Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 40 B Á myndinni má sjá böm, baraa- og tengdaböm Egils ásamt Gnnnari Markússyni, Gísla Signrbjörassyni og frú. Minnisvarði um Egil Thorarensen afhjúpaður: „Hann breytti verstöðinni Þorlákshöfn í nútíma bæ“ ÞorlÁkshöfn. MINNISVARÐI um athafna- manninn Egil Thorarensen var afhjúpaður í Þorlákshöfn sunnu- daginn 1. nóvember síðastliðinn. Benedikt, sonur Egils, afhjúpaði minnisvarðann. Listaverkið, sem er úr grágrýtissteini, er unnið í Steinsmiðju Sigurðar Helgason- ar í Kópavogi, en hannað af Gunnsteini Gíslasyni, arkitekt. Lengi verið rætt um að reisa minnis varða Oft hafði verið rætt um að reisa Agli minnisvarða, en það var ekki fyrr en í maí 1985, að skriður komst á málin, en þá gaf athafnamaðurinn Gísli Sigurbjömsson fé til verksins. Hreppsnefnd Olfushrepps og stjóm Egilsbúðar ákváðu að stofna sjóð til þessa verks: en eftirtaldir aðiiar auk Gísla hafa lagt fé í verk- ið, Kaupfélag Ámesinga, Meitillinn hf. og Ólfushreppur. Gunnar Markússon forstöðumað- ur Egilsbúðar flutti ræðu þegar minnisvarðinn var afhjúpaður, minntist Egils, og afhenti Ólfus- hrepp listaverkið til eignar og varðveislu. ' Einar Sigurðsson oddviti veitti listaverkinu viðtöku fyrir hönd Ölf- ushrepps, og þakkaði hann öllum sem lagt höfðu fé og vinnu í verk- ið. Lúðrasveit Þorlákshafnar lék í upphafi og við endi á athöfninni. Gunnar Markússon hefur veitt leyfí til að hluti úr ræðu hans verði birtur og fer hann hér á eftir. Horft yfir héraö- ið af Kambabrún „Egill Thorarensen var fæddur að Kirkjubæ á Rangárvöllum 7. janúar 1897. Sonur hjónanna þar, Gríms, sonar Skúla Thorarensen, læknis að Móeiðarhvoli og Jónínu Egilsdóttur frá Múla í Biskupstung- um. Sextán ára að aldri hélt hann til verslunamáms í Danmörku. Arið 1918 settist hann að á Selfossi og keypti þar verslun Daníels Daníels- sonar og rak hana af miklum dugnaði til 1930. Hinn 1. nóvember það sama ár var haldinn á Selfossi stofnfundur Kaupfélags Ámesinga. Á þeim fundi var samþykkt að kaupa verslun og fasteignir Egils í Sigtúnum, og var hann jafnframt ráðinn kaupfélagsstjóri hins nýja félags, og því starfí gegndi hann til dauðadags 15. janúar 1961. Það var blíðviðrisdag einn árið 1928. Egill Thorarensen, kaup- maður á Selfossi, var á heimleið úr Reykjavík, þar sem honum var boðin staða með glæstri framtíð. Gæðingurinn sem hann sat var ekki síður kunnugur leiðinni en húsbondi hans svo að nægur tími var til að hugsa um þetta gylliboð. Vega það og meta. Hvað verður hreppt og hveiju sleppt með því að taka því? Á Kambabrún var áð, horft yfír héraðið og draumamir látnir bæta nýjum hlutum inn í myndina, sem við blasti. í huganum virkjaði hann hitann í Hveragerði, byggði borg á kross- götum við Ölfusárbrúna og reisti fiski- og farmskipahöfn í Þorláks- höfn. Þama á Kambabrún var stefnan tekin og ákveðið að gera drauminn að vemleika. „ Vatt sér inn í verbúðina“ Á vertíðinni 1933 réri aðeins einn bátur héðan frá Þorlákshöfn og var það opin trilla. „Það var síðla vetrar, snemma morguns, áður en farið var á sjó, að inn í verbúðina vatt sér maður einn gustmikill og mikilúðlegur og af honum stimdi kraftur og orka. Hér var þá kominn forstjóri hins unga kaupfélags, sem nýbúið var að stofna í héraðinu. Maður þessi tók sér sæti á rúmi formannsins og tók sér hressilega í nefíð. Síðan tóku þeir tal saman og ég fór að leggja við eymn. Egill sagð- ist vera kominn í þeim erindagerð- um að skoða Þorlákshöfn, því hann hefði hugsað sér að láta kaupfélag- ið kaupa jörðina." Þannig skrifaði Ólafur Þorláksson á Hrauni, og hann hefur haft rúmlega hálfa öld til að horfa á ævintýrið gerast. Og Egill gerði meira en tala um draumsýnir. _ Á fundi sem stjóm