Morgunblaðið - 15.11.1987, Page 9

Morgunblaðið - 15.11.1987, Page 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 9 Hver er mestur? eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON 22. sd. e.Trin. Mt. 18; 1.—20. Þessi spuming hefur hljóm- að leynt og ljóst frá upphafi allt til þessa dags. Hún kemur ef til vill fyrst fram hjá ein- staklingnum um það leyti sem hann hefur skólagöngu. Þar er tekist strax á um náms- árangur, en ekki eru minni átök i skóla um að leiða hóp- inn og stjóma. Þá er oft um mikið miskunnarleysi að ræða. Þekkjum við þetta ekki frá skólaárum okkar, hvemig sá minni máttar var leikinn, hvemig kennarar sem áttu erfitt með kennslu vom með- höndlaðir og hvernig uppátæki gátu farið út fyrir öll takmörk? Það var alltaf einhver í forystu sem gerði tilkall til að vera mestur eða fremstur. Og þeg- ar sá hinn sami hafði hópinn sem fylgdi á bak við sig til að dreifa ábyrgð, þá var næst- um allt hægt að gera. Skemma húsgögn og veggi í skólastof- um, brjóta rúður og gera eitthvað enn meira sem sann- aði ótvírætt forystu. Rúðubrot í verslunum, skemmdir í stræt- isvögnum og margt, margt fleira á vafalasut að einhverju leyti rætur að rekja til þessa. Við sem eldri emm hneyksl- umst oft á hvemig sumir unglingar bijóta af sér. Emm við þá búin að gleyma eigin æsku og lokum við augum okkar gagnvart því sem er að gerast allt í kringum okkur? Að vísu em þar meiri klókindi viðhöfð, því árin og reynslan hafa kennt þau. Og sannar- lega er fyrirmyndin víða, myndir og myndbönd, sem sýna ljótleikann í öllum til- brigðum. Getur verið að þær myndir, sem sýna þann mest- an og bestan sem afbrotin fremur, séu að grafa undan siðferði okkar og ábyrgðartil- finningu? Þegar við eldumst, verðum við vör við að sama fmmskóg- arlögmálið er í gildi í þjóð- félaginu, þótt aðferðimar hafi breyst. Það em átök um for- ystu á vinnustað, í fyrirtækj- um, í félögum og í stjóm- málum, jafnvel einnig milli tveggja á heimili. í fjarlægð séð, virðast öll átök erlendis vera af sömu rótum, spuming- unni sem sett er fram: Hver er mestur? Að baki þeirrar spumingar er öll barátta mannkynsins, og á að gera okkur fært að lifa af gnægtum. En svo er þó ekki. Tækninni er misskipt og auðlindunum einnig, þann- ig að þeir sem em undir em píndir og arðrændir, en við sem tilheymm hinum sterka heimshluta, verðum alltaf sterkari og ríkari. Framleiðum mat sem hinn fátæka vantar en getur ekki keypt, flytjum hráefni frá þeim og vinnum fyrir okkur og þannig mætti áfram telja. Við virðumst leggja allt undir til að halda óbreyttri stöðu í lífsgæðum. Vera með þeim sterka og fremsta. „Á sömu stundu komu læri- sveinamir til Jesú og sögðu: Hver er þá mestur í himn- aríki? Og hann kallaði til sín lítið bam, setti það á meðal þeirra og sagði: Sannlega segi ég yður; nema þér snúið við og verðið eins og bömin, kom- ist þér alls ekki inn í himnaríki. Hver sem þvi lítillækkar sig eins og barn þetta, sá er mest- ur í himnaríki." Spumingin var sett fram á dögum Jesú og hann svaraði henni á sinn sérstaka hátt, með því að kalla fram lítið bam, sem var að hefja sína þroskagöngu. Svarið flytur okkur mikinn boðskap, sem höfðar til fram- tíðar. Það fjallar um tilgang lífsins og hvað við bemm úr býtum. Það er spurt með öðr- um hætti en við áætlum, önnur gildi, ekki um það sem við áorkuðum með klókindum eða lygum, ekki um það sem við framkvæmdum til að njóta hylli, ekki um peningainneign eða völd, ekki um vopnabirgð- ir eða tækni, ekki um matar- birgðir eða hráefni. Það er spurt um eiginleika bamsins, sem er opinskátt, kann að treysta og er hreinskilið. Hvað varð um þessa eiginleika bamsins frá bemsku? Það er verið að segja okkur frá þessum miklu andstæðum lífs okkar, að í veikleikanum er styrkur, að þjáningin getur gefíð þrek, sorgin getur veitt hamingju, veikindi geta byggt upp, að bamið í einlægni sinni og hreinleika æskunnar er á vissan hátt sterkara en fullorð- inn maður með reynslu áranna að baki og klókindi. Jesús skýrir svar sitt betur í næstu setningu þegar hann segir: „Og hver sem tekur á móti einu slíku bami í mínu nafni, hann tekur á móti mér.“ Hér nálgumst við þetta dýr- mæta, sem allir foreldrar þekkja, að taka á móti bami sem fæðist. Finna kærleikann, ástina og umhyggjuna. Allt væri til fómar á þeirri stundu fyrir litla bamið, öll auðæfí og völd og ef við væmm þá spurð: Hver er mestur, þá væri bamið í huga okkar og þetta lífsundur fæðingar, sem opnar hjarta okkar fyrir svo miklum kærleika. HÉR ERU UPPLYSINGAR SEM SKILA HAGNADI Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa ávallt kappkostað að gefa sem gleggstar upp- lýsingar um alla möguleika varðandi spamað. Til marks um það höfum við gefið út marga veglega bæklinga. í öllum þessum bækling- um eru haldgóðar upplýsingar um sparnað- arkosti sem skila þérhagnaði þegar á reynir. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Fteykjavík s: (91) 28566 Kringlunni 103 Reykjavík s: (91) 689700 Allt frá árinu 1976 hefur Fjárfestingarfélagið verið í fararbroddi í öúugri upplýsingastarf- semi og fáglegri ráðgjöf. Komdu við á verð- bréfamarkaði okkar í Kringlunni og Hafnar- stræti 7 og ræddu við ráðgjafa okkar. Fáðu þér upplýsingabæklinga í leiðinni. Þú getur einnig hringt eða sent okkur svar- seðilinn og við sendum þér bæklingana um hæl. Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 13. nóv. 1987: Kjarabréf 2,421 - Tekjubréf 1,268 - Markbréf 1,241 - Fjölþjóðabréf 1,060 SVARSEÐILL Vinsamlegast sendið mér neðangreinda bæklinga: □ Kjarabréf □ Verðbréfamarkaðurinn § □ Tekjubréf □ Fjármálareikningur l □ Markbréf □ Frjálsi lífeyrissjóðurinn Nafn: Heimili: Staður: Nafiinr.:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.