Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
Séra Kristján Valur Ingólfsson
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur:
Mánudagur:
Þriðjudagur:
Miðvikudagur:
Fimmtudagur:
Föstudagur:
Laugardagur:
Jóh. 6.35.-37. Jesús á svarið
Kól. 3.12.—14. Umberið hvert annað
Róm. 8. 26.-27. Andinn biður fyrir okkur
Matt. 7.1.—6. Dæmið ekki
Matt. 7.7,—12. Biðjið og starfið
Matt. 7. 24.-27. Trúið
Jóh. 3.16. Trúið á Jesúm, frelsarann
U nglingar o g fullorðn-
ir einu sinni o g núna
spiluð aftur og aftur og hefur
syfjandi áhrif. Við nennum hrein-
lega ekki að hlusta á hana. Við
gerum þá líklega annað tveggja,
að horfa stutta stund inn í þennan
heim, sem myndin sýndi, en
gleyma honum svo af því að hann
er ekki okkar heimur, ellegar fara
leiðina hennar Margrétar, reyna
að kynna okkur málið og komast
að niðurstöðu.
Umræðan um hinn hrikalega vanda unglinga og foreldra þeirra skyldi hvetja okkur til að taka
trú okkar til íhugunar, trú sjálfra okkar og trú bamanna, sem fá ár hvert tækifæri til að kynn-
ast kristinni lífsgleði í fermingarstörfum og sækja kirkju.
Söfnuðurinn veitir samfélag og skilning milli kynslóða.
Ég var um daginn í hópi fólks,
sem var ofurlítið að taka hvert
annað í gegn í eins miklum kær-
leika og því var unnt. Þetta er
nú ekkert einsdæmi, hvorki á okk-
ar dögum né heldur á okkar landi.
Landið er sneisafullt af allskonar
námskeiðum, ráðstefnum og
fundum, sem eiga að kenna okkur
að ná betri tökum á okkur sjálf-
um. Þegar hópurinn var búinn að
ákveða að hvert og eitt skyldi fá
eina jákvæða og eina neikvæða
umsögn, aðfinnslu og hrós, eins
og það hét einu sinni, snéri Magn-
ús sér að Margréti og sagði
hlýlega: Margrét mín, á þessum
10 árum, sem við höfum unnið
saman, hef ég tekið eftir því aftur
og aftur hvað þú færð brennandi
áhuga á einhveiju og beitir þér
að því öllum stundum í dálítinn
tíma en missir svo áhugann á
því. Þetta var aðfinnsla. Þú mein-
ar hvemig ég fæ eitthvað á
heilann og velti mér upp úr því
dag og nótt þangað til ég fæ eitt-
hvað annað á heilann, sagði
Margrét jafn hlýlega. Og Magnús
kinkaði kolli. Það er vegna þess,
sagði Margrét, að þegar maður
fær eitthvað rækilega á heilann,
beitir sér reglulega að því, kemst
maður að niðurstöðu, sem maður
kæmist alls ekki að ef maður
hugsaði bara um málið stöku sinn-
um og gerði lítið til að kynna sér
það og gera sér grein fyrir því.
Þess vegna get ég lagt málið frá
mér eftir dálítinn tíma og farið
að leysa önnur mál. Kannski verð
ég svo að taka hitt málið upp
aftur seinna af því að það breyt-
ist en þá hef ég alveg jafn gaman
af því eins og í fyrra skiptið.
Heimar, sem við
þekkjum ekki
Þetta hlýlega rabb kom mér í
hug þegar ég um miðja hina vik-
una fékk færi á að horfa á seinni
hluta myndarinnar um ungling-
ana í miðbænum, sem sjónvarpið
sýndi. Mér fannst það snaggara-
lega gert að bregða við og efna
til þess þáttar, bæði myndagerð-
arinnar og umræðunnar. Eg sá
ekki fyrri hluta myndarinnar.
Seinni hlutinn vakti hjá mér sömu
viðbrögð sem endranær þegar ég
horfi inn í heim, sem ég skyggn-
ist annars aldrei inn í. Ég segi
við sjálfa mig: Ég trúi þessu bara
ekki. En nú veit ég af reynzlu
minni að sumt það, sem ég fæst
við daglega en blasir ekki við
öðrum, sem fást við öðruvísi verk-
efni, verður þeim öldungis ótrú-
legt. Og þegar ég hætti sjálf að
sinna verkefnum, sem voru áður
daglegt viðfangsefni mitt, verða
þau mér fjarlægari og allur sá
heimur sem þau gerðust í. Ég sá
því þegar ég heyrði unglingana í
sjónvarpsviðræðunum fullyrða
oftar en einu sinni við ítrekaðar
spumingar fréttamanns að mynd-
in væri ekki ýkjur, að ég ætti
einfaldlega að trúa þeim. Þetta
voru myndir úr þeirra heimi, sem
ég bý ekki í, og ég skyldi frekar
trúa þeim en furðu og óskhyggju
sjálfrar mín.
Gamla platan um
ung’lingfana
En það, sem vakti mér enn
meiri furðu, líka óróa, var að að
mér þótti allt þetta samtal þessa
hlýlega og skýrlega fólks, ungl-
inga, kennara, félagsmálastarfs-
manns og fréttamanns, vera sama
umræðan og fór fram í þjóðfélagi
okkar fyrir 20 ámm. Það var,
fannst mér, verið að spila gamla
glötu, bara með nýjum röddum.