Kaupfélags Ámesinga hélt 11. apríl 1934 var samþykkt í einu hljóði að festa kaup á jörðinni Þorlákshöfn með þeim mannvirlqum sem þar vom. Þorlákshöfn var keypt til þess að skapa þar sem mesta önn og eril hins daglega lífs. En til þess vantaði svo til allt. Utgerð verður ekki stunduð án skipa og fólks, en hvomgt var til á staðnum. Því vom keyptar trillur og mannskapur ráðinn á þær og til þess að verka afiann. Trilluútgerð hélst fram að stríðsbyijun þegar herinn bauð mönnum meira fé fyrir minna erfíði en trilluútgerðin við nær hafnlausa Gunnar Markússon minntist Egils og afhenti Ölfushreppi minnis- varðann tíl eignar og varðveislu fyrir hönd Egilsbúðar. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Minnisvarðinn um Egil er unninn úr grágrýti og stendur við norðan- verða Egilsbraut en sú gata ber einmitt nafn Egils. ströndina hér. En áfram var haldið. Hinn 25. janúar 1941 var stofnað hlutafélag- ið „Skálafell" og svo notuð séu orð Lögbirtingablaðsins þá var „heimili þess og vamarþing í Þorlákshöfn og tilgangurinn að reka þar bátaút- gerð og aðra þar að lútandi at- vinnu." Stofnendur félagsins vom 19, en það kemur hins vegar ekki fram i Lögbirtingablaðinu að Egill Thorar- ensen lagði pesónulega fram áttunda hlutann af hlutafénu. Félagið keypti og gerði út í þess- ari vertíð tvo báta, „Geitafell", sem samkvæmt mælingabréfí var 7,99 tonn nettó og „Lambafell" 5,69 tonn. Félag þetta starfaði aðeins í eitt ár og á aðalfundi 10. septem- ber 1942 var samþykkt að slíta því og selja bátana. Meitillinn stofnaður Á fundi á Selfossi hinn 10. júní 1949 var samþykkt að stofna út- gerðarfélagið Meitilinn með heimili og vamarþing í Þorlákshöfn. Hluta- fé þess félags skyldi vera 750.000 krónur. Kaupfélagsstjóri KÁ mætti á fundinn með heimild stjómarinnar til þess að skrifa félagið fyrir 100.000 króna hlut. Egill var kjörinn stjómarformað- ur hins nýja félags sem strax tók til starfa og aðeins þrem mánuðum eftir stofnfundinn eða í september um haustið var fyrsta fleyta þess, 22 tonna bátur sem Brynjólfur hét, lögst við festar hér úti á legunni og síðan hefur höfnin hér ekki ver- ið bátlaus. Meitillinn hóf svo útgerð á vetr- arvertíðinni 1950 með 5 báta sem samtals voru 104 tonn. Á síðustu vetrarvertíð voru gerð héðan út 42 skip sem samtals voru 4.839 tonn. Arið 1934 gekkst Egill Torarens- en fyrir því að KÁ keypti jörðina hér svo hægt væri að hrinda hafnar- framkvæmdum af stað. Hann var í hafnamefnd eftir að sýslumar keyptu jörðina árið 1946. Það má því með sanni segja að hönd hans hafi haldið um stjómvölinn fyrsta aldarfjórðunginn sem unnið -var að nútímahafnargerð við höfnina hér eða allt til þess að hann þraut mátt hinn 15. janúar 1961." - JHS Selfoss: Selfossi. ÞAÐ VAR dekrað við viðskipta- vini Iðnaðarbankans á Selfossi á miðvikudaginn var, 4. nóvem- ber, þegar bankinn átti 10 ára starfsafmæli. Alls komu 600 manns í bankann á afmælis- daginn. Allir fengu blóm í barminn og síðan var boðið upp á góðgerðir. Bankanum bárust ótal heillaóskir frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þegar bankinn var opnaður fyrir tíu árum var Landsbankinn eini bankinn á Selfossi auk innláns- deildar kaupfélagsins, en nú eru §órir bankar starfandi í bænum. Hjá Iðnaðarbankanum störfuðu 4 starfsmenn þegar útibúið var opnað, en nú eru þar 11 starfs- Blómi nælt á viðskiptavin. Starfsfólk Iðnaðarbankans á Sel- fossi. Stefán Garðarsson útibús- stjóri er sitjandi fyrir miðju. menn. Útibússtjóri er Stefán Garðarsson. T, Sig. Jóns. __________________________________ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Tíu ára starfsafmæli Iðnaðarbankans Góðgerðum voru gerð góð skil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.