Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 48
Pi 48 riflo H MORGUNBLAÐIÐ, - ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Smitleiðir alnæmis: Smokkurinn útilokar ekki smit en er þó öruggasta vörnin - segir Ólafur Ólafsson, landlæknir Ekki víst að smokkar veiti örugga vöm gegn alnæmi „ÞAÐ hefur auðvitað verið ljóst frá upphafi að smokkurinn er ekki 100% örugjjur, hvorki hvað varðar getnað eða smit, en hann er tvímælalaust örugg- asta vömin sem við getum boðið upp á,“ sagði Ólafur Ól- afsson, landlæknir, er hann var inntur álits á grein i fræðslu- riti um alnæmi, sem bandaríska menntamálaráðuneytið hefur gefið út, þar sem segir að smokkurinn geti dregið úr, en ekki útilokað alnæmissmit. Landlæknisembættið hefur, eins og kunnugt er, beitt sér fyrir áróðursherferð þar sem fólk er hvatt til að nota smokk við kynmök, til að draga úr áhættunni, og sagði landlæknir að það byggðist á þvi að smokk- urinn væri, fyrir utan auðvitað algört hreinlífi, öruggasta vörnin. „Það má auðvitað segja eins og er, að það er enginn vígbúnaður fullkominn í heiminum, ekki einu sinni Pentagon," sagði Ólafur enn- fremur. „Það er ekkert lyf og engin bólusetning 100% örugg. Eins er það með smokkinn, sem flestir hafa sjálfsagt vitað, enda höfum við aldrei haldið því fram að hann sé 100% örugg vöm gegn alnæmi, þótt við séum hins vegar sannfærðir um að hann sé besta vömin sem við getum boðið upp á eins og sakir standa.“ Landlæknir sagði að miklu máli skipti að smokkamir væra af við- urkenndum tegnundum, og æski- legt væri að þeir væra undir gæðaeftirliti. Embætti landlæknis hefði farið fram á fjárveitingu til að koma upp gæðaeftirliti á smokkum, en það hefði ekki náð fram að ganga enn sem komið er. „Við höfum hins vegar barist fyrir því og ítrekaðað það við innflytj- endur, að þeir smokkar sem fluttir era hingað til lands séu af viður- kenndum tegundum og teljum að því hafi verið fylgt nokkuð vel,“ sagði landlæknir. SAMKVÆMT fræðsluriti um alnæmi, sem bandaríska menntamálaráðuneytið gaf út I síðustu viku, er „varkárni í kynlífi öruggasta og skynsam- legasta leiðin til að koma í veg fyrir sýkingu". Á hinn hinn bóginn geta veijur „dregið úr en ekki útilokað áhættu“. „Eng- inn getur sagt fyrir um það með neinni vissu, hversu mikla vörn smokkurinn veitir.“ Smokkurinn er betri vöm en engin. Þar að auki stafar tiltölu- lega fáum þeirra, sem lifa kynlífí, hætta af alnæmi; flest fómarlömb sjúkdómsins era hommar eða eit- urlyfjaneytendur, sem sprauta sig. En hafí maður valið þann kost að nota smokka til að draga sem allra mest úr smithættunni, er nauðsyn- legt að vita, á hvaða rökum slík ákvörðun er reist. Smokkar era búnir til úr gúmmíi eða himnu úr dýraveíjum — um- búðir þeirra era greinilega merkt- ar að því er þetta varðar. Við samfarir er notkun gúmmísmokka (sem era mun almennari en himnusmokkamir) öraggari en engar varúðarráðstafanir. Himnu- smokkamir (sem era nokkram sinnum dýrari en gúmmísmokk- amir) hafa miklu meiri áhættu í för með sér. Sumar rannsóknir benda til þess, að veiraagnir geti komist í gegnum þá. En hversu öraggir era gúmmísmokkamir? Gúmmísmokkar era ekki öragg getnaðarvöm, þar sem þeir bregð- ast í 10-15% tilfella. Og til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæm- is verða smokkamir að vera tíu sinnum öraggari. Kona er frjó í um það bil 36 