Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 B 41 ELDHÚ SKRÓKURINN Skyndi-smáréttir Það er stundum á kvöldin, eftir í fyllinguna eru notuð 2-3 harð- sjónvarpsgláp, göngnuferð, eða soðin egg, niðursöxuð, um 100 þegar gesti ber að garði, að gr. fínskorin skinka, sama magn gott er að hafa einhveija smá- af rifnum osti, og þetta hrært út rétti að grípa til, sem ekki tekur of mikinn tíma að laga. Hér koma nokkrar uppskriftir sem ég rakst á fyrir mörgum árum, og henta vel við svona tækifæri. (mynd nr. 1) Fyllt heilhveiti- rúnnstykki í þennan rétt þarf smá bita af reyktum laxi (mætti notast við reykta síld), smjör, egg (eitt á mann), graslauk eða dill, sýrðan ijóma og majones, og gjaman steinselju. Skafíð er innan úr rúnnstykkj- unum, þau smurð og svo sett sem snöggvast í heitan ofn til að verða stökk. í hvert brauð fer eitt harð- soðið egg, niðursaxað, graslaukur eða dill eftir smekk, lítil sneið af reyktum laxi, skorin í bita, og þetta allt hrært út í majones og sýrðum ijóma til helminga. Þegar brauðin hafa verið fyllt með þess- ari blöndu má gjaman skreyta þau með steinselju eða graslauk. Sardínubrauð Þessi uppskrift er ætluð fyrir flóra, en sé einhver svangur er vissara að stækka skammtinn. Ef ekki, þá er uppskriftin svona: 4 brauðsneiðar, 4 vænar sneið- ar af osti, 1 dós sardínur, 2 miðlungs laukar, 1 lítil dós tómat- mauk, smjör. Brauðið er ristað og smurt. Fínsaxið laukinn, tætið sardínumar í smá bita og hrærið þessu saman við tómatmaukið. Þessari blöndu er svo skipt niður á brauðsneiðamar, ostsneið lögð yfír hveija, og brauðið sett í heit- an ofn, um 250 gráður, þar til osturinn er bráðinn og orðinn fal- lega ljósbrúnn. Fylltar pönnukökur í pönnukökudeigið fara 125 gr. hveiti, 2>/2 dl. mjólk, eitt stórt egg, örlítið salt. Þar sem engin feiti er í deiginu þarf að smuija pönnuna undir hveija köku. í nægilega miklum ijóma til að það haldist saman. Full skeið af fyllingu er sett á hveija köku, og kökunum rúllað saman. Þær svo settar á smurt eldfast fat og rifn- um osti dreift yfír. Kökumar loks settar í um 250 gráðu heitan ofn og bakaðar þar til osturinn er bráðinn og fallega ljósbrúnn. Sveppasamlokur í skammt fyrir §óra þarf 8 þunnar brauðsneiðar, sem steiktar eru í smjöri á pönnu og síðan smurðar þunnt með sinnepi. Brauðsneiðamar svo lagðar á eld- fast fat, tvær og tvær saman með smátt saxaðri skinku á milli. Ofan á samlokumar eru settir sveppir sem steiktir hafa verið í smjöri, og sósu svo hellt yfír. Sósan er löguð úr 1 matsk. smjöri og IV2 matsk. hveiti sem þynnt er út með um 3 dl. af mjólk. Sósan lát- in sjóða í nokkrar mínútur. Þá em 2 matsk. af ijóma og einni eggja- rauðu hrært út í sósuna og loks um 100 gr. af rifnum osti. Sósan svo krydduð með salti og sítrónu- pipar eftir smekk. Þegar sósunni hefur verið hellt yfír er fatið með samlokunum sett í 250 gráðu heitan ofn í 8-10 mínútur. Púrrubrauð Skerið um Vs af meðalstórum púirustöngli smátt niður og steik- ið ( um 2 matsk. af smjöri svo púrran mýkist. Þá er púrran hrærð saman við um 200 gr. af fíntsaxaðri skinku, nokkra nið- urbrytjaða sveppi og 3 matsk. af tómatmauki. Gott er að þynna þessa blöndu með hvítvíni, en einnig má nota soðið af sveppun- um. Svo er þetta látið þykkna, blöndunni skipt á 4 ristaðar brauðsneiðar, og væn ostsneið eða rifínn ostur sett yfír. Brauðið loks bakað í 250 gr. heitum ofni þar til osturinn er bráðinn og fallega ljósbrúnn. „Orðið er laust“ Ráð og hugmyndir fyrir ræðufólk Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefið út bókina Orðið er laust — Ráð og hugmyndir fyrir ræðufólk. Höfundurinn, Sverre Nyflöt, er þekktur í heimalandi sínu, Noregi, fyrir hnyttnar ræður. „Þessi bók hefur að geyma hag- nýt ráð og leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að tjá sig á fundum og í samkvæmum með snjöllum tæki- færisræðum. Auk ráða og leiðbein- inga eru í bókinni smásögur, skrýtlur og málshættir, sem raðað er í 30 efnisflokka til þess að auð- velda notkun hennar," segir m.a. í fréttatilkynningu frá útgefanda. „Fjöldi fólks hefur sífelldar áhyggjur af því að þurfa að halda ræðu við eitthvert tækifæri, hvort sem það er í fjölskylduboði, af- mælisveislu, á vinnustaðafundi eða í skólanum. Ef til vill fínnst þér að þú sért enn enginn ræðusnillingur, en hver veit nema þú getir orðið það. Hjá flestum er það spuming um þjálf- un. Ef þú þarft að halda ræðu þá er þetta bókin fyrir þig. Segðu fátt og segðu það vel. Æfíngin skapar meistarann." Bókin „Orðið er laust" er 80 bls. með myndum. Gissur Ó. Erlingsson þýddi bókina. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentun og bókband. Orðsending til Verslunar- MANNA í MIÐBÆNUM Föstudaginn 13. nóvember kl. 14:00 opnar Gula línan upplýs- ingamiðstöð í Turninum á Lækjar- torgi. Þangað mun almenningur leita eftir upplýsingum um vörur og þjónustu miðbæjarins. Ferða- fólk (innlent og erlent), fólk af landsbyggðinni og viö hin sem erum ekki alveg viss, fáum í Turn- inum greinagóðar upplýsingar um vörur og þjónustu þátttakenda í Gulu línunni. Turninn á Lækjar- torgi verður þannig samnefhari fyrir þá fjölþættu þjónustu sem hægt er að fá í miðbænum. Pú verður að vera með því það er sjálfsögð þjónusta við neytendur! Pú verður að vera með til að missa ekki af viðskiþtum! Pú verður að vera með til að taka þátt í að gera miðbæinn að heil- steyþtara og eftirsóknarverðara verslunarsvœði! Pú verður með af því að skráning kostarfrá 26 krónum á dag. VERÐUR ÞÚ MEÐ LÍKA? 62 33 88 I Guli Turninn ;i Ui-kjartorgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.