Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 23

Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 23 Frá hátíðarhöldunum í Ólafsvík Ólafsvík: Almenn ánægja ríkjandi að hátíðarhöldum loknum Ólafsvfk. ÞAÐ ER mál manna að mjög vel hafi til tekist með hátíðarhald Ólafsvíkinga á verslunarafmæl- inu vikuna 15.-22. ágúst. Einkum eru heimamenn ánægðir með hve margir brottfluttir komu i heim- sókn i gömlu byggðina sína. Sumir þeirra komu tvisvar. Þeir gestir sem fréttaritari hefir hitt að máli hafa lýst sig afar ánægða með dagskrána, endurfundi vina og svo það hve miklar framfarir hafa orðið í bænum. Á afmælisdagskránni bar hæst opinber heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem greinilega á hug og hjörtu fólksins í landinu vegna óþvingaðs virðu- leika í framkomu. Bros hennar er líka eitt þeirra sem getur „dimmu í dagsljós breytt". Eindæma veð- urblíða var á meðan á heimsókn forsetans stóð sem og reyndar alla vikuna. Sögusýningin vakti mikla at- hygli. Þar gengu margir á vit gamalla minninga við skoðun á gömlum myndum og munum úr starfi og leik og varði fólk miklum tíma í grunnskólanum þar sem sýn- ingin fór fram. Þar var einnig sýriing á málverkum sem sumar-. gestir úr hópí listamanna unnu. Flest verkanna seldust strax við opnun sýningarinnar. Ekki verður annað sagt en að Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Rannveig Albertsdóttir sleppir nokkrum seiðum i eitt kerið sem var táknrænn vottur um að stöðin væri tekin til starfa. samvinnu við önnur fyrirtæki um frekara eldi seiðanna. Cristian Thommesen stjórnar- formaður Seafood Development AS sagði ástæðuna fyrir áhuga þeirra á fjárfestingu á Islandi vera þá að hér væru góðar aðstæður sem ekki væru fyrir hendi í Nor- egi. Það væri því tilvalið að nýta norskt fjármagn og íslenskar að- stæður og mynda samvinnu um fiskeldið. Hann sagði að í athugun væri að reisa stóra eldisstöð, Lind- arlax, á Vatnsleysuströnd. Eddie Thorp framkvæmdastjóri Seafood Development sagði að þessi sam- vinna Islendinga og Norðmanna leiddi til góðrar nýtingar á mögu- leikum Islands í fiskirækt og hagkvæmrar framleiðslu. Framkvæmdir við stöðina á Hallkelshólum gengu mjög hratt. Hafist var handa í október á síðasta ári og um áramótin var klakhús komið í gagnið. Jarðvinna vegna eldishússins hófst í nóvem- ber, og hluti hússins var tekinn í notkun í mars. Gísli Hendriksson á Hallkels- hólum hefur í mörg ár alið með sér þá hugmynd að nýta jarðhitann og kaldavatnslindirnar á jörðinni til laxeldis. Hann sagðist vera yfir sig ánægður með þennan áfanga og það hversu allt hefði tekist vel, uppbyggingin og rekstur stöðvarinnar í byijun. Rannveig Albertsdóttir kona Gísla sagði ánægjulegt að finna hlýja strauma frá sveitungum og sagðist vona að þetta framtak yrði sveitinni til framdráttar. Undir það tóku þeir sem fluttu ávörp í hófinu á Borg. Þar sagði einn ræðumanna. „Við erum vitni að því hvernig nýta má náttúruauðlindir til að styrkja byggðirnar." Sig. Jóns. Morgunblaðið/Þorkell Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir kom I opinbera heimsókn til Ólafsvíkur í tilefni hátíðarhaldanna. ráðamenn þjóðarinnar hafi sýnt Ólafsvík fulla sæmd. Tveir ráð- herrar, Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra, auk eiginkvenna. voru meðal gesta og fluttu ávörp á kvölddagskrá við vígslu félagsheimilisins. Fleiri góðir gestir voru, svo sem alþingismenn og sveitarstjórnarmenn sem fluttu ávörp og gáfu gjafir. Myndarleg dagskrá var á þessari samkomu. Séra Guðmundur Karl Ágústsson vígði húsið. Viðar Gunnarsson, sem hér er uppalinn, söng nokkur lög og hlaut mjög góðar undirtektir. Kirkjukór Olafsvíkur flutti frum- samin lög eftir Elías Davíðsson tónlistarkennara við texta eftir Ottó Árnason og Jón Arngrímsson. Þá voru dansaðir þjóðdansar, kveðnar lausavísur og nemendur Grunnskól- ans fluttu sögu byggðarlagsins í leikgerð og lestri. Húsfyllir var og var talið að allt að 1.000 manns hafi verið á Klifi. Almenn ánægja var ríkjandi hjá fólki og mátti sjá fólk heilsast sem ekki hafði hist jafnvel í áratugi. Sunnudaginn 16. ágúst var for- seti íslands við hátíðarmessu í Ólafsvíkurkirkju. Séra Guðmundur Karl Ágústsson predikaði, kirkjukór Ólafsvíkur söng og Viðar Gunnars- son söng einsöng við mikla hrifn- ingu kirkjugesta. Var guðsþjónust- an afar hátíðleg og hreif kirkjugesti. I nóvember í haust verður þetta fallega guðshús 20 ára og mun þess þá minnst veglega. Sitthvað fleira var á döfinni þessa helgi svo sem hátíðarfundur bæjar- stjórnar Ólafsvíkur, samkoma í Sjómannagarðinum er forseti ís- lands lagði blómsveig að styttu sjómannsins og gróðursetti tré. Heimsókn forsetans lauk svo síðdegis. Bærinn var fánum prýdd- ur alla vikuna og ýmislegt gert til hátíðarbrigða. Má þar nefna að út- varpsstöð hefur verið starfrækt um kvöld og helgar. Efni hennar var létt tónlist, viðtöl og fleira. Þá hafa skátar haft tívolí fyrir börnin og svona mætti lengi telja. Síðastliðinn laugardag var svo haldin mikil veisla í Sjómannagarðinum þar sem eldsteikt kjöt var á boðstólum með meiru. Það var bæjarstjórnin og kvenfélagið sem sáu um veisluna sem var fjölsótt enda sama ein- dæma góðviðrið n'kjandi. Um kvöldið var svo glæsileg flugelda- sýning á höfninni. Blasti hún við öllum bæjarbúum og nágrenninu. Um 800 manns sóttu svo dans- leik í félagsheimilinu á Klifi á laugardagskvöld. Hljómsveitin Klakabandið lék fyrir dansi, af- mælisnefnd bæjarins tók á móti fólkinu og allar konur fengu hvíta „nelikku“ nælda í barminn. Dans- leikur þessi fór hið besta fram. Nú hafa hátíðarfánarnir verið teknir niður og fólk snýr sér alfarið að dagsins önnum. Eins og að framan sagði eru allir mjög ánægðir með afmælishaldið. Enn og aftur má segja að blessuð veðurblíðan hafi verið einn þeirra gesta sem hvað mesta gleði vakti. Hér eru menn vissulega minnugir þess að lítt væri fært að stunda útisamkomur við slæm veðurskilyrði svo sem þeg- ar Stóri-Sunnan fer um torg með tilheyrandi vatnsgangi. — Helgi Vinnuslys í Vogunum MAÐUR slasaðist alvarlega þeg- ar hann féll af vinnupöllum skömmu eftir hádegi í gær. Maðurinn var að vinnu við ný- byggingu að Skútuvogi 11. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspít- alans og er þungt haldinn. 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.