Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 55

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 55 hæfíleika að geta séð spaugilegu hliðamar á tilverunni, ekki síst ef eitthvað bjátaði á. Undanfarin tíu ár hafa Ester og Kristján tekið þátt í starfinu í Galta- lækjarskógi og þar var sumar- paradísin þeirra síðustu ár. Þar var Ester alltaf reiðubúin að skjóta skjólshúsi yfir fólk í köldum og votum veðrum og ylja því með heitu kaffi og hjartahlýju. Og ekki var síðra að koma í bústaðinn ef sól skein í heiði. Þá voru stólar færðir út á verönd og þar nutu menn þeirr- ar veðurblíðu sem var svo einkenn- andi fyrir Galtalækjarskóg. í sumar dró ský fyrir sólu er Ester veiktist af þeim sjúkdómi sem nú hefur sigrað hana. Ester Sighvatsdóttir var mjög sérstök manneskja. Hún var glað- lynd og nægjusöm og sjúkdóms- baráttu sína háði hún af einstöku æðruleysi. Hún þurfti að fara nokkrum sinnum í viku á svokallaða blóðskilunardeild, niður á fyrstu hæð, en hún lá á þeirri efstu. Þetta var því alltaf nokkurt ferðalag, þó að hún vissi að hún væri orðin mjög veik, kom hún stundum syngjandi í rúminu sínu. Og þegar hjúkrunar- konumar á deildinni, vinkonur hennar, sögðu: „Hvað, þú bara syngur?" svaraði hún glöð í bragði: „Já, því ekki það?“ Þannig var hún alltaf, létt í lund og brosandi og uppörvaði þá sem í kringum hana voru. Það var því ekki að undra þótt þær kölluðu hana prinsessuna sína. Síðasta sumar var tómlegt í Galtalæk. Við vorum alltaf vön að líta inn í bústað Esterar, en allt í einu var hún ekki lengur þar. Eng- in Ester til að hlæja með, engin Ester til að syngja með, engin Est- er. _ Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa á heimili Esterar og Kristjáns fyrsta veturinn minn í menntaskóla. Ég hafði lítið og skemmtilegt kjallaraherbergi út af fyrir mig, en naut þess jafnframt að vera hjá þessu góða fólki, sem tók mér eins og ég væri ein úr §öl- skyldunni. Og í mörg ár eftir þetta var það svo að ég var stundum komin upp í Breiðholt áður en ég vissi af. Það var alltaf svo gott að koma á Blöndubakkann, Ester var alltaf svo glöð og ánægð, og reynd- ist mér ævinlega góð móðursystir, sem ég gat leitað til hvenær sem var. Það er tómlegt í Breiðholtinu núna þegar Ester er farin. Þó er eins og hún sé alls staðar nærri. Hún var ein af þeim fyrstu sem fluttu þangað, allt í umhverfinu tengist henni á einhvem hátt og minnir á hana. Við leitum að and- liti hennar í mannfjöldanum. En við finnum hana ekki þar. Við finnum hana í huga okkar, í öllum góðu minningunum um hana. Þar er hún alltaf brosandi, geislandi af lífskrafti og orku, sem hún er tilbú- in að miðla okkur. Það er lær- dómsríkt fyrir okkur hin, sem eftir stöndum, að minnast þessa. Já, við höfum lært margt. Og við höfum margs að minnast. í huga systkina hennar og æsku- vina er æskan vafín birtu og gleði. Þær minningar, sem þau eiga frá uppvextinum, eru fagrar og dýr- mætar og þar bar aldrei neinn skugga á.. Ester gaf okkur mikið í lífínu. Hún var í senn sterk og viðkvæm og hún var hrein í gegn, hafði hrein- an tón, eins og æskuvinkona hennar orðað það. Það er gæfa að hafa fengið að kynnast henni. Hafí hún þökk fyrir allt. Margrét Pálsdóttir Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavfk og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri._________ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA SOFFÍA TÓMASDÓTTIR, Hofsvallagötu 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag 25. nóvember kl. 15.00. Thelma Sigurgeirsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Elín V. Guðmundsdóttir, Halldór M. Sigurgeirsson, Elísabet Þórólfsdóttir og barnabörn. t VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON rafvirki, Álfheimum 54, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. nóvem- ber kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Oddgeirsson. t Utför dóttur minnar, móður okkar og tengdamóöur, SÍSÍAR TRYGGVADÓTTUR ráðgjafa á Sogni, fer fram frá Langholtskirkju í dag, miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á SÁÁ. Magnfrfður Sigurbjarnardóttir, Lára Stefánsdóttir, Gísli Gíslason, Fríður Birna Stefánsdóttir, Óskar Jónsson, Jóhann Gunnar Stefánsson. t Þökkum inniiega hlýhug og samúð við andlát og útför sonar okk- ar og bróður, SIGURJÓNS HINRIKSSONAR, Aðalstræti 13, ísafirði. Hinrik Guðmundsson, Þórir Hinriksson, Daði Hinriksson, Kristfn Þórisdóttir, Arnar Elisabet Hálfdánardóttir, Aurangusri Hinriksson, Berta Guðmundsdóttir, Vincent Newman, Hinriksson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfiröi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn, 26. nóvember kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Eiðsvallagötu 1, Akureyri. Jakob Jónsson, Jón Jakobsson, Sigurveig T ryggvadóttir, Gunnar Jakobsson, Guðrún Helgadóttir og barnabörn. t Móðir mín, ' AUÐUR JÓNSDÓTTIR frá Ölvaldsstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þorlákur Þórarinsson. t Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRÍÐAR ÞÉTURSDÓTTUR, Sandholti 17, Ólafsvfk. Guð blessi ykkur öll. Aðalsteina Sumarliðadóttir, Guðni Sumarliðason. INNRÍTUN TIL 4.DES. SÍMI: 621066 dBASE 111+ I 7.12. ERT PÚ AÐ FÁST VIÐ FÉLAGATÖL, PÓSTLISTA EÐA AÐRAR SKRÁR? dBASE 111+ GERIR ÞETTA AÐ EINFÖLDU MÁLI. EFNI: • Um gagnasafnakerfi. • Skipulagning og uppsetning gagnasafna. • Röðun gagna. • Útreikningar og úrvinnsla. • Útprentun skýrslna, límmiða og gíróseðla. LEIÐBEINANDI: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 7. — 9. des. kl. 13.30 — 17.30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA ____________________TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ._________________ INNRITUN ER AÐ UÚKA h Word 30. nóv. - 3. des., MS-DOS 30. nóv. - 3. des. og Alvís bókhald 30. nóv. - 3. des. Stjórnunarfélag íslands TÓLVUSKOLI i Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.