Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 20

Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 O P u s tölvubókhald FJölbreytt námskeið í notkun ÓPUS-hugbúnaðar. Á námskeiðinu verður mestum tíma varið í fjárhags- og viðskiptamannabókhaldið, en jafnframt er gert ráð fyrlr að nemendur fái heildarsýn yfir ÓPUS- kerfið og tengingu sölukerfis við viðskiptamanna- og birgðabókhald. Námskeiðið hentar þeim sem eru að byija að nota ÓPUS-kerfin eða vllja kynnast ÓPUS-hugbúnaðin- um. Leiðbeinandi: Sigrfður Hauksdóttir starfsmaður Islenskrar forritaþróunar. Tölvufræðslan Borgartúnl 28. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Uppsetning bókhaldslykils. * Skráning færslna á fjárhagsbókhald. * Runuvinnsla. * Áramót/lokun tímabila/áætlanagerð. * Stofmm viðskiptamanna. * Úttektir og innborganir viðskiptamanna. * Vaxtaútreikningur. * Innheimtuaðgerðir með ÓPUS. * Prentun límmiða. * Uppsetning rukkimarbréfa. * Birgðaskráning og verðlistar. * Vörur færðar á lager/vörutalning. * Prentun sölunóta. * öryggisafritun bókhaldsgagna. * Umræður og fyrirspurnir. Tími: 10.-11. okt. kl. 17-20 Innritun í símum 687590 og 686790. Þroun byggðar og atvinnulífs Um álver o g innheimtu staðgreiðslu skatta eftir Jóhannes Finn Halldórsson Staðarval álvers í flölmiðlum undanfama daga hefur verið til umræðu bygging á nýju álveri. Það hefur komið fram að fyrirtækið verði ekki rekið af ÍSAL eða í nánum tengslum við það. Ég hef þó ekki orðið var við annan möguleika á staðarvali í þessari umræðu um álver en í nám- unda við núverandi verksmiðju í Straumsvík. En það eru til aðrir staðir. í skýrslu byggðanefndar þing- flokkanna sem ber heitið: „Þróun byggðar, atvinnulífs og stjómkerf- is,“ og kom út í júlí 1986 eru margir_ athyglisverðir punktar á blaði. í niðurstöðu nefndarinnar í kaflanum: Nýjar áherslur í byggða- raðgerðum segir m.a.: „... vill byggðanefnd þingflokkanna leggja áherslu á eftirfarandi meginatriði til áhrifa á byggðaþróun. Þessi al- mennu áhersluatriði eru ekki síst sett fram vegna hættu á áfram- haldandi fólksflutningum til suð- vesturhomsins í kjölfar þeirra þáttaskila, sem hafa verið síðustu árin í þróun byggðar." Og þar seg- ir í 3. lið: „Staðarval stórfyrirtækja, sem stjómvöld geta í flestum til- vikum ráðið, hefur mikilvæg áhrif á byggðaþróun. Slík fyrirtæki hafa bein og ekki síður óbein áhrif á hversu mörg störf verða til í við- komandi byggðarlagi." (bls. 56). Með þessu er verið að segja, að staðsetja ætti álver, ef til kæmi, eins langt frá höfuðborginni og kostur er. En í reynd eru möguleik- amir ekki svo margir. Árið 1983 kom út á vegum iðnaðarráðuneytis- ins skýrsla, sem ber heitið: „Stað- arval fyrir orkufrekan iðnað forval." Þar em tilnefnd fjögur svæði, en þau em: Keflavík/Njarðvík, höfuð- borgarsvæðið, Akranes og Akur- eyri. í framhaldi af því, sem sagt er hér á undan,_ má útiloka höfuð- borgarsvæðið. Árið 1984 höfnuðu íbúar á Eyj afj arðarsvæðinu álveri í reynd. Suðumes em í meiri nálægð við höfuðborgarsvæðið. í stað þess mætti tilnefna Reyðarfjörð, en hann hefur komið til tals vegna bygging- ar kísilmálmverksmiðju, en honum verður trúlega að hafna vegna of mikils stofnkostnaðar. Þá stendur eftir Vesturland og er þá um að ræða svæðið við Gmndartanga. Væri e.t.v. rétt að nefna það Akra- borgarsvæði, því þangað getur fólk sótt vinnu frá Akranesi, Borgamesi og sveitunum þar í kring, og víðar ef vill. (Bjami Einarsson hjá Byggðastofnun mun fyrst hafa not- að orðið „Akraborg" yfir þennan landshluta). Ef það er raunhæft, að byggt verði álver hér á landi á næstu áram og það verði ekki í tengslum við ÍSAL, þá mælir mjög margt með staðsetningu á slíkri verksmiðju í Hvalfírði. Innheimta skatta í greinargóðum upplýsingabækl- ingi ríkisskattstjóra til launagreið- enda um staðgreiðslu opinberra gjalda segir m.a. um skil á stað- greiðslu: „Greiðslustaðir era gjald- heimtur, þar sem þær em, og innheimtumenn ríkissjóðs." Þetta mun vera lögum samkvæmt, þó Jóhannes Finnur Halldórsson „Ef það er raunhæft, að byggt verði álver hér á landi á næstu árum og það er ekki í tengslum við ÍSAL, þá mælir mjög margt með staðsetningu á siíkri verksmiðju í Hvalfirði.“ eiga sér stað viðræður milli ríkis- valds og sveitarfélaga um fram- kvæmd innheimtu. En hvers vegna innheimtumenn ríkissjóðs frekar en innheimtumenn sveitarfélaga? Það em sífelldar viljayfírlýsingar stjómmálamanna um að færa verk- efni og ábyrgð til sveitarfélaga eða samtaka þeirra. Þetta er andstætt því, eins og oft þegar til fram- kvæmdanna kemur. Ef innheimta opinberra gjalda fer fram sem horf- ir sé ég fyrir mér eina innheimtu- stofnun staðsetta í Reykjavík og deildir út um land, en þá hefur það svo sannarlega gerst, að verkefni hafa verið færð frá sveitarfélögum til ríkis, frá landsbyggðinni til höf- uðborgarinnar, en það er ekki það sem við viljum. Höfundur er viðskiptafræðingur. 4* Haustlitir á Agfa litskyggnu FRAMKÖLLUN Á AGFA LITSKYGGNUM Nú býðst á íslandi framköllun á Agfa litskyggnum. Agfa umboðið og Ljósmyndavinnustofan Myndverk hafa sameinast um þessa þjónustu við íslenskt áhugafólk um litskyggnuljósmyndun. Verð á framköllun hverrar filmu . kr. 295 36 myndir í plastramma .......kr. 235 24 myndir í plastramma .......kr. 210 Ókeypis textaprentun á ramma ef óskað er MÓTTÖKUSTAÐIR: í REYKJAVÍK HRAÐFILMAN, Drafnarfelli 12 TÝLI, Austurstræti 3 AMATÖR, Laugavegi 82 LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN, Laugavegi 178 UTAN REYKJAVÍKUR BÓKAVERSL. ANDRÉSAR NÍELSSONAR, Akranesi NÝJA FILMUHÚSIÐ, Hafnarstræti 106, Akureyri FÓTÓ UÓSMYNDAÞJÓNUSTA, Bárustig 9, Vestm. HUÓMVAL, Hafnargötu 28, Keflavik FILMAN SF, Hamraborg 3, Kópavogi Litadýrd haustsins geymist vel MEÐ AgFA. Stefan Thorarenseu Síðumúla 34 108 Reykjavík myndverk Ármúla 17 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.