Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 50

Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 50
50 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 LC liEIMI rVIEMyNDANNA Bretland: Framtíð hrollvekjunnar Það hefur nokkuð að segja að meistari hryllingsins, Stephen King, hefur mikið dálæti á kollega sínum, hrollvekjuhöfundinum Clive Barker í Bretlandi. „Ég hef sóð framtíð hrollvekjunnar. Hún býr í Clive Bar- ker,“ sagði King nýlega á sinn draugasögulega hátt. Það má vera að hann hafi þá verið nýbúinn að sjá fyrstu mynd kappans, Hellrais- er, sem Barker bæði leikstýrir og skrifar handrit að. Einhver sagði að það væri besta hrollvekja sem kom- ið hefur frá Bretlandi. „Ég hef alltaf verið heillaður af ónáttúru og öfuguggahætti. Það er hellingur af svoleiðis í Hellraiser sem gæti fælt fólk frá henni. Þetta er allt ööruvísi hrollvekja en það sem gengur og gerist þessa stund- ina. Hún er ekki bara eltingarleikir og búrhnífar." Myndin er byggð á sögu Barkers og sep>r frá Frank frænda sem í leit sinni að hinni fullkomnu sælu kaupir kassa sem á að veita aðgang inn í himnaríki. En það sem átti að vera mesta vellíöanin reynist ótrú- leg kvöl, himnaríki er helvíti og Frank er fleginn lifandi aftur og aft- ur í undirheimum þar til bróðir hans flytur í gamla húsið hans ásamt eiginkonu sinni, sker sig og blóðiö vekur Frank til lífsins. Eftir það snýst myndin um að koma Frank aftur í tölu lifenda með ráðum og dáð. „Það hefur farið í taugarnar á mér hvað Bretar hafa alltaf lullað á eftir Ameríkönum í gerð hryllings- mynda þrátt fyrir að þær byggi á bresku sköpunarverki; Hrollvekjan, Frankenstein, Drakúla. Ég vildl ekki gera hryllingsmynd sem drægi nið- ur í skrýmslinu eins og Spielberg gerir. Þetta er ekki hamingjusama kjarnafjölskyldan að berjast við ut- anaðkomandi öfl; þetta er innhverf hrollvekja, ótti sem hverfur ekki þótt fjölskyldan standi saman." Og áfram heldur Barker: „Kvik- myndin er svo góður miðill og vonandi verður Hellraiser til að kveikja neista í fólki svo það renni upp fyrir því að góðar hrollvekjur þurfa ekki endilega að koma frá Ameríku." Hellraiser II er þegar í undirbúningi, sem er skrítið ef hugsað er til þess að ef einhver er á móti framhaldsmyndum þá er það Clive Barker. „Mér er illa við slæm- ar framhaldsmyndir. Mynd eins og Guðfaðirinn II var frábær en oftast gerast þær tíu árum seinna og fólk- ið í þeim hefur ekkert lært heldur segir „það er eins og eitthvað dular- fullt hafi gerst hér í fyrndinni." Hellraiser II hefst fjórum stundum eftir að fyrri myndinni líkur og per- sónurnar hafa lært af reynslunni." Einn úr dimmu hugskoti Barkers; Nálarhausinn. •i Stephen King segir hana búa í Bretanum Clive Barker Verður sýnd í Háskólabíói: Hinir vammlausu Einhver umtalaöasta gangst- ermynd síðustu ára, Hinir vammlausu (The Untouchables), verður næsta mynd Háskólabíós á eftir RoboCop (Riddari götunn- ar). Hinir vammlausu er réttilega sögð mikilverðasta gangster- mynd síðan Guðfaöirinn lenti á hvíta tjaldinu fyrir um 15 árum. Myndin er listasmíð og markaðs- setningin líka. Leikstjórinn er Brian De Palma, frægur fyrir of- beldisfullar myndir sínar en á höttunum eftir dýpri meiningum; leikritaskáldið David Mamet hampaði Pulitzer-verðlaunum þegar hann settist niður að skrifa handritið um baráttu góðs og ills; Robert De Niro og Sean Connery voru fengnir í aukahlutverk. Myndin var bókaður smellur og hann small í 1.012 kvikmynda- húsum í einu. Afraksturinn fyrstu vikuna voru 16 milljónir dollara — hlutfallslega meira en Löggan í Beverly Hills græddi. Connery leikur Jimmy Malone sem kennir aðalsöguhetju mynd- arinnar, lögreglumanninum Eliot Ness (Kevin Costner), hvernig grípa á stórlaxa eins og Al Cap- one (De Niro) og koma í steininn. „Þú vilt ná Capone?" segir hann. „Svona ferðu að. Hann dregur upp hníf, þú tekur upp byssu. Hann sendir einn af þínum mönn- um á spítala, þú sendir einn af hans mönnum í líkhúsið. Svona gengur það fyrir sig í Chicago." Capone De Niros er verulega grimmur skíthæll. Hann segist hafa lært það í gamla hverfinu að „þú komist lengra með góðri Hinir vammlausu; Charles Martin Smith, Costner, Conn- ery og Andy Garcia. framkomu — og byssu — en bara góðri framkomu". Hann segist vera á móti ofbeldi af því „það er ekki gott fyrir viðskiptin". En þegar Ness tekst að pirra hann nógu mikiö skiptir hann um skoð- un. „Ég vil að þið finnið þennan strák," skiparhann bófum sínum. „Ég vil að hann deyi. Ég vil að fjölskylda hans deyi. Ég vil aö húsið hans só brennt til grunna, ég vil fara þangað um nótt og pissa á öskuna." Sagan að baki myndarinnar er stutt og snaggaraleg en ekki löng og dramatísk eins og oft Aðalmennlrnir eð baki Hinum vammlausu: (Fremri röö frá vinstri) De Palma, De Niro og Linson, (aftarl röð) Connery og Costner.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.