Morgunblaðið - 08.11.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
B 25
Rikshaw
Þetta er
alvörutónlist!
Cock Robin
til íslands
☆ ☆ ☆ ☆
Ég vona að ég sé ekki að móðga
neinn þegar ég segi að hér sé á
ferðinni alvörutónlist. Ekki svo
að skilja að aðrir séu ekki að
semja eða flytja alvörutónlist, en
tónlist Rikshaw er soldið öðru
vísi en það sem maður heyrir yfir-
leitt hér 6 skerinu. Þetta er ekki
frumlegasta plata, sem komið
hefur út á l'slandi og hún markar
heldur ekki vatnaskil f sögu vest-
rænnar rokktónlistar, en það er
eitthvað við hana sem aðgreinir
hana frá flestu öðru íslensku og
lætur svona Ifka vel f eyrum.
Illar tungur kunna að segja að
það séu bara hinir ensku textar,
sem láti svo framandlegir í eyrum,
en svo er ekki. Það er miklu, miklu
meira.
Það sem einkennir þessa plötu
öðru frem'ur er fagmennska. Lag-
asmíðarnar eru nær undantekn-
ingarlaust markvissar og grípandi.
Hljóðfæraleikur er allur fumlaus
og án stæla, en piltarnir sýna samt
svo sannarlega hvað í þeim býr.
Útsetningar eru einnig sérlega
vandaðar, stundum jafnvel um of,
því örlítið meiri hráleiki hefði líka
notið sín betur. Gagnrýnandi verð-
ur þó að játa að hann sefur
ágætlega á næturnar þrátt fyrir
þetta smáatriði.
Ekki er hægt að segja að einn
ákveðinn stíll sé yfirgnævandi á
plötunni — Rikshaw er óhrædd við
að reyna fyrir sór, án þess að plat-
an sé einhver hrærigrautur. Og í
því felst einn aðalstyrkleiki þessar-
ar skífu — hún er heilsteypt í gegn.
Við eigum vafalítið eftir að sjá
mörg lög af þessari plötu á vin-
sældalistum útvarpsstöðvanna.
Lög eins og „Get What I Want“,
R I K S H A W
Hl |
„Ordinary Day“ og „Same as Be-
fore“ hafa allt til þess að bera —
hvert á sinn hátt. Hafa verður þó
í huga að þessi plata var gerð fyr-
ir útgáfu erlendis og maður hlustar
aðeins öðruvísi á hana fyrir vikið.
Það eina sem ég óttast er að plat-
an skeri sig ekki nóg úr suður í
siðmenningunni. Sú athygli sem
Sykurmolarnir hafa fengið að und-
anförnu ætti þó ekki að spilla fyrir
og ef menn kunna á annað borð
ennþá að meta vandað rokk þá
hef ég engar áhyggjur af framtíð
Rikshaw.
Bandaríska poppsveitin Cock
Robin er væntanleg til íslands og
heldur sveitin hér tónleika 29.
nóvember næstkomandi á vegum
Split Promotions.
í Cock Robin eru þau Peter
Kingsberry og Anna LaCazio. Rob-
in semur öll lög og texta, leikur á
hljómborð og syngur, en Anna leik-
ur á hljómborð og syngur. Sveitin
var stofnuð fyrir rúmum þremur
árum af Peter og Önnu, en með
þeim hafa ýmsir tónlistarmenn
starfað.
Sveitin hefur gefið út tvær plöt-
ur og margir hér á landi kannast
við lagið Just Around the Corner
sem náöi miklum vinsældum í
sumar.
Með Cock Robin leikur blús-
sveitin Solid Silver, sem er hljóm-
sveit Bobby Harrison, og einhver
íslensk hljómsveit.
Ámi Matthíasson
Gaui:
Gamalt vín
☆
Gaui er ungur piltur, sem nýverið
sendi út sína fyrstu plötu. Fyrst
góðu fréttirnar: Gaui hefur sæmileg-
ustu rödd, syngur vel og umslagið
er til fyrirmyndar, bæði hvað varðar
útlit og flestar upplýsingar (hver er
Bubbi Marthens?). Þá ber að geta
þess að platan er verulega vel út-
sett. Slæmu fréttirnar eru þær að
plötuna skortir allan frumleika.
Áhrif frá vísnasöng Bubba Morth-
ens eru augljós og einhvern veginn
fær maður það á tilfinninguna að
maður hafi heyrt þetta allt áður. En
hattur galdrameistarans fer læri-
sveininum bara ekki jafnvel og
eigandanum.
Textasmíðar Gauja eru sérkapítuli.
Hendingar eins og:
Þegar nóttin er komin
breytir himininn um lit.
Úlfar relqa slóðir
og þjóta með hraðans þyt
missa einhvernveginn marks. Og
þegar hann tekst til við heimsósóm-
ann fyllist maður bara þreytu:
Við vitum að allir Ijúga.
Klíkunni leyfist að smjúga.
Sakleysi manna þeir sjúga.
Sambönd má nota til að kúga.
Ég hélt að það væri búið að af-
greiða þessa dagskrá í eitt skipti fyrir
öll. Svo er því miður greinilega ekki.
Ein stjarna fyrir viðleitni.
Heimibstæki
sem bíða ekki!
-■ ;y ij - - :•
ísskápnr
þvottavcl
þurrkar
eklavél
frystikistá
Nú er ekki eftir neinu aö bíöa, þú verslar í Rafbúö
Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt
öll heimilistækin í einu, valiö sjálfur hverttæki af
ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki
eöa hrærivél viö og skipt greiðslum jafnt niöur á
24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiösla eftir
einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur
boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Haföu sam-
band við Rafbúö Sambandsins strax - það er ekki
eftir neinu að bíöa.
HAFSSS
a þessum kjorunr &SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 Siml 687910