Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
B 51
Bretland:
O, þetta er indælt stríð
John Boorman gerir sólríka gamanmynd um
stríðsárin í Bretlandi
Nýjasta mynd John Boormans
(Deliverance, The Emerald Forest)
heitir Hope and Glory og er byggð
á endurminningum hans frá því
hann var strákur í seinni heims-
styrjöldinni í London. Boorman,
sem hingað til hefur verið frægur
fyrir heldur myrka sýn á mannlífið,
þykir hafa tekist vel upp í þessari
fyrstu gamanmynd sinni; hún þykir
elskuleg, fyndin og þrælskemmti-
leg lýsing á stríðinu frá sjónarhóli
stráksnáöa, sem er leikstjórinn
sjálfur.
Endurminningamyndin segir frá
hinum átta ára gamla Bill en fyrir
hann var 3. september 1939 upp-
haf stórkostlegs ævintýris. Það
sem áður var viðburðarlítið út-
hverfalíf varð spennandi leikvöllur
með flugeldasýningum um nætur
og leikjum í rústunum á daginn.
Stríðið gerði 15 ára gamla systur
hans, Dawn, vergjarna; hræðslan
við dauðann tryllti svo hormónana
í henni að hún fór að eiga við hitt
kynið og skaust út á kvöldin að
hitta kærastann sinn sem var kan-
adískur hermaður. Og meira að
segja mamma þeirra, sem Sarah
Miles leikur, frelsaðist á sinn hátt
þótt hún hafi auðvitað kvartað
mikið yfir því að þurfa aö ala upp
þrjú börn á meðan maðurinn þjón-
aði landi og þjóð. Aukið sjálfstæði
átti vel við hana og hún fór að
vera með Mac (Derrick O’Con-
nor), besta vini mannsins síns sem
vildi svo til að var maðurinn sem
hana langaði alltaf til áð giftast.
„Allt í þessari rnynd," segir Bo-
orman um kómedíu sína, „allir
atburðirnir, gerðust í lífi mínu eða
minna nánustu. Ég sveipaði þá
skáldlegu Ijósi og breytti nöfnum
en það breytti í rauninni engu."
Boorman segir að þótt hann hafi
haft hugmyndina að myndinni
lengi í kollinum festi hann hana á
filmu núna af tveimur ástæðum.
Önnur var sú að hann langaö að
gera eitthvað sem stæði honum
nær eftir sverðaglamur og særing-
ar í Excalibur og eftir veruna í
frumskógum S-Ameríku við gerð
The Emerald Forest. Hin ástæðan
var sú að hann langaði til að færa
myndina aldraðri móður sinni,
hinni 86 ára gömlu Ivy, að gjöf en
Sarah Miles leikur hana í Hope and
Glory. „Mér fannst ég ekki geta
beðið með það öllu lengur."
Áður en Boorman lagði út í kvik-
myndunina dreifði hann handritum
að myndinni til fjölskyldumeðlima
sinna, þ.m.t. Wendy, en það var
hún sem var með kanadíska her-
Leikstjórinn John Boorman.
Boorman litli (Sebastian Rice-Edwards) á hlaupum með litlu systur í
myndinni Hope and Glory.
manninum. „Ég lét þau öll hafa
handritið til yfirlestrar," sagði Bo-
orman. „Ég hefði ekki gert mynd-
ina ef þau hefðu verið á móti
henni. Eldri systir mín, fyrirmyndin
að Dawn, lagðist í rúmið og lá í
þrjá daga. Allt sem hún gerði sem
táningur og hélt að hún hefði kom-
ist upp með fór ekki framhjá litla
bróður. Þegar hún hafði náð sér
var hún í sjöunda himni með heila
málið."
Og áfram heldur Boorman og
talar um þá hliö stríðsins sem hann
fjallar um í Hope and Glory: „Þetta
voru upplífgandi tímar. Ekki aðeins
fyrir börn heldur gerðu þeir konur
frjálslegri. Þær tóku við stjórninni
og sú tilfinning að hver dagur
gæti verið sá síðasti varð til þess
að þær lifðu til fulls og allskyns
gepilsháttur og fíflalæti fengu líf.
