Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 35

Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 35 Akranes: Nýjung í rækjuvinnslu Blaóburöarfólk óskast! Akranesi. VÉLSMIÐJA Þorgeirs og EU- erts hf. á Akranesi hefur í samstarfi við sjávarafurða- deild SÍS eftir frumhugmynd Ingólfs Arnarsonar véltækni- fræðings hjá Framleiðni hf. smíðað nýja gerð rækjuflokk- ara sem telja verður að sé bylting í gerð slíkra tækja. Þessi nýi rækjuflokkari spar- ar fjármagn og rými frá því sem áður var og er því sérlega hentugur í minni skip. Eins og áður kemur fram er þessi rækjuflokkari alíslensk hönnun og smíði. Flokkarinn er byggður ofan á þrjú safnkör. Ann- ar stór kostur hins nýja búnaðar er sá að fljótlegt er að taka hann úr skipinu og senda það á aðrar veiðar. Til þessa hefur það oft tekið marga daga að útbúa skip að nýju til annarra veiða og hefur því fylgt ómældur kostnaður. Samanborið við rækjuvinnslukerfi sem notuð eru í skipum í dag má áætla að spamaðurinn sé nærri 60% í ljármagni og í dekkrými í skipunum. Þar sem þessi búnaður þarf lítið pláss er hann sérstaklega hentugur í öll minni skip og báta. Að sögn forráðamanna hjá Þor- geir og Ellert hf. hafa þeir smíðað rækjuvinnslukerfi í mörg skip til þessa en þau hafa öll átt það sam- merkt að skapast hafa vandræði við að koma þeim fyrir í skipunum vegna lítils rýmis. Með hinum nýja rækjuflokkara er verið að leysa þetta vandamál. Þeir segjast geta smíðað fleiri útfærslur af rækju- flokkurum en tíminn verði að leiða í ljós hvort það verði gert, eins fer það eftir undirtektum við þessa gerð sem nú er settur á markað- inn. Hinn nýi rækjuflokkari verður til sýnis á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll dagana 19.-23. september nk. - JG Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Hinn nýi rækjuflokkari sem Vélsmiðja Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi hefur í samstarfi við sjávarafurðadeild SÍS eftir frum- hugmynd Ingólfs Arnarsonar véltæknifræðings hjá Framleiðni hf. smíðað. SELTJNES VESTURBÆR Selbraut Tjarnargata 3-40 Tjarnarstígur o.fl. Hjarðarhagi 44-64 AUSTURBÆR ÚTHVERFI Básendi Austurgerði Sunnuvegur Langholtsvegur 71-108 Háaleitisbraut 11 -43 Ingólfsstræti Lindargata frá 39-63 Laugavegur frá 32-80 Skipholt 40-50 o.fl. Stigahlíð 42- Eskihlíð 5-15 o.fl Eskihlfð 6-12 KÓPAVOGUR Hraunbraut BREIÐHOLT Fellahverfi AIRAM UÓSAPERUR LOGA LENGUR FINNSK FRAMLEIÐSLA Heildsölubirgðir JpÞYSK-ISLENSKAHF. ■ ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavík - Sími: 82677 Tvíbökur tvíbakaðar - nýbakaðar nákvæmlega eíns og tvíbökur eíga að vera. 75 _ juglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.