Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
Doktor í þýskum fræðum
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
í merkri bók stendur:
— Ef eldhús rýkur,
og kostur er í klefa,
vantar ei vini. —
Þessum „sannmælum" fylgir svo
réttur kjörinn til að afla nýrra vina.
Þetta eru
Fylltar
eggjapönnu-
kökur
(fyrir 4)
Pönnukökur:
1 bolli hveiti
1 matsk. kartöflumjöl
3 egg
1 bolli vatn eða mjólk
3—4 matsk. matarolía eða bráðin
feiti
salt
*■★ ★ ★
Fyilingin:
500 gr hakkað kjöt
2 matsk. matarolía
1 laukur
2 rauðar paprikur
2 grænar paprikur
1—2 hvítlauksrif
2 tómatar
•A bolli vatn
1 tsk. salt
malaður pipar
1 teningur kjötkraftur
(1 matsk. kartöflumjöl)
Það má útbúa pönnukökudeigið
fyrst og láta það bíða á meðan fyll-
ingin er útbúin.
1. Deigið er útbúið á venjulegan
hátt: Hveiti og kartöflumjöl er sett
í skál, eggjum, matarolíu og salti
er bætt út í og hrært út með vatni
eða mjólk. Deigið á að vera fremur
þunnt.
2. Fylling: Paprikumar eru þvegn-
ar og skomar í sundur, fræ og hvítar
himnur em fjarlægðar. Þær em
síðan skorar í litla bita. Laukur er
skorinn smátt og em tómatamir
skomir í litla teninga.
3. Matarolían 2 matsk. er hituð á
pönnu og er laukurinn og pressað
eða saxað hvítlauksrif léttsteikt í
feitinni með hakkaða kjötinu á með-
ann kjötið er að losna í sundur.
4. Niðurskomum paprikunum og
niðurskomum tómötum er bætt út
í kjötið og blandað vel á meðan það
er að steikjast. Því næst er kjötkraft-
ur uppleystur í vatninu bætt út í
kjötið ásamt salti og pipar. Lok er
sett yfir pönnuna og kjöt með græn-
meti látið krauma í 15—20 mínútur.
5. Ef mikill vökvi hefur myndast
á pönnunni af grænmetinu er ágætt
ráð að strá 1 matsk. af kartöflu-
mjöli yflr kjötfyllinguna á pönnunni
og blanda vel yfir hita til að þétta
fyllinguna.
6. Pönnukökumar em bakaðar á
venjulegan hátt á pönnukökupönnu.
Uppskriftin er fyrir 8 stk.
Ath. að kjötfyllingarefnið virðist
mikið í fyrstu, en það rýmar i suðu.
Síðan er hver pönnukaka fyllt með
2—3 matsk. af fyllingu. Þeim má
svo festa saman með tannstöngli.
Fylltum pönnukökum er raðað á fat
og þær bomar fram vel heitar.
'2 fylltar pönnukökur á mann er
góður málsverður.
Verð á hráefni
Lambahakk
500 gr ....... kr. 190,00
1 laukur ..... kr. 6,00
2 tómatar .... kr. 30,00
2 gr. paprikur .. kr. 85,00
2 r. paprikur .... kr. 140,00
3egg ........ kr. 26,00
Kr. 457,00
Oddný Guðrún Sverrisdóttir
tók þann 9. júlí 1987 doktorspróf
í þýsku við háskólann í MUnster
í Vestur-Þýskalandi (Westfftl-
ische Wilhelms-Universitftt). Mun
hún vera annar íslendingurinn,
sem tekur doktorspróf í þessari
grein við þýskan háskóla.
Oddný Guðrún er fædd í
Reykjavík 27. ágúst 1956 og er
dóttir hjónanna Sverris Júliussonar
útgerðarmanns og Ingibjargar Þor-
valdsdóttur. Oddný lauk stúdents-
prófí frá Menntaskólanum í
Reykjavík 22. maí 1976. Haustið
1976 innritaðist hún í Háskóla ís-
lands og var fyrst í eitt ár við nám
í stærðfræði. 1977 hóf hún svo nám
í þýsku og bókasafnsfræði sem
aukafagi og lauk B.A.-prófí i þeim
greinum þ. 28.6.1980. Kennslurétt-
indi öðlaðist hún árið 1980. Jafn-
hliða námi sínu við háskólann tók
hún leiðsögumannapróf í maí 1978,
og sama sumarið fékk hún styrk
frá Deutscher Akademischer Aus-
tauschdienst (DAAD) til námsdval-
ar í Vestur-Þýskalandi.
1981 hélt hún síðan utan til fram-
haldsnáms við háskólann í Múnster,
og hafði þar þýsku (Germanistik)
sem aðalfag, en almenn málvísindi
og norræn fræði sem aukafög. Þess
má geta, að hún fékk námsstyrk
frá DAAD til nokkurra ára. Dokt-
Dr. Oddný Guðrún Sverrisdóttir
orsritgerð Oddnýjar fjallar um
samanburð íslenskra og þýskra
málshátta og orðtaka úr sjómanna-
máli og ber heitið „Land in Sicht“.
Ritgerðin var lögð fyrir heimspeki-
deild háskólans í Múnster í vor, en
munnlegt próf fór fram 9. júlí sl.
og hlaut Oddný heildareinkunnina
„magna cum laude".
Oddný Guðrún Sverrisdóttir hef-
ur verið ráðin til að kenna þýsku
við Fjölbrautaskólann í Garðabæ,
en jafnframt því mun hún starfa
sem stundakennari í þýsku við Há-
skóla íslands.
Hjúkrunarfélag íslands:
Móttaka fyrir félagsmenn
bókasafn og lesstofa félagsins sem
tileinkað er frú Sigríði Eiríksdóttur
sem var formaður Hjúkrunarfélags
íslands í 36 ár.
Stjóm Hjúkrunarfélags íslands
væntir þess að sem flestir félags-
menn og gestir mæti kl. 16.00.
í TILEFNI þess að Hjúkrunarfé-
lag íslands hefur flutt starfsemi
sína í ný húsakynni verður mót-
taka fyrir félagsmenn og gesti á
Suðurlandsbraut 22 föstudaginn
28. ágúst nk.
Við það tækifæri verður vígt
MMHHB
,* m 1
>
áff m
~ s J
í A/ÍT JIK TTTQÍ
11V1U1\ 'UKi
MÐ GERUM ŒKUR DAGAMUN
OG1ÆKKUM VERÐ
Á HÚSGÖGNUM
SOFASETT—SOFABORD
SPUT BORÐSTOFUBORÐ OG STOLAR
UT NÆSTU VIKU
y
KRISUAN SIGGEIRSSON
LAUGAVEG113. REYKJAVÍK, SÍMI 625870