Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 1

Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 BLAÐ Hvanndalabjarg. Háeni oghrikajeg Hvanrídalabjörg Hvanndalaskrlður. ' Þrætuskcr ÞEIR eru margir bæöi afskekktir og eyðiiegir af kimarnir sem íslendingar hafa tekið sór bólfestu á í gegnum aldirnar. Nutímamönnum reynist oft erfitt að skilja hvernig venjulegt fólk fyrr á öldum gat sest að á eyðistöðum sem eru svo hrikalega afglrtir hömrum og sjó að þangað virðist engum fært nema fugllnum fljúgandi. Skýringin er að hluta sú að þá hafði fólk annað gildismat en nú. í harðri baráttu við að sjá sór og sínum farborða voru hlunnindi jarða og jarðgæði sett ofar lífsgæðum. Hvanndallr, nyrst í Eyjafjarðarsýslu á milli Hóðinsfjarðar og Ólafsfjarðar, eru með afskekktustu stöðum á íslandi. Að austan eru þeir girtir af með hinu hrlkalega Hvanndalabjargi og að vestan með snarbröttum Hvanndalaskriðum. Að sunnan eru þeir umluktur háum og bröttum fjöllum og að norðan eru brattir bakkar mót opnu hafi. Þrátt fyrir þessa miklu einangrun bjó fólk á Hvanndölum, síðast í lok 19. aldar. Hvanndalir eru austasta byggð Hvann- eyrarhrepps og liggja noröaustan í fjalla- klasanum sem skilur Ólafsfjörð og Héðinsfjörð. Hvanndalir eru þrjú dalverpi sem fremur mættu kallast skálir en dalir. Nyrsti dalurinn heitir Hvanndalur og er stærstur. Hvanndalur liggur til suðvest- urs inn í áðurnefndan fjallgarð. Út frá honum sunnanverðum er vik sem kallast Selskál. Nafnið bendir til að þar hafi ver- ið haft í seli til forna enda eru í skálinni rústir sem renna stoðum undir þann grun. Innan við Hvanndal og Selskál eru Hádegisfjall og Miðdegishyrna, hrikaleg- ar fjallsgnípur. Eins og nöfnin benda til eru þessi fjöll eyktamörk á Hvanndölum. Þaj- fyrir innan_er þriðja dalverpið sem heitir Sýrdalur. Sýrdalur er hömrum lukt- ur á þrjá vegu en ókleyft bjarg að framanverðu. Einstig er í dalinn að norð- anverðu úr Selskál. Einstigi þessu er auðveldlega hægt að loka með grjóti og fé sem rekið var í Sýrdal var því vel geymt. Dalurinn er grösugur í botninum og þar er afar gott beitiland. Innan við Sýrdal tekur Hvanndalabjarg við. Hvanndalabjarg er hæsta standberg frá sjó á landinu, um 630 metra hár hamraveggur þar sem það er hæst. Fjal- lið í heild er þó nokkru hærra eða 755 metrar. Norðan við Hvanndali eru háir sjávar- hamrar, ofan við þá flugbrattar skriður og þar fyrir ofan ófærir klettar. Þetta eru Hvanndalaskriður. Sjá einnlg síður 10B-11B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.