Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Ólánsbílar eftir Kristin Snæland Fyrir nær tveimur árum skrifaði ég um þá ólánsbfla, svokölluð bitabox, eða litlu homin, ferköntuðu sendibflana, sem notaðir hafa verið til farþegaflutninga hjá Sendibflum hf. en sjást nú á öllum sendibfla- stöðvum borgarinnar, sem reyndar með örfáum undantekningum eru ekki nýttir til farþegaflutninga. Hjá Sendibflum hf. var fólk blekkt upp í þessa bfla í trausti þess að þessir bflar væru frá Bifreiðastöð Stein- dórs. Aðferðin var sú að þegar enginn leigubfll var til taks frá Steindóri, þá sendi stöðin, sem þá var jafnframt orðin afgreiðslustað- ur fyrir Sendibfla hf., sendibfl til að sækja farþega sem þó höfðu pantað leigubfl frá Steindóri. Bitaboxastöðin hafði sama síma- númer og gamla Steindórsstöðin og út á þessa „fölsun" náðu bitaboxin umtalsverðum farþegaflutningum. Af tryggð við gömlu Steindórsstöð- ina settust farþegar upp í þessa ólánsbfla, en afgreiðslufólki og bflstjórum hjá Sendibflum hf. þótti slík skömm að þessum mannflutn- ingum að i talstöðvarviðskiptum stöðvarinnar varð að finna leyniorð yfir sendibfl, sem vildi flytja fólk. (Sumir bflstjórar Sendibfla hf. aka ekki með farþega.) Leyniorðið varð „gulur bfll“. í talstöð Sendibfla hf. þýðir það þegar símastúlkan spyr t.d. um „gulan bfl“ fyrir Breiðholt, þá er stúlkan að leita eftir bfl fyrir farþegaflutninga en ekki vörur. Lög og reglur Auðvitað gæti lögreglan sem hægast fylgst með þessu og hæsta- réttardómarar okkar kæmust þá að því að bflstjóramir, margir hveijir hjá Sendibflum hf., stunda far- þegaflutninga. Það er vitanlega annað að dæma einn fyrir það sem kalla má tilviljunarkenndan far- þegaflutning eða hóp fyrir skipu- lega farþegaflutninga undir kallmerkinu „gulur bfll“. Dómur Hæstaréttar í máli vegna farþega- flutninga með sendibifreið og Kristinn Snæland „Mér virðist kominn tími til þess að ráða- menn Bifreiðaeftirlits ríkisins og aðrir ráða- menn öryggis í um- ferðinni rumski og hugi af alvöru að því sem ég hefi gert hér að umtals- efni.“ núverandi aðgerðarleysi lögreglu vegna stöðugra farþegaflutninga sendibfla frá Sendibflum hf. er reyndar óskiljanlegt sé reglugerð um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík frá 2. júlí 1985, fyrsta málsgrein fjórðu greinar, höfð í huga. Þar segir: „Enginn bifreiða- stjóri má reka leigubifreið, allt að 8 farþega, til mannflutninga, nema hann hafl afgreiðslu á félagssvæði FYama, og hafði öðlast atvinnuleyfi sem leigubifreiðastjóri á svæðinu." Vitanlega er ljóst að reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um leigubifreiðar nr. 36, 9. maí 1970, byggist á þeirri hugsun, að engir aðrir en þeir sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru með lögunum og reglugerðinni megi stunda fólks- flutninga gegn gjaldi á 8 manna bflum eða minni. Öll önnur túlkun er hártogun eða misskilningur og í því lentu þrír dómarar Hæstaréttar. Líf og limir Fyrir utan misnotkun Sendibfla hf. á nafninu „Steindór" þá er ann- að atriði sem þeir halda mjög á lofti, en það er að hættulegu óláns- bflamir séu miklu ódýrari en leigubflar. Staðreyndin er hinsvegar sú að almennur meðaltúr innan- bæjar er svona 20 til 40 krónum ódýrari í þessum ófullkomnu dós- um. Furðu margt ungt fólk hættir lífi og limum í þessum veigalitlu bflum og einnig ótrúlega margt eldra fólk. Að hætta lífi og limum fyrir 20 til 40 krónur er hörmulegt vanmat mannslffa. Dauðagildrur Varðandi það hversu lélegar þessar blikkdósir eru og hættulegar í umferðinni má geta þess að t.d. munu þær vera bannaðar í Svíþjóð og jafnvel víðar. Um notkun þess- ara bfla á íslandi og samanburð við aðbúnað farþega í þeim og svo lög- legum fólksflutningabflum skrifaði ég eftirfarandi í DV þann 13. jan- úar 1986: „Önnur hlið er á málinu, eða sú að aðbúnaður farþega í þess- um ólöglegu farþegaflutningum er slíkur að bflamir geta með réttu kallast dauðagildrur, sem skýrt skal nánar. Dauðaslys Öll farþegasæti í löglegum fólks- flutningabifreiðum, sem flytja fólk gegn gjaldi, eru skoðuð, tekin út og viðurkennd af Bifreiðaeftirliti ríkisins. Sameiginlegt einkenni er að sætin eru vönduð og með háum bökum og oft hnakkapúðum. Sætis- bökin eru m.