Morgunblaðið - 08.11.1987, Síða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
rokksíðan
Umsjón: Andrés Magnusson
Rokkuð samviska
- kvöldstund með hljómsveitinni U2
( lokin sungu 16 þúsund manns
einum rómi: „How long to slng this
song? — Hve lengi þarf að syngja
þetta lag? Það var söngur án undir-
leiks og stemmningin í œtt við
vakningarsamkomu — fólkið kyrjaði
þessa spurningu á biðjandi hátt eins
og það vœri hrœtt við að brjóta þá
samkennd sem söngurinn skapaði.
En allt tekur enda og fljótlega fór
hver um sig með spurninguna svar-
lausa út í svalt náttmyrkrið.
U2 hafði lokið sínu hlutverki í bili.
Spurninguna er að finna í tveimur
af þekktari lögum hljómsveitarinnar,
„Sunday Bloody Sunday" og „40“,
og þeir félagar hafa heitið því að
spyrja svo lengi sem enn renna upp
bióðugir sunnudagar. „Við erum að
vona að við getum bráðum hætt að
syngja þessi lög,“ sagði Bono söngv-
ari sveitarinnar og textasmiður, en
ekki er fyrirsjáanlegt að honum verði
að þeirri ósk sinni. Á meðan heldur
U2 áfram krossferð sinni um heiminn,
krossferð sem alls staðar hefur fyllt
hús, meira að segja hér inni í hinum
friðsælu miðvesturríkjum Banda-
ríkjanna.
Strákunum fjórum úr Dyflinni hefur
gengið betur að ná eyrum umheims-
ins en Joyce, Shaw, Yeats og Swift
samanlagt. Þeir eiga það sammerkt
með þessum þjóðskáldum íra að hafa
einhvern boðskap að flytja, að vera
stöðugt leitandi. Enn hafa þeir þó
ekki fundið það sem þeir leita að, ef
marka má texta eins frægasta lagsins
þeirra. En þeir hafa fundiö frægðina
svo um munar og eru sér vel meövit-
andi um það. Samt er engu líkara en
þeir hálfpartinn kinoki sér viö allri
dýrkuninni þar sem þeir ganga dökk-
klæddir fram á sviðið og hefja tónleik-
ana. Það er rétt eins og þeir séu
nýkomnir inn af götunni í Dyflinni.
En það brennur í þeim einhver
smitandi hugsjónaeldur (sem sumum
finnst þeir reyndar selja heldur dýru
verði). Hann birtist í háttbundinni,
nánast sefjandi músíkinni sem í
kyngimögnun sinni minnir á frum-
stæða helgisiði. Hann birtist líka í
áleitnum textum Bonos, textum sem
eru fullir af tilfinningahlöðnum tákn-
um og æpandi spurningum. Og hann
Nr. Flytjandi—titill venjul. verð afslverð
1. La bamba - Úr mynd 799 719
2. Sting - Nothing like the Sun 1.099 879
3. MichaelJackson-BAD 799 719
4. Yes-BigGenerator 799 719
5. HörðurTorfason - Hugflæði 899 809
6. BeeGees-ESP 799 719
7. Bruce Springsteen - Tunnel of love 799 719
8. UoydCole-Mainstream 799 719
9. PetShop Boys—Actually 799 719
10. Mike Oldfield — Islands 799 719
11. Terence Trent D’Arby - Introdusing 799 719
12. The Smiths - Strangeways, here we come 799 719
13. Cock Robin—After here through midland 799 719
14. Grafik-Leyndarmál 899 809
15. BryanFerry-BeteNoire 799 719
16. Hooters-Onewayhome 799 719
17. Rickshaw-Rickshaw 899 809
18. Kiss - Crazy, crazy nights 799 719
19. George Harrison - Cloud nine 799 719
Þú gerir ekki betri kaup
Tilboðvikunnar
Sting — Nothing like
the Sun
Tvöföld
Venjul. verð 1.099,-
Tilboðáverð 879,-
Póstkröfuþjónusta.
Rauðarárstíg 16
s. 11620 og 28316
Símsvari opinn
allan sólarhringinn.
Sími 28316.
Góðþjónusta.
