Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Upplýsingar í nýju riti Sögnfélagsins: Sjávarútvegssýningin: „Rétt að stínga tánni í vatnið“ - segir Þráinn Þorvaldsson formaður útflutningsráðs „DRAUMURINN er vissulega sá að þegar menn, hvar sem er í heiminum, fari að huga að kaup- um á fiskiðnaðartækjum muni ísland og islensk tækni koma fyrst upp í huga þeirra," sagði Þráinn Þorvaldsson formaður Útflutningsráðs íslands, þegar hann var inntur eftir þýðingu sjávarútvegssýningarinnar fyrir íslenskar útflutnignsgreinar. Þráinn kvað gildi sýningarinnar einkum felast í tveimur atriðum. í fyrsta lagi væri hún mikilvægur lið- ur í því átaki íslenskra framleið- enda, að afla íslandi þess orðspors að vera leiðandi í tækni tengdum fiskiðnaði. Miklu skiptir að menn fái á tilfínninguna að íslendingar hafi eitthvað að bjóða fram yfir aðra á þessu sviði. I öðru lagi hafi það ýmsa kosti að fá erlenda við- skiptavini hingað til lands. Það er ódýrara, og auðveldar nýjum og óreyndum fyrirtækjum sem ekki ráða við að sækja slíkar sýningar erlendis að kynna vörur sínar. Það gæti svo orðið kveikja að því að þau færu utan til slíkra sýninga síðar. „Það er jafnframt afar mikilvægt að fá viðskiptavinina inn í íslenskt umhverfí," sagði Þráinn. „Ég þekki það frá ullariðnaðinum, sem ég starfaði töluvert fyrir hér áður, að eftir að menn höfðu heimsótt ísland og séð landið urðu þeir yfirleitt mjög hrifnir og mun jákvæðari gagnvart íslenskum vörurn." „Tæki til fískiðnaðar er sú út- flutningsgrein sem mestur vöxtur Samið við lífeyrissjóðina um vexti af skuldabréfum Húsnæðisstofnunar: Samkomulag um 7% vexti um- fram verðbólgu fyrir árið 1988 hefur verið í að undanfömu. Ég tel hins vegar að þetta sé bara upphaf- ið og við séum rétt að stinga tánni í vatnið. Við getum því verið mjög bjartsýnir á framtíðina," sagði Þrá- inn Þorvaldsson. Morgunblaðið/Bjami Fulltrúar fjármálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og samtaka lífeyrissjóðanna undirrita samkomulag um vexti af skuldabréfum Húsnæðisstofnunar ríkisins. biðtími kæmi ekki í ljós fyrr en þá.. Um 4-500 manns hafa sótt um lán að jafnaði á mánuði síðan loforð voru síðast send út í byijun mars. Pétur Blöndal formaður Lands- sambands lífeyrissjóðanna sagði við Morgunblaðið að samkomulagið væri viðunandi fyrir sjóðina að frá- töldum tveimur atriðum en um þau lögðu samtök lífeyrissjóðanna fram sérstakar bókanir. í annarri bókun- inni var því ákvæði í skuldabréfun- um mótmælt að bréfín misstu verðtryggingu við framsal og í hinni var lífeyrissjóðunum ráðlagt að gera ekki samninga nú fyrir árið 1990. Pétur sagði að verðtryggingar- ákvæðið skerði verulega möguleika sjóðsstjórna til að ráðstafa íjármun- um lífeyrissjóðanna auk þess sem slíkt ákvæði væri nær einsdæmi í skuldabréfum. Varðandi hitt atriðið sagði Pétur að miklar umræður væru í gangi um stöðu húsnæðis- kerfisins og mesti gallinn á því talinn sá langi biðtími sem nú er eftir lánum, eða 2-3 ár. Því væri verið að gera ráðstafanir til að stytta þann biðtíma með því að þrengja hóp rétthafa og um leið væri óþarfi að semja við lífeyrissjóð- ina svo langt fram í tímann. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði að þeir vextir sem samið hefði verið um væru mjög háir fyrir árið 1988 en miðað við ávöxtunarkjör á lánsfjármarkaði væru þeir óhjákvæmilegir í óbreyttu kerfí. Þo kæmi fram í samkomulag- inu sú stefnuyfírlýsing að reyna að minnka vextina á næstu árum. Það segði sig hinsvegar sjálft að svona háir raunvextir til viðbótar verð- tryggingu á svona miklu fjármagni köllaði á endurskoðun á útlánavöxt- um og þar hefði félagsmálaráðherra kynnt hugmyndir um að breyta sjálfvirkninni í útlánakerfínu, þann- ig að þeir sem teljast vera í for- gangshópi, þe. kaupa í fyrsta sinn eða eru að stækka við sig af eðlileg- um fjölskylduástæðum, bæru minnstan skaða, en þeir sem notið hefðu verulegra vaxtaniður- greiðslna og ættu skuldlitlar eignir fyrir yrðu að sæta markaðskjörum. Enn nokkrar vikur í útgáfu lánsloforða SAMKOMULAG var undirritað á föstudag milli samtaka lífeyris- sjóðanna og stjórnvalda um vexti af skuldabréfum sem lífeyris- sjóðirnir kaupa af Húsnæðis- stofnun ríkisins á næstu þremur árum. Á næsta ári, 1988, er gert ráð fyrir að bréfin beri 7% fasta vexti umfram verðtryggingu til 15 ára með föstum greiðslum. Á árinu 1989 bera bréfin 6,5% vexti, og 6,9% vexti ef ákvæði eru