Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
Morgunblaðið/Bjami
Sigurður Helgason forstjóri og Sveinn Sæmundsson sölustjóri innan-
landsflugs, með skrúfuna úr Waco flugvélinni, sem var fyrsta vél
félagsins.
Flugleiðir:
Sýning á 50 ára
afmæli atvinnu-
f lugs á
Flugleiðir efna til sýningar í til-
efni hálfrar aldar afmælis
atvinnuflugs á íslandi 9. til 11.
október næstkomandi. Sýningin
verður á hótel Loftleiðum og
utanhúss, þar sem flugvélar
verða til sýnis. Þá munu Flugleið-
ir lækka flugfargjöld fram og til
baka innanlands um helming,
dagana 8., 9. og 10. október.
Sýningunni er ætlað að veita
yfírlit yfír 50 ára flugsögu félagsins
og er hún þrískipt. I fyrsta lagi er
sögusýning sem byggð er upp með
myndum og textum, auk líkana af
flestum tegundum þeirra flugvéla
sem flugfélagið hefur haft í notkun.
Þá verður sýnd 45 mínútna mynd-
band, „Svipmyndir úr fluginu".
Annar hluti sýningarinnar ber-heit-
ið „Flugleiðir í dag“. í honum er
leitast við að sýna í hnotskum
umfang félagsins og ýmislegt í
tæknilegri uppbyggingu þess. Gerð
verður grein fýrir áfangastöðum
íslandi
félagsins innan- og utanlands, flug-
flota og farþegaþjónustu, kynnt
farskráningarkerfí Flugleiða og
ýmis starfsemi sem ber venjulega
ekki fyrir sjónir almennings. í þriðja
hluta sýningarinnar verður reynt
að skyggnast inn í framtíðina og
sýndar myndir af nýjustu flugvélum
Flugleiða.
Flugleiðir hafa fest kaup á sams-
konar vélum og voru notaðar í
upphafí farþegaflugs. Það eru Waco
flugvél sem keypt var 1937 og Stin-
son Reliant flugvél, samskonar og
tekin var í notkun árið 1944. Þær
verða til sýnis á útisvæði við hótel-
ið, en leyfí veður það ekki, verða
þær til sýnis í flugskýli 1.
Afmælissýningin sem stendur
yfír í þrjá daga, verður opin frá kl.
16 til kl. 20 á föstudaginn og um
helgina verður hún opin frá kl. 10
til kl. 20. Hún er ölium opin og er
aðgangur ókeypis.
Rætt um skógrækt á
Kírkjuþingi í Skálholti
Á KIRKJUÞINGI í gær var
skýrsla kirkjuráðs rædd, lögð
fram tíllaga um stofnun Sið-
fræðistofnunar Háskóla íslands
og þjóðkirkjunnar og þingsálykt-
unartillaga um aðgang fatlaðra
að kirkjum landsins.
Kirkjuráð lagði einnig fram skýrslu
um Skálholt, en í henni er meðal
annars nefnd beiðni Skógræktar
ríkisins um afnot af leigulandi til
skógræktar í landi Skálholts. Kirkj-
uráð vísaði beiðninni frá, en í
umræðum á þinginu kom fram að
menn voru ekki allskostar sáttir við
þá afgreiðslu málsins og töldu að
Hársnyrting
fyrir dömur og herra
skógrækt í Skálholti væri verðugt
verkefni.
Tillaga um stofnun Siðfræði-
stofnunar Háskóla íslands og
þjóðkirkjunnar var lögð fram af sr.
Jónasi Gíslasyni, dósent, en hug-
myndin er komin frá guðfræði- og
siðfræðistofnun Háskólans. Litlar
umræður fóru fram um málið, aðrar
en þær að kirkjuþingi hefði ekki
gefíst nægur tími til að hugleiða
tillöguna og að tillaga um svipaða
stofnun, Þjóðmálaráð kirkjunnar,
hefði verið lögð fram á síðasta
þingi. Málinu var vísað til nefndar.
Þingsályktunartillögunni um að-
gang fatlaðra að kirkjum landsins
var vísað áfram til nefndar og
skýrsla kirkjuráðs og reikningar
Kristnisjóðs frá síðasta ári sam-
þykktir. Kirkjuþing heldur áfram
störfum í dag.
86 krónur fyr-
ír kola í Hull
TOGARINN Júlíus Geirmunds-
son ÍS seldi á miðvikudag 168
tonn af fiski, mest þorski í Hull.
Meðalverð fyrir aflann var 71,11
krónur á kíló. Meðalverð fyrir
gámafisk á þriðjudag var örlítið
lægra, 69,75. Fyrir kola fengust
86,22 krónur.
Heildarverð fyrir afla Júlíusar
var 12 milljónir króna. Fyrir þorsk
fengust að meðaltali 69,87 krónur.
73,63 fyrir ýsu og 86,22 fyrir kola.
