Morgunblaðið - 08.10.1987, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
61
HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD
Sanngjam
sigur KA
KA-MENN mættu mjög
ákveðnir til leiks gegn Fram og
ætluðu sér greinilega sigur
sem og raunin varð á.
Leikurinn var í jafnvægi framan
af, en um miðjan fyrri hálfleik
náðu heimamenn þriggja marka
forskoti. Þeir misstu það samt niður
skömmu fyrir hlé,
Frá
Reyni
Eiríkssyni
áAkureyrí
en voru samt marki
yfir í hálfleik.
Framarar héldu
uppteknum hætti
eftir hlé og jöfnuðu leikinn. Jafn-
ræði var með liðunum þar til um
10 mínútur voru eftir, en þá má
segja að Gísla þáttur Helgasonar í
marki KA hafi byijað. Hann varði
stórkostlega og náðu heimamenn
fjögurra marka forskoti síðustu
mínútumar, það var of mikið fyrir
Fram og KA og sigraði sanngjamt.
Leikurinn var sæmilegur. KA var
mun betra en í síðasta leik, vömin
mun þéttari og Gísli Helgason stóð
sig frábærlega í markinu. Auk hans
voru bræðumir Jakob Jónsson og
Friðjón Jónsson góðir og Erlingur
Kristjánsson sterkur í vöminni.
Greinilega vantaði brodd í leik Fram
enda liðið án sinna atkvæðamestu
manna, sem eru meiddir. Júlíus
Gunnarsson skoraði góð mörk og
Pálmi Jónsson var lunkinn í horn-
inu.
Morgunblaðið/Július
Jakob Sigurðsson fær hér óblíðar móttökur í vöm Þórs. Hann skorar hér eitt fímm marka sinna í leiknum eftir
mikið harðfylgi.
Valur í basli með Þór
UBK vann
Sfjömuna-
Góð barátta Breiðabliks í síðari
hálfleik gegn Stjömunni
tryggði liðinu sín fyrstu stig í 1.
deildinni í ár. Stjaman byijaði leik-
HHHHi inn mun betur en
Vilmar Blikamir og höfðu
Pétursson yfir allan fyrri hálf-
skntar leikinn. Leikmenn
UBK voru svifasein-
ir og skorðuð Garðbæingar mörg
marka sinna eftir hraðaupphlaup
sem þeir útfærðu oft á skemmtileg-
an hátt. Þar fóru fremstir þeir SkúliC^
Gunnarsson og Gylfi Birgisson.
í síðari hálfleik mættu Blikar
ákveðnir til leiks og var gjörbreytt
lið á ferðinni. Þeir börðust vel í
vöminni og náði Stjaman aðeins
að skora 4 mörk fyrstu 20 mínútur
hálfleiksins. Guðmundur Hrafii-
kellsson markvörður Blika varði því
sem næst allt sem á markið kom í
hálfleiknum. Breiðablik sigldi hægt
og sígandi fram úr og stóð í lokin
uppi sem sigurvegari. Auk Guð-
mundar átti Kristján Halldórsson
línumSðurinn fimi stórleik í liði
UBK. Kristján skoraði 6 mörk úr 7
tilraunum auk þess sem hann reif
félaga sína áfram þegar á móti blés.
í fyrri hálfleik léku Skúli Gunnars-'
son, Gylfi Birgisson, Einar Einars-
son og Sigmar Þröstur ágætlega í
liði Stjömunnar en leikur liðsins
hrundi í síðari hálfleik.
í heild var þessi leikur ekki ipjög
mikið fyrir augað en þó komu ágæt-
ar syrpur inná milli.
KA - Fram
27 : 24
íþróttahöllin Akureyri, miövikudaginn
7. október 1987.
Áhorfendur: 455
Leikurinn í tölum: 1:0, 2:3, 3:3, 8:4,
10:8, 12:10, 14:13, 14:15, 16:16,
19:19, 22:22, 26:22, 27:24.
Mörk KA: Jakob Jónsson 8/2, Friðjón
Jónsson 6, Guðmundur Guðmundsson
4/1, Erlingur Kristjánsson 3, Axel
Bjömsson 3, Hafþór Heimisson 2, Eg-
gert Tryggvason 1.
Varin skot: Brynjar Kvaran 3, Gísli
Helgason 17/1.
Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 7/1,
Pálmi Jónsson 6, Hermann Bjömsson
4, Birgir Sigurðsson 3, Ragnar Hilm-
arsson 2, Agnar Sigurðsson 1, Ólafur
Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Guðmundur Jónsson 2/1,
Þór Bjömsson 6/1.
Dómarar: Einar Sveinsson og Gunnar
Viðarsson voru sæmilegir.
Þórsararkomustí5:1
Valur
Jónatansson
skrífar
Þetta var barningur og við vor-
um lengi að komast í gang.
Það kom okkur úr jafnvægi í byijun
að Þórsarar tóku tvo leikmenn úr
umferð. Við þurfum
að bæta okkur veru-
lega ef við ætlum
okkur að verða með
í toppbaráttunni,“
sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Vals,
eftir að lið hans hafði unnið nýliða
Þórs með 20 mörkum gegn 16.