Þessa minnist fólk frá stríösárun-
um, kjánalátunum. Athyglisvert er
að margt yngra fólk er hlessa á
að hægt skuli vera að taka svona
létt á stríðsárunum af því það hef-
ur verið heilaþvegið með því að
stríðið hafi verið samfelldur hryll-
ingur. En fólk sem lifði þessa tíma
sagði um myndina: Svona var
það.“
Markar Hope and Glory stefnu-
breytingu hjá John Boorman sem
hingað til hefur ferðast um lands-
lag myrkurs, ofbeldis og goðsagna
í myndum sínum en lítiö slegið á
léttari strengi? Það virðist vera
raunin. Næstu tvær myndir sem
hann hefur í hyggju að gera —
önnur gerist í Sovétríkjunum en
hin í London — eru báðar gaman-
myndir (Sean Connery á að leika
í Lundúnamyndinni). „Ég hef ein-
hvern veginn ekki lengur geð í mér
til að gera myndir eins og ég gerði
áður." Hann hlær. „Kannski hef
ég mýkst eitthvað."
vill verða. Framleiðandinn Art
Linson kom að máli við leikrita-
skáldið Mamet fyrir eins og einu
og hálfu ári og spurði yfir hádeg-
isverði hvort það væri ekki rétta
skrefið á ferli hans að gera kvik-
myndahandrit eftir kunnum
sjónvarpsþáttum (Hinir vamm-
lausu hófu göngu sína í amerísku
sjónvarpi árið 1959. Stöð 2 hefur
keypt gömlu þættina og sýnir þá
um þessar mundir). „Sjálfsagt,"
sagði Mamet. Hann er frá
Chicago og hefur gaman af bófa-
sögum. Hann hafði gaman af
Robert Stack í hlutverki Ness í
þáttunum í gamla daga en hann
gat ekki notað neitt úr þeim.
Linson sýndi Brian De Palma
þriðja uppkast Mamets að sög-
unni. Ofbeldisfullar spennu-
myndir eru vörumerki De Palma.
„Munurinn á Hinum vammlausu
og öðrum myndum mínum er sá
að núna finn ég miklu meira til
með persónunum . . . í spennu-
mynd er málið einfaldlega aö
bregða fólki og búið.“ Hér var
hann kominn í eitthvað annað,
persónulegra og djúphugsaðra.
Bæði Linson og De Palma
vissu að val leikara í helstu hlut-
verkin yrði meiriháttar höfuð-
verkur. Harrison Ford og William
Robert De Nlro f hlutverki Cap-
one; 1,6 milljónir dollara fyrir
18 daga.
Hurt voru á lista yfir leikara í hlut-
verk Ness. Báðir voru fullbókaðir.
„Við vildum einhvern með rétta
blöndu af barnaskap, heiðarleika
og styrk,“ segir Linson. Kevin
Costner uppfyllti skilyrðin. Hann
átti engin stórvirki að baki. Hann
var lík í Hrollinum mikla.
Svo var það Malone. Connery
kom fyrst upp í hugann en Linson
hikaði. Hann var ekki viss um
hvernig honum yrði tekið ef hann
segði við umboðsmann stórleik-
arans: Við viljum fá Connery til
að leika aukahlutverk á móti Ke-
vin Costner — og meðan ég
man, við getum ekki borgað hon-
um mikið. En þannig fór það nú
samt. Connery las handritið,
hreifst og samþykkti að leika ef
hann fengi prósentur af gróða
myndarinnar. Connery alltaf jafn
sleipur.
Og þá var það Capone. De
Palma vildi De Niro sem frægur
er fyrir fullkomnun í list sinni og
getur leikið á títuprjónshaus.
Tökurnar með honum mundu
aðeins standa í 18 daga en eftir
að hann hafði samþykkt aö taka
að sér hlutverkið undirbjó hann
sig eins vandlega og hann færi
með aðalhlutverkið. Sagt er að
hann hafi fengið 1,5 milljónir
dollara fyrir viðvikið.
Hinir vammlausu eru sumsé á
leiðinni í Háskólabíó. Unnendur
vandaðra gangstermynda geta
farið að hlakka til. Eins og til jól-
anna.
$kóval
QUAwal viðóðinstorg
OKOVai SÍMI 14955,
Þjónustumiöstöö EIMSKIPS í
Sundahöfn er vettvangur góöra
atvinnutækifæra.
Þessa dagana leitum viö að
starfsmönnum til framtíðarstarfa
í eftirfarandi stööur:
1. Tækjastjórn
2. Almenn störf á hafnarsvæði
3. Störf á verkstæðum
Hjá okkur er góður vinnuandi,
næringaríkt mötuneyti og lifandi
starfsmannafélag.
Ef þú hefur áhuga á góöri vinnu
með mikla framtíðarmöguleika
þá skaltu hringja í síma 689850
Framtíðar
starfið
færðu hjá
EIMSKIP
*