Á þriðjudag voru seldar 460 lest-
ir úr gámum. Heildarverð var 32
milljónir króna, meðalverð 69,57.
Fyrir þorsk fengust að meðaltali
66 krónur, fyrir ýsu 76,14, 81,04
fyrir kola og 35,09 fyrir karfa.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir GUÐMUND SV. HERMANNSSON
Sá elsti og reyndasti
teflir gegn
íslenska nýliðanum
JÓHANN Hjartarson ræðst ekki
á garðinn þar sem hann er lægst-
ur þegar hann mætir Viktor
Korchnoi í fyrstu umferð áskor-
endaeinvíganna i Kanada, í
janúar næstkomandi. Af þeim
14 skákmönnum sem þar eigast
við hefur Korchnoi langmesta
reynslu af slíkum einvígum og
hefur komist næst því að næla
í heimsmeistaratitilinn. Jóhann
tók hinsvegar þátt f reglulegu
stórmeistaramóti í fyrsta skipti
á þessu ári þegar hann tefldi á
IBM-skákmótinu i Reykjavík í
febrúar.
Jóhann og Korchnoi eru mjög
ólíkir við taflborðið. Fyrir það fyrsta
er yfír 30 ára aldursmunur á þeim
og eins eru þeir ólíkir á velli:
Korchnoi er þrekinn meðalmaður
sem situr og keðjureykir við skák-
borðið og styður gjarnan hendi með
sígarettunni á enni sér; Jóhann aft-
ur á móti er hár og grannur og
hann situr með hnefana kreppta
við kinnamar þegar hann hugsar
næstu leiki. Það fer þó vel á að
þessir skákmenn mætist í áskor-
endaeinvígi því Korchnoi hefur
alltaf verið íslendingum hugleikinn.
Á toppnum í
tuttuguár
Skákferill Korchnois er orðinn
langur og skrautlegur meðan ferill
Jóhanns er rétt að byija. Korchnoi
varð stórmeistari árið 1956, þá 25
ára gamall, eftir að hann hafði
unnið nokkra sigra á alþjóðlegum
mótum og 1960 varð hann skák-
meistari Sovétríkjanna. Tveimur
árum seinna tók hann þátt í áskor-
endamóti en það var þó ekki fyrr
en 1968 að hann komst í hóp al-
bestu skákmanna heims þegar hann
komst í úrslit áskorendaeinvíganna.
Þrátt fyrir að ýmislegt hafí gengið
á hjá Korchnoi síðan má segja að
hann haldi enn þessum sessi, 20
árum síðar.
Korchnoi hafði þegar á þessum
árum komist upp á kant við sovéska
kerfíð. Sú deila magnaðist með ár-
unum og endaði með að Korchnoi
flúði land árið 1976. Þá hafði hann
gert bæði sovéska ráðamenn og
ýmsa skákmeistara að fíandmönn-
um sínum. Eftir flótta Korchnois
reyndu Sovétmenn að einangra
Korchnoi með því að neita að senda
þátttakendur í mót sem hann keppti
í og Korchnoi naut þess að sama
skapi að vinna fyrrum landa sína í
áskorendaeinvígum árið eftir að
hann flúði.
Kerfisbaráttan
hafði góð áhrif
Korchnoi barðist lejmt og ljóst
gegn Sovétríkjunum og einnig fyrir
því að eiginkona hans og sonur
fengju að yfirgefa landið. íslending-
ar tóku virkan þátt í þessari baráttu
Korchnois á sínum tíma og það var
viðurkennt að framganga Friðriks
Ólafssonar, þáverandi forseta
FIDE, hefði haft úrslitaáhrif í því
máli sem leystist 1983. Þessi bar-
átta kom þó síður en svo niður á
taflmennsku Korchnois og 1977
vann hann þrjá landa sína í röð í
áskorendaeinvígum og árið 1978
mætti hann Anatoly Karpov í ein-
vígi um heimsmeistaratitilinn þar
sem ýmislegt gekk á eins og vænta
mátti. Korchnoi tapaði einvíginu,
Jóhann Hjartarson
5—6 eftir að hafa verið undir 2—5,
en í síðustu skákinni teygði hann
sig of langt með svörtu og tapaði.
Sennilega hefur þetta verið há-
tindurinn á ferli Korchnois því
Karpov burstaði hann í næsta
heimsmeistaraeinvígi. Og þótt
Korchnoi hafi unnið mörg sterk
mót síðan hefur hann verið mistæk-
ur. Þrátt fyrir það hefur hann enn
til að bera ódrepandi sigurvilja, sem
margir skákmeistarar á hans aldri
hafa misst, og er þar nærtækast
að nefna Boris Spassky. Aldurinn
virðist heldur ekki há honum að
marki og árangur hans á þessu ári
hefur verið mjög góður, allt frá því
hann vann sterkt mót í Wijk aan
Zee í Hollandi í janúar ásamt Nigel
Short. Og margir yngri menn
mjmdu þreytast aðeins af því að
lesa listann jrfir þau mót sem Korc-
hnoi hefur tekið þátt í á þessu ári.