Leikurinn gegn Þór var fyrsti hei-
maleikur Valsmanna í hinu nýja og
glæsilega íþróttahúsi þeirra að
Hlíðarenda. Það blés ekki byrlega
fyrir Val á upphafsmínútunum því
Þórsarar komust í 2:0 og síðan 5:1.
Valsmenn skorðu sitt annað mark
eftir 16 mínútur!
Þórsarar gripu til þess ráðs að taka
Valur - Þór 20 :16 Hlíðarendi, íslandsmótið — 1. deild karla, miðvikudaginn 7. október 1987. Leikurinn í tölum: 0:2, 1:2, 1:5, 3:5, 3:6, 7:6, 7:7, 8:7, 9:7, 9:8, 12:8, 12:9, 14:9, 15:12, 17:12, 19:14, 20:16. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 5, Jak- ob Sigurðsson 5/1, Júlíus Jonasson 5/3, Einar Naaby 4, Gisli Óskarsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 16/1. Mörk Þórs: Sigurpáli Aðalsteinsson 5/3, Sigurður Pálsson 4, Jóhann Samú- elsson 4 og Ámi Stefánsson 3. Varin skot: Axel Stefánsson 12. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson og dæmdu þeir vel.
skyttumar Júlíus og Jón Kristjáns- son úr umferð allan leikinn og setti
Staðanf
1. deild
vaiur - Þór 20: 16
ÍR - FH 19 : 26
Stjarnan - UBK 21 : 23
KR - Vikingur 25 : 28
KA - Fram 27 : 24
Fj. leikja U J T Mörk Stlg|
FH 2 2 0 0 62:40 4 l
Víkingur 2 2 0 0 55: 45 4 K
Valur 2 1 1 0 39: 35 31
Stjaman 2 1 0 1 47:43 2 |
UBK 2 1 0 1 41:41 2 I
KR 2 1 0 1 45: 46 2 Í
KA 2 1 0 1 47: 50 2 i
Fram 2 0 1 1 43:46 18
ÍR 2 0 0 2 39: 53 0 1
Þór 2 0 0 2 37: 56 0 1
1. deild
kvenna
FH - Valur 9: U
Víkingur - Þróttur 28 : 1í
Fram - Stjaman 26 : 2!
Haukar - KR 25 : 1:
Fj.lelkja U J T Mörk stigl
Fram 2 2 0 0 43: 36 4 I
Haukar 2 1 0 1 46: 35 2 l
Vikingur 2 1 0 1 43: 34 2 I
FH 2 1 0 1 31:28 2 I
Valur 2 1 0 1 27: 26 2 l
Stjaman 2 1 0 1 44:47 2 I
KR 2 1 0 1 30:40 2 I
Þróttur 2 0 0 2 27: 45 0 I
Víkingar ekki
í vandræðum
VÍKINGAR léku oft og tíðum
skemmtilega í sókninni þegar
þeir unnu KR-inga í Laugar-
dalshöllinni í gærkvöldi.
Varnarleikurinn var hins vegar
ekki eins og hann getur bestur
orðið. KR-ingar léku einnig
þokkalega en voru mjög
óheppnir með skot sín í leikn-
um. Sigur Víkinga var aldrei í
hættu þó svo munurinn hafi
aðeins veriö þrjú mörk er f laut-
að vartil leiksloka.
Guðmundur fyrliði Víkinga
skoraði fyrsta markið eftir
aðeins 24 sekúndur og gaf þar með
tóninn. Sóknir þeirra voru oft stór-
skemmtilegar á að
horfa. Liðsheildin
var sterk, allir léku
vel fyrir liðið. KR-
ingar léku alls ekki
illa en þá vantar tilfinnanlega góða
skyttu vinstra megin í sóknina.
Guðmundur Albertsson lék á miðj-
unni og fann sig mjög vel þar.
Hjá Víkingum lék Sigurður Gunn-
arsson vel, skoraði að vfsu ekki
mikið framan af leiknum en lék
félaga sína vel uppi. Kristján mark-
Skúli Unnar
Sveinsson
skrífar
vörður varði vel síðari hluta leiks
og þeir Karl, Hilmar og Bjarki léku
einnig vel. Vömin var ekki nógu
sannfærandi en sóknin beitt.
Hjá KR var Guðmundur Albertsson
bestur. Konráð var einnig sterkur
í sókninni og Stefán Knstjánsson
framan af en aðrir hafa leikið betur.
KR-Víkingur
25 :
Laugardalshöll, Islandsmótið — 1. deild
karla, miðvikudaginn 7. október 1987.
Gangur lciksins: 1:1, 1:3, 3:5, 5:6,
6:7, 6:10, 7:13, 8:15, 10:16, 11:17,
12:19, 16:22, 16:24, 19:24, 20:26,
23:27, 26:28.
