Morgunblaðið - 08.10.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.10.1987, Qupperneq 21
f- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 21 | Sólsetur eftir Gísla Sigurbjörnsson Á þessu sumri hefur meira verið um að vera hjá okkur íslendingum en vanalega, sumarleyfin hafa lengst og erfítt er að starfrælqa mörg fyrirtæki, sem nauðsynleg eru. Mest er talað um skort á fóstr- Gísli Sigurbjörnsson um og um það hafa verið gerðar margar samþykktir og kröfur. Sjúkrahúsin hafa þurft að loka deildum, þar vantar bæði hjúkr- unarfræðinga og annað starfsfólk. EIli- og hjúkrunarheimili skortir nauðsynlega starfsfólk, en við fáum ekki hjálp — ennþá — þrátt fyrir allt. Um þessi mál er endalaust rit- að og rætt. Minna er talað um starfsmanna- vandræði elliheimila, sem núna eru nefnd dvalarheimili og hjúkrunar- heimili. Við, sem að þessum málum stöndum, höfum reynt að fá fólk til starfa, auglýst og aftur auglýst, en það hefur lítinn árangur borið. En við höfum margt fómfúst starfs- fólk, sem hjá okkur vinnur, þrátt fyrir léleg laun, og á sumrin koma skólastúlkur okkur til hjálpar. Bar- áttan um vinnuaflið er hreint ótrúleg. Þjóðfélag okkar er að fara úr böndunum, að því er mér virðist. Samkeppni og frjálsræði, allir vilja gera allt — en taka tillit til hins, hver gerir það? Við höfum peninga, mikið fengið að láni, og bjóðum í fólkið, svo einfalt hefur það verið. Vissuíega endar þetta á einn veg — öngþveiti. Barlómur og hrakspár er sagt, og fjöldinn trúir því ennþá. Um öll þessi mál er alveg von- laust að skrifa, enda hef ég ekki gert það lengi í víðlesnasta blað landsins, Morgunblaðið, sem hefur velvilja og skilning. í litla blaðið okkar, Heimilispóstinn, skrifa ég oft, en það lesa fáir. Vegna seinni tima er nauðsynlegt að gefa Heimil- ispóstinn út, sem er sendur þeim, sem þess óska, endurgjaldslaust. Þeir hafa þó ekki verið margir í tuttugu og tvö ár. Fimmtán hundr- uð eintök eru prentuð mest. Nokkrum sinnum hef ég skrifað um heimili, sambýli fyrir aldraða, þar sem samhjálp, sjálfhjálp og samvinna yrði haft að leiðarljósi. Slík heimili eru til í nokkrum lönd- um, en við erum oft sein í svifum og viljum auk þess fá allt fyrir sem minnst, helst ókeypis. Tiyggingam- ar borga, við höfum greitt til þeirra í áratugi. ALTIT ÁHREINU MEÐ &TDK „Þessa grein skrifa ég til að minna á, að við erum að vinna að því að fyrsta Sólseturs- heimilið verði starf- rækt. Sambýli fyrir fólk sem á samleið síðustu árin. Til þess þarf að vanda sem mest og um það þarf að ræða. En fólk hefur lítinn áhuga á því, trúir ekki að slíkt heimili, sambýli aldraðra, Sól- setursheimilið, geti tekið til starfa. En Sól- setursheimilin verða að veruleika, um það er ég sannfærður.“ Núna er fyöldi fólks, sem kominn er á efri ár, að komast í vandræði, margir eru það reyndar nú þegar. Hvert skal leita? Ráðamenn vilja helst, að allri séu heima, segja það best fyrir fólkið, og reyna eftir föng- um að senda því aðstoð og mat í heimahús. En svo einfalt er það ekki. Freistandi væri að skrifa ítarleg- ar um málið, en af langri reynslu tel ég það tilgangslaust. Þessa grein skrifa ég til að minna á, að við erum að vinna að því að fyrsta Sólsetursheimilið verði starfrækt. Sambýli fyrir fólk sem á samleið síðustu árin. Til þess þarf að vanda sem mest og um það þarf að ræða. En fólk hefur lítinn áhuga á því, trúir ekki að slíkt heimili, sambýli aldraðra, Sólsetursheimilið, geti tekið til starfa. En Sólsetursheimil- in verða að veruleika, um það er ég sannfærður. Höfundur er forstjóri EUiheimilis- ins Grundar. i'M J jhCtóró Þessir fjórir afoxarar, selen, E og Cvltamín og /3-karót(n (for- veri A vítamíns) eyða óæskileg- um sindurefnum ( fæðu og sígarettureyk og eru álitin góð krabbameinsvörn. Margir nær- ingarfræðingar telja þetta heppilegustu bætiefnasam- setningu á markaðinum ( dag. Gerið verðsamanburð. Jtfi TÓRÓ HF Síöumúla 32. 108 Reykjavík, ia 686964 EINKAREIKNINGUR Einkareikningur er nýr og betri tékkareikningur fyrir einstaklinga. 16% vextir Ársvextir eru nú 16% jafnt á háa sem lága innstæðu. Og það sem meira er; þeir eru reiknaðir daglega af innstæðunni en ekki aflægstu innstæðu á 10 daga tímabili eins og á venjulegum tékkareikningum. Þessi ástæða ein ernægileg tilþess að skipta yfir í Einkareikning. 30.000 kr. yfirdráttur Einkareikningshafar geta sótt um allt að 30 þúsund króna yfirdrátt til þess að mæta tímabundinni þörf fyrir aukið reiðufé. 150.000 kr. lán Einkareikningshafar geta fengið lán með einföldum hætti. Lánið er í formi skuldabréfs til allt að 24 mánaða að upphæð allt að 150 þúsund krónur. Slík lánveiting er þó að sjálfsögðu háð öðrum lánveitingum bankans til viðkomandi. Hraðbanki Einkareikningnum fylgir bankakort sem veitir ókeypis aðgang að hraðbönkunum allan sólarhringinn. Einkareikningurinn þinn í Landsbankanum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna H-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.