfundar höfðu fram að færa. Samráð Iðntækni- stofnunar og höfundar við hags- munasamtökin var m.ö.o. eins og best verður á kosið. Áður en skýrsl- an var kynnt opinberlega, var haldinn fundur hjá Iðntæknistofnun með samstarfsaðilum í verkefninu. Fulltrúi Félags íslenskra iðnrek- enda á fundinum gerði þar enga athugasemd við efni skýrslunnar. Daginn eftir, þegar skýrslan er komin í ijölmiðla, bregður hins veg- ar svo við, að formaður og fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda raða sér á sjónvarps- og útvarpsstöðvarnar og segja skýrsluna markleysu. Hvað gengur mönnum til? Spyr sá, sem ekki veit. í þessu sambandi er þess raunar einnig að minnast, að Félag íslenskra iðnrekenda lét fyrir u.þ.b. sjö áram sjálft frá sér fara saman- burð milli landa á framleiðni í iðnaði, sem var um margt áþekkur skýrslu Iðntæknistofnunar nú, en að vísu ekki eins ítarlegan. Landssamband iðnaðarmanna hefur talið, að könnun á framleiðni hér á landi og samanburður við önnur lönd væri mjög þarft við- fangsefni. Það, sem helst hefur staðið slíkum könnunum fyrir þrif- um, er skortur á upplýsingum, sem stafar af því, að hagskýrslugerð hér á landi hefur að ýmsu leyti verið ófullkomin og niðurstöður auk þess jafnan verið síðbúnar. Nokkuð hef- ur þó þokast í rétta átt í þessu efni Guðlaugur Stefánsson „Neikvæð viðbrögð Fé- lags íslenskra iönrek- enda við skýrslunni koma á óvart og eru aö mati undirritaðs mjög ódrengileg gagnvart Iðntæknistofnun og höfundi skýrslunnar.“ á undanförnum áram, og með til- komu staðgreiðslu skatta og e.t.v. einnig virðisaukaskatts síðar, ættu að skapast miklir möguleikar á að fá nýrri og traustari upplýsingar. Að því leyti sem menn vilja halda sig við að ræða um tæknileg atriði í könnun af þessu tagi, væri því nær að fjalla um þær veilur, sem era í íslenskri hagskýrslugerð, fremur en að væna höfund skýrsl- unnar og Iðntæknistofnun um kunnáttuleysi. Talnaefni skýrslunnar, sem nær yfir tímabilið 1973-83, byggist allt á fyrirliggjandi hagtölum, þannig að skýrslan bætir í sjálfu sér ekki úr upplýsingaskortinum. Því má segja, að það, að í skýrslunni er jafnan talað um „framleiðnimæling- ar“ sé-e.t.v. villandi. Engu að síður telur Landssamband iðnaðar- manna, að í skýrslu Iðntæknistofn- unar hafi verið dregnar saman á einn stað fróðlegar og athyglisverð- ar upplýsingar um þróun framleiðni hér á landi og erlendis. Skiljanlegt er, að skiptar skoðanir geti verið á einstökum forsendum og vali á að- ferðum, enda er hér um talsvert flókið viðfangsefni að ræða, einkum að því er varðar samanburð milli landa. í skýrslunni era raunar ýms- ir fyrirvarar um þetta efni. Lands- samband iðnaðarmanna telur, að þær aðferðir og forsendur, sem valdar vora, séu eftir atvikum eðli- legar, enda höfðu þær verið bomar undir ýmsa sérfræðinga. Vitanlega er hætt við, að miklar sviptingar í verðlags- og gengismálum á athug- unartímabilinu dragi úr nákvæmni niðurstaðna, einkum varðandi sam- anburð við önnur lönd. En þessu marki era flestar eða allar okkar hagrannsóknir brenndar og hafa ekki þótt tilgangslausar fyrir þá sök. Og hvað sem líður samanburði við önnur lönd og nákvæmni niður- staðna um einstakar atvinnugrein- ar, stendur óhögguð sú dapurlega meginniðurstaða skýrslunnar, að aukin verðmætasköpun á hvem íbúa hér á landi undanfarin ár stafar að mestu leyti af aukinni atvinnuþátttöku en ekki aukinni framleiðni vinnuafls, eins og erlend- is. Það er ábyrgðarhluti, að draga athygli frá þessari staðreynd. Landssamband iðnaðarmanna vonast til þess, að útkoma skýrsl- unnar verði til þess að auka skilning á mikilvægi framleiðni og að at- vinnulífið og stjómvöld taki höndum saman um að vinna markvisst að því að auka framleiðni. Það er ger- legt, eins og m.a. hefur sannast í einstökum tilvikum hjá fyrirtækj- um, sem tekið hafa þátt í fram- leiðniátkai Iðntæknistofnunar. Stjómendur fyrirtækja þurfa að vera stöðugt opnir fyrir möguleik- um til hagræðingar í rekstri og aukinnar sjálfvirkni. Þáttur stjóm- valda þarf að felast í því að skapa atvinnulífinu almennt hagstæðari skilyrði til þróunarstarfs, ekki síst með bættri hagstjóm, svo og að efla verk- og tæknimenntun, sem verið hefur hornreka í skólakerfinu. Snaggaraleg viðbrögð iðnaðar- ráðherra í þessu máli era þakkar- verð, en hann beitti sér fyrir að tryggja fjármagn til þess að fram- leiðniátaki Iðntæknistofnunar yrði fram haldið. Hér er vitanlega um stórt og margþætt viðfangsefni að ræða, sem aldrei getur eða ætti að ljúka, og upphæðin, sem um ræðir, er í sjálfu sér smámunir miðað við stærð viðfangsefnisins. Hér verður samt að hafa í huga erfíða stöðu ríkissjóðs, og raunar hefur það aldr- ei verið krafa iðnaðarins, að verkefni af þessu tagi væra fyrst og fremst rekin með opinberam styrkjum. Undirritaður trúir, að við- leitni iðnaðarráðherra geti orðið upphafið að öðra meira. Hins vegar verður ekki hjá því komist að leggja ríka áherslu á, að sú ákvörðun ríkis- stjómarinnar, að leggja 25% sölu- skatt á tölvur og hugbúnað stangast algerlega á við það markmið að auka framleiðni. Þeirri ákvörðun verður að breyta. Höfundur er hagfræðingur Landssambands iðnaðarmanna. Fenner Reimar og reimskífur jBB Tannhjól og keðjur Leguhús Poufsen Suðurlandsbraut 10. S. 686499. Áskriftarsiminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.