Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reyðar- fjarðar/Eskifjarðar Efstu skorir á fjórða kvöldi und- ankeppni félagsins, vegna þátttöku í Austurlandsmótinu í tvímenningi, fengu: Jóhann Þorsteinsson — Kristján Kristánsson 187 Guðjón Bjömsson — Aðalsteinn Valdimarsson 176 Búi Birgisson — Haukur Bjömsson 174 Sigurður Freysson — Einar Sigurðsson 169 Og staða efstu para: Aðalsteinn Jónsson — Sölvi Sigurðsson 947 Ásgeir Metúsalemsson — Friðjón Vigfússon 893 Búi Birgisson — Haukur Bjömsson 884 Jóhann Þorsteinsson — Kristján Kristjánsson 881 Sigurður Freysson — Einar Sigurðsson 861 Bridsfélag Akureyrar Bautatvímenningsmótinu lauk sl. þriðjudag með ömggum sigri þeirra Amar Einarssonar og Harðar Stein- bergssonar. Þeir leiddu mótið frá upphafi og stóðu af sér atlögur fé- lagsmanna af öryggi. Stefán Gunnlaugsson, eigandi Bautans á Akureyri, afhenti sigurvegurunum glæsilega eignarbikara, auk farand- verðlauna sem em til sýnis í matsal Bautans. Ennfremur afhenti Stefán verðlaun til næstu tveggja para og að auki gjafabréf til paranna þriggja, stjómanda og útreiknings- meistara, í Smiðjuna eða Bautann, að vali. Er Stefáni þakkað sam- starfíð og höfðingsskapurinn. Úrslit Bautamóts 1987: Om Einarsson — Hörður Steinbergsson 1495 Frímann Frímannsson — Pétur Guðjónsson 1450 Grettir Frímannsson — Stefán Ragnarsson 1377 Þormóður Einarsson — Símon I. Gunnarsson 1377 Armann Helgason — Alfreð Pálsson 1351 Anton Haraldsson — Ævar Ármannsson 1338 Ólafur Ágústsson — Sveinbjörn Jónsson 1307 Jónas Karlsson — Haraldur Sveinbjömsson 1307 Meðalskor var 1248. Stjómandi var Albert Sigurðsson en Margrét Þórðardóttir annaðist útreikning í tölvu. Næsta þriðjudag er Landsbikar- keppni Bridssambands íslands á dagskrá og em félagsmenn og aðr- ir hvattir til að mæta. Bridsdeild Hún- vetningafélagsins _L Þremur kvöldum af fimm er lok- ið í tvímenningskeppninni og er staða efstu para þessi: Halldóra Kolka - Sigríður Ólafsdóttir 535 Valdimar Elíasson — Þórir Magnússon 528 Þorsteinn Erlingsson — Steinþór Ásgeirsson 514 Kári Siguijónsson — Guðmundur Magnússon 501 Gísli Tryggvason — Tryggvi Gíslason 499 Úrslit i A-riðli síðasta spilakvöld: Þorsteinn Erlingsson — Steinþór Ásgeirsson 178 Guðni Skúlason — LeifurKristjánsson 177 Úrslit í B-riðli: Ólafur Ingvarsson — Steini 181 Ólína Kjartansdóttir — Lovísa Þórðardóttir 181 Næsta umferð verður spiluð á miðvikudaginn kemur kl. 19.30 ERFÐIR-ERFÐASKRÁR -ÓSKIPT BÚ-BÚSKIPTI ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplysinqabæklinqar oq ráðqjöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir m Lögfræöiþjónustan hf Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91 j-689940 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDREW BOROWIEC Hvað er glasnost?: Raunverulegar breyt- ingar — eða enn eitt áróðursstríðið? Belgrað í Júgóslavíu. MILOVAN Djilas, sem tók þátt í að koma kommúnisma á í Austur-Evrópu, er þeirrar skoðunar að stefna Gorbachevs í átt til opinskárri umræðu, eða „glasnost", sé dauðadæmd fyrir- fram. Hann er ekki einn um þá skoðun meðal hrópandanna í eyðimörkinni þar eystra. eir tala um opinskáa umræðu og það eitt og sér er ágætt,“ segir Djil- as, sem eitt sinn var trúnaðarvin- ur Jósefs Stalín og var næstráðandi Títós þar til hann var hnepptur í fangelsi fyrir an- dóf sitt gegn stjóminni. [Bók Djilas um harðstjómina, „Hin nýja stétt“ vakti gífurlega at- hygli þegar hún kom út á Vesturlöndum og kom m.a. út á íslensku.] Nú býr hann í miðborg Belgrað, en er lítið manna á meðal og lætur lítið á sér bera. Hann er sannfærður um að kom- múnisminn sé í rustum. „Glasnost er tilraun um hvem- ig bjarga má kommúnismanum •frá gjaldþroti,“ segir Etjilas í rök- krinu í bókum þaktri íbúð sinni við Palmoticeva-stræti og á þá bæði við efnahagslegt og hug- myndafræðilegt gjaldþrot. „. . . En glasnost hefur ekki og getur ekki haft pólítísk markmið. Jafnvel þótt [Sovétleiðtoginn Mikhail] Gorbachev hefði auga- stað á slíku yrði hann stöðvaður. Tilvera sjálfs Flokksins er í húfí.