Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 25

Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 25 Sjálfsmynd af listamanninum. Polanski er væntanlegnr til landsins í boði kvikmyndahátíðar þann 25. þessa mánaðar ásamt leikkonunni Emmanuelle Seign- er. hinn hryllilegasta hátt. Óhug sló á fólk um allan heim. Andstyggileg blaðaskrif fyrst á eftir voru salt í sár Polanskis. Polanski sneri sér ekki aftur að kvikmjmdum fyrr en tveimur árum síðar er hann gerði hina mögnuðu mynd um Macbeth. Hann hefur vafalaust getað veitt innbyrgðum sárindum sínum útrás miskunnar- leysi myndarinnar. Og hann rís upp aftur, heldur til Hollywood á ný og þar verður til ein hans best heppn- aða mynd, frá öllum hliðum séð. Hin sígilda einkaspæjaramynd Chinatown, sem gefur í engu eftir bestu myndum af þessari gerð frá fyrri árum. En ógæfan var ekki langt undan. Polanski hafði vakið heimsathygli fyrir frábærar ljós- myndir í jólablaði Vouge, og nú komu mæðgur til sögunnar. Móðirin neytti allra bragða til að koma snoppufríðri dóttur sinni á fram- færi í tískuheiminum og fékk Polanski til að prufumynda hans. Sú greiðasemi endaði með því að mæðgumar kærðu hann fyrir nauðgun á dótturinni, sem var inn- an við lögaldur og endalokin urðu að Polanski varð að flýja Banda- ríkin og nýheimta velgengni í snatri. Hálfútlægur í París, en sam- komulag um framsal sakamanna er ekki í gildi á milli Frakklands og Bandaríkjanna, fór Polanski sér hægt, en 1974 sendi hann frá sér stemmningsmyndina Le Locataire — Leigjandinn. Hún hlaut ágætar viðtökur, en það var Tess, sem hann lauk við 1979, sem varpaði ljóma á nafn Polanskis á nýjan leik. En það var einmitt eitt af síðustu verkum Sharon Tate að benda honum á möguleika skáldsögunnar. Pirates verður ekki skráð með stóru letri á blöð kvikmyndasögunnar frekar en önnur, þjökuð „megaflopp" eins og Heaven’s Gate, Ishtar og Cleopatra. En í dag er Polanski rétt einu sinni upprisinn og kominn í fremstu víglínu í kvikmyndaheiminum, hef- ur nýlokið tökum á Frantic, þriller sem sagður er í anda Chinatown og Repulsion. Með aðalhlutverk fer einn vinsælasti og virtasti (eftir Vitnið og Moskitó-ströndina) leikari samtíðarinnar, Harrison Ford. Að fá slíkan leikara til samstarfs segir meira en flest annað um stöðu leik- stjórans og það álit sem hann hefur sem listamaður í dag. Að auki starfa með Polanski gamalkunnir vinnufélagar: Handritshöfundurinn Gerard Brach, kvikmyndatökustjór- inn Witold Soborcinski, leikmynda- smiðurinn Pierre Guffroy og fatahönnuðurinn Anthony Powell. Auk Fords fara Betty Buckley, David Huddleston og nýjasti fundur Polanskis úr kvennablóma heims- byggðar, Emmanuelle Seigner, með stór hlutverk í myndinni sem Wam- er Bros hyggst markaðssetja á jólavertíðina í ár. Svo ánægjulega vill til að Pol- anski hefur lengi haft áhuga á að líta okkar fjarlæga eyland augum. Og við skulum vona að hann fái hér fimm góða og fagra haustdaga ásamt lagskonu sinni, Seigner, áður en klippingartörnin hefst. Roman Polanski er að láta enn einn draum sinri rætast. r /• GRÍPTU 100.000 krónur Sól gos - meiriháttar gos >_______________________J lodnu-og síidarnætur: ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfum fengið 40 rása, CB, talstöðvar. ALPHA 4000 FM. Alpha 4000 er vönduð og tæknilega fullkomin. Hún hefur stillanlegan Mic næmleikastilli, RF næmleikastilli, CH9/off, Clear/Normal, Tune, Dimmer, ásamt fl. Allar upplýsingar fúslega veittar. RADIOVIRKINN - HEILDSALA - SMÁSALA. VOGIN SEM BOGAR SIG SJÁLF ISHIDA CCW-S-210-WP samvalsvogin borgar fyrir sig sjálf: Hún er nákvæm, skammtar með 0,5g nákvæmni. Hún er fljót, skammtar í allt að 90 poka á mínútu. Hún er 100% ryk- og vatnsheld. Hún er örugg og auðveld í notkun. Hún er svotil viðhaldsfrí. Ef þú pakkar í 1 kg pakkningar og yfirvigtin er að 'meóaltali lOg á poka, þá gerir það 10 kg á tonn. Sé pakkað að meðaltali 5 tonnum á dag 5 daga vikunnar þá er yfirvigtin 1 tonn á mánuði. Þú ættir að reikna út hversu mikið þú gætir sparað með mixmi yfirvigt og svo færðu flýtinn og hagræðinguna í kaupbæti. Plastos liL# KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900 ^ COMBAC FRÍSTANDANDI STURTUKLEFAR með blöndunartækjum Fást í helstu byggingavöru- verslunum. Heildsölubirgðir BLÁFELL HF HVERFISGÖTU 105 SÍMI621640. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.