Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjömuspekingur. Ég
erfædd 25. júlí 1942 kl. 16.30
i Reykjavík. Hvað getur þú
sagt mér um kortið? Er ég
ítalskt Ljón, eða er ég blönd-
uð af Krabba? Hér kemur svo
þessi hefðbundna, eigum við
góða samleið ég og karlmaður
fæddur 17.2. 1937 kl. 6.
Hafðu þökk fyrir."
Svar:
Þú hefur Sól og Mars í Ljóni,
Tungl í Steingeit, Merkúr og
Venus í Krabba og Sporð-
dreka Rfsandi.
íslenskt Ljón
Ég held að önnur merki þín,
sem öll eru í alvarlegri kantin-
um, benti eindregið til þess
að þú sért ekki hið ítalska
Ljón. í raun má segja að þú
sért ekki dæmigert Ljón, til
þess ert þú of varkár og al-
vörugefin.
Einlœg
Eigi að síður má segja að þú
sért í grunnatriðum einlægur,
jákvæður og hlýr persónu-
leiki. Og eftir sem áður er
það jafngilt að þú þarft að
fást við skapandi og lifandi
viðfangsefni til að viðhalda
lífsorku þinni.
ÁbyrgÖ
Það eru ekki síst tilfinninga-
plánetumar, Tungl og Venus
í Steingeit og Krabba, sem
setja ákveðið strik í reikning-
inn. Þær gera að þú ert til-
finningalega alvörugefin og
hefur sterka ábyrgðarkennd
gagnvart öðru fólki. Þú getur
því kannski ekki leyft þér að
vera jafn mikið Ljón og ella.
Auk þess em þessi merki
frekar ihaldssöm og varkár.
Það má því auðveldlega
ímynda sér að þú hafir fómað
töluverðu fyrir flölskyldu og
böm og hafir því ekki getað
skinið jafii glatt og hið dæmi-
gerða Ljón.
Sálrœn
Sporðdreki Rísandi gefur þér
einnig dulara yfirbragð held-
ur en gengur og gerist með
Ljón. Hann táknar að þú ert
næm á umhverfi þitt og hefur
gaman af því að skyggnast
bakvið yfirborð tilverunnar.
Áhugi á sálfræði og dularfull-
um málum fylgir Sporðdrek-
anum.
Stjórnsöm
Þegar á heildina er litið má
segja að þú sért einlæg og
hlý kona (Ljón) en jafnframt
ábyrg, alvörugefin og um-
hyggjusöm (Steingeit og
Krabbi) og tilfínningalega
næm og viðkvæm (Sporð-
dreki/Krabbi). Jafnframt
þessi má segja að þú sért
stjómsöm og ráðrík og látir
umhverfið ekki vaða yfir þig.
KarlmaÖur
.Maðurinn hefur Sól og Merk-
úr í Vatnsbera, Tungl í Nauti,
Venus i Hrút og Mars í Sporð-
dreka. Það er auðséð að þið
eruð ekki lík. Vatnsberi og
Ljón era andstæður, bæði
ákveðin merki og föst fyrir.
Ljónið er merki persónulegrar
ijáningar en Vatnsberinn er
ópersónulegur.
Spenna
Töluverð spenna er á milli
korta ykkar. Ég vil hins veg-
ar ekki dæma það þannig að
þið eigið illa saman. Þegar
ólík kort mætast er það alltaf
svo að þroski viðkomandi að-
ila ræður hvað úr verður. Ef
þið hafið ræktað með ykkur
sveigjanleika og varist að
ráðskast um of með hvort
annað getur ykkur vegnað
vel. Hið jákvæða er að þið
getið kennt hvort öðru margt
og því getur samband ykkar
orðið þroskandi.
