Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAQUR 20. OKTÓBER 1987 Átök á Norðursjó: Brennsla efna- úrgangs stöðvuð Kaupmannahöfn, frÁ Nils Jörgen Brunn fréttaritara Morgfunblaöains. DANSKIR sjómenn stöðvuðu i fyrrinótt brennslu efnaúrgangs undan strönd Hollands. Um það bil fjörtíu jóskir fiskibátar um- kringdu skipið Vulcanus II. sem skráð er í Bandarikjunum og knúðu það til að snúa aftur til hafnar. Að sögn talsmanns eiganda skipsins var Vulcanus II. að brenna 3.000 tonn af efnaúrgangi frá Frakklandi, Spáni, Hollandi og Belgíu þegar dönsk fiskiskip og bátur frá Grænfriðungum stöðvuðu skipið. Skrúfa skipsins flæktist í nótinni frá einum bátanna. Þá var ekki um annað að ræða fyrir skip- verja Vulcanusar II. en að láta draga sig til hafnar í Rotterdam. Því hefur verið lýst yfir að skipið snúi aftur til fyrri iéju þegar við- gerðum er lokið. Á sunnudag freistuðu mótmælendumir upp- göngu í Vulcanus II. og skutu neyðarflugeldum að honum og Vestu, öðru skipi sem einnig var við brennslu efnaúrgangs. Dönsku sjómennimir segjast hafa verið að löglegum veiðum í nágrenni Vulcanusar II. og tilviljun hafi ráðið því að hann flæktist í nótinni. Sjávarútvegsráðherra Danmerk- ur, Lars Gammelgárd, leitaði í gær eftir stuðningi Norðmanna við til- lögu um að nú þegar verði lagt bann við brennslu efnaúrgangs á Norðursjó. Talið er að Norðmenn vilji halda sig við fyrri áætlanir um að bann gangi í gildi árið 1991. Gammelgárd hyggst leggja málið fyrir fund sjávarútvegsráðherra Norðurlandanna í Ósló þann 10. nóvember. Hollenskur embættismaður segir Vulcanus II. hafa brennt efnaúr- gang í fullu samræmi við sam- þykktir þeirra landa sem hagsmuna eiga að gæta. Reuter Grænfriðungar freista þess að komast um borð í Vulvanus n. sem ætlað var að brenna efnaúrgang á Norðursjó. UNESCO: Spænskur lífefnafræðingur kemur samtökunum til bjargar Einingarsamtök Afríkuríkja segjast styðja Federico Mayor Nancy Reag- an á batavegi Washington, Reuter. NANCY, eiginkona Ronalds Re- agan Bandaríkjaforseta gekkst á laugardag undir aðgerð og var fjarlægt krabbameinsæxli úr bijósti hennar. Að sögn lækna tókst aðgerðin mjög vel og fund- ust engin frekari merki sjúk- dómsins. Að sögn lækna frsetahjónanna er ekki búist við að Nancy Reagan þurfi á frekari meðferð að halda og er ekki ástæða til annars en að ætla að forsetafrúin nái fullum bata. Marlin Fitzwater, talsmaður Reagans forseta, sagði að ráðgert hefði verið að Nancy Reagan dveld- ist fímm til sjö daga á sjúkrahúsi en batamerkin væru svo góð að sjúkrahúsvistin kynni að verða skemmri. Reagan hyggst gefa sér tíma til að heimsækja eiginkonu sína og hefur hann fyrirskipað að- stoðarmönnum sínum að taka tillit til þessa er þeir skipuleggja vinnu- dag forsetans. Aðgerðin tók um 50 mínútur og var vinstra bijóst forsetafrúarinnar ijarlægt. Meinið fannst við reglu- bundna krabbameinsskoðun og hafði Nancy Reagan, sem er 64 ára að aldri, fallist á það fyrirfram að gangast undir skurðaðgerð reyndist það nauðsynlegt. Paris, Reuter. SPÆNSKUR lífefnafræðingur, Federico Mayor, hefur verið út- nefndur næsti framkvæmda- stjóri UNESCO. Verði hann framkvæmdastjóri á hann fyrir höndum að rétta hlut þessarar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem talin er hafa farið halloka vegna