Morgunblaðið - 15.11.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 15.11.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 5 Morgunblaðið/BAR Frá matsal Grandagarðs. Rubbermaid Plastvörur til heimilisnota Heildsölubirgðir JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 SUNDABORG - 104 REYKJAVlK -' SlMI 688 588 Fjölskylduhá- tíð í Granda Málverkasýning í matsal Grandagarðs EFNT verður til sérstaks Grandadags í Granda hf. í dag, sunnudag, þar sem starfsmönnum, fjölskyldum þeirra og aðstandendum er boð- ið að koma og kynnast starfsemi fyrirtækisins frá klukkan 13 til 18. Fjölbreytt dagskrá er fyrirhuguð í hinum ýmsu deildum fyrirtækis- ins, auk þess sem boðið verður upp á siglingu með einum togara fyrirtækisins og málverkasýningu frá Listasafni ASÍ í Grandagarði. Auk málverkasýningarinnar upp á tölvuleiki og kaffiveitingar verður kynning á starfsemi og vinnuaðstöðu í Grandagarði, en þar er meðal annars móttaka á físki, vélflökunarsalur, vélasalur og fleira. í Bakkaskemmu, sem hýsir meðal annars ýmis verkstæði og þjónustu- deildir fyrirtækisins, verður aðstaða starfsmannafélagsins kynnt. I Norðurgarði verður farið um mót- töku, vélflökunarsal, snyrti- og pökkunarsal, kæliklefa, viðhalds- verkstæði og vélstjórasal, þar sem nýr frystibúnaður hefur verið gang- settur nýlega. Einnig verða ýmsar fisktegundir til sýnis í Norðurgarði og sagt_ verður frá lifnaðarháttum þeirra. Á skrifstofunni verður boðið verða í mötuneytinu allan daginn. Einn af togurum Granda siglir síðan frá Norðurgarði á klukkutíma fresti með gesti. - Myndlistarsýning frá Listasafni ASÍ verður í matsal á þriðju hæð í Grandagarði. Sýningin ber yfír- skriftina Vinna og mannlíf og þar verða sýnd verk sem túlka vinnu, leik, mannlegar tilfinningar og fleira. Til sýnis verða hátt í 40 olíu- málverk, vatnslitamyndir, teikning- ar, svartlistarverk og verk unnin með blandaðri tækni. Verkin eru í eigu Listasafns íslands og verða til sýnis í matsalnum næstu vikur. Loðfóðraðir . inniskór JiwU J Stærðir: 36-42 Litur: Grátt Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur 1 Sími 689212. 21212 KRINGWN KblHONM ' JA ELSKAN TVO KAFFl, ENEF ÞETTA ER SPAR- KAFFl.ÞÁ ER HANN MEÐ SINN EIGINN BOLLA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.