“ Vandi Júgóslaviu Þessi orð hafa á sér véfrétt- arblæ þegar litið er til heimalands Djilas, Júgóslavíu, sem hefur reynt að blanda saman markaðs- hagkerfí og trúarkreddum kommúnismans, allt frá því að leiðir þess og Sovétríkjanna skildu árið 1948. Landamæri Júgóslavíu eru opin og um þau fer gífurlegur fyöldi erlendra ferðamanna með gjaldeyri í fórum sínum, auk þess sem atvinnuleysi er leyst með því að gera út farandverkamenn til Vesturlanda, sem síðan koma færandi vaminginn heim. Á hinn bóginn er verðbólgan meiri en 100%, maraþon-fundir hjá sam- vinnufyrirtækjum gera allt at- vinnulíf mun stirðara en þyrfti og landið er undirlagt af verkföllum og Qármálahneykslum. Sem stendur eru leiðtogar landsins mjög niðurlútir vegna fjársvikamálsins innan Agroko- merc, hinu ríkisrekna landbúnað- arsamlagi, en það gaf út fölsk skuldabréf með bankaábyrgð fyrir jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna. Telja margir fréttaský- rendur að hneyksli þetta, sem margir háttsettir embættismenn munu vera flæktir í, kunni að hafa í för með sér bakslag fyrir hið blandaða hagkerfí. Milovan Djilas er ekki eini Júgóslavinn, sem varað hefur við glasnost. Stjómin hefur búið í skugga Kremlar um áraraðir og Sovétríkin eru enn mesta við- skiptaland Júgóslavíu. Allar Gorbachev lítur f vesturátt, en að baki bíður Rauði herinn. . . . En glasnost hef- ur ekki og getur ekki haft pólítísk markmið. Jafnvel þótt Gorba- chev hefði augastað á slíku yrði hann stöðv- aður. Tilvera sjálfs Flokksins er í húfi. „umbætur" eystra em því teknar með varúð í Belgrað. Fréttaskýrendur í Belgrað — og flestir þeirra hafa kynnst því að leiðir kerfísins eru órannsakan- lega — telja að kommúnistaríkin geti ekki tekið sér fyrir hendur aukið pólítískt frjálsræði, því slíkt myndi ógna eðli sjálfs kommúnis- mans. Af þeim sökum hljóta allar umbætur að vera halfkák eitt og — að vissu marki — beint að Vesturlöndum. Aldinn njósnari hefur orðið Stanislav Levchenko, einn hæstsetti KGB-maður, sem flúið hefur til Vesturlanda, telur að Kremlveijar séu einfaldlega að ástunda eitt áróðursstríðið enn, hið best skipulagða til þessa. Til- gangur þess sé tvíþættur. Annars vegar sé því beint vestur yfír jámtjald í von um jákvæð við- brögð, en hins vegar að eigin þegnum, sem séu með andlegan náladofa eftir 70 ára kommúnista- stjóm. „Til þess að þeir vinni betur er Rússum talin trú um að breyt- ingar séu á næsta leiti," segir Levchenko, sem hefur búið á Vesturlöndum undanfarin átta ár. „Á sama tíma reynir Gorbachev að sannfæra Vesturlandabúa um að Sovétríkin séu í raun og sann að breytast til hins betra." Njósnarinn fyrrverandi telur að Sovétleiðtoginn, sem vissulega hefur tekist að hrífa vestræna fjöl- miðla, sé „frábær lýðskmmari —_ fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna, sem hefur tekist að fá fjölmiðla á Vest- urlöndum til fylgis við sig.“ Hann er ennfremur þeirrar skoðunar, líkt og Djilas, að Gorbachev hafí raunvemlegar ástæður fyrir breytingum: efnahagsástandið er slæmt, tækniframfarir koma allar að utan og spilling dafnar. „Fyrst og fremst óskar Gorbachev þó eftir samúð og velvilja vestrænna banka og iðnfyrirtækja til þess að bæta sovéskt efnahagsástand." Meðan unnið er hörðum hönd- um að ofangreindu vinnur ný kynslóð utanríkissérfræðinga að því að ýta undir flokkadrætti á Vesturlöndum og sérstaklega í von um að stía Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum í sundur. Hversu langt nær glasnost? Sérfræðingar hér eystra sem vestan jámtjalds era á einu máli um að glasnost hafí sín takmörk. Sérstaklega á það við um varð- hunda kerfísins, sjálfan flokkinn, KGB og síðast en ekki síst her- inn, sem hefur gífurleg völd og áhrif. Hinir síðast nefndu em flestum Sovétfræðingum á Vesturlöndum hin mesta ráðgáta. Vestrænar leyniþjónustur hafa litlar sém engar upplýsingar um hvað fram fer bak við tjöldin í hinum þrönga félagsskap orðum skrýddra gam- almenna, sem sjá má heilsa hersveitum sínum, þar sem þær þramma með gæsagangi fram og aftur um Rauða torgið. Vesturl- önd hafa ágætis gervihnatta- myndir af heijum Sovétríkjanna og hafa ótrúlegustu tæknilegar upplýsingar á reiðum höndum, en hvar hugur marskálknna til glasn- ost liggur er hulin ráðgáta. Sérfræðingar á Vesturlöndum vita að það er ákveðinn „skoðana- ágreiningur" milli hersins og KGB um glasnost, en vita ekki hversu- mikill og djúpstæður hann er. Herinn er nær aldrei nefndur á nafn þegar Sovétmenn tala um glasnost og þessi „vatnaskil í so- véskri sögu“. Til þessa hafa marskálkamir haldið sig utan við umræðuna. Hollusta þeirra er við ættjörðina, sem þeir kvenkenna sem „Ródínu", og Flokkinn. Enginn veit því hver viðbrögðin yrðu ef glasnost yrði til þess að svipta kerfíð helsta vopni þess — algjöru og skilyrðislausu valdi yfíi; þegn- um Sovétríkjanna og leppríkja þeirra. Höfundur er blaðamaður The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.