Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Minning: Jóna S. Þorláksdótt■ irá Fögruvöllum Fædd 3. maí 1912 Dáin 12. október 1987 „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Mikið var okkur gefíð sem áttum „Jónu frænku", en hún var föður- systir okkar. Það er líka mikið misst þegar hún er frá okkur tekin — alltof fljótt fínnst okkur. En við þökkum Drottni fyrir hana og lofum hann sem nú hefur tekið við henni heim til sín. Ótal bemskuminningar tengjast henni og ömmu og afa á Urðarstíg. Með þeim áttum við systkinin margar ljúfar stundir sem aldrei gieymast. Eitt af því besta sem við gátum hugsað okkur var að fá að gista hjá þeim og þáttur Jónu var stór í því. Jóna Sigurbjörg Þorláksdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist hinn 3. maí 1912 á Hofí í Garði. Foreldrar hennar voru Katrín G.S. Jónsdóttir og Þorlákur Ingibergs- son, trésmiður. Ung að árum fluttist Jóna með þeim og bróður sínum, Guðiaugi, til Reykjavíkur, þar sem afí byggði húsið Fögruvelli við Urð- arstíg. Þar bjó Jóna alla ævi ef frá er talið síðasta árið, sem hún bjó í VR-húsinu við Hvassaleiti. Jóna hóf snemma störf í Iðunnar Apóteki og síðar Reykjavíkur Apó- teki, en þar starfaði hún samfellt í 40 ár. Veit ég að húsbændur henn- ar mátu hana mikils sökum hæfí- leika og fórnfysi, og sjálf hafði hún mikla gleði af sínu starfi á þessum vettvangi. Starfsstaður hennar var í hjarta Reykjavíkur, og ótal marg- ir þekktu hana sem „glæsilegu og viðmótsþýðu konuna með fallega hárið“. Fyrr á árum tók hún að sér auka- vinnu með umsjón og þjónustu í veislum, og var þá oft unnið myrkr- anna á milli. Þessi reynsla kom foreldrum mínum og okkur bömun- um mjög til góða, enda man ég ekki eftir hátíðlegum tilefnum á uppvaxtarárum mínum, að Jóna frænka væri ekki mætt til hjálpar. Hæfni og smekkvísi einkenndu það sem hún gerði og allt lék í höndun- um á henni, hvort heldur um var að ræða blómaskreytingar, alls kyns fyrirkomulag eða fatasaum. Ófáar flíkumar saumaði hún á okk- ur bömin, skímarlqóla, fermingar- kjóla, auk annars og brúðarkjólinn minn saumaði hún af stakri snilld. Hugur og hönd voru samtaka, og gleði hennar var að gleðja aðra. Alla daga var hún boðin og búin til að rétta hjálparhönd við hinar ýmsu kringumstæður þeirra sem hún unni. í hugann koma dýrmætar minningar og hjartað fylltist þakk- læti. Jóna giftist aldrei en fómaði sér því meir fyrir okkur bróðurbömin, sem hún ávallt taldi „sín böm“, enda var einstaklega kært með þeim systkinum, pabba og Jónu. Það var því eðlilegt og kærkomið að einn þriggja sona okkar hlaut nafnið hennar. Ljúft var og að elsti sonurinn fékk að njóta þess um árabil að búa með fjölskyldu sinni í nábýli við „Jónu frænku“ á Urð- arstíg 9. Umhyggja hennar var mikil fyrir bömunum okkar og bamabömum, sem dáðu hana og elskuðu. Jóna var KFUK-kona og naut þar samfélags eins og „Kata amma“ á sínum tíma og handunnir munir þeirra mæðgna prýddu árvisst bas- ara félagsins. Einlæg trú einkenndi viðhorf Jónu til lífsins og jafnan treysti hún forsjá Guðs sér og sínum til handa. Þrátt fyrir liðagigt sem hijáði Jónu í 30 ár, var ávallt viðkvæðið hjá henni: „Ég hef það ágætt." Mestu skipti hana að okkur hinum liði vel. Þess vegna var það henni mikið áfallt er hún frétti af slysi sem yngsta dóttir okkar varð fyrir nýlega. Þá lá Jóna sjálf á sjúkra- húsi eftir beinbrot, og ein síðustu viðbrögð hennar áður en hún lést voru feginsstuna er hún heyrði um bata hennar. Það er sárt að kveðja „Jónu frænku" en sælt að fela hana hirðin- um góða, sem leiddi og styrkti gegnum lífíð um dauðans dal og heim. Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið REVELL-módel á stórlækkuðu verði. Takmarkað magn. Póstsendum. Verð áður kr. Verð nú kr. Chevrolet Scottsdale m/mótorhjóli 2.630.00 1.315.00 Willys Jeep (Golden Eagle) 2.630.00 1.315.00 Cutty Sark 1.735.00 1.310.00 Við Gísli og bömin okkar með fjölskyldum þökkum Guði sem gaf okkur „Jónu frænku" og blessum minningu hennar. Við erum rík að hafa átt hana. Sömu kveðju ber ég frá systur minni Jenný, búsettri í Noregi og fjölskyldu hennar, svo og Pétri bróður mínum, sem búsett- ur er í Bandaríkjunum og hans íjölskyldu. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir Hún Jóna okkar er nú búin að kveðja þetta líf. Að morgni 13. október barst okkur sú sorglega frétt að hún Jóna væri dáin. Það er alltaf erfítt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Jóna var alltaf blíð og góð og vildi allt fyrir mann gera, alltaf til- búin að rétta hjálparhönd þrátt fyrir veikindi sín. Hún var okkur miklu meira en bara vinur og viljum við þakka henni fyrir það. Það væri hægt að skrifa enda- laust um hana og allt það sem hún gerði fyrir okkur. En það er alltaf erfítt að skrifa svona á blað. Þess vegna geymum við minningu henn- ar í hugum okkar. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja hana Jónu okkar og biðjum góðan guð að varðveita hana og minningu hennar. Góður guð gefí ættingjum hennar og vin- um styrk í þessari miklu sorg. Katrín, Jóna, Maggý og Gummi. Er við í dag kveðjum Jónu Þor- láksdóttur hinztu kveðju er okkur efst í huga þakklæti fyrir frábær kynni og samveru á löngum og giftudijúgum starfsferli hennar í Reykjavíkur Apóteki, samvinnu og kynni sem aldrei bar skugga á. Gott á sá sem að lokinni langri starfsævi getur aðeins kallað fram bjartar minningar félaga sinna, sól- argeisla og hlýju á vegferð langri. Slíkur vinnufélagi var Jóna. Hlý og traust og ábyrg í öllum sínum störf- um og viðmóti. Við kveðjum nú Jónu með klökk- um huga en þakklátum þó fyrir góðar stundir og samfylgd á langri leið. Megi sú heiðríkja hugarins birta, sem einkenndi allt hennar líf og starf, lýsa henni um ókunna stigu handan móðunnar miklu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Vinnufélagar í Reykjavíkur Apóteki. Hjónin Katrín Jónsdóttir og Þor- lákur Ingibergsson trésmiður byggðu hús sitt í Reykjavík og nefndu Fögruvelli. Er það staðsett við Urðarstíg nr. 9. Þegar við hjón- in fluttumst í hverfíð árið 1953 bjó þar einnig með þeim Jóna dóttir þeirra en Guðlaugur sonur þeirra hafði stofnað sitt eigið heimili. Dyr á okkar húsi og Fögruvöllum stóð- ust á og betri nágranna en þar bjuggu mátti vart fínna. Katrín, Þorlákur og Guðlaugur eru látin fyrir mörgum árum en Jóna hafði