Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 9

Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 9
1 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 9 HUGVEKJA Þakklæti eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON Mikið hafa leikföng bama breytzt á stuttum tíma. Ég lifði þá æsku að leika mér að leggj- um, byggja bú út í móa, setja upp girðingu með nöglum og snæri, byggja hús úr kössum, heyja og leggja vegi að hlöðu. Reiðhestamir sem vom lamba- leggir vom málaðir og áttu sín nöfn, vom beizlaðir með snæri og síðan var riðið út. Kýmar sem vom kjálkabein vom mjólk- aðar og kindumar sem vom hom, þeim var dreift um móann og oft smalað saman. Alltaf vom það störf í leik sem kölluðu að og enginn leikur var skemmtilegri en þessi. Núna em plastdýr komin fyr- ir leggina og kjálkana og leikir bama taka mið af erlendri plastframleiðslu, sem höfðar til baráttu þar sem fyrirmyndir em sjónvarpsmyndir eða myndafrá- sögur. Líklega fínnst bömum í dag stríðsleikföng vera skemmtilegust. Það em margar spumingar sem vakna gagnvart leikjum bama. Ég er viss um að leikim- ir í æsku móta um margt framtíð bamsins, því það sem maður leikur hverju sinni, verð- ur eins og hluti af manni sjálf- um. Og mikill munur er á að þiggja allt tilbúið upp í hendum- ar og leika síðan eftir fyrir- mynd. Skyldu þessi dým leikfóng sem gefín em í dag gleðja eins og leggimir og kjálkamir áður fyrr? Mér er það mjög til efs. Emm við ekki öll eins og bömin? Sífellt að keppa eftir fullkomnari leikföngum. Það er alltaf eitthvað nýtt að koma til dægrastyttingar, eitthvað í auglýsingum sem hrópar á okk- ur, eitthvað sem gefur okkur ekki frið nema að við eignumst — alltaf eitthvað nýtt. Þannig reynum við að kaupa gleðina og hamingjuna, sem virðist handan við homið, en það kem- ur alltaf nýtt hom og ný eftir- vænting. Og mitt í þessu kapphlaupi eftir leikföngum getum við mætt heilsuleysi, slysi eða þján- ingu í einhverri mynd. Hastar- lega emm við þá minnt á að lífið er meira en það að kaupa leikföng og leika sér. Miklu skiptir hvemig við bregðumst þá við. Við getum fyllst örvænt- ingu og vonleysi og spurt: Hvers vegna henti þetta mig? Og á eftir þeirri spumingu koma aðr- ar sem áfella og dæma. Þetta viðhorf flýtir ekki fyrir bata eða því að verða sáttur við hlut- skipti sitt. Við getum einnig orðið staðráðin í að sigra þján- inguna, leitað lækninga og reynt á allan hátt að byggja okkur upp. Þetta viðhorf er áreiðanlega til að flýta fyrir jafnvægi og heilsu. í heilagri ritningu er sagt frá tíu líkþráum mönnum. Líkþráin eða holdsveikin var hryllileg- asta veiki þessa tíma. Læknar áttu engin ráð og samfélagið útskúfaði þessum mönnum frá heilbrigðum. Alnæmi dagsins í dag kæmist ekki til jöfnunar við holdsveiki þessa liðna tíma. Þeir hrópuðu til Krists á hjálp og hlutu lækningu og sýndu sig prestunum, sem síðan staðfestu heilbrigði þeirra og inngöngu inn í samfélagið. Hvílík ham- ingja stundarinnar. Að fá að hverfa heim heilbrigður, takast á við viðfangsefnin og hefja lífsdaginn á ný. Hver láir þeim að þeir gáfu sér ekki tíma til að fara langt út fyrir borgina til að þakka fyrir heilsu sína. Einn gaf sér þó þennan tíma. Hann var útlendingur. Átti líklega enga fjölskyldu í borg- inni, ekkert heimili og ekkert starf. Það em margir í dag sem hljóta lækningu. Störf á sjúkra- húsum og sjúkrastofnunum em unnin af meiði kristinnar trúar og af þeirri hugsjón sem Kristur boðaði. Og margir em þeir enn fremur sem fínna innri lækn- ingu, sem er tengd trú og fullvissu um bata. Aðeins að spumingin um hina níu, sem gleymdu að gefa Guði dýrðina, hljómi ekki enn með sama hætti og áður: Hvar em þeir níu? Háðir hraða tímans og keyptri gleði innan um leik- föng fullorðinna. Hvar em þeir níu? Kristur spyr ekki til að hljóta lof, heldur spyr hann af undmn því þeir höfðu fundið nakta örbirgð þjáningarinnar, eins og hún getur orðið þyngst og fundið ódaun dauðans af rotnandi líkama sínum og síðan allt í einu þegið lífsgjöf sína. Þeir áttu svo sannarlega að hafa skilið að lífið og heilsan var gjöf Guðs. Sagt hefur verið að sú gjöf sé ekki þegin sem ekki er þökk- uð. Hversu oft í lífinu höfum við ekki fundið þörfina að þakka Guði handleiðslu og blessun? Þakka honum heilsu og bata, þakka honum fyrir hvemig allt hefur eins og farið á betri veg. Þakklæti er undirstaða þess að geta tekið á móti. Leikföng æskunnar em þar ekki undan- skilin og því síður leikföng fullorðinsára. Við fínnum ekki til heillrar gleði á líðandi stundu nema þakkartilfinningin sé þar einnig. Þetta mikilfenglega er þó einfaldara: Að gefa Guði dýrðina. Gengi: 18. sept. 1987: Kjarabréf 2,298-Tekjubréf 1,252-Markbréf 1,152-Fjölþjóðabréf 1,060 ÞAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS ÞÚ GETUR TREYST ÞEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU: ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG? Ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa- markaðinum.Þeir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu. Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Þú getur fjárfest í mörgum tegund- um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn leyfir. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að spara og hagnast í fjármálum þínum Það margborgar sig fyrir þig að koma og ræða við okkur á verðbréfamarkaðinum í Hafnarstræti 7 eða í Kringlunni. Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin. Þú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar. Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Þú getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum. Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt fá greiddar reglulega tekjur af sparifé þínu. Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega til skamms tíma. Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Þjónustuþættir eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta. Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík S (91) 28566 Kringlunni 123 Reykjavík S 689700 Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa h OSA'SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.