framgöngu fráfarandi framkvæmdastjóra, Amadous M’Bow. Eftir að atkvæðagreiðslu lauk og ljóst var að Federico Mayor hafði verið útnefndur lýstu Eining- arsamtök Afríkuríkja, sem áður studdu M’Bow, yfír stuðningi við Mayor. Viðbrögð flestra Evr- ópurílq'a voru jákvæð. Japanir sem hingað til hafa gagnrýnt UNESCO hvað harðast fögnuðu lqöri May- ors. Federico Mayor Zaragoza, sem er 53 ára lífefnafræðingur, náði útnefningu í stöðu framkvæmda- stjóra UNESCO eftir að M’Bow fráfarandi framkvæmdastjóri hætti við að gefa kost á sér á síðustu stundu. Flestir höfðu gefið upp von um að hægt yrði að koma M’Bow frá. Eftir að fjöldi þjóða hafði lýst því yfir að þær myndu segja sig úr samtökunum yrði M’Bow endur- kjörinn, sneru stuðningsmenn hans við honum baki og hann dró sig I hlé. Mayor hlaut 30 atkvæði af 50 mögulegum en auk vestrænna iðnrí- Iq'a höfðu Sovétríkin lýst yfir fyrir síðustu atkvæðagreiðsluna að þau styddu Mayor, en hafa ekki látið Takeshita tekur við af Nakasone Tókýó, Reuter. NOBORU Takeshita, fyrrum fjár- málaráðherra Japans, var í gær valinn eftirmaður Yasuhiro Naka- sone, forsætisráðherra, sem lætur af ráðherrastarfi 6. nóvember næstkomandi. Takeshita sagðist staðráðinn í að halda merki Nakasone á lofti. Hann myndi halda áfram umbótum innan- lands, sem Nakasone hefði beitt sér fyrir, og ekki hvika frá utanríkis- stefnu stjómar Nakasone. Takeshita varð hlutskarpastur þriggja leiðtoga Fijálslyndaflokks- ins, sem sóttust eftir að taka við flokksformenn8ku, og þar með starfi forsætisráðherra, af Nakasone. Auk hans sóttust Kiichi Miyazawa, flár- málaráðherra, og Shintaro Abe, fyrrum utanríkisráðherra, eftir hnossinu. Þeir gátu þó engan veginn komið sér saman um hver þeirra skyldi leysa Nakasone af hólmi og varð þvl forsætisráðherrann sjálfur að skera úr um það. uppi hvort hann hlaut atkvæði þeirra. Federico Mayor segir sjálfur að framboð hans sé „óháð“, tilkomið vegna ijjölda áskorana, þeirra á meðal átta fyrrum Nóbels-verð- launahafa í vísindum. Hann hlaut opinbera viðurkenningu stjóm- valda á Spáni á sfðustu stundu, en ekki var vel séð á Spáni að styðja mann til þessa embættis sem verið hafði menntamálaráðherra í skuggaráðuneyti stjómarandstöð- unnar. Forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonzales, sendi honum skeyti eftir atkvæðagreiðsluna þar sem hann sagðist ánægður með að Spánveiji hafí verið valinn. Mayor sem var vara-fram- kvæmdastjóri UNESCO frá 1978 til 1981 hefur lýst því yfir að hann telji það vera nauðsyn að Bretar og Bandaríkjamenn snúi aftur til þátttöku í UNESCO til þess að þau gætu staðið undir nafni sem al- þjóðleg samtök. Segist hann telja að allar tilraunir til að setja á stofn Reuter Federico Mayor á blaðamanna- fundi sem haldinn var eftir að hann var kjörinn framkvæmda- stjóri UNESCO. ný flölþjóða-menningarsamtök muni verða til þess að veikja Sam- einuðu þjóðimar í heild og því muni hann reyna að laða Banda- ríkjamenn og Breta til þátttöku við UNESCO á ný. Úrsögn þeirra kost- aði samtökin einn þriðja hluta flárveitinga. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir hafí ekki í hyggju að ganga til liðs við UNESCO á ný þrátt fyrir nýjan framkvæmdastjóra. Federico Mayor, sem býr ásamt konu sinni og þrem uppkomnum bömum f Madrid, er fæddur í Barc- elona 1934, og lauk prófi í lyfja- fræði frá háskólanum í Madrid árið 1963. Að prófí loknu var hann ráð- inn prófessor f lífefnafræði við háskólann í Granada, þar var hann rektor í þijú ár, frá 1968-1971. Mayor sneri sér að stjómmálum fyrir tíu árum og varð menntamála- ráðherra árið 1981 fram til ársins 1982. Hann situr nú á Evrópuþing- inu og er talinn vera hægra megin við miðju í stjómmálaskoðunum. Bretland: 250.000 heimili enn rafmagnslaus St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UM helgina voru mikil flóð f Wa- les og Cumbria, sem er norður af Liverpool og Manchester á vestur- strönd Englands. Fjögurra manna er saknað. Óttast er, að 19 manns hafi látið Ufið af völdum fárviðris- ins, sem gekk yfir suðurhluta Englands aðfararnótt siðastiiðins föstudags og oUi gífurlegum skaða. 250.000 heimiU eru enn rafmagnslaus og verða það fram eftir vikunni. TaUð er, að trygg- ingafyrirtæki muni þurfa að greiða milU fimm og sex hundruð milljónir punda i skaðabætur. Mik- il gagnrýni hefur komið fram á veðurstofuna. Búist er við, að veð- rið haldist óbreytt fram á þriðju- dag að minnsta kosti. Ekkert lát virðist ætla að verða á óveðri hér f Bretlandi. Míkið rok og gffurleg rigning hafa valdið miklu tjóni f Wales og Cumbriu yfír helg- ina. Á einum stað f Cumbriu rigndi t.d. 114 millimetra á einum sólar- hring, frá laugardegi til sunnudags. Mannskaði varð í Wales og er fjög- urra manna saknað úr lest, sem fór út af sporinu, þar sem hún var að fara yfir brú, sem laskast hafði f flóð- unum. Hundruð hermanna voru kölluð út til að hjálpa starfsmönnum rafveitn- anna að leita að brotnum staurum og herþyrlur voru notaðar til að flar- lægja tijáboli af vegum. Þrátt fyrir úrkomuna var vatnsskortur í sumum héruðum, þvf að rafmagansskortur- inn olli því, að dælur störfuðu ekki. Starfsemi jámbrautanna komst í nokkum veginn eðlilegt horf í gær. Mikil gagnrýni hefur komið fram á verðurstofuna, sem heyrir undir vamarmálaráðuneytið. Ifyrirskipuð hefur verið rannsókn á því, hvers vegna veðurstofan sendi ekki út við- vöran fyrr en á miðnætti á fimmtu- dagskvöld, en veðurstofur f Frakklandi og Hollandi vömðu menn við fárviðri þegar á miðvikudag. Mic- hael Fish, einn af veðurfræðingum veðurstofunnar, sagði í veðurfregn- um í sjónvarpi BBC í hádeginu á fimmtudag; „Ifyrr í dag hringdi kona ein f BBC og sagðist hafa heyrt að fellibylur væri á leiðinni. Ef þú ert að horfa nú, kona góð, hafðu þá eng- ar áhyggjur. Hann er ekki á leiðinni." Þetta verður að líkindum frægasta ranga veðurspáin í sögunni hér í landi. Komi það í ljós, að veðurfræðing- amir hafi sýnt vítaverða vanrækslu í starfí og ekki gefíð út viðvömn, þegar allar upplýsingar, sem þeir höfðu f höndunum, bentu til fárviðr- is, gæti veðurstofan orðið að greiða skaðabætur. Engin fordæmi era fyrir slíku í bresku réttarfari, en það hefur gerst í Bandarfkjunum, að veðurstofa varð að greiða skaðabætur eftir að hafa gefið flugmanni rangar upplýs- ingar um veður. Veðurfræðingamir veija sig með því, að upplýsingar um veðurlag suðvestur af Bretlandseyj- um séu mjög af skomum skammti og þeir hafi alls ekki getað áttað sig á þvf með nokkra móti, að lægðin mundi dýpka svo mikið og hratt sem raun bar vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.