Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 37 Ráðstefna um vatnafræði tileinkuð Sigurjóni Rist Erindi ráðstefnunnar gefa að öðru leyti yfírlit_ um flest það er viðkemur vatni á íslandi. Gerð verð- ur grein fyrir vatnshæðamælakerfi Vatnamælinga og veðurfræðingar gera úttekt á úrkomumælingum á landinu og vandamálum við túlkun á niðurstöðum þeirra. Reifaðar verða nýjar hugmyndir um uppruna ogeðli lághitasvaeða, sagt frájökul- hlaupum, rofi og þróun farvega. Rætt verður um ísavandamál og hlut jökla í vatnafræði, auk þess sem gerð verður grein fyrir nýtingu vatns í samfélaginu, til virkjunar, neyslu og hverskonar vinnslu. I tengslum við ráðstefnuna verður einnig yfirlitssýning um starfsemi Vatnamælinga. Fulitrúi Iðnaðarráðherra setur ráðstefnuna klukkan 8.20 fímmtu- daginn 22. október. Að setningu lokinni ávarpa orkumálastjóri og forstjórar Landsvirkjunar og Raf- magnsveitna ríkisins ráðstefnu- gesti. Ráðstefnunni lýkur með hátíðarkvöldverði til heiðurs Sigur- jóni Rist 20.00 föstudaginn 23. október. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir og ráðstefnugjaldið er 3.700 krónur með hátíðarkvöld- verði. Án hátíðarkvöldverðar er ráðstefnugjaldið 1.700 krónur, sem , innifelur meðal annars kaffi og hádegisverð þá 2 daga sem ráð- stefnan stendur jrfir. Skráning þátttakenda fer fram á afgreiðslu Orkustofnunar. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Starfsfólkið í versluninni Samkaup á námskeiði hjá eldvarnareftir- litsmönnum og í lokin fengu menn að spreyta sig á að slökkva eld með handslökkvitæki. Eldvarnareftirlitið í Keflavík: Veró fri 8.890.- HOOVER RYKSUGUR Kraftmiklar (ca. 57 \ /sek) og hljóölátar með tvöföldum rykpoka, snúruinndragi og llmgjale. FÁANLEGAR MEÐ: Ijarslýrlngu, skyndikrafti og mótorbursta HOOVER—HVER BETRI? FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Ættfræði gerð auðveld Ný ættfræðinámskeið hefjast bráðlega á vegum Ættfræðiþjón- ustunnar. Þátttakendur fá ítarlegar leiðbeiningar um ættfræði- heimildir, aðferðir og vinnubrögð, uppsetningu á ættartölu og niðjatali o.s.frv. Ákjósanleg skilyrði til rannsókna á eigin ættum - unnið verður úr f|ölda heimilda um ættir þátttakenda, m.a. úr manntölum tll 1930 og úr kirkjubókum. Einnig er boðið upp á framhaldsnámskeið. Takmarkaður fjöldi i hveijum námsflokki. Sérstök afsláttarkjör, m.a. fyrir lífeyrisþega, hjón og hópa. Skráning þátttakenda fer fram alla daga og kvöld í síma 27101. Ættfrædiþjónastan - simi 27101. Úr myndinni „La Bamba“ sem sýnd er í Stjörnubíói. Stjörnubíó sýnir „La Bamba“ STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „La Bamba“ með Lou Diamond Phillips, Esai Morales, Rosana De Soto og Elizabeth Pena i aðalhlutverk- um. Leikstjóri myndarinnar er Luis Valdez og framleiðendur Taylor Hacford og Bill Borden. Myndin greinir frá ævi rokk- stjömunnar Ritchie Valens, sem FERÐASKRIFSTOFAN Úrval efnir í samvinnu við Bygginga- þjónustuna til hópferðar til Birmingham á sýninguna Int- erbuild 22. nóvember næstkom- andi. Birmingham byggingavörusýn- ingin er haldin annað hvert ár og þar sýna yfír 900 breskir og 400 erlendir framleiðendur vörar sínar. Áhersla er lögð á að sýna það nýjasta á sem flestum sviðum. íslenskur fararstjóri verður með allan tímann og skipuleggur sér- stakar heimsóknir í fyrirtæki og um nýbyggingasvæði í London. Síðasti bókunardagur er í dag, Athugasemd Vegna fréttar í Morgunblaðinu þann 16. október sl. frá féttaritara hér í Hrunamannahreppi um skemmdir á grasbrekkum við Stóru-Laxá skal tekið fram að við nánari eftirgrennslan hafa þessi spjöll ekki verið unnin dagana 19.-20. september enda voru þá sijómarmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur að veiðum í ánni. Þetta mun hafa gerst dagana áð- ur. Þá skal tekið fram að ekki eiga aðrir en veiðimenn að vera á ferli á ökutækjum við ána á þessum slóðum. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Stefán Jónsson, Hrepphólum. skaust með ógnarhraða upp á stjömuhimininn seint á sjötta ára- tugnum. Mörg laga hans em enn mjög vinsæl og má þar nefna „Come On Let’s Go, „Donna“ og „La Bamba", sem nýlega var í efsta sæti vinsældalista víða um heim. Kvikmyndatónlistin í myndinni er eftir þá Carlos Santana og Miles Goodman, en lög Ritchie Valens eru flutt af Los Lobos. þriðjudaginn 20. október, og bók- anir fara fram hjá söludeild Úrvals. í GREIN um Kirkjuþing sl. föstudag, á bls. 16, var sagt að „þingið feli Kirkjuráði að vinna að þvi að Skálholtsskóla verði breytt I menningarmiðstöð þar sem fram fari námskeið um málefni kirkjunnar". Að sögn séra Bemharðs Guð- mundssonar, fréttafulltrúa Þjóð- kirkjunnar, var orðalagi þessa texta breytt af þinginu í eftirfar- FYRSTA ráðstefnan um íslenska vatnafræði verður haldin dagana 22. og 23. október næstkomandi í ráðstefnusal ríkisstofnana að Borgartúni 6. Ráðstefnan er haldin í tilefni 40 ára afmælis Vatnamælinga og tileinkuð Sig- urjóni Rist, sem varð 70 ára 28. ágúst síðastliðinn og lætur af störfum í árslok. Sigutjón Rist hefur veitt Vatna- mælingum forstöðu frá upphafi og mótað starfsemi þeirra, fyrst á Raforkumálaskrifstofunni og síðan á Orkustofnun eftir að henni var skipt í Orkustofnun og Rafmagn- sveitur ríkisins árið 1967. Siguijón hætti að sinna daglegum rekstri Vatnamælinga fyrir tveim ámm og hefur síðan unnið við ritstörf. Ami Snorrason vatnafræðingur tók þá við starfi hans sem settur forstöðu- maður. Orkustofnun bauð nokkmm stofnunum og fyrirtækjum sem hafa haft náin tengsl við Vatna- mælingar samstarf um ráðstefn- una, auk félaga þar sem Siguijón hefur verið í forystu. Tveir norræn- ir vatnafræðingar flytja afmæliser- indi á ráðstefnunni, þau Ame Tollan frá Noregi, sem §allar um vatna- fræði á norðurslóðum, og Malin Falkermark frá Svíþjóð, sem fjailar um ný viðhorf í vatnafræði og al- þjóðlegt samstarf. Auk þess verða flutt afmæliserindi um upphaf, til- urð og þróun vatnamælinga á fyrstu áratugunum og um undirstöðuatriði vatnafræðinnar. andi: „Kirkjuþing felur Kirkjuráði að beita sér fyrir eflingu námskeiða- og ráðstefnuhalds Skálholtsskóla um málefni kirkju og þjóðlífs. Þingið telur æskilegt að Kirkjuráð skipi þriggja manna starfsnefnd er geri tiilögur um framtíðarstarf- semi skólans að höfðu samráði við þá aðila sem tilnefna fulltrúa í skólanefnd". HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Síðasta hraðlestrarnámskeið ársins hefst miðviku- daginn 28. október nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn, hvort sem er við lestur námsbóka eða fagurbókmennta, skaltu skrá þig strax á námskeiðið. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn, jafnvel með meiri eftir- tekt á innihaldi textans, en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 611096. HRAÐLESTRARSKÓLINN Hópferð á byggingavöru- sýningu í Birmingham Leiðrétting á grein um Kirkjuþing Starfsfólki fyrirtælga kennd meðferð slökkvitækja Keflavfk. Eldvaraareftirlitið i Keflavik hefur að undanförau verið með stutt námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja þar sem veitt er til- sögn í eldvörnum og þátttakend- um kennd meðferð slökkvitækja. Jóhannes Sigurðsson, yfireld- vamareftirlitsmaður, sagði að þessi námskeið hefðu mælst vel fyrir og stjómendur fyrirtækja hefði í vax- andi mæli nýtt sér þessa þjónustu. - BB dastígvé! Vatnshelt efni, sem hleypir raka frá húðinni Gore-tex er hið dýrmæta efni, sem er notað innan á hlaupaskó, safariskó, göngu- og fjallaskó og nýtískulega útivistarskó. Top-Dry-Boot 35 SVART 36-41 Gore-tex efnið er bylting íframleiðslu á kuidas- kóm, sem henta íslenskri veðráttu sérstaklega vel. Top-Dry-Boot 10 Póstsendum Austurstræti 6 - sími 22450 - Laugavegi 89 - sími 22453
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.