nýlega flutt í hús VR við Hvassaleiti. Tilvist hennar hefír því verið hluti af umhverfí okkar um langt árabil og skyndilegt frá- fall hennar kallar fram söknuð og margar minningar. Jóna var gjörvuleg kona, létt í spori og sómdi sér vel. Allt sem hún kom nærri fékk sinn sérstaka þokka, hvort sem það voru blómin í garðinum eða eitthvað annað henni viðkomandi. Heimilið var annálað fyrir fagrar hannyrðir og átti Jóna þar sinn hlut. Hún vildi allt fegra og bæta og gerði það með miklum myndarbrag og bera verk hennar því gott vitni. Aðdáan- legt var hve vel hún reyndist foreldrum sínum og studdi þau fram til hinstu stundar. Jóna var öllum velviljuð og tilbú- in að greiða hvers manns götu. Hún var sú manngerð sem fengur var í að hafa í návist sinni, vönduð til orðs og æðis, glaðleg, vingjamleg og æðrulaus á hveiju sem gekk. Þrátt fyrir erfíða sjúkdóma sem löngum hijáðu Jónu kvartaði hún Guðrún Jóns- dóttir — Minning „Nú er hún Rúna mín búin að fá hvíldina," sagði móðir mín við mig þegar hún hafði heimsótt syst- ur sína í hinzta sinn. Frænka dó hér í Reykjavík þriðjudaginn 13. þessa mánaðar eftir skamma sjúkralegu. Hér dvaldi hún síðustu 20 árin frá því hún flutti frá æsku- heimili sínu, Suðureyri við Tálkna- Ijörð. Hún fæddist þar 6. júlí 1902 og ólst upp hjá foreldrum sínum í stór- um systkinahópi. Foreldrar hennar voru Jón Johnsen, bóndi, og Gróa Indriðadóttir, húsfreyja á Suður- eyri. Föðurfólkið bjó í marga ættliði á Suðureyri en amma var ættuð úr Rauðasandshreppi, fædd og upp- alin á Naustabrekku. Frænka átti góða daga í Reykjavík, hélt fyrst heimili með bróður sínum Þorleifí sem dó 1977 en síðan ein, lengst af í snoturri íbúð sinni í húsi við Aust- urbrún. En frænka lauk lífsstarfi sínu á Suðureyri. Þar bjó hún lengi með móður sinni og bræðrunum Þorleifí og Þórði eftir að afí féll frá. Það var á árunum um og eftir 1950 sem við frændsystkinin kom- um á Suðureyri til sumardvalar. Þá tók frænka á móti okkur opnum örmum með sínu hressa viðmóti og þeirri miklu hlýju sem einkenndi hana svo mjög. Það gustaði stund- um af henni frænku, maður var ekkert að bjóða henni birginn. Hún gaf okkur mikið. Það var gaman að rabba við hana og kynnast henn- ar heilbrigðu lífsskoðunum, hún var vel menntuð í beztu merkingu þess orðs. Það var gott að vera á Suður- eyri. Á þessum árum bjó þar Þórarinn, bróðir frænku, ásamt fjöl- skyldu sinni. Kristín og þær systur, dætur Þórarins og aðrar systkina- dætur frænku, hafa reynst henni einkar vel síðustu árih og aðstoðað hana í daglegu amstri. Stundum er sagt að umhverfi fólks móti það, tignarleg fjöll skörp ásýndum, lognsléttir fírðir, fullir af físki, sem stundum verða ólgandi hafsjór. Líklega er eitthvað til í þessu, þetta átti einmitt við um hana frænku. Með þessum línum er ekki reynt að segja alla sögu Guðrúnar Jóns- dóttur frá Suðureyri heldur minnst með nokkrum fátæklegum orðum þeirrar góðu og vel gerðu konu sem hún frænka var. Þegar hún er öll fínnst mér lokið þætti í lífí mínu og margra þeirra sem Suðureyri eru tengdir. Ég kveð hana með virðingu og söknuði. William Thomas Möller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.