Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 55 hæfíleika að geta séð spaugilegu hliðamar á tilverunni, ekki síst ef eitthvað bjátaði á. Undanfarin tíu ár hafa Ester og Kristján tekið þátt í starfinu í Galta- lækjarskógi og þar var sumar- paradísin þeirra síðustu ár. Þar var Ester alltaf reiðubúin að skjóta skjólshúsi yfir fólk í köldum og votum veðrum og ylja því með heitu kaffi og hjartahlýju. Og ekki var síðra að koma í bústaðinn ef sól skein í heiði. Þá voru stólar færðir út á verönd og þar nutu menn þeirr- ar veðurblíðu sem var svo einkenn- andi fyrir Galtalækjarskóg. í sumar dró ský fyrir sólu er Ester veiktist af þeim sjúkdómi sem nú hefur sigrað hana. Ester Sighvatsdóttir var mjög sérstök manneskja. Hún var glað- lynd og nægjusöm og sjúkdóms- baráttu sína háði hún af einstöku æðruleysi. Hún þurfti að fara nokkrum sinnum í viku á svokallaða blóðskilunardeild, niður á fyrstu hæð, en hún lá á þeirri efstu. Þetta var því alltaf nokkurt ferðalag, þó að hún vissi að hún væri orðin mjög veik, kom hún stundum syngjandi í rúminu sínu. Og þegar hjúkrunar- konumar á deildinni, vinkonur hennar, sögðu: „Hvað, þú bara syngur?" svaraði hún glöð í bragði: „Já, því ekki það?“ Þannig var hún alltaf, létt í lund og brosandi og uppörvaði þá sem í kringum hana voru. Það var því ekki að undra þótt þær kölluðu hana prinsessuna sína. Síðasta sumar var tómlegt í Galtalæk. Við vorum alltaf vön að líta inn í bústað Esterar, en allt í einu var hún ekki lengur þar. Eng- in Ester til að hlæja með, engin Ester til að syngja með, engin Est- er. _ Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa á heimili Esterar og Kristjáns fyrsta veturinn minn í menntaskóla. Ég hafði lítið og skemmtilegt kjallaraherbergi út af fyrir mig, en naut þess jafnframt að vera hjá þessu góða fólki, sem tók mér eins og ég væri ein úr §öl- skyldunni. Og í mörg ár eftir þetta var það svo að ég var stundum komin upp í Breiðholt áður en ég vissi af. Það var alltaf svo gott að koma á Blöndubakkann, Ester var alltaf svo glöð og ánægð, og reynd- ist mér ævinlega góð móðursystir, sem ég gat leitað til hvenær sem var. Það er tómlegt í Breiðholtinu núna þegar Ