Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 25 Ljósm./Hannes Hólmsteinn Gissurareon Þinghúsið í Höfðakaupstað. Þar sitja nú þrjár deildir, ein fyrir hvíta menn, ein fyrir litaða og ein fyr- ir menn af indversku bergi brotna. aðarstefnan hefur þar skilið eftir sig; I öðru lagi hefur svörtum mönn- um verið torveldað að bæta kjör sín á frjálsum markaði. Litið hefur ver- ið á þá sem gesti, sem myndu einhvem tímann í framtíðinni snúa aftur í heimalönd sín, og þeim hef- ur því til skamms tíma ekki verið leyft að eignast fasteignir eða eiga fyrirtæki. Þeir hafa búið við hreinan sósíalisma, því að ríkið hefur átt allt land á svæðum þeirra og stjóm- að allri framleiðslu. Nokkur sann- leikskjami er í þeirri algengu lýsingu á hagkerfí Suður-Afríku, að það sé sósíalismi fyrir svarta og kapítalismi fyrir hvíta. Aðskilnaðarstefnan hefur verið atvinnulífí Suður-Afríku kostnaðar- söm. Atvinnurekendur hafa oft orðið að ráða hvíta menn í störf, sem þeldökkir einstaklingar vom hæfari til að gegna, og þeim hefur í nafni aðskilnaðarstefnunnar verið bannað að nota sér ýmis önnur tækifæri til að græða á frjálsum viðskiptum við þeldökka menn. Að vísu hafa kjör litaðra manna, ind- verskra og svartra þrátt fyrir þessar tálmanir verið að batna og em nú margfalt betri en í nokkm öðm Afríkulandi (enda streyma blökku- menn frá öðmm löndum til Suður- Afríku í atvinnuleit). En kjör þeirra hefðu verið miklu betri, hefðu vald- hafar ekki torveldað fíjáls viðskipti með ýmsum hætti. Þó hefðu eigend- ur fjármagns notið þess í ríkara mæli, hversu ódýrt vinnuafl þeim stóð til boða, og eigendur vinnuafls grætt á því, hversu mikil eftirspum var eftir því. Enginn vafí er á því, að iðnþróun í Suður-Afríku hefði verið örari, ef atvinnulíf hefði þar fengið að vaxa eðlilega samkvæmt lögmál gróða og taps, en ekki þurft að lúta fyrir- skipunum valdhafa um aðskilnað kynþátta. Það er engin tilviljun, að atvinnurekendur hafa jafnan verið hörðustu andstæðingar aðskilnað- arstefnunnar, og sögðu margir þeirra mér sögur af því, hversu mikill fjötur hún hefur verið þeim um fót. Aðskilnaðarstefnan óafsakanleg Aðskilnaðarstefnan kann að vera skiljanleg, þegar saga hvíta minni- hlutans er höfð í huga. Hann var að reyna að vemda tungu sína, menningu og siði jafnframt þvi sem hvítir verkamenn töldu sig vera að tryggja hag sinn. En þessi stefna var hins vegar óafsakanleg, því að aðrar leiðir voru færar að markmið- um hvítra manna, og þær þurftu ekki að hafa í för með sér kúgun annarra kynþátta. Á frjálsum markaði er eins gróði ekki annars tap, heldur hagnast báðir aðilar á viðskiptum. Og þar þurfa menn ekki að fóma siðum sínum og venj- um, því að samskipti þeirra takmarkast við það, sem er beggja hagur. Hinn frjálsi markaður er því heppilegasta einingaraflið í landi, sem margir ólíkir hópar byggja. Ég fann það glögglega á ferð minni um Suður-Afríku, að viðhorf venju- legra hvítra borgara til annarra kynþátta hefur gerbreyst. (Sérstak- lega er það áberandi í Höfðakaup- stað.) Ekki verður þar aftur snúið. Hinir ólíku kynþættir og þjóðflokk- ar landsins hafa saman til of mikils að vinna til þess að skilja að skipt- um. Höfðakaupstað í septemberlok. Höfundur er aijómmálafræðingur að mennt og kennir við Háskóla