Morgunblaðið - 08.10.1987, Page 58

Morgunblaðið - 08.10.1987, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 C 1985 Universal Press Syndicate_______________________________________________3 „Allt i Lq^í f prjtx boLLa ai ka-f'-Pi -fyrir hcxnn. H\y<ab v/iljið þið -tvö -PclT" * Ast er... ... að merkja sér grip- inn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghta rasarved ° 19Q7 Los Artgeles Timas Syndicate Með morgunkaffinu Þú taldir það af þvi góða að kynna öðrum menningu okkar. HÖGNI HREKKVÍSI 1 Máttur bænarinnar Kæri Velvakandi í þjóðfélagi okkar er yfirlýst stefna heilbrigðisstétta sú að allt sem manneskjan verður fyrir sem kallað hefur verið yfímáttúrulegt, s.s. sýnir, vitranir, fyrirboðar, er flokkað undir afbrigðilega sálar- fræði. Þeir sem fyrir slíku verða eru því flokkaðir og dregnir í dilka undir nöfnum svo sem geðklofar og undirflokka þess heitis. Þeim er gjaman gert að sæta lyfjameðferð til að losa þá við þessa svokölluðu ónáttúm því þjóðfélagið er orðið svo fírrt náttúmnni og Guði að Guð er ekki annað í huga margra lækna og sálfræðinga en goðsögn eða hugarburður. En sem betur fer er til fólk sem trúir á Guð og hans máttarverk og iðkar trú og guðrækni. Fyrir skömmu var mér sögð dásamleg saga um mátt bænarinnar og var hún um atburð sem gerðist fyrir skömmu. Kona nokkur fór með vin- konu sinni upp í Karmelklaustur í Hafnarfírði og sat messu með nunn- unum sem þar em og kaþólskum presti í hinni fallegu kapellu klaust- ursins. Þessi kona átti við vandamál að stríða, sem hún að sjálfsögðu vildi losna við, og bað heitt til Guðs að hann tæki þennan vanda burt frá sér. Eftir messu snéri ein nunn- anna sér að henni og sagði blíðum rómi að hún og hinar systumar myndu biðja fyrir henni og minnast hennar í bæninni. Næsta morgun finnst þessari konu í svefnrofanum sem allar systumar standi í kringum sig og syngi Guði lofsöng. Einnig fínnst henni að hún standi mitt á meðal þeirra og syngi með. Þegar hún vaknar til fulls og lítur á klukkuna er klukkan fímm mínútur yfír sex. En einmitt klukkan sex á hveijum morgni ganga nunnumar til bæna. Þær hafa greinilega ekki gleymt bænarefni sínu. Svona opinberar Guð mátt sinn á stórkostlegan hátt. Guð hefur gefíð okkur fyrirheit: Biðjið um hvað sem þér viljið og það mun veitast yður. Líði einhveijum illa, þá biðji hann. Þetta em mikil forréttindi, sem virka á undraverðan hátt sé vel beðið, í einlægni og guðrækni í nafni Krists. Það er ekki vanþörf á slíku nú á tímum. En vegir Guðs em órannsakanlegir, gleymum því ekki. Hver maður þarf að mæta sínu karma, líða og þjást, mismikið að vísu. Við þurfum einnig að að- gæta hvers við biðjum. Ef vér biðjum Guð um að hjálpa okkur að lifa hreinu og réttlátu lífí getur slíkt kostað miklar þjáningar, því „Drott- inn agar þann sem hann elskar". Þess vegna er þjáningin vorkoman, hreinsunareldur og fæðingarhríð skilningsins, eins og segir einhvers staðar. Jafnvel þegar myrkrið er sem svartast er Guð með oss. Eða eins og Davíð sagði: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekki því þú ert með mér“. Margir ganga í dag grýttar og dimmar slóðir. Þess vegna er stór- kostlegt og þakkarvert til þess að vita að Karmelsystumar í Hafnar- fírði skuli minnast landsmanna í Til Velvakanda. Um daginn varð mér á að opna fyrir Bylgjuna og stóð þá yfir sam- talsþáttur, sem spyrill Bylgjunnar átti við Reykjavíkurþingmanninn Geir H. Haarde. Bjórinn var til umræðu og skildist mér að þeir væru báðir jafn hrifnir af að nú hyllti undir það að sala áfengs bjórs yrði leyfð. Þegar þessu samtali lauk hringdi spyrillinn í Áfengisverslun ríkisins og hafði greinilegar áhyggj- ur af því að þar væri ekki nægjan- legt húsrými fyrir hendi til að geyma bjórkassana. Þennan sama dag var öll aftasta síða Morgun- biaðsins lögð undir frásagnir og myndir af ölvunarakstri. Eyðilagðir bílar og slasað fólk. Nú verður mér á að spyija, hafa þessir menn, sem stjóma fjölmiðlunum og landinu engar áhyggjur af að drykkjuskap- ur og slys aukist við tilkomu áfengs bænum sínum. Megi fleiri fara að dæmum þeirra. Einar Ingvi Magnússon bjórs? Megum