☆ STEINAR HF ☆
Austurstræti, Glæsibæ, Rauðarárstíg, Strandgötu og Hagkaup, Kringl-
unni. Pó8tkröfusími 11620 og 28316 (símsvari).
birtist í ákafri viðleitni hljómsveitar-
innar til aö ná til áheyrenda, til að fá
þá til að hugsa með sér, til að finna
til, til að taka þátt. Takmarkiö virðist
að hver áheyrandi fyrir sig upplifi
hugljómanir í ætt við þær sem sögu-
persónur Joyce urðu fyrir; hann verði
ekki samur á eftir.
Og það viröist takast Alveg frá
fyrstu mínútu standa allir sem staðið
geta, klappa, öskra, syngja og fram-
leiða engu minni hávaða en hljóm-
sveitin þegar því er aö skipta.
Rafmögnuðustu augnablik tónleik-
anna voru einmitt þegar hljpmsveit-
inni tókst að beina athygiinni frá
sjálfri sér. Hvernig var það hægt? Jú,
Bono sagði til dæmis söguna af hljó-
munum þremur.
Hann tók sér kassagítar í hönd og
gerði grín að spilakunnáttu sinni.
Hann kynnti aðeins þrjú grip, C, A
og G. En með þessum þremur hljóm-
um væri hægt að breyta heiminum.
Síðan skoraöi hann á einhvern að
koma og hjálpa sér að breyta heimin-
um meö því að spila þessa þrjá
hljóma á gítarinn. Það liðu nokkur
augnablik og það var eitthvað að
gerast í kösinni. Svo bar fjöldinn ung-
an pilt á örmum sér upp á sviðiö og
þar spilaði hann með U2 í nokkrar
Plötudómar
Bono syngur lagið „Where the Streets Have No Name“; texti hlaðinn
myrkum táknum.
mínútur. Þetta vakti feikilega lukku.
Einn af okkur fókk að spila á gítarinn
hans Bono!
U2 tókst einnig að virkja fjöldann
með því að láta hann syngja tilfinn-
ingahlaðin stef. Þannig fengu þeir
fólktil að syngja „In the name of love“
— í nafni ástarinnar — fyrir John Lenn-
on, Steven Biko og Martin Luther
King. Síöan fluttu þeir Bítlalagið
„Help“ tileinkað Winne Mandela,
konu hins fangelsaða Nelsons Mand-
ela í Suður-Afríku.
Hámarki náðu tónleikarnir þó ekki
fyrr en hljómsveitin var klöppuð upp
í fyrsta sinn. Þá flutti hún lagið „Bul-
let the Blue Sky“ í miklu magnaðri
útsetningu en er á plötunni („The
Joshua Tree“). Með aöstoð tilkomu-
mikillar Ijósasýningar, Ijósgeisla sem
sveifluðust nöturlega um allan sal,
tókst strákunum að búa til ótrúlega
hráslagalega stríðsstemmningu. Það
var engu líkara en maður væri mætt-
ur í ógnvekjandi skæruhernað
Mið-Ameríku.
En þótt oft væri svartsýnistónn í
lögum og textum drengjanna frá Dyfl-
inni náðu þeir að koma þeirri kennd
áleiðis að leiðina að Joshua trénu,
sem varðar veginn til fyrirheitna
landsins, finnum við helst ef við sam-
einumst um að búa til betri heim.
Þeir bentu á eina leið í því sam-
bandi: Að ganga í Amnesty Intern-
ational. Þannig sýndu þeir að rokkið
getur verið samviska nútímans.
Texti og mynd: Rúnar Helgi Vignis-
son.
Fyrir nokkru birtist grein á þessum
stað um U2, sem virtist koma við
kaunin á aðdáendum sveitarinnar;
þeir tóku það til sin sem áttu. Þessi
grein birtist til mótvaegis.
•rrirmii
- . ,i ,..i. 4
« § » » f
Lee Scratch Perry
Lee Scratch Perry starfaði
með Bob Marley og The Wailers
í árdaga, áður en Marley varð
heimsfrægur.
Perry sá upp upptökustjórn
og úsetningar á bestu plötum
Wailers, African Herbsman og
Rasta Revolution. Hann hefur
lagt hönd á margt síðan, m.a.
gefið út plötur undir eigin nafni.
Nýjasta plata Perry, Time Boom
X De Devil Dead, sem hann vann
með Adrian Sherwood, er ekki
langt frá þeim plötum sem hann
hefur áður gert. Á plötunni
bregöur Perry fyrir sig „dub“
reggae að vanda og útkoman er
fyrirtak; úthugsuð óreiða, þar
sem áheyrandi eltir samhengið
fram og aftur án þess að þreyt-
ast. Þetta er plata sem vekur
kannski fleiri spurningar en hún
svarar, en það er í góðu lagi.
