Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ast Öll höfum við áhuga á ást- inni. Flest okkar elskum við eina eða fleiri manneskjur og margir eru svo lánsamir að vera elskaðir af öðrum. Allir geta viðurkennt mikilvægi ástarinnar, ekki bara fyrir þá sök að hún er mikilvægur þáttur í viðkomu mannkyns- ins heldur einnig af þeirri ástæðu að hún göfgar líf okkar, gefur því gleði, til- gang og lit. Flestir eru t.d. sammála því að án ástar sé lífið tómlegt og grátt, að ást- in fylgi lífinu. Sársauki Þrátt fyrir mikilvægi ástar- innar er það svo að margir þora ekki að elska, þora ekki að gefa eða taka á móti ást. Það er skrítið að svo skuli vera en það er að mörgu leyti eðlilegt. Astinni fylgir oft á tíðum sársauki. Ótti Það er svo með lífið, eins og einn ágætur maður segir gjaman, að allri sól fylgir skuggi. Ástinni sem er lífgef- andi fylgir hræðsla vjð dauða. Um Ieið og við finnum til ástar, finnum við um leið fyrir ótta við að missa ástvin- inn. Þeirri hugsun lýstur t.d. oft niður að ástvinurinn geti á einhvem hátt horfið. Af- brýðisemi er og einn angi af þeirri hræðslu að tapa ást- inni. Ástvinamissir Það er ekki einungis ótti sem herjar á okkur. Flestir hafa orðið fyrir þeirri reynslu að missa ástvini. Ömmur og afar sem við höfiim elskað hafa látist, einnig foreldrar, maki og ættingjar eða kær ástar- sambönd hafa rofnað. Allir hafa í raun einhverja reynslu af ástvinamissi. Varasamar gryfjur Þessum skuggahliðum ástar- innar, því að óttast að missa eða hafa misst, fylgja ákveðnar hættur sem kannski eru ekki augljósar í fljótu bragði. Ef við hræð- umst sársauka sem gæti komið í framtíðinni þá er hætt við að við höldum aftur af okkur. Við getum því orð- ið hrædd við ástina og bælt niður í okkur tilfinningar. Ef við gætum okkur ekki getum við því dofnað og misst hæfi- leikann til að elska og lifa. Doði Gmnur minn er sá að margir gangi um bæi og sveitir þessa lands í tilfinningalegum doða: „Þegar ég var lítill drengur elskaði ég ömmu mína svo heitt að dauði henn- ar lamaði tilfinningar mínar. Ég hef síðan verið hræddur við að elska. Það versta er að lengi gerði ég mér ekki grein fyrir því.“ Og „Þegar ég var sautján ára var ég hrifinn af stelpu sem hafnaði mér og ég fraus. í tíu ár var ég tilfinningalaus." Að þora að elska Það má segja að sá tilfinn- ingalegi doði sem fylgir ástvinamissi sé eðlilegt vam- arviðbragð líkama og sálar. Við þurfum að dempa sárs- aukann og veijast því að slíkt komi fyrir aftur. En við verð- um hins vegar að vera meðvituð um þessi vamarvið- brögð. Við megum ekki festast í þeim. Þá glötum við hæfileika okkar til að lifa. Við þurfum að þora að koma fram á nýjan leik, eftir hvert áfall, vekja tilfinningar okkar og taka á móti ástinni aftur. Þetta er sérlega mikilvægt, því ástin og lífíð haldast hönd í hönd. Við þurfum að þora að elfka ef. við viljum lifa. GARPUR APAMl \ZAKNAÐU STOA* V/B þöfífh/OMSr GARfisJ kdhuhgur/uh BK- £>, NE/ VEKjaqjhh m/uu! 4 OKS&ZéG f/ijhLS ée HEF! KftAFT/hJN> ' GRETTIR EG HfeF HPJEINAM SKJOLP, þÖKK Sd /MiMMISLEysiMU. BG BYRJA A£? LIFA Upp 'A MVTT. U7M t7AVf£>2-7 © 1987 United Featúre Sy fés brCkop) ) \^ATVAGL-^^J mmv-j —í. _ ■¥ / 'A \ frP1'- sj 5 o r\ n Á ■■ ■■■ ■ A ■ D I V/ A MXI im IU M DRAI 1 MACal dLYANTURINN FERDINAND SMAFOLK YES, MÁAM,0UR TEACHER TOLP MET0 60SEE THE NUR5E..SHE THINK5 THERE'5 50METHIN6 UIR0N6 WITH EYE, ANP UIELL, I... y THE U)AV THIN65 HAVE BEEN SOIN6,1 MAV NEVER U)INK A6AIN.. rzr Já, fröken, kennarinn minn sagði mér að fara til hjúkkunnar____hann held- ur að eitthvað sé að mér í auganu, og ég . . Ég var bara að blikka, skilurðu ... svona ... og... Nei, fröken, ég blikka ekki Eins og þetta hefur gengið mikið ... fyrir sig getur verið að ég blikki aldrei oftar ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ísland græddi 10 MPa í eftir- farandi spili á móti ítölum á EM, þar sem Jón Baldursson og Sig- urður Sverrisson tóku hart geim, sem ítalimir á hinu borðinu slepptu: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 1095 ♦ ÁG1052 ♦ 10752 ♦ D Vestur Austur ♦ K832 ... ¥DG74 ¥98 ¥ D764 ♦ 843 ’ ♦ K9 ♦ ÁG108 ♦ 743 Suður ♦ Á6 ¥ K3 ♦ ÁDG6 ♦ K9652 í opna salnum sátu Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórs- son í AV gegn Bocchi og Mosca: Vestur Norður Austur Sudur Öm Bocchi Guðl. Mosca Pass Pass Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass Pass Pass Italimir spila 15—17 punkta grand, en Bocchi taldi þó ekki ómaksins vert að reyna við geim og lét duga að yfirfæra í hjart- að. Mosca fékk 10 slagi, eða 170. Á hinu borðinu var Sigurður harðari á spil norðurs: Vestur Norður Austur Suður Rosati Sigurður Lauria Jón Pass Pass Pass 1 grand Pass 2tíglar Pass 2hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Fimm tíglar eru langt frá því að vera sjálfunnir, en Sigurður fékk þægilega byijun: Lauf upp á ás vesturs og tromp til baka. Sigurður átt slaginn á gosa blinds, tók hjartakóng og ás og lét hjartagosann rúlla yfir, þegar austur lagði ekki á. Vestur trompaði, en fleiri urðu slagir vamarinnar ekki. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Marseilles í Frakklandi í sumar kom þessi staða upp í skák franska alþjóða- meistarans Kouatly og eina stórmeistara Norðmanna, Simen Agdestein, sem hafði svart og átti leik. 29. — DxcG! (Einfaldur en skemmtilegur vinningsleikur. Hvttur tapar manni hvort sem hann drepur þversum eða langs- um) 30. Hxc6 — Hxd3 og hvítur gafst upp. Úrslit á mótinu urðu þau að sovézki stórmeistarinn Rafael Vaganjan sigraði örugg- lega, hlaut 7 v. af 9 mögulegum. Næstir komu þeir Agdestein, Kudnn og Maurey með 6 v.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.