við við því að taka þá áhættu? Þekkja þeir enga for- eldra, sem kvíða því að verið sé að leggja enn eina freistinguna fyrir bömin þeirra. Ég þekki marga sem eru andvaka af tilhugsuninni einni saman. Svo er eitt sem þetta samtal sýndi glöggt og það er valdið, sem §öl- miðlar hafa. Þeir geta birt viðtöl við fólk sem er fylgjandi einhveiju máli en það er enginn til andsvara. í þessu tilfelli eru sem betur fer margir á móti áfengum bjór og hafa velferð samfélagsins í huga þegar þetta ber á góma en tala ekki eins og einn þingmaður gerði, sem var spurður um álit hans á bjórfrumvarpinu. Hann svaraði: „Mér þykir góður bjór, þess vegna styð ég frumvarpið." Hvað er að þessu fóíki? Spyr sá, sem ekki veit. Þorbjörg Bjömsdóttir Bjórinn mun aðeins verða til skaða Víkveiji skrifar Yíkvetji hefur fylgst með um- ræðum um búmark, kvóta og fullvirðisrétt og taldi sig vera sæmi- lega að sér í fræðunum. Sunnlenzk- ur bóndi fullyrti hins vegar í spjalli við skrifara á dögunum að menn skildu ekki um hvað þetta snerist fyrr en það kæmi við þá sjálfa. A bæ hans verður kúm fækkað úr fjörutíu í þijátíu og ám úr 120 í um níutíu. Vinnu sína sagði bóndinn ekki minnka eins mikið og niður- skurðurinn gæfí tilefni til að ætla. Hann sagði að höfuðborgarbúar skildu ekki þessa stöðu fyrr en þeir væru spurðir hvemig þeim yrði við ef launin lækkuðu um 25%. XXX O* sköp getur löggjafínn á stund- um verið skammsýnn hugsaði Víkveiji með sér er hann sá frétt um að sprenglærðir guðfræðingar og vígðir klerkar kallast nú aðeins leiðbeinendur fáist þeir á annað borð til að kenna kristin fræði í skólum þessa lands. Með lögum frá Alþingi um starfsheiti og réttindi kennara 1986 var kveðið á um að sérstakt leyfi og kennarapróf þyrfti til að mega nota starfsheitið kenn- ari. Með þessum lögum voru til dæmis flestir guðfræðingar og prestar útilokaðir frá því að mega kalla sig kennara. Sjálfsagt hafa kennarar mikið til síns máls er þeir vilja vemda starfs- heiti sitt, en em ekki gloppur í kerfínu þegar hámenntaðir guð- fræðingar eru útilokaðir á þennan hátt? Menn sem hafa eytt mörgum ámm í að læra guðfræði em nú metnir sem annars flokks kennar- ar, en fólk sem iðulega hefur minni menntun í heildina hefur öll réttindi til að kenna bömum og unglingum kristin fræði. Jafnvel þó það hafí litla sérmenntun í greininni og kannski lítinn áhuga. Víkveiji minnist með gleði þeirra presta sem kenndu honum biblíu- sögumár í gamla daga og finnst miður að á þessu hausti hafí vígðir prestar hrökklast frá kennslustörf- um þar sem þeir hafa ekki getað sætt sig við að vera settir skör lægra í kristinfræðikennslu heldur en kennaramenntað fólk. Víkveiji hvetur menntamálaráðherra til að taka málið upp á Alþingi í vetur. XXX áttaheiti á hinum nýju rásum og stöðvum ljósvakans hafa mörg hver verið langsótt svo ekki sé meira sagt. Vandræðagangurinn við nafngiftina hefur á tíðum verið yfirgengilegur enda ekki einfalt að fínha nýtt og nýtt nafn á þætti sem em meira og minna eins, sama eða svipuð tónlist tímunum saman. Bylgjan hefur annan hátt á og klæðir þætti sína ekki í búning með sérstöku heiti. Þættimir em ein- faldlega kenndir við umsjónarmenn í dagskrárkynningu. Nöfn þeirra eiga að höfða til hlustandans, og gera það kannski, en Víkveija fínnst þetta dæmi um sjálfumgleði, sem einkennir margan starfsmann þessara nýju miðla. XXX IMorgunblaðinu á þriðjudag gat að líta eftirfarandi málsgrein á íþróttasíðu: „Liverpool-liðið á langt í land með að verða gott hand- knattleikslið og væri nær að leikmenn þess snem sér að knatt- spymunni eða poppinu. Liverpool og irska liðið, sem lék gegn Stjöm- unni eiga ekki að taka þátt í keppni sem þessari.“ Miklir menn emm vér - og fljót- ir að gleyma. Ekki er langt síðan bikarmeistarar Fram í knattspymu töpuðu Evrópuleik 0:8 og í fyrra töpuðu íslenzku félagsliðin leikjum sínum samtals 0:30 í Evrópukeppn- inni. Hvemig ætli úrslit hefðu orðið ef Víkingur hefði leikið gegn Liver- pool í knattspymu en ekki hand- knattleik? Við emm stórir íslend- ingar, mikil ósköp, en ekki svona stórir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.