daga á ári, en sá sem er haldinn alnæmi getur borið smit 365 daga á ári. Það er þann- ig miklu erfíðara að veijast alnæmi en þungun. Niðurstöður rannsóknar- skýrslna frá háskólanum í Massac- husetts og háskólanum í Colorado benda til, að veirar komist ekki í gegnum gúmmísmokka — a.m.k. ekki í tilraunum á rannsóknastof- um. Tilraunir þessara sömu aðila hafa leitt í ljós, að sæðiseyðirinn nonoxynol-9 drepur veirana — enn sem fyrr er árangurinn einskorð- aður við tilraunaglös — og enda þótt rifa komi á smokk, sem hefur fyrmefndan sæðiseyði í totunni, drepur efnið veirana í tveimur til- fellum af þremur. Læknamir, sem stóðu fyrir þessum tilraunum, dr. Nelson Gantz og dr. Franklyn Jud- son, segja, að hyggilegt sé að nota gúmmísmokk, sem smurður hafí verið með nonoxynol-9. En tilraunir á rannsóknastofum segja ekkert til um, hvemig fólk notar smokka. í rannsóknum, sem gerðar vora á vændiskonum í Danmörku, Vestur-Þýskalandi, Zaire og Bandaríkjunum, sýndi það sig, að komið var í veg fyrir sýkingu, þar sem notkun smokka Smokkaumræðan gæti veitt fólki falskt öryggi - segir Margrét Guðnadóttir, prófessor í sýklafræði „ÉG hef talið mig vita það allt frá því er þessi umræða hófst að smokkurinn er ekki örugg vörn. Sérstaklega vil ég vara fólk við því að treysta þeim á vændishúsum erlendis eða á öðr- um slíkum stöðum, þar sem smithætta er mikil,“ sagði Margrét Guðnadóttir, prófessor í sýklafræði, er hún var spurð um grein i bandarísku fræðslu- riti um alnæmi, þar sem segir að smokkurinn sé ekki örugg vörn gegn sjúkdómnum. Margrét kvaðst telja, að með smokkaum- ræðunni hefði fólki verið veitt falskt öryggi. „Smokkamir verða aldrei betri sóttvöm en þeir era getnaðarvöm og það vita allir fullorðnir menn að samfarir era svolítið flóknari en bara síðasta stigið. Hins vegar má segja með réttu að smokkamir draga úr hættunni, og þá kannski sérstaklega fyrir kvenfólk sem er með sýktum mönnum," sagði Margrét ennfremur. „Þetta er hins vegar engan veginn einhlítt og sý- klamir fara sínar eigin leiðir og geta komist út með ýmsum hætti. Samfarir era það margþætt fyrir- bæri að smitaðir líkamsvessar geta svo sannarlega borist á milli manna með öðram hætti en með sæði. Fólk ætti því alls ekki að treysta smokkunum, til dæmis menn sem fara á vændishús í þeirri góðu trú að allt sé f lagi, sé smokkurinn notaður. Það hefur verið þekkt í langan tíma að smit getur orðið á vændishúsum þó að smokkar séu notaðir, og vitað er að meirihluti vændiskvenna á Vesturlöndum er sýktur af alnæmi. Þess vegna hef ég óttast það að þessi smokkaher- ferð gerði fólk kærulaust í þessum efnum. Eina raunveralega sóttvöm- in er að hafa kynmök við fáa og velja þá mjög vel,“ sagði Margrét. SIMI 18936 frumsýnir Hver man ekki eftir lögunum LA BAMBA, DONNA og COME ON LET’S GO! Seint á sjötta áratugnum skaust 17 ára gamall strákur með ógnarhraða upp á stjörnuhimininn og varð einn vinsælasti rokksöngvari allra tíma. Það var RITCHIE VALENS Lög hans hljóma enn og nýlega var lagið LA BAMBA efst á vinsældarlistum víða um heim. CARLOS SANTANA og LOS LOBOS, LITTLE RICHARD, CHUCK BERRY, LA VERN BAKER, THE PLATTERS o.fl. flytja tónlistina. Leikstjóri er Luis Valdes og framleiðendur Taylor Hackford og Bill Borden. rra........ii...i.i'i 11. i.ii i ttiwtiu. m[ DOLBY STEREO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.