Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 Doktor í þýskum fræðum Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í merkri bók stendur: — Ef eldhús rýkur, og kostur er í klefa, vantar ei vini. — Þessum „sannmælum" fylgir svo réttur kjörinn til að afla nýrra vina. Þetta eru Fylltar eggjapönnu- kökur (fyrir 4) Pönnukökur: 1 bolli hveiti 1 matsk. kartöflumjöl 3 egg 1 bolli vatn eða mjólk 3—4 matsk. matarolía eða bráðin feiti salt *■★ ★ ★ Fyilingin: 500 gr hakkað kjöt 2 matsk. matarolía 1 laukur 2 rauðar paprikur 2 grænar paprikur 1—2 hvítlauksrif 2 tómatar •A bolli vatn 1 tsk. salt malaður pipar 1 teningur kjötkraftur (1 matsk. kartöflumjöl) Það má útbúa pönnukökudeigið fyrst og láta það bíða á meðan fyll- ingin er útbúin. 1. Deigið er útbúið á venjulegan hátt: Hveiti og kartöflumjöl er sett í skál, eggjum, matarolíu og salti er bætt út í og hrært út með vatni eða mjólk. Deigið á að vera fremur þunnt. 2. Fylling: Paprikumar eru þvegn- ar og skomar í sundur, fræ og hvítar himnur em fjarlægðar. Þær em síðan skorar í litla bita. Laukur er skorinn smátt og em tómatamir skomir í litla teninga. 3. Matarolían 2 matsk. er hituð á pönnu og er laukurinn og pressað eða saxað hvítlauksrif léttsteikt í feitinni með hakkaða kjötinu á með- ann kjötið er að losna í sundur. 4. Niðurskomum paprikunum og niðurskomum tómötum er bætt út í kjötið og blandað vel á meðan það er að steikjast. Því næst er kjötkraft- ur uppleystur í vatninu bætt út í kjötið ásamt salti og pipar. Lok er sett yfir pönnuna og kjöt með græn- meti látið krauma í 15—20 mínútur. 5. Ef mikill vökvi hefur myndast á pönnunni af grænmetinu er ágætt ráð að strá 1 matsk. af kartöflu- mjöli yflr kjötfyllinguna á pönnunni og blanda vel yfir hita til að þétta fyllinguna. 6. Pönnukökumar em bakaðar á venjulegan hátt á pönnukökupönnu. Uppskriftin er fyrir 8 stk. Ath. að kjötfyllingarefnið virðist mikið í fyrstu, en það rýmar i suðu. Síðan er hver pönnukaka fyllt með 2—3 matsk. af fyllingu. Þeim má svo festa saman með tannstöngli. Fylltum pönnukökum er raðað á fat og þær bomar fram vel heitar. '2 fylltar pönnukökur á mann er góður málsverður. Verð á hráefni Lambahakk 500 gr ....... kr. 190,00 1 laukur ..... kr. 6,00 2 tómatar .... kr. 30,00 2 gr. paprikur .. kr. 85,00 2 r. paprikur .... kr. 140,00 3egg ........ kr. 26,00 Kr. 457,00 Oddný Guðrún Sverrisdóttir tók þann 9. júlí 1987 doktorspróf í þýsku við háskólann í MUnster í Vestur-Þýskalandi (Westfftl- ische Wilhelms-Universitftt). Mun hún vera annar íslendingurinn, sem tekur doktorspróf í þessari grein við þýskan háskóla. Oddný Guðrún er fædd í Reykjavík 27. ágúst 1956 og er dóttir hjónanna Sverris Júliussonar útgerðarmanns og Ingibjargar Þor- valdsdóttur. Oddný lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 22. maí 1976. Haustið 1976 innritaðist hún í Háskóla ís- lands og var fyrst í eitt ár við nám í stærðfræði. 1977 hóf hún svo nám í þýsku og bókasafnsfræði sem aukafagi og lauk B.A.-prófí i þeim greinum þ. 28.6.1980. Kennslurétt- indi öðlaðist hún árið 1980. Jafn- hliða námi sínu við háskólann tók hún leiðsögumannapróf í maí 1978, og sama sumarið fékk hún styrk frá Deutscher Akademischer Aus- tauschdienst (DAAD) til námsdval- ar í Vestur-Þýskalandi. 1981 hélt hún síðan utan til fram- haldsnáms við háskólann í Múnster, og hafði þar þýsku (Germanistik) sem aðalfag, en almenn málvísindi og norræn fræði sem aukafög. Þess má geta, að hún fékk námsstyrk frá DAAD til nokkurra ára. Dokt- Dr. Oddný Guðrún Sverrisdóttir orsritgerð Oddnýjar fjallar um samanburð íslenskra og þýskra málshátta og orðtaka úr sjómanna- máli og ber heitið „Land in Sicht“. Ritgerðin var lögð fyrir heimspeki- deild háskólans í Múnster í vor, en munnlegt próf fór fram 9. júlí sl. og hlaut Oddný heildareinkunnina „magna cum laude". Oddný Guðrún Sverrisdóttir hef- ur verið ráðin til að kenna þýsku við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, en jafnframt því mun hún starfa sem stundakennari í þýsku við Há- skóla íslands. Hjúkrunarfélag íslands: Móttaka fyrir félagsmenn bókasafn og lesstofa félagsins sem tileinkað er frú Sigríði Eiríksdóttur sem var formaður Hjúkrunarfélags íslands í 36 ár. Stjóm Hjúkrunarfélags íslands væntir þess að sem flestir félags- menn og gestir mæti kl. 16.00. í TILEFNI þess að Hjúkrunarfé- lag íslands hefur flutt starfsemi sína í ný húsakynni verður mót- taka fyrir félagsmenn og gesti á Suðurlandsbraut 22 föstudaginn 28. ágúst nk. Við það tækifæri verður vígt MMHHB ,* m 1 > áff m ~ s J í A/ÍT JIK TTTQÍ 11V1U1\ 'UKi MÐ GERUM ŒKUR DAGAMUN OG1ÆKKUM VERÐ Á HÚSGÖGNUM SOFASETT—SOFABORD SPUT BORÐSTOFUBORÐ OG STOLAR UT NÆSTU VIKU y KRISUAN SIGGEIRSSON LAUGAVEG113. REYKJAVÍK, SÍMI 625870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.