Morgunblaðið - 08.11.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 08.11.1987, Síða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Heildverslanir Félagasamtök eru að leita að hagfræðinema á síðasta námsári eða hagfræðingi í hlutastarf. Verkefnin eru fjölþætt, einkum á sviði kjara- samninga. Starfið gæti orðið fullt starf á næsta ári. Umsóknum ber að skila á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. nóv. merktar: „F - 4210“. Bókari Starfið felur í sér merkingu fylgiskjala, inn- slátt, afstemmingar, úrvinnslu upplýsinga fyrir fjármálastjóra ásamt sérverkefnum á bókhaldssviði. Bókhaldið er tölvuvætt. Bókarinn þarf að vera menntaður á verslun- arsviði og hafa haldgóða reynslu af bók- haldsstörfum. Verður að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Tölvuþekking nauð- synleg. Æskilegur aldur 25-35 ára. Móttaka Starfið felur í sér móttöku, símavörslu, að- stoð við vélritun, ritvinnslu og skráningu. Starfsmaðurinn þarf að hafa aðlaðandi fram- komu, vera þjónustusinnaður og helst hafa einhverja reynslu af almennum skrifstofu- störfum. Æskilegur aldur 30-40 ára. í boði eru sjálfstæð störf hjá stórum og traustum fyrirtækjum. Nánari upplýsingar veitir Holger Torp. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif- stofu okkar fyrir 14. nóvember. Starfsmannastjórnun ■■■i^A Ráöningaþjónusta III Sundaborg 1-104 Reykjavík - Srmar 681888 og 681837 Sjúkraliðar - dagvinna Sjúkraliði óskast á sótthreinsunardeild Landspítalans. Upplýsingar hjá hjúkrunarframkvæmda- stjóra, sími 29000-508 og hjúkrunarforstjóra sími 29000-487. Aðstoðarlæknir óskast til starfa á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði til eins árs frá og með 1. des- ember 1987. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu í líffærameinafræði. Ætl- ast er til að aðstoðarlæknirinn taki þátt í vísindalegri rannsóknavinnu í líffærameina- fræði auk daglegra þjónustustarfa við stofnunina. Umsóknir er greini menntun og starfsreynslu sendist starfsmannastjóra Ríkisspítala fyrir 20. nóvember nk. Upplýsingar veita yfirlæknar í síma 29000. Fóstrur Nýtt og glæsilegt skóladagheimili óskar eftir góðri og áhugasamri fóstru, nú þegar eða eftir áramót. Komdu, skoðaðu og spjallaðu við okkur á skóladagheimilinu Mánahlíð. Upplýsingar gefur forstöðumaður Guðrún Bjarnadóttir. Vinnusími 29358. Heimasími 14149. Fóstrur - starfsmenn Erum að opna tvær nýjar deildir og vantar því fóstrur og starfsmenn til starfa strax á Sólhlíð við Engihlíð. Upplýsingar gefur Elísabet Auðunsdóttir í síma 29000-591 eða heimasíma 612125. RÍKISSPÍTAIAR Ríkisspitalar eru stór og fjölbreyttur vinnustaöur og þar starfa um 3.000 manns; viö rannsóknir, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu og aðstoð við sjúklinga og aöstandendur þeirra. Starfsemi Ríkis- spítala fer fram á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu; á Landspitala, Kleppsspitala, Vífilsstöðum, Kópavogshæli, auk hjúkrunarheimila víðs vegar í Reykjavik. Kristnesspítali og Gunnarsholt eru einnig rekin af Ríkisspítölum. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur leitar að hæfu fólki til starfa sem fyrst. Starfsreynsla á ferðaskrifstofu og/eða við ferðamál nauðsynleg. Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem algjört trúnaðarmál. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ferðaskrifstofa Reykjavíkur - 4214“ fyrir 13. nóvember. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Húsgagnasmiður - offsetprentari Óskum eftir húsgagnasmið eða góðum verk- manni á smíðaverkstæði. Mjög góð laun í boði fyrir réttan mann. Óskum einnig eftir offsetprentara. Góð laun í boði. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Sjáumst. Miðlunin Afleysinga- og ráðningaþjónusta Armúla 19 • 108 Reykjavík • 45 689877 Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri óskast á togarann Hafnarey SU 110 sem gerður er út frá Breiðdalsvík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um áramót. Húsnæði verður útvegað á staðnum. Nánari upplýsingar veittar í Ráðgarði. Umsóknum um starfið skal skila til Ráðgarðs. RAÐGARÐUR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNI I7,105REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Afgreiðsla - skammtímastarf Fyrirtækið er sérverslun með þroskaleik- föng. Starfið felst í afgreiðslu, eftirliti með lager og innkaupum, ferðum í toll og banka ásamt öðru tilfallandi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun frá Fósturskóla íslands eða hafi reynslu af uppeldisstörfum. Vinnutími er frá kl. 13.00-18.00. Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. A'leysmga- og rádnmgaþjonusta /■ Lidsauki hí Skólai'ordustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Sölumenn vantar til að selja ritsöfn og bókaflokka, bæði í hluta- starf og fullt starf. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi bíl til um- ráða. Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í símum 12573 - 656095 - 689133. MJÓUCURSAMSALAN Bitmhálsi 1, pósthólf 635, 121 Reykjavik. Bifreiðaverkstæði Mjólkursamsalan óskar að ráða aðstoðar- verkstjóra á verkstæði. Bifvélavirkjamenntun og starfsreynsla nauðsynleg. Einnig bifvéla- virkja til almennra starfa á verkstæði. í boði eru framtíðarstörf hjá traustu fyrirtæki. Góð vinnuaðstaða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Skriflegar umsóknir þar sem fram komi ald- ur, menntun og fyrri störf sendist starfs- mannahaldi MS fyrir 15. nóvember nk. Gott tækifæri! Starfinu má líkja við stöðu ráðskonu. Við leitum að starfskrafti er hefur til að bera dugnað, hraustleika, vandvirkni og stundvísi. Á móti bjóðum við spennandi framtíðarstarf og mjög góðar tekjur fyrir réttan aðila. Upplýsingar um fyrri störf og aldur óskast lagðar inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. september merktar: „S - 2802“. Deildarstjóri Fyrirtæki er rótgróið og traust bifreiðaum- boð í Reykjavík. Starfssvið deildarstjóra er að annast rekstur varahlutaverslunar, hafa umsjón með inn- kaupum og starfsmannahaldi auk annars tilheyrandi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi hald- góða þekkingu og reynslu af sambærilegum störfum. Áhersla er lögð á skipulags- og stjórnunarhæfileika. Skilyrði er góð tungu- málakunnátta auk verslunarmenntunar. Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvem- ber nk. Ráðning verður fljótlega. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skóla^ordustig 1a - 101 fíeykjavik - Simi 621355 Bókarar Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur á skrá umsækjendur með haldgóða bókhalds- þekkingu og reynslu af tölvunotkun hjá: • Öflugu innflutningsfyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík. • Endurskoðunarskrifstofum í Reykjavík. • Smærra innflutningsfyrirtæki uppi á Höfða. í öllum ofangreindum tilvikum er um heils- dagsstörf að ræða. Æskilegt er að viðkom- andi geti hafið störf fljótlega. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.