ö.o. svo há að höfuð og háls farþega er allvel varið í aftanákeyrslu. í rútum eru öftustu farþegasætin gjaman fast við aft- urrúðu og em þau sæti þannig útbúin að sætisbak nær algerlega upp fyrir höfuð hæstu farþega. Sætin sem bflar frá Sendibflum hf. nota til farþegaflutninga em hins- vegar öll með lágu baki, svo lágu, Þessi bfll lenti í vægum árekstri, samt eru t.d. bæði framrúða og hliðarrúða bílstjóra brotnar auk annars. að það nær aðeins upp undir eða um herðablöð farþegans. Auk þess em sætin í sumum bflanna fast upp við afturrúðu bflsins. Við lítilfjörleg- an aftanáárekstur hendast þessir litlu og léttu bflar áfram og því miður er líklegt að koma muni að því, að lögregla og sjúkralið þurfi að taka farþega látna úr þessum sætum, með höfuðið út í gegnum afturgluggann, hálsbrotna og skoma á háls. Það má benda á að aftursætisfarþegar í þessum sætum munu (við framaná ákeyrslu) fljúga nær tvo metra í loftköstum áður en þeir lenda á framsæti bflanna, ökumanni eða framsætisfarþega. Þar sem allir vita að fólksflutn- ingar era stundaðir á þessum sendiferðabflum og aftursætin em vitanlega ekki höfð í þeim til ann- ars en til fólksflutninga, þá hlýtur það að vera skylda Bifreiðaeftirlits- ins að taka þau út eins og öll önnur sæti sem miðað er við að selja far í. Þetta verður að gera uns endan- iega liggur fyrir hvort þessir fólks- flutningar í sendiferðabifreiðum em löglegir eða ólöglegir. Nokkur óhöpp Nokkur óhöpp og slys sem bitaboxin hafa lent í síðan þau tóku að tíðkast hér gefa hugmynd um hversu óömggir bflar em hér til umræðu. Eitt boxið kom akandi Kringlumýrarbraut, lenti í polli á götunni og vait. Annað box kom upp Reykjanesbraut, lenti utan í götukantsteininum og valt. Þriðja boxið kom akandi Straum í Árbæ, ienti yfir á öfugan vegarhelming og þar í árekstri við lítinn fólksbfl. Ökumaður boxsins klemmdist fast- ur í sæti sínu, illa brotinn á báðum fótum. Farangur í bflnum kastaðist fram og sveigði bak farþegasætis- ins fram. Ökumann hinnar bifreið- arinnar sakaði ekki. Fjórða boxið lenti í árekstri á Smiðjuvegi. Við áreksturinn valt þessi litli, létti bfll. Kona, sem var farþegi í bflnum, liggur nú hálsbrotin og lömuð á sjúkrahúsi. Bflstjórinn á þessum bfl hefur verið afar iðinn við farþega- flutninga á bflum af þessari gerð, fyrst og lengst af frá Sendibflum hf. en mun, er slysið varð, hafa verið kominn á aðra sendibflastöð. Að fljóta Mér virðist kominn tími til þess að ráðamenn Bifreiðaeftirlits ríkis- ins og aðrir ráðamenn öiyggis í umferðinni mmski og hugi af al- vöm að því sem ég hefi gert hér að umtalsefni. Það er til dæmis víta- vert að mínu áliti að hafa ekki traust þil eða grind milli farangurs- rýmis og fólksrýmis í sendiferðabif- reiðum. Allt þetta mál bendir til þess að ráða- og ábyrgðarmenn bfla- og umferðarmála fljóti sofandi að feigðarósi. OKEYPIS Ókeypis upplýsingar um vöm og þjónustu. Það eina sem þú þarft að gera er að lyfta símtólinu, velja númer Gulu línunnar 62 33 88 og spyrja. Hjá starfsfólki Gulu línunnar færð þú vinalegá þjónustu og greið svör við spum- ingum þínum. Einfalt og stórsniðugt - ekki satt! ,ÉG ER AKVEBIN I PVÍ AÐ NOTA TlMANN VEL I VETUR OG SÆKJA NAM- SKEIÐ. TIL AÐ AUÐVELDA MÉR VALJÐ HRINGOI EG I GULU LlNUNA OG PAR FéKK EG PÆR UPPLÝSINGAR SEM ÉG PURFTI, OG NÚ ER MlNUM TÖMSTUNDUM RADSTAFAO. - PEIR VITA BÖKSTAFLEGA ALLT MENNIRNIR" Að heiman og úr vinnu þekkjum við vandamál sem tímafrekt virðist að leysa, en Gula línan greiðir úr á augnabliki. Við þurfum að hafa upp á sjónvarpsviðgerðamanni, vélritara eða þýðanda. Ná í iðnaðarmenn, fá upplýsingar um hvar er selt parket, hvar er hægt að kaupa vara- eða aukahluti í bílinn eða leigja smóking. Úr slíkum vandamálum leysir starfsfólk Gulu línunnar. Athugaðu það, þú hringir og færð upplýs - ingarnar strax - og það ókeypis. ,Eg hef fAu starfsfölki A aðskipaog HEF PVl HRINGT I GULU LlNUNA PEGAR VFIH FLÝTUR A SKRIFSTOFUNNI. PEIR HAFA A SKRA UUSAFÖLK (.FREE LANCE') TIL ALLRA SKRIFSTOFUSTARFA. PETTA HEFUR LEYST MINN VANDA OG SPARAÐ MÉR STÖRFÉ. - POTTPÉTT PJÓNUSTA" - 62-33-88 Höfundur er leigubílstjóri i Reykjavík. Rj Electrolux Ryksugu- úrvalið D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaðurinn hf. KRINGLUNNI, SÍMI 685440.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.