íslands. Léttir bílar og óléttir eftír Óla H. Þórðarson Á liðnum árum hefur aftur og aftur komið fyrir í efnahagsráðstöf- unum ríkisstjóma að aðflutnings- gjöld hafa verið lækkuð á léttum bifreiðum. Rökin hafa ávallt verið á þá leið að litlir bílar séu almúga- vagnar, og því sé það í þágu láglaunafólks að halda verði niðri á þeim. Afar föðurlegar athafnir, ekki satt? Enda er þessu fagnað af meg- inþorra fólks. Tilefni þessara skrifa minna nú em nýjustu efnahagsaðgerðir nú- verandi ríkisstjómar. Þar var enn einu sinni farin þessi „léttleikaleið", og af viðbrögðum almennings má ætla að margir séu ánægðir, a.m.k. þeir sem að undanfömu hafa fjár- fest í nýjum vögnum. Það er ég hins vegar ekki. Álit mitt er að á þessum innflutn- ingsgjaldamálum þurfí að taka allt öðmvísi en gert hefur verið á síðustu ámm. í stað léttleika komi traustleiki, svona svipað og mann- gildi er talið auðgildi æðra. M.ö.o. bílar verði flokkaðir eftir erlendum stöðlum um öryggi og styrkleika, en horfið frá þeirri hæpnu viðmiðun að léttustu bílamir skuli ávallt bera lægstu aðflutningsgjöldin. Ég vil þó taka fram að ekki er í öllum til- vikum samjafna milli léttra bfla og óömggra. Við flokkun eftir styrk- leika sæjum við e.t.v. að hingað til lands em nú fluttir inn bflar sem jafnvel er hafnað í ýmsum öðrum löndum vegna ónógs öryggis. ís- lendingum er enginn greiði gerður með þess konar innflutningi þvi þar er svo sannarlega verið að kasta krónum í ofurkappi við að hirða brothætta aura. Skoðun mín á þessu málefni er einfaldlega tilkomin vegna þeirra mörgu skýrslna um umferðarslys sem ég hef lesið í starfí mínu. Það kemur sorglega oft fram að far- þegarými bfls hefur ekki staðist álag á örlagastundu. Ég leyfí mér Óli H. Þórðarson „ Við flokkun eftir styrkleika sæjum við e.t.v. að hingað til lands eru nú fluttir inn bílar sem jafnvel er hafnað í ýmsum öðrum löndum vegma ónóg's öryggis.“ því að hvetja mjög eindregið til stefnubreytingar í þessum málum. Að fólki verði gefinn kostur á að kaupa „örugga" bfla á sem lægstu verði, því það getur hvorki verið í þágu almennings né þjóðarhags að veikbyggðum bflum fjölgi í um- ferðinni. í þessu efni gilda ekki skamm- tímasjónarmið og mjög brýnt er að menn horfí þar ákveðið fram á veg, reyndar eins og ávallt þarf að gera í umferðinni. Fjárfestum S umferð- aröryggi, og spörum um leið. Höfundur er framkvæmdastjórí ‘ Umferðarráðs. HEILSADU UPP A HAMBORG Ódýr lúxushelgi í einni skemmtilegustu borg Evrópu Brottfarir: 22. október - 4 dagar 29. október - 4 dagar 10 góðar ástæður fyrir að koma með: 1. Flug, Keflavík-Hamborg-Keflavík með Arnarflugi 2. Meira rými milli saeta í vél en áður 3. Akstur til og frá flugvelli erlendis 4. Gisting á góöu 4ra stjörnu hóteli í miðbænum 5. Morgunverður af hlaöborði 6. Skoðunarferð um Hamborg 7. Sigling um höfnina með kvöldverði 8. Kvöldverður á veitingahúsi 9. Aðstoð við að versla 10. íslenskur fararstjóri Með altt betta innifalið fyrir aðeins kr. 21.550. FERÐASKRIFSTOFAN Takmarkað sæta- magníhvorriferðá þessuverði. Tökum niðurpantan- irídag milli kl. 13:00-17:00. Suðurgötu 7. Sími 624040. ALLRA VAL ■ -Síts Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, simi 84477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.