Jóhann vex með
hverju móti
Segja má að skákferill Jóhanns
Hjartarsonar hafi byijað árið 1980
þegar hann varð íslandsmeistari
aðeins 17 ára gamall. Fjórum árum
seinna náði hann sínum fyrsta
áfanga að stórmeistaratitli á Bún-
aðarbankaskákmótinu sem hann
vann, tveimur vikum síðar náði
hanri öðrum áfanga á Reykjavíkur-
skákmótinu og þriðja og síðasta
áfangann fékk hann árið eftir á
Norðurlandamótinu.
Eftir að stórmeistaratitlinum var
náð virtist Jóhann gefa sér smá
tíma til að ná andanum, en á þessu
ári hefyr Jóhann vaxið með hveiju
móti. Á IBM-mótinu í febrúar gekk
Jóhanni ekkert of vel, enda hafði
hann aldrei áður tekið þátt í móti
af þeim styrkleika. Jóhann vann
þó bæði Korchnoi og Short, tvo
stigahæstu menn mótsins. Skömmu
síðar varð Jóhann í öðru sæti á
svæðamóti í Noregi og fékk þar
með þátttökurétt í millisvæðamóti.
í júní tók Jóhann þátt í mjög sterku
móti í Moskvu og náði þar þriðja
sæti þrátt fyrir að hann væri æfing-
arlítill eftir próflestur. Síðan tók
millisvæðamótið í Ungveijalandi við
og þar náði Jóhann 1.-2. sæti og
skaut aftur fyrir sig ekki ómerkari
skákmönnum en Portich, Nunn,
Beljavski, Andersson og Ljjubojevic,
sem allir hafa um og yfír 2.600
skákstig.
Kostnaðurinn nemur
einni milljón króna
Enn eru rúmir þrír mánuðir fram
að einvíginu en þegar er farið að
huga að undirbúningi Jóhanns og
Viktor Korchnoi
ljóst er að Skáksamband íslands
mun rejma að spara ekkert til að
Jóhann geti undirbúið sig sem best.
Gert er ráð fyrir að einn, eða jafn-
vel fleiri, úr hópi íslensku stórmeist-
aranna muni aðstoða Jóhann í
Kananda og er þar aðallega talað
um Margeir Pétursson. Einnig
munu þeir sennilega flestir aðstoða
Jóhann við undirbúninginn fyrir
einvígið.
Þráinn Guðmundsson forseti
Skáksambands íslands sagði við
Morgunblaðið að áætlaður kostnað-
ur vegna þátttöku Jóhanns í ein-
víginu væri um ein milljón króna
og þarf Skáksambandið að standa
straum af þeim kostnaði. „Skák-
sambandið á auðvitað enga peninga
til þessa en við erum að undirbúa
ýmiskonar söfnun og stofnun af-
rekssjóðs og auk þess vonum við
að þjóðin muni hjálpa okkur eins
og þegar Friðrik Ólafsson stóð í
svipuðum sporum," sagði Þráinn.
Hvaða möguleika
á Jóhann?
En hveijir eru möguleikar Jó-
hanns á að sigra Korchnoi í ein-
víginu? Menn hafa eðlilega farið
varlega í sakimar og bent á gífur-
lega reynslu Korchnois í einvígum
sem þessum. Sjálfur vildi Korchnoi
ekki gera mikið úr þessari reynslu
í samtali við Morgunblaðið, sem
birtist á öðrum stað í blaðinu, og
sagði að ef skákmaður tefli vel á
annað borð muni hann sýna styrk
sinn, hvort sem um væri að ræða
mót eða einvígi. Ef skákstigin eru
höfð til hliðsjónar ætti Korchnoi þó
að vinna því hann hefur 2.630 en
Jóhann er skráður með 2.550 þótt
hann hafí raunar um 2.590 í raun.
Bæði Korchnoi og Jóhann fóru
hægt í sakimar þegar þeir voru
spurðir álits á andstæðingnum. Þó
var athyglisverð sú skoðun Korc-
hnois að einvígið væri allt of stutt
og bæði honum og Jóhanni yrði það
mikil ánægja að tefla tvöfalt lengra
einvígi. Hann hefur því greinilega
trú á úthaldinu. Korchnoi sagði
einnig að honum hefði orðið það
ljóst á skákmótinu í Reykjavfk í
febrúar að Jóhann væri mjög efni-
legur skákmaður; „Hann á örugg-
lega bjarta framtíð fyrir sér í
skákinni," sagði Korchnoi.
Jóhann sagðist sjá fram á mjög
skemmtilegt einvígi. „Ég held að
það sé mun skemmtilegra að tefla
einvigi við Korchnoi en flesta í
hópnum í Kanada en hann hlýtur
þó að vera einn sá erfíðasti vegna
reynslu sinnar," sagði Jóhann.