Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRJÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 27 Morgunblaðið/Bjami Ásgeir Pálsson, trúnaðarmaður starfsfólks: Nokkur óvissa, en engin svartsýni. Starfsfólk Álafoss tekið tali: Olíklegt að til upp- sagna muni koma NOKKUR óvissa ríkir nú meðal starfsmanna Alafoss í Mosfells- bæ um atvinnumál þeirra, eftir að samningar tókust milli Fram- kvæmdasjóðs íslands og Sam- bands íslenskra samvinnufélaga um stofnun nýs hlutafélags, sem á að yfirtaka rekstur Alafoss. Ljóst er að einhveijar tilfæring- ar verða á einstökum fram- leiðslugreinum á milli Álafoss- verksmiðjanna í Mosfellsbæ og ullariðnaðar Sambandsins á Ak- ureyri, en flestir þeirra starfs- manna Álafoss, sem Morgun- blaðið náði tali af í gær, töldu þó ólíklegt að til uppsagna muni koma. Á almennum fundi sem haldinn var á föstudaginn sl. sögðu for- stjóri og starfsmannastjóri Álafoss að þeir ættu ekki von á því að til uppsagna myndi koma, að sögn Ásgeirs Pálssonar, trúnaðarmanns starfsmanna, en hins vegar sögðu þeir að einhveijar tilfærslur á milli starfsgreina myndu verða óhjá- kvæmilegar. Ásgeir sagðist hafa heyrt það í fréttum í sumum fjöl- miðlum að uppsagnir stæðu fyrir dyrum, en það væri einfaldlega of snemmt að segja nokkuð um málið á meðan ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um skipulag hins nýja fyrirtækis. Mjög líklegt er talið að dúkavefn- aður Alafoss flytjist til Akureyrar, en nú vinna um 12 manns við dúka- vefnað í Álafossi. Einn starfsmanna þar, Páll Kárason, sagði að þó óviss- an væri slæm, væri fólk almennt ekki hrætt við breytingamar, því fram hefði komið á fundinum á föstudaginn að reynt yrði að finna ný störf handa því fólki sem missti vinnuna norður. í því sambandi hefur verið nefnt að bandfram- leiðsla á Akureyri flytjist hugsan- lega suður í spunaverksmiðju Álafoss. Einna mest óvissa ríkir um skrif- stofuhald hins nýja hlutafélags, en höfuðstöðvar þess munu verða á Akureyri. Starfsfólk á skrifstofu Álafoss sem Morgunblaðið tók tali, sagði að fólk væri misjafnlega óró- legt vegna breytinganna, en óvissu- ástand, eins og nú ríkti, væri auðvitað alltaf slæmt. Ekkert væri vitað um hve stór hluti skrifstofu- haldsins ætti að flytjast til Akur- eyrar, en einn viðmælenda Morgunblaðsins sagðist eiga erfítt með að sjá að það væri hægt að flytja allt skrifstofuhald norður; ef önnur starfsemi í húsakynnum Ala- foss ætti að vera svipuð og áður. Enginn viðmælenda Morgun- blaðsins sagðist telja að forráða- menn Álafoss væru að leyna starfsmenn upplýsingum, og sögðu flestir að við svo búið væri lítið hægt að gera nema að bíða eftir nánari upplýsingum um starfstil- högun hins nýja fyrirtækis, en þeir hlutir færu vonandi að skýrast eftir að nýr forstjóri tekur til starfa þann 1. nóvember næstkomandi. Á geðdeildum Landspítal- ans starfa um 600 manns við lækningar, hjúkrun, endur- hæflngu og aðstoð við sjúkl- ingaog aðstandendur Jjeirra. Starfsemin fer ffam á nokkr- um stöðum á höfuðborgar- svæðinu, t.d. á Landspítalan- um, á Kleppi, á Vífilsstöðum og í Hátúni Starfi hjá Ríkisspítölum fylgja ýmis hlunnindi, svo sem ókeypis vinnufatnaður (eða fatapeningar), ódýrt feði í matsölum á vinnustað, mikið atvinnuöryggi, öflugur lífeyrissjóður og launahækk- andi námskeið. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Hjúkrunarþjónusta geðdeilda er mjög fjölbreytt, allt frá bráðamóttöku til endurhæf- ingar. Geðhjúkrun er sérhæft hjúkr- unarsvið. Hjúkrunaraðgerðir geta snúist um einstaklinga, hópa eða fjölskyldu. Þær miða að því að fyrirbyggja geðsjúkdóma, styrkja heil- brigða aðlögun og stuðla að bættri heilsu og endurhæf- ingu. Hjúkrun tekur mið af heild- arástandi sjúklings og sam- spili ýmissa áhrifaþátta. Unn- ið er eftir ferli sem byggir á upplýsingaöflun, greiningu, áætlun, framkvæmd og end- urmati. Hjúkrunarfræðingar skipu- leggja, stjóma og bera ábyrgð á framkvæmd hjúkrunarþjón- ustu, þeir hafa sér til aðstoð- ar sjúkraliða og ófaglært starfefólk og fer verkefhadreif- ing eftir aðstæðum hverju sinni. Möguleiki er á fullu eða hluta- starfi, jafhvel sveigjanlegum vinnutíma, vetrarfríi og eins launaflokks hækkun á geð- deild. Meðallaun: (án aukavinnu) Mánaðarlaun eru 70.193 kr. með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 5.155 kr. Hlutastörf eru einnig í boði. Nánari upplýsingar eru veitt- ar í síma 38160 (hjúkrunar- framkvæmdast j óri). SJÚKRALIÐI Sjúkraliðar eru þátttakendur í hjúkrunarferli sjúklinga. Við bjóðum upp á skemmtilega samvinnu og tækifæri til að annast sjúkiinga með mis- munandi þarfir og ólík hjúkr- unarvandamál. Þér bjóðast tækifæri til að bæta við þig þekkingu í formi námskeiða, auk reglubundinnar fræðslu sem er innan ákveðinna ein- inga. Meðallaun: Mánaðarlaun eru umóO.OOOkr.með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 3-982 kr. Hlutastörf eru einnig í boði. STARFSMAÐUR Á GEÐ- DEILD fest við þjálfun, uppeldi og umönnun sjúklinga og vinn- ur í nánu samstarfi við hjúkr- unarfræðinga, sjúkra- og iðju- þjálfa, auk lækna og sálfræð- inga. Boðið verður upp á launa- hækkandi námskeið í þeim tilgangi að gera fólk hæfara og veita því meiri innsýn í starfið. Meðallaun: Mánaðarlaun eru 45.665 kr. með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 3.235 kr. Nánari upplýsingar eru veitt- ar á Geðdeild í síma 38160. ... ogfá innsyn í mannleg samskipti á storum yinnustaá RÍKISSPÍTALAR GEÐDEILD LANDSPÍTALANS essemm/slA i9.os
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.