Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
>
REYKJAVIKURMARAÞON
Morgunblaöið/Einar Falur
Ánægðir feðgar eftir hlaupið, Ey-
steinn ásamt sonunum Kristini Jóni
og Axeli Þór.
Fjörugir féðgar
Það var enn kjarnorkukraftur
í Kristni Jóni, Axeli Þór og
pabba þeirra Eysteini Haraldssyni
skömmu eftir skemmtiskokkið.
Þó hélt Axel að pabbi sinn hefði
platað sig áfram með að lofa hon-
um vatni í hveiju fótmáli, en
málið var bara það að þeir sáu
aldrei vatnsstöðvarnar og luku
keppni þyrstir mjög.
„Eg lofaði honum allan tíma hvíld,
þegar við fyndum vatn. En við
sáum aldrei neina með svala-
drykk, þannig að við hlupum
hvíldarlaust í mark,“ sagði Ey-
steinn. „Við erum vanir að hlaupa
saman á íþróttavelli í Kópavogi
og stundum förum við 4-5 kíló-
metra við Elliðaárnar. Við höfum
samt lítið hlaupið undanfarið
vegna ferðalaga. Það var vonlaust
fyrir mig að halda í við Kristinn,
sem átti nóg eftir í lokin. Þetta
var stórksotlega gaman og hlaup-
ið eykur samheldni okkar,“ sagði
Eysteinn.
>
Prófessorar lýstu
staðháttum og sögu
bæjarins á hlaupum
Morgunblaðið/RAX
Bandaríkjamennirnir sem nutu leiðsagnar íslenskra prófessora meðan
á hlaupinu stóð.
að voru ófaír Bandaríkja-
menn meðal þáttakenda í
hálfmaraþoninu og undu sér hið
besta, þrátt fyrir erfiðið. „Við
fengum strax góða íslenska
hlaupafélaga. Tveir voru prófess-
orar og lýstu fyrir okkur stað-
háttum og sögu bæjarins á
hlaupum," sögðu hjónin Frank og
Stephanie Herold. „Við erum öðru
sinni á Islandi og trúum varla
hvað það hefur rignt lítið - ekkert
síðasliðna þtjá daga.“
„Ég kom nú útaf pylsunum sem
þið seljið hér, þær eru frábærar,
þær bestu í heimi og fást allsstað-
ar á landinu. Mig bráðlangaði í
eina fyrir ræsingu hlaupsins!"
sagði Frank. „Við erum alveg
búinn, því við hlaupum allt árið
um kring. Við lærðum svolitla
íslensku á leiðinni hjá prófessorn-
um okkar. Okkur fannst klukkur
vanta á leiðinni, t.d. á 5-8 km
fresti, svo við vissum ekki stöðuna
nógu vel. Hún skipti samt ekki
máli, skemmtunin var aðalmálið."
Eddy Marcia var í félagi við þau
Frank og Stephanie. „Það var góð
tilfinning að heyra íslensku áhorf-
endurna hvetja okkur áfram. Við
skyldum ekki hvað fólkið var að
segja en skyldum samt. Skokk er
mjög vinsælt í Bnadaríkjunum og
í smábæjum eru haldin mörg
mót. Ég gæti keppt um hveija
helgi í mínu fylki, Oregon, og
geri mikið af því. Brautin hér var
frábær og mótið vel skipulagt.
Svo er loftið og tærleiki lita alveg
frábær, nokkuð sem Ameríkanar
sjá ekki oft.“
Morgunblaöiö/Einar Falur
Gunnar og Sólveig ásamt sonum sína, Árna Kristni og Herði.
Blakmeistari
með fjölskyldunni
Meðal skemmtiskokkaranna
var einn af íslandsmeistur-
um Þróttar í blaki mörg undanfar-
in ár, Gunnar Arnasson. Hann
skokkaði með allri fjölskyldunni,
eiginkonunni Sólveigu Jóhanns-
dóttur og sonum sínum Arna
Kristni og Herði.
„Kristinn var fljótur í förum og
erfitt að halda í við hann,“ sagði
Gunnar. Jóhanna kvaðst skokka
með nokkrum vinkonum. „Við
vorum fyrst 12-15 kerlingar að
skokka saman, en erum nú þijár,
því miður, þetta er það holl hreyf-
ing,“ sagði hún.
Noel Johnson kemur í mark í skemmtiskokkinu. Morgunbia«ið/Einar Faiur
Beint úr millilanda-
flugi í skokkið
Fáir eru duglegri að hlaupa en
Bandaríkjamaðurinn Noel
Johnsson, sem hleypur reglulega
um langan veg þrátt fyrir háan
aldur, en hann er 88 ára gamall.
Hann lét sig ekki muna um það
að koma beint frá New York, drífa
sig rakleiðis eftir að flugvélin lenti
til Reykjavíkur með langferðabif-
reið á keppnisstað í miðbæ
Reykjavíkur. Síðan hljóp hann í
skemmtiskokkinu, léttur á brá.
„Eg reyni alltaf að bæta mig og
gefst aldrei upp á því að hlaupa,“
sagði Noel. „Maginn var ekki í
góðu standi í hlaupinu, ég er bú-
inn að éta og drekka of mikið
heima, maginn er orðinn siginn.
Eg þarf að æfa meira til að koma
honum í stand. Það ættu allir,
ungir sem aldnir að táka þátt í
þessum hlaupum, ég kem aftur
að ári, svo mikið er víst.“
Fjögurra á fullri ferð
- Halldór Svavar Sigurðsson viljugur í skemmtiskokkinu
Móðir hans Halldórs Svavars
Sigurðssonar átti fullt í fangi
með að halda í við hann í skemmti-
skokkinu, slíkur var vilji snáðans.
En móðir hans, Ingunn St. Svavars-
dóttir, passaði upp á strákinn, þar
til á lokasprettinum að hann stakk
hana af á leið í endamark.
Þau mæðgin voru ein úr fjölskyld-
unni, faðirinn Sigurður Halldórsson
og dæturnar Kristveig og Krist-
björg hlupu öll og luku keppni. Þær
systur eru ekki ókunnar hlaupum,
Kristbjörg keppti á landsmótinu á
Húsavík. „Þetta var geysilega gam-
an,“ sagði Ingunn. „Eg var svolítið
hrædd um Halldór, hann fór svo
hratt og bílarnir voru nærri. Hann
fékk klapp á kollinn á leiðinni frá
mörgum hlaupurum og fannst það
gaman hvað gömlu kallarnir voru
góðir við hann. Við hjónin hlaupum
talsvert saman og krakkarnir eru
alltaf á hlaupum," sagði Ingunn.
Það fékkst ekki orð uppúr Halld-
óri, þar sem hann sogaði svaladrykk
af krafti nýkominn í mark. Hann
kinkaði þó kallaði þegar hann var
spurður hvort hlaupið hefði verið
létt og skemmtilegt. Knár en smár
strákurinn. Á myndinni til hliðar
er Qölskyldan samankomin eftir
hlaupið: frá vinstri, Kristveig, Hall-
dór, Ingunn, Halldór og Kristbjörg.