Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 47

Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 47 Þorbjörg Páls- dóttir — Minning Fædd 1. janúar 1915 Dáin 15. september 1987 Á morgun, mánudag, verður til moldar borin amma okkar, Þorbjörg Pálsdóttir. Hún fæddist í Búlandss- eli í Vestur-Skaftafellssýslu 1. janúar árið 1915. Foreldrar hennar voru Páll Pálsson, kenndur við Sanda í Meðallandi, og Margrét Þorleifsdóttir. Árið 1919 fluttist tjölskyldan að Söndum í Meðallandi og þar ólst amma upp ásamt systkinum sínum. Ung kynntist hún afa, Sigurjóni Bjömssyni, og giftust þau árið 1935. Elsta bam þeirra fæddist að Söndum en þau eignuðust níu böm. Einn son misstu þau á fyrsta ári og var mikill söknuður eftir hann. Bömin eru þessi: Rósa, Erla, Sigur- björg, Páll, Guðmundur, Bima, Jón Páll og Sigurðyr. Eru afkomendur þeirra orðnir 45. Amma og afí fluttust snemma suður, byrjuðu búskap sinn í Hafn- arfírði en fóru fljótlega til Reykja- víkur. Árið 1961 fékk afí stöðvar- stjórastöðu hjá Pósti og síma í Kópavogi og fluttust þau að Álf- hólsvegi 24 þar sem þau hafa búið síðan. Amma fór að vinna á póst- húsinu þetta sama ár og vann við póstaafgreiðslu og seinni árin sem póstfulltrúi en hætti fyrir aldurs sakir árið 1985. Höldum við, að hennar hafí verið sárt saknað af samstarfsfólkinu. Amma var stórbrotin kona, vin- sæl af öllum, sem hana þekktu, og verður skarð hennar seint fyllt. Alla tíð var hún allt í öllu innan fjölskyldunnar og má orða það þannig, að hjá afa og ömmu í Kópa- vogi hafí verið miðpunktur tilver- unnar í augum okkar bamabam- anna. Enginn fór frá ömmu án þess að þiggja eitthvað, sama hve stutt var stansað og ekki gerði hún grein- armun á smáum eða stórum. Öll jólin, sem við munum eftir okkur, var hún með boð á jóladag. Var þá oft setinn bekkurinn enda fór fjöl- skyldan alltaf stækkandi og var þá margt sér til gamans gert. Stórt skarð er höggvið í fjöl- skyldu okkar en mestur er söknuður afa, sem misst hefur sinn lífsföru- naut. Guð styrki hann og alla fjölskylduna í þessum mikla harmi. Sigurjón, Steini og Hanna Sigga. Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík amma mín, Þorbjörg Pálsdóttir, Álfhólsvegi 24, Kópa- vogi, 72 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun mánudaginn 21. september kl. 10.30. . Þorbjörg var fædd á Búlandsseli í Skaftártungum þann 1. janúar 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Pálsson frá Syðri-Steinsmýri og Margrét Þorleifsdóttir frá Á á Síðu. Þorbjörg var fjórða bam foreldra sinna af fimm systkinum en þau voru Páll fæddur 1909 (d. 1983), Siguijón fæddur 1911, Jón fæddur 1913 (d. 1947) og Jóhanna Katrín fædd 1917. Auk systkinanna ólst upp með þeim Margrét Þ. Sigurðar- dóttir frænka þeirra og varð hún sem eitt af systkinunum. Vorið 1919 flutti fjölskyldan frá Búlandsseli í kjölfar Kötlugoss, að Söndum í Meðallandi, en þar ólst Þorbjörg upp. Sandar var á þeim tíma, og er enn eyja í miðju Kúða- fljóti. Aðeins 8 ára að aldri missti Þor- björg móður sína, en fljótlega flutti Sigríður Sæmundsdóttir frá Borg- arfelli í Skaftártungum til Páls föður hennar sem bústýra og kom bömunum í móður stað. Þorbjörg giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Siguijóni Bjömssyni árið 1934. Siguijón er ættaður frá Hryggjum í Mýrdal, en hann var þá til heimilis á Strönd í Meðal- landi. Þau fluttust til Reykjavíkur 1935, en þá hafði Siguijón nýlega útskrifast frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Þau hjónin eignuðust 9 böm, en átta komust til fullorðinsára og lifa móður sína. Þau eru Sigurrós Margrét fædd 1934, Erla fædd 1936, Sigurbjörg fædd 1937, Páll fæddur 1939, Guðmundur fæddur 1945, Birna fædd 1946, Jón Páll fæddur 1947 og Sigurður fæddur 1950. Alls eru afkomendur þeirra hjóna orðnir 45 að tölu. Eftir að amma og afi fluttu til Reykjavíkur voru þau búsett víðs vegar um bæinn eins og þá var algengt, því að á þeim tíma var ekki óalgengt að flytjast búferlum vor og haust. Eftir stríð byggðu þau eitt af fyrstu sænsku húsunum við Langholtsveg 104 (nú 102) og bjuggu þar til ársins 1956. Allan þann tíma vann afi við bögglapóst- stofyna í Reykjavík. Árið 1961 fluttust þau til Kópa- vogs þar sem afi tók við embætti stöðvarstjóra Pósts og síma. Álf- hólsvegur 24 var heimili þeirra upp frá því. Fljótlega eftir að afi tók við emb- ætti stöðvarstjóra hóf amma að starfa við pósthúsið, fyrst við þrif og ýmis afgreiðslustörf en síðar sem póstfulltrúi og aðalgjaldkeri allt til ársins 1985 þegar hún lét af störf- um vegna aldurs, en sinnti þó afleysingum eftir það. Aðaláhugamál ömmu var alla tíð íjölskyldan sem átti hug hennar allan. Hún vildi helst alltaf hafa sem flesta saman komna úr flölskyld- unni og notaði hvert tækifæri sem gafst til að hóa hópnum saman. Þá var gjaman rætt um stjómmál og þjóðmál almennt, en hún hafði alltaf ákveðnar skoðanir og hafði yndi af þvi að sem flestir tjáðu sig um öll mál. Það vom því oft fjörag- ar umræður yfir kaffíbollunum sem hún hafði svo mikla ánægju af að veita. Það era margar minningarnar sem koma upp í hugann nú þegar amma er dáin, en minningum og tilfínningum er oft svo erfítt að koma í orð. Þegar ég kveð nú ömmu í Kópavogi í síðasta sinn vil ég þakka alla þá góðsemi og hlýju se hún sýndi okkur, og allar stundim- ar sem við áttum saman og munu geymast svo vel í minningunum. Guð blessi minningu hennar og fylgi henni á ókunnum slóðum. Tryggvi Haraldsson Anna S. Gunnlaugsdóttir ásamt einu verka sinna. Morgunblaðið/BAR Sýnir í Gallerí Borg ANNA S. Gunnlaugsdóttir sýnir í Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýningunni eru oliuverk unnin á pappír og striga. Anna er fædd 12. júní 1957 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands frá árinu 1974-1978 og útskrifaðist úr málaradeild. Hún dvaldi í París veturinn 1978-1979 og nam við listaskóla þar. Árið 1981 hóf hún aftur nám við Myndlista- og handíðaskólann og útskrifað- ist úr auglýsingadeild 1983. Anna hefur síðan starfað sem auglýsingateiknari. Sýningin í Gallerí Borg er opin virka daga kl. 10.00-18.00 og um helgar kl. 14.00-18.00 og lýkur 29. september. NÁMSKEIÐ Á NÆSTUNNI Á næstu vikum er í boði fjölmörg námskeið hjá Tölvufræðslunni 1 - Ath. Verslunarmannafélag Reykjavíkur styður sína félaga til þátttöku á þessi námskeið. Nánari upplýsingar og innritun fer fram í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 PC tölvunám Fyrsti hópur byrjar 28. sept. Tölvunámskeið fyrir ungl- inga Námskeiðið hefst 12. okt- óber. Ritvinnslukerfið Word Perfect Framhaldsnámskeið. Hefst 5. október. Töflureiknirinn Multiplan Framhaldsnámskeið. Hefst12.október. Ópus hugbúnaður Tími: 28. sept. til 1. okt. Fjölnotakerfið Open Acc- ess Tími: 5. til 10. okt. Fjölnotakerfið Framew- orkll Tími: 19. til 22. okt. PC byrjendanámskeið Næsta námskeið hefst 21. sept. Ritvinnslukerfið Word Perfect Hefst 28. sept. Töflureiknirinn Multiplan Byrjendanámskeið. Hefst 5. okt. Stýrikerfið MS-DOS Hefst 28. sept. Allthugbúnaður Tími: 29. sept. til 1. okt. Fjölnotakerfið Symphony Tími: 12. til 15.okt. Forritun í dBase III+ Námskeiðið hefst 5. okt. byrjendanámskeið FJölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið í notkun einkatölva. Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC- tölva. • Stýrikerfið MS-DOS. • Ritvinnslukerfið WordPerfect. • Töflureiknirinn Multiplan. • Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson, tölvufræðingur. Tími: 2123., 28 og 30. sept. kl. 20-23. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.