Árni Matthfasson
nýja plötu eftir nokkuð hlé, plöt-
una Clud Nine. Á plötunni hefur
hann fengið til liðs við sig Jeff
Lynne úr Electric Light Orch-
estra og þá Ringo Starr á
trommur, Eric Clapton á gítar og
Elton John og Gary Wright á
píanó. Það gerir það að verkum
að hin leiðigjarna tilgerðarlega
dulspeki sem drekkt hefur allri
hugsun á fyrri plötum Harrison
er ekki eins áberandi og áður,
enda gefa meðspilararnir sitt.
Tónlistin verður aðgengilegri
(les: poppaðri) en ekki að sama
skapi innihaldsríkari. Á Cloud
Nine er að finna létt popplög sem
bera þó helstu einkenni George
Harrison og eitt laganna, Got
My Mind Set on You, hefur farið
upp vinsældarlista vestan hafs
og austan. Önnur lög eru ámóta
og ekki er ótrúlegt að fleiri lög
af plötunni eigi eftir að mjakast
upp lista. Poppunnendur geta
því glaðst en þeir sem töldu mik-
ið í hann spunnið sitja eftir með
sárt ennið.
Ámi Matthíasson
finna á plötunni; t.d. í lögunum
Stuffin’ Marthas Muffin, sem er
beitt ádeila á MTV-tónlistarsjón-
varpið, I Hate Banks og l’m
Living With a Three-Foot Anti
Christ. Tónlistin er síðan sam-
bland af sveitablús, rockabilly,
pönki, gospeltónlist og rokki;
blanda sem hæfir textunum eink-
ar vel.
George Harrison
George Harrison var kannski
sá Bítlanna sem hvað nestar
vonir tónlistarunnenda voru
bundnar við eftir þriggja plötu
pakka hans All Things Must
Pass.
Nú hefur Harrison sent frá sér
I M «,• I
Mojo Nixon
Mojo Nixon og Skid Roper eru
tveir villimenn sem starfa saman
í Bandaríkjunum að plötugerð og
tónleikahaldi.
Það er Mojo sem er betri
helmingurinn og hann semur
nær allt fyrir utan stöku lög eftir
aðra sem þeir félagar gjörbreyta
í útsetningum. Gott dæmi um
það er að finna á plötunni Frenzy,
sem kom frá þeim félögum fyrir
nokkru. Þar taka þeir helsta lag
LSD-áranna, I A Gadda Da Vida,
sem Iron Butterfly teygði yfir
heila plötuhlið, og gera úr því
einnar mínútu og tuttugu sek-
úndna lagstúf sem segir meira
um hippatímbilið en allar plötur
Grateful Dead. Fleira slíkt er að
Bruce Springsteen
Þegar menn eru orðnir eins
miklar stjörnur og Bruce
Springsteen er, falla flestir í þá
gryfju að halda sig við formúluna
og gera plötur sem eru í engu
frábruðnar síðustu plötu, nema
með nýjum vinsældalögum.
Springsteen fellur ekki í þá
gryfju, þó honum hefði verið í
lófa lagið að gefa út Born in the
USA II, III o.s.frv. Nýjasta plata
hans, Tunnel of Love, er að vísu
dæmigerð Springsteen plata, en
hún er samt öðruvísi en flest það
sem hann hefur áður gert, nema
kannski Nebraska. Bestu lög á
plötunni, Ain’t Got You, Spare
Parts, Tunnel of Love, Two Fac-
es, Brilliant Disguise og When
You’re Alone, sýna vel aö það
er meira í Springsteen spunnið
en alla þá sem lifa á að stæla
hann. Það er til marks um skap-
andi listamenn að þora að taka
áhættu, að þora að breyta út af
venju. Textar plötunnar eru svo
sér kapítuli út af fyrir sig.
Springsteen er ennþá að syngja
um sama fólkið, fólk sem hefur
orðiö undir í kapphlaupinu, en á
þessari plötu er meiri von að
finna en áður og gott dæmi um
það má finna í laginu Spare
Parts. Að mínu mati er Tunnel
of Love ein af betri plötum
Springsteen og til marks um þaö
að hann er enginn meðaljón.
Árni Matthfasson