Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
51
Vilhjálmur Sveins-
son — Minning
Fæddur 20. júlí 1924
Dáinn 23. ágúst 1987
Þessi orð eru skrifuð í minningu
tengdaföður míns, Vilhjálms
Sveinssonar er lést á Borgarspítal-
anum 23. ágúst sl. 63 ára að aldri.
Hann hafði átt við veikindi að stríða
síðasta áratuginn er að lokum urðu
honum um megn. Samt sem áður
kom andlát hans að óvörum. Það
er erfítt að sætta sig við það, þegar
menn eru kvaddir burt á besta
aldri. Hann var þrátt fyrir veikindi
sín afar léttlyndur og spaugsamur
maður enda honum það í blóð bor-
ið. Þau voru mörg kvöldin og
helgamar sem við sátum saman
tengdabömin og böm hans ásamt
þeim hjónum við eldhúsborðið
heima hjá þeim og ræddum um
daginn og veginn.
Þeir tímar einkenndust af gam-
ansömum og glaðvæmm umræð-
um. Hann reyndist mér og
fjölskyldu minni ætíð vel eins og
reyndar öllum sínum bömum og
tengdafólki, enda var hann mikill
fjölskyldumaður. Mátti varla líða
sú vika á milli heimsókna að hann
væri ekki búinn að hringja og bjóða
í kaffísopa. Hann giftist eftirlifandi
konu sinni, Valgerði Kristólínu
Árnadóttir frá Aðalvík árið 1950
og eiga þau saman sex böm, ijórar
dætur og tvo syni og auk þess einn
son er Valgerður átti fyrir og Vil-
hjálmur gekk í föðurstað. Þau
hjónin hafa alltaf verið afar hress
og léttlynt fólk og hefur það vafa-
laust hjálpað þeim mikið hér fyrr á
ámm, því oft var erfítt og fjölskyld-
an stór. Þau urðu fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu að missa
aleigu sína er hús þeirra brann til
kaldra kola með innbúi og öllu því
sem þau áttu. Hefur það verið mik-
ið átak að safna aftur innbúi og
Isleifur Þorkels-
son - Minning
Fæddur 6. desember 1914
Dáinn 16. ágúst 1987
Kveðja frá Knattspyrnu-
félagi Reykjavíkur
Þann 16. ágúst síðastliðinn lést
í Reykjavík heiðursmaðurinn ísleif-
ur Þorkelsson. Hann var um langa
tíð einn af dyggustu stuðnings-
mönnum KR.
ísleifur fæddist í Vestmannaeyj-
um 6. desember 1914 og ólst þar
upp fyrstu árin. í Eyjum kynntist
hann fyrst uppáhaldsíþrótt sinni
knattspymunni og varð _ snemma
virkur keppnismaður þar. Árið 1926
kom hann til Reykjavíkur í keppnis-
ferð með 3. flokki Vestmannaey-
inga í boði KR og seinna þetta sama
sumar fóru KR-ingar til Eyja til að
endurgjalda heimsóknina. Með
ísleifí og jafnöldrum hans í KR
tókst góð vinátta, þannig að þegar
hann fluttist til Reykjavíkur nokkr-
um árum síðar lá beinast við að
ganga í KR og það gerði hann.
Leifí, eins og hann var ávallt
kallaður lék knattspymu með KR
í nokkur ár og var ágætis knatt-
spymumaður, en hann reyndist
félaginu ekki síður dijúgur liðsmað-
ur á öðmm vettvangi, því hann
hafði um árabil umsjón með svo-
nefndri fjáröflunardeild KR. Því
starfí sinnti hann af einskærri alúð
og samviskusemi og afíaði þannig
félagi sínu verulegra tekna sem
nýttar vom til ýmissa verkefna sem
aðkallandi vom það og það sinnið.
Rétt er að geta þess hér að það
var ísleifur sem hafði forgöngu um
það að sett var upp ljósaskilti með
KR-merkinu á gafl félagsheimilis
KR. Þetta sá hann algjörlega um
upp á eigin spýtur, safnaði því fé
sem þetta kostaði, valdi merkið,
fékk menn til að setja það upp og
afhenti svo félagi sínu skiltið og
kveikti á því við sérstaka athöfn í
KR-heimilinu.
Fyrir þetta framtak og margt
annað stendur félagið í þakkarskuld
við ísleif.
Ljósaskiltið logar enn og mun
væntanlega gera það meðan íþrótt-
ir verða iðkaðar í KR og mun alltaf
minna okkur sem samleið áttum
með ísleifí á hann sem hinn trausta
félaga sem aldrei brást væri til
hans leitað.
Það er því með virðingu og þakk-
læti sem Isleifur er nú kvaddur.
Eftirlifandi eiginkonu Jóhönnu
Alexandersdóttur, dætmm, tengda-
sonum, bamabömum og öðmm
ættingjum er hér með vottuð innileg
samúð.
Blessuð sé minning ísleifs Þor-
kelssonar.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mnorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 681960
öðmm persónulegum munum.
Vilhjálmur var góður handverks-
maður og fómst honum allar smíðar
afar vel úr hendi, enda ber heimili
hans nú minjar þess, þar sem prýða
útskornar hillur, skápar og myndir.
