Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 55

Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 55 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNUSKÓLI KSÍ Grunnur lagður að góðu - landsliði og betri bolta Landslið yngri flokka í æfingabúðum á Laugarvatni. KNATTSPYRNUSKÓLI Knatt- spyrnusambands íslands var starfrœktur á Laugarvatni í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem KSI stendurfyrir slíkum skóla fyriryngri afreks- menn í íþróttinni. Það voru 24 piltar úr landsliðinu undir 10 ára aldri sem dvöldu á Laugar- vatni í viku. Auk þeirra kom þar drengjalandsliðið fyrri hluta vi- kunnar, unglingalandsliðið seinni hluta vikunnar og stúlknalandsliðið dvaldi þar yfir helflL Skólinn var stofnaður í fyrra sem liður í undirbúningi 16 ára landsliðsins og til þess að ná saman bestu einstaklingunum í yngri ald- ursflokkunum og fá þá til að æfa saman og kynnast. Það var Evrópusambandið í knattspymu sem styrkti skólann í fyrstu en nú er það „Nutrasweet" vörumerkið sem styrkir skólann með framlögum og búningum á þátttakendur. Sigurður Jónsson skrifar „Þetta er stærsta skref sem stigið hefur verið til þess að ná strákunum saman og láta þá kynnast," sagði Lárus Loftsson þjálfari yngri lands- liðanna. „Þetta þroskar þá knatt- spymulega og á allan hátt. Við höfum verið hér með mjög breiðan og efnilegan hóp og áformum að halda hópnum saman í vetur og fylgjast með strákunum." Lárus sagði að reynt væri að fá strákana til að átta sig á sjálfum leiknum í heild og þýðingu þess að vera á hreyfingu þó boltinn væri fjarri. Hann sagði að stífar agaregl- ur giltu í svona æfingabúðum og nefndi sem dæmi að sælgætisát og gosþamb væri bannað. Það væri lögð áhersla á gott matarræði og matvælafræðingur hefði komið og haldið fyrirlestur um nauðsyn þess að borða hollan mat. Einnig var farið yfír ýmis önnur mál svo sem áhugamál piltanna og hvemig þeir höguðu æfíngum sínum. Dómari var fenginn til að koma í æfingabúðimar og flytja erindi. Lárus Loftsson, Sigurður Sveinsson formaður unglinganefndar KSÍ og Þátttakendur í Knattspymuskóla KSÍ á Laugarvatni. Morgunblaðið/SigurÖur Jónsson Tvfburarnlr Bjarki og Amar Gunnlaugssynir frá Akranesi Atli Helgason í drengjaladsliðs- nefnd sögðu að með þessu væri reynt að fá strákana til að bera virðingu fyrir dómaranum sem starfsmanni leiksins og að átta sig á því að ekki mætti tmfla hann við störf. Þeir sögðu það hrikalegt hversu mjög leikmenn og forystu- menn félaga tmfluðu störf dómara. Þetta þyrfti að taka til athugunar því yngri knattspymumenn hefðu þetta eftir. Þeir félagar sögðu að með knatt- spymuskólanum væri stefnt að því að koma saman strákum sem skara fram úr og þróa með þeim getuna í knattspymu með því að láta þá æfa með jafningjum. Með þessu væri lagður gmnnur að því að fá gott landslið í framtíðinni og betri bolta í leikjum. Setja marklð hátt Tvíburamir Bjarki og Amar Gunn- laugssynir frá Akranesi vom meðal Atli Helgason, Lárus Loftsson og Sveinn Sveinsson. MorgunbiaðiA/Sigurður Jónsson þátttakenda í knattspymuskólan- um. Þeir kváðust hafa æft knatt- spymu frá 5 ára aldri. Fótboltinn væri skemmtileg grein og þetta hefðu verið góðar æfingabúðir, fé- lagsskapurinn góður og þjálfaramir líka. Þeir sögðu að leikurinn við drengjalandsliðið hefði verið eftir- minnilegastur því liðinu hefði gengið vel. Einnig hefði verið at- hyglisvert að hlusta á matvæla- fræðinginn og útskýringar dómarans. Þeir kváðust báðir setja markið hátt og sögðust oft æfa einir utan skipulegs æfíngatíma félagsins. „Jú jú fvið förum stundum út á völl og æfum,“ sagði Bjarki. „Þá em það helst úthaldsæfíngar og tækni sem- við tökum," bætti Arnar við. Gaman að splla vlð drengJalandslkMð „Það var gaman að spila við dren- gjalandsliðið og það er víst að ég mun ömgglega minnka sælgætisá- tið eftir að hafa hlustað á matvæla- fræðinginn," sagði Sigurður Ómarsson KR sem hefur æft frá því hann var 8 ára. Hann sagði vikuna hafa verið erfiða en skemmtilega og félagsskapurinn hefði verið mjög góður. Hann sagð- ist oft fara út á völl þó ekki væm æfingar og æfa með félögunum. Þá fyndu þeir eitthvað upp sjálfir til að æfa. Sigurður sagði hjá sér væri það takmarkið að komast í <gr landsliðið og ná sem lengst. GóAur fólagsskapur Ami Páll Jóhannsson Þórsari frá Akureyri sagðist æfa knattspymu þrisvar til fjórum sinnum í viku auk þess sem hann væri alltaf úti á velli með strákum í fótbolta. „Það er gaman að spila fótbolta og fé- lagsskapurinn er góður. Það er upphafið að því að ná í landsliðið að vera héma í þessum æfingabúð- um,“ sagði Ámi Pall og tók undir það að gott hefði verið að kynnast því sem dómarinn sagði og líka því sem matvælafræðingurinn hefði lagt áherslu á Gott aö fá ábendlngar Þeir félagamir sem rætt var við vom sammála um það menn yrðu að æfa mikið og leggja sig fram við allar æfíngar ef þeir ætluðu sér að ná árangri. Þeir kváðust nú fyrst hafa fengið ábendingar um atriði sem betur mættu fara hjá hverjum og einum. Það væri nokkuð sem þeir kæmu til með að fara eftir og leggja áherslu á. Það væri gott að vita um gallana til þess að geta bætt þá. Morgunblaðið/sigurður Jónsson „Þessari viku er nú að ljúka þar sem við höfum spilað knattspymu, leikið okk- ur saman og brosað." Láms Loftsson þjálfari ávarpar piltana áður en haldið var heim. tr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.