Mörk KR: Konráð Olavson 13/7, Stef-
án Kristjánsson 4, Guðmundur Alberts-
son 3, Sigurður Sveinsson 3, Jóhannes
Stefánsson 2.
Varin skot: Gisli Felix Bjamason 10/1.
Mörk Vikings: Karl Þrainsson 7/2,
Bjarki Sigurðsson 5, Sigurður Gunn-
arsson 5/2, Hilmar Sigurgfslason 4,
Guðmundur Guðmundsson 4, Einar
Jóhannesson 2, Ámi Friðleifsson 1.
Varin skot: Kristján Sigmundsson
13/1, Sigurður Jensson 2.
Dómaran Björn Jóhannsson og Sig-
urður Baldursson og voru þeir frekar
stakir að þessu sinni.
það Valsmenn út af laginu. Það tók
Valsmenn allan fyrri hálfleik að
finna svar við þessu. í síðari hálf-
leik var svo aldrei spuming hvaða
lið færi með sigur að hólmi.
Leikurinn var frekar slakur að
beggja hálfu, mikið um mistök í
sóknarleiknum, en hann var þó
spennandi allan tímann. Hjá Val
var Einar Þorvarðarson bestur,
Valdimar, Jakob og Einar Naaby
léku einnig ágætlega. Hjá Þór vom
Ámi Stefánsson, Jóhann Samúels-
son og Sigurpáll Aðalsteinson
bestir. Einnig átti Axel ágætan leik
í markinu.
Þjálfari Vals, Stanislav Modrowoki,
fékk að sjá rauða spjaldið og var
reikinn úr húsi er 10 mínútur voru
til leiksloka fyrir að mótmæla dóm-
urunum.
Stjaman - UBK
21 : 23
Iþróttahúsið i Digranesi, íslandsmótið
— l.deild karla, miðvikudaginn 7. októ-
ber 1987.
Leikurinn f töium: 3:1, 9:6, 13:10,
15:12, 17:14, 17:17, 18:20, 21:22,
21:23
Mörk Stjörnunnar: Gylfi Bigrisson
7, Skúli Gunnarsson 5, Einar Einarsson
4, Sigurður Bjamason 4, Hafsteinn
Bragason 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 9.
Mörk UBK: Hans Guðmundsson 10/6,
Kristján Halldórsson 6, Þórður Davi-
ðsson 2, Aðalsteinn Jónsson 2, Svafar
Magnússon 2, Ólafur Bjömsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson
13/1
Áhorfendur: 250
Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson
og Óli Ólsen og dæmdu leikinn þokka-
lega.
Öruggt hjá FH
gegn nýliðum ÍR
ÞAÐ var þegar Ijóst á fyrstu
mínútum leiksins að FH mundi
krækja sér í bæði stigin. ÍR-
ingar voru illa samstilltir og
sóknarleikurinn án ógnunar í
byrjun. Lið FH mætti hinsvegar
ákveðið til leiks og hafði skorað
sex mörk áður en að nýliðarnir
skoruðu fyrsta mark sitt á ell-
eftu mínútu.
Eftir þessa slæmu byijun hjá ÍR
var aldrei nein spuming um
úrslit og þrátt fyrir að Breiðhylting-
ar næðu ágætum leikköflum þá
gátu Hafnfírðingar
alltaf svarað fyrir
sig með vel útfærð-
um hraðaupphlaup-
um. Níu mörkum
munaði á liðunum í upphafi síðari
hálfleiks en ÍR náði að rétta hlut
sinn aðeins fyrir leikslok.
Þorgils Óttar Mathiesen og Óskar
Ármannsson voru dijúgir fyrir FH
og sama er að segja um Magnús
Ámason markvörð sem varði ellefu
skot í fyrri hálfleik.
Hrafn Margeirsson markvörður var
besti maður ÍR en þeir Bjami Bessa-
son, Guðmundur Þórðarson og
Ólafur Gylfason vora bestir útileik-
manna.
ÍR : FH
19 : 26
íþróttahúsið I Seljaskóla, íslandsmótið
— 1. deild karla, miðvikudaginn 7.
október 1987.
Gangur leiksins: 0:6, 4:8, 4:10, 5:12,
7:13,9:17,12:21,14:24,18:24,19:26.
Mörk ÍR: Bjarni Bessason 5, Magnús
Ólafsson 4, Ólafur Gylfason 4/1, Orri
Bollason og Matthias Matthíasson 2,
Finnur Jóhannsson og Guðmundur
Þórðarsson 1.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 13.
Mörk FH: Þorgils Ó. Mathiesen og
Óskar Ármannsson 5, Héðinn Gilsson,
Gunnar Beinteinsson og Pétur Peders-
en 4, Óskar Helgason 3/1, Guðjón
Ám^son 1.
Vann skot: Magnús Ámason 13,
Bergsveinn Bergsveinsson 1.
Dómarar: Hákon Siguijónsson og
Guðjón Sigurðsson, og dæmdu þeir
sæmilega.
Frosti
Eiðsson
skrífar