GARPUR
/9£rtVA/?)/10/W HEFU/Z
HUAOA \ FUNPIP LEID TIL þESS
'A/E Tl UM?') />P FINHA R£KUM6F~
iJ/*NA-/HEO GLÓBAK-
/ . . ÖR. ORJiA l
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
AP U/P ÆTTOAi
EKKI AÐ HLAUPA
SUO/UA...
l//£> ÆTTO/H
AD SPAKA ,
OfíFU - Þvi
PAD Efí OHKu-
SKOR.TVR. /' , /
Hf'/aa /h)( J/M '
DRATTHAGI BLYANTURINN
FERDINAND
r~TT V-T — ?—rr~ K ' \
!ir<^Vi///- ^A>.v^==-I — i i © 1986 United Feature Syndicete.lnc. 1 27/9 //-zt
SMÁFÓLK
IM TALKING TO THI5
6IRL,5EE..IT'5 PURIN6
LUNCH PERIOP...
l'M TALKIN6 ANP i'm
TALKIN6 UIHEN ALL OF
A 5UPPEN 5HE 5AV5,
l'U)H0 ARE VOU?"
whoAMI?/ íve
5EEN 5ITTIN6 IN FRONT
OF HERFORTHE UUHOLE
YEAR! HOLICAN SHE NOT
KN0WDH0 I AM?!Í
Ég var að tala við þessa Ég tala og tala og allt í
stelpu, sjáðu ... í mat- einu segir hún: „Hver ert
artímanum...
þú?“
Hver er ég? Ég er búinn
að sitja fyrir framan hana
allan veturinn! Hvemig má
vera að hún viti ekki hver
ég er?
Kannski veit hún það, en
stendur á sama. Hver ert þú?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þú ert í vestur í vöm gegn
fjórum spöðum suðurs:
Norður
♦ 109765
V 854
♦ ÁD3
*Á7
Vestur
^ÁG
¥AKD1092|||||
♦ 862
♦ 53
Vestur Norður Austur Suður
— Pass Pass 1 spaði
2 hjörtu 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Þú hefur leikinn með því að
taka ÁK í hjarta, sem skiptist
2—2 milli handa austurs og suð-
urs. Hvaða spil er nóg að makker
eigi til að hnekkja sögninni?
Norður
♦ 109765
V 854
♦ ÁD3
♦ Á7
Vestur Austur
♦ÁG *8
▼ AKD1092 VG6
♦ 862 ♦ 754
♦ 53 ♦ G1098642
Suður
♦ KD432
V74
♦ KG109
♦ KD
Veldi spaðaáttunnar er óvenju
mikið. Með hennar hjálp má
lyfta gosanum upp í stöðu
drottningar með því að spila
smáu hjarta í þriðja slag og
þvinga austur til að trompa (nían
er öruggari ef maður treystir
makker fullkomlega). Suður
verður að yfirtrompa með
drottningu, svo spaðagosinn
verður fórði slagur vamarinnar.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti, „Broceo Open" í
San Bemardino i Sviss í síðustu
viku, kom þessi staða upp i skák
V-Þjóðveijanna Krieger og stór-
meistarans Eric Lobron, sem
hafði svart og átti leik. Hvítur,
sem er peði yfir, lék síðast 23.
Be2-f3? til að tryggja sér hagstæð
uppskipti. Raunin varð önnur:
23. - Db6! 24. Bxc6 - De3+,
25. Rd2 - Hxd2! 26. Hxd2 (Eða
26. Kbl - Hhd8!) 26. - Dxgl+
og hvitur gafst upp, því 27. Hdl
er auðvitað svarað með 27. —
Bxb2+. Sigurvegari á mótinu varð
hinn ungi og eitilharði Búlgari,
Kiril Georgiev, sem er nú að skipa
sér í flokk 10—15 sterkustu skák-
manna í heimi. Hann hlaut 7 v.
af 9 mögulegum. Þrír stórmeistar-
ar voru jafnir honum að vinning-
um en lægri á stigum, þeir Cebalo
og Cvitan, Júgóslavíu, og Max
Dlugy frá Bandaríkjunum.
—. i