Hann var fæddur á Sólbakka í
Vestmannaeyjum, 20. júlí 1924 og
fluttist með foreldmm sínum sem
vom danskir til Danmerkur strax
sem ungabam. Foreldrar hans vom
hjónin Svend Aage Andersen og
Ingiborg Jörgensen, en Vilhjálmur
hét áður Villum Aage Andersen.
Þegar hann var aðeins átta ára
gamall skildu foreldrar hans og
flutti faðir hans þá aftur upp til
íslands. Eignaðist Vilhjálmur tvo
hálfbræður hér heima eftir það.
Sjálfur ólst hann upp hjá móður
sinni, ásamt systur sinni og annarri
uppeldissystur í Danmörku. Her-
þjónustu gegndi hann meðan á
síðari heimsstyijöldinni stóð, en
fluttist eftir það heim til íslands.
Það var árið 1945. Hann gerðist
íslenskur ríkisborgari árið 1960.
Ég held að ef undan em skilin
veikindi hans að þá hafi hann verið
sáttur við líf sitt og tilveru. Ég vil
þakka honum fyrir samleiðina þau
16 ár sem liðin em frá okkar kynn-
um og bið eftirlifandi konu hans
og tengdamóður mína allrar guðs
blessunar.
Jón Guðmar Hauksson
Sigurlaug Friðriks-
dóttir — Minning
Fædd 21. júní 1921
Dáinn 1. september 1987
Sigurlaug var dóttir hjónanna
Ingibjargar Þorvaldsdóttur og Frið-
riks Ambjömssonar, Stóra-Ósi,
Miðfírði. Sigurlaug ólst upp með
foreldrum sínum í stómm og glað-
væmm systkinahópi, og þar á
heimilinu lágu leiðir okkar fyrst
saman.
Enn sé ég hana Ijóslifandi fyrir
mér eins og hún var á þessum áram,
há, þrekmikil og geislandi af innri
gleði.
Stundúm fínnst mér, að líf henn-
ar sé okkur dæmi um það, hvað
allt sem okkur er gefið er fallvalt,
þar á meðal hreysti og glæsileiki,
og er okkur öllum hollt að hugleiða
það. Það urðu örlög Sigurlaugar
að búa í hartnær tvo áratugi við
þungbær veikindi, þar tók eitt áfall-
ið við af öðm. Finnst mér að sá
kafli í ævi hennar væri bókarefni.
En glaðværðinni og góðvildinni
glataði hún aldrei.
Oft bar það við þegar ég heim-
sótti Sigurlaugu á einhverja sjúkra-
stofnun, að ég kveið fyrir að sjá
hana sárþjáða, en ævinlega fór það
svo, að ég kom auðugri af hennar
fundi, hafði öðlast meiri bjartsýni
og nýja trú á lífíð. Löngum fann
ég til þess, að það var hún, sem
miðlaði af auðlegð sinni, ég var
ævinlega þiggjandinn. Ég spyr mig
oft: Hvað það var, sem gaf henni
þetta þrek? Var það trúarvissan,
sem hún fékk í veganesti úr for-
eldrahúsum eða var það óvenjulegt
andlegt þrek?
Sigurlaug var söngelsk og hafði
mikið yndi af tónlist, enda var tón-
listin iðkuð á æskuheimili hennar.
Hún helgaði fjölskyldu sinni, heim-
ili og sveit alla sína starfskrafta.
Þegar ég nú hugsa til Sigurlaug-
ar, eftir að hún hefur lagt upp í
sína hinstu för, sé ég hana æ sjaldn-
ar fyrir mér sjúka og vanmáttuga,
heldur heima á Brekkulæk, syngj-
andi við húsmóðurstörfín, að bera
fram veitingar af rausn og örlæti,
miðlandi hollum ráðum þegar til
hennar var leitað.
Náin kynni hófust með okkur
Sigurlaugu þegar hún gerðist hús-
freyja á Brekkulæk. Þá lágu leiðir
okkar saman á sorgarstundum og
einnig í margri hversdagsönn, en
síðast en ekki síst á hátíða- og gíeði-1
stundum í fjölskyldunni. Á þessum
ámm skapaðist með okkur vinátta,
sem entist til hinstu stundar.
Þegar Sigurlaug er kvödd hinstu
kveðju verður manni hugsað með
inniiegu þakklæti til þeirra ijöl-
mörgu, sem önnuðust hana í
þungbæmm veikindum hennar og
þeirra vina, sem heimsóttu hana og
glöddu á margan hátt.
Á þessum björtu haustdögum hef
ég oft látið hugann reika heim á
Brekkulæk og minningar þaðan ylja '
mér um hjartarætur.
Við í Urðarstekk 2, Svanborg
Sigvaldadóttir, og fjölskyldan á
Ásbraut 3, sendum eiginmanni,
bömum og öðmm ástvinum Sigur-
laugar hlýjar kveðjur. Sigurlaugu
kveðjum við með virðingu og þökk.
Gyða Sigvaldadóttir
er kosturinn
Ýfir 1000 síður.
Nýja vetrartískan á alla
fjölskylduna.
Búsáhöld - leikföng -
sælgæti - jólavörur -
o.fl. - o.fl.
Verðpr. lista erkr. 190.-
sem er líka innborgun
v/fyrstu pöntun.
(Kr. 313.- í póstkröfu.).
Gerið
verðsamanburð.
4B.MM .M'SSOX
■c.
JJb.mag\ússon
Dftl HÖLSHRAUNI 2-S IMI 52866-PÓSTHÓLF A!0 HAFNARFIRO!