Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 39

Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 B 39 Eitt af verkum Lýðs; Gói. Málverkasýning á Kjarvalsstöðum LÝÐUR Sigurðsson hefur opnað sýningu á Kjarvalsstöðum og sýnir þar 19 verk. Lýður er fæddur 27. maí 1952 á bænum Glerá í Kræklingahlíð við Akureyri. Lýður lauk gagnfræða- prófí frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar árið 1970. Árið 1971 hóf hann nám í húsgagnasmíði og út- skrifaðist frá Iðnskólanum á Akureyri haustið 1974. Um 1970 hóf Lýður að sækja myndlistarnám- skeið sem haldin voru á Akureyri á kvöldin. Árið 1982 flutti Lýður til Reykjavíkur og hóf þá að sækja kvöldnámskeið við Myndlistarskól- Lýður Sigurðsson. ann í Reykjavík í tvö ár undir handleiðslu Hrings Jóhannessonar. Lýður hélt einkasýningu í Gallerí Háhól á Akureyri 1977 og í Iðnskól- anum á Akureyri 1982. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýning- um á Norðurlandi og UM sýning- unni að Kjarvalsstöðum 1983. Sýningin á Kjarvalsstöðum er opin alla daga kl. 14.00-22.00 og lýkur sunnudaginn 22. nóvember. Kanaríeyja- kvöld á Operu Haldið var upp á Kanaríeyjadaga á veitingahúsinu Óperu nú í síðustu viku, þar sem hljómsveit frá Kanarieyjum lék fyrir matar- gesti. Boðið var upp á mat og drykk að hætti Kanaríeyjamanna við und- irleik tríósins „Los 3 Argones", en liðsmenn hljómsveitarinnar höfðu einnig hönd í bagga við matargerð- ina. Þeir félagar Antonio, Jesus, og Armando hafa leikið saman í 26 ár, og eru þeir mörgum íslenskum ferðamönnum á Kanaríeyjum góð- kunnir, því þeir spila fyrir gesti í hellaskoðunarferðum þar, sem margir hafa farið í. Kanaríeyjavikan stóð yfír frá þriðjudegi til laugardags, en það er stefna hjá veitingahúsinu að hafa alþjóðlegar matargerðarvikur u.þ.b. einu sinni á mánuði. Fram- undan eru m.a. færeysk og japönsk vika hjá Óperu, en nákvæm tíma- setning á þeim hefur ekki verið ákveðin. Hafnarfjörður: Hvers vegna var ekið á? LÖGREGLAN í Hafnarfírði óskar eftir að hafa tal af vitnum, sem gætu upplýst aftanákeyrslu þar í bæ þann 21. október sl. Óhappið varð um kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 21. október. Blá Mitsubishi-bifreið var stöðvuð við gangbraut á Reylqavíkurvegi, á móts við hús númer 66. Cherokee- jeppi, rauður á lit, lenti aftan á bifreiðinni og eru ökumenn ekki sammála um ástæður. Ung stúlka, sem var að ganga yfír brautina, gæti ef til vill upplýst eitthvað um það, eða önnur vitni ef einhver eru. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfírði þiggur allar slíkar upplýsingar með þökkum. KAFFIHÚSIÐ í KRMMGLUNNI Kaffihlaðborð í dag milli kl. 13 og 19 píanóleikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.