Ég minnist umræðna þá, á fund-
um og ráðstefnum, um hinn
ógurlega vanda unglinganna.
Ýmist hikandi og spyijandi ellegar
með ábúðarmiklu og dæmandi
fasi urðu þessar umræður langar
og þreytandi með spurningum og
fullyrðingum um orsakir og úr-
bætur. Orsakir vom nefndar sem
þær að mæður væm famar að
vinna úti, heimilin stæðu tóm,
foreldrar hefðu engan tíma til að
sinna bömum sínum og ungling-
um og gæfu þeim peninga í stað
kærleika. Það var líka talað þá
um drykkfellda foreldra og það
var talað um að unglingar hefðu
ekki nógu góða aðstöðu í boðleg-
um íþróttahúsum eða jafn góðum
skemmtistöðum og foreldramir
hefðu. Orsakir vom sjálfsagt tald-
ar fleiri og sumar raktar til þess
að unglingar væm bara svo
hræðilega ókurteisir og leiðinlegir
og ómögulegir. Fólk varð ekki
sammála um hvort ætti að kalla
þennan mikla vanda unglinga-
vandamál eða foreldravandamál.
— verður svæfandi
Enn er fólk ósammála um
þetta. En þau, sem vom unglingar
fyrir 20 ámm og fannst foreldra-
kynslóðin heldur slök, em orðin
foreldrar eða annað jafn ábyrgt
fullorðið fólk. Þau hafa orðið að
skipa sér í raðir þeirra, sem þau
gagnrýndu harðlega, og þau hafa
litlu getað breytt. Þau fundu held-
ur ekki svörin. Þess vegna er
umræðan næstum alveg eins og
hún var fyrir 20 ámm. Þetta veld-
ur mér óróa vegna þess að við
hættum að taka þessa umræðu
alvarlega, hún verður sem sífelld-
ur þakleki, gömul plata, sem er
— en kemur okkur
öllum við
Nú er það svo að þessi heimur,
þar sem unglingar sækjast eftir
víni í miklu ofboði og rústa heim-
ili hvort sem er í Vesturbænum
eða nýbyggðum úthverfum, getur
fyrirvaralaust orðið okkar heimur.
Við eigum öll ungt fólk, sem
stendur okkur nærri, hvort sem
það er böm okkar eða tengt okk-
ur á annan máta. Mál ungs fólks
em vitanlega mál okkar allra.
Mál okkar allra em líka mál ungl-
inga. Mál miðaldra fólks, foreldra
og annarra, mál aldraðs fólks og
bama em líka mál unglinga. Þess
vegna þýðir auðvitað ekkert fyrir
okkur að láta sem það sé ekki
svo, láta sem við getum búið í
okkar eigin heimi. Heimar okkar
allra skarast á einhvern máta, við
höfum öll áhrif hvert á annað.
Það, sem við_ segjum og gemm
hefur áhrif. Ég held t.d. að það
hafi áhrif þegar sagt er í sjón-
varpi að ungt fólk sækist eftir
víni og rústi heimili. Ég held það
geti haft þau hræðilegu áhrif að
einhver þeirra, sem ekki sóttust
eftir víni, fari frekar að gera það.
Því það, sem er gert, verður gert
af fleirum og fleirum. Ef það er
hins vegar satt að þetta sé svona,
þá verður auðvitað að segja það.
En þá verðum við líka að gera
eitthvað í málinu.
Spilum nýja plötu
Okkur hefur ekki tekizt að beita
aðferðinni hennar Margrétar þótt
sum okkar hafí gert það á sínu
eigin svæði. Það efast ég ekki um.
En bæði þátturinn með sjónvarps-
myndinni og samtalsþáttur
Sigrúnar Stefánsdóttur á laugar-
dagskvöldið í sömu viku hvetja
okkur til að komast að niðurstöð-
um. Enn sem fyrr vom ungling-
amir, heyrðist mér, óvissir um
hvaða uppeldi þau kysu sér. Þau
vildu bæði aga og frelsi, heyrðist
mér. Ætli við viljum það ekki öll?
En ef einhver er skyldugur til að
aga og stjóma verður hann líka
að hafa frelsi til þess. Hvort sem
það em foreldrar eða kennarar
eða einhveijir aðrir. Og ætli það
fólk þurfi ekki eitthvað jákvætt
og traust og gott samband við
þau, sem þau eiga að sýna þessa
miklu ábyrgu leiðsögn? Ég held
það bara. Ég er sammála því, sem
mér fannst koma fram í þessu
sjónvarpsspjalli, sem ég hef vitnað
í, að umræða okkar, umhugsun
okkar þarf að vera miklu dýpri.
Allt samband okkar hvert við
annað þarf að takast til gagn-
gerðrar athugunar. Allur kærleik-
ur okkar, dómar okkar, umtal
okkar. Og öll vinna okkar.
Við það bæti ég endurskoðun
á trú okkar. Ég held þetta gerist
ekki nema við fömm að dæmi
Margrétar, fáum þetta á heilann
um tíma, bara um tíma, beitum
okkur að því, kynnum okkur allt,
sem við getum og gemm okkur
grein fyrir því. Komumst að niður-
stöðu og vinnum eftir henni. Þá
getum við Iíka lagt málið til hliðar
sem útkljáð í bili svo það verði
ekki sífellt suð gamallar plötu.