í bréfunum að segja upp vaxtakjörum eftir 3 ár. Þá var samið um 6,1% ársvexti árið 1990 og 6,5% vexti ef ákvæði eru um 3 ára uppsagnarfrest vaxta. Hægt er að endurskoða vexti áranna 1989 og 1990 ári áður en þeir eiga að taka gildi. Samkomulag með þessum vaxta- tölum hefur legið fyrir í nokkrar vikur en Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkis- ins sagði við Morgunblaðið eftir undirritun samninganna að þama hefðu verið geysilega miklir hags- munir í húfí, þar sem gert er ráð fyrir að skuldabréfakaup lífeyris- sjóðanna nemi 6,1 milljarði á árinu 1988 og 20-30 milljörðum króna alls á þeim þremur árum sem sam- komuiagið nær til. Því hefðu allir aðilar viljað gefa sér góðan tíma. Sigurður sagði að nú myndi Hús- næðisstofnun leita eftir samningum við lífeyrissjóðina í landinu á gmnd- velli samkomulagsins og það tæki nokkrar vikur. Að því búnu væri hægt að senda út lánsloforð til umsækjenda að því tilskildu að þá liggi fyrir hvort breyting verði á útlánareglum stofnunarinnar og endanlegur lánsloforða§öldi eða Frá vigslu Langholtskirkju. Vígsluafmælis Lang- holtskirkju minnst í dag ÁRLEGA minnist Langholtssöfn- uður vígslu kirkju sinnar sem næst 16. september og verður það gert við hátíðarguðsþjónustu í dag sunnudag, 20. september, kl. 14.00. Þessi siður er vel við hæfi, svo einstætt hús sem kirkjan er, hljóm- ur, látleysi og fegurð slík að engum Kauptilboðið í Sam- bandshúsið: Sambandið fær lengri frest SAMBANDIÐ hefur fengið lengri frest til að skoða kauptil- boð það sem fjármáláðuneytið hefur gert í Sambandshúsið við Sölvhólsgötu í Reykjavík. Upp- haflega var gert ráð fyrir að tilboðinu, sem lagt var fram 18. ágúst sl. 18. september. Guðjón B. Olafsson forstjóri Sambandsins sagði að að fyrirtækið hefði talið sig þurfa örlítið lengri tíma til að skoða ýmis atriði og því fengið frest til að svara tilboðinu um ótiltekinn tíma. blandast hugur um að ytir peim var vakað sem helgidóminn reistu. Sumir halda að það hafí verið tilvilj- un að kirkjan er orðin eftirsóttasti tónlistarsalur landsins, en ég er sannfærður um að þar hafí sá guð, er yfír okkur vakir, haldið í hönd með hönnuðum og verkmönnum. Að venju verður meira í guðs- þjónustuna borið en aðra daga og að þessu sinni verða gestir okkar drengjakór aðalkirkjunnar í Grims- by. Hann er sagður feiknagóður, margsinnis komið fram í BBC. Formaður sóknamefndar, Ingimar Einarsson, mun flytja ávarp í upp- hafí guðsþjónustunnar. Starfsfólk kirkjunnar, organisti, kór og prest- ur munu leggja sitt fram að venju. Kl. 15 hefst svo í safnaðarheimilinu íjáröflunarkaffi kvenfélags safnað- arins og þeir sem áður hafa mætt vita að þær skera meðlætið ekki við nögl, blessaðar konumar. Láttu það eftir þér að mæta og bjóddu einhveijum sem þér þykir vænt um með þér og hjálpaðu okk- ur þannig til að gera þetta að eftirminnilegum degi, söfnuðinum til uppbyggingar og Guði til dýrð- ar. Að því vill Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups, vinna. — Sig. Haukur Guðjónsson 'finurit Söguíchgs l‘)S7- Irskur svikari ræð- ismaður á Islandi THOMAS Reynolds ræðismaður Breta hér á landi hafði fortíð og persónuleika sem tæpast hæfa manni i hans stöðu. Reynolds var ræðismaður á íslandi 1817-22. Ofangreint kemur fram í grein eftir Önnu Agnars- dóttur sagnfræðing sem birtist í nýju tímariti sem Sögufélagið hefur nú hafíð útgáfu á. Nafn ritsins er „Ný saga“ og með útgáfu þess fer Sögufélagið að nokkm leyti inn á nýjar brautir. Stefna útgefenda er sú að greinamar í ritinu séu skemmtilegar og auðlesn- ar jjótt hvergi sé kvikað frá fræðilegu kröfum. I megindráttum má skipta efni ritsins í tvennt. Annars vegar em sjálfstæðar greinar, hins vegar fastir þættir s.s. „Sjónarhóll - Eigi skal höggva“ sem Indriði G. Þorsteinsson ritar að þessu sinni eða „Af bókum" sem Helgi Skúli Kjartansson skrifar. Af Sjálf- stæðum greinum má nefna: „Frjálslyndi kemur ekki í eitt skipti fyrir öll“ eftir Gunnar Karlsson eða „A Heimdalli 1898 - varðgæsla og veisluhöld" eftir Heimi Þorleifsson. Það er ásetningur Sögufélagsins að „Ný saga“ komi framvegis út árlega á vorin en tímaritið „Saga" verður áfram gefið út með hefðbundnu sniði að haust- lagi eða fyrri part vetrar. Tímaritið er myndskreytt og telur rúmar 100 bls. og verður félögum í Sögufélaginu ritið í pósti en einn- ig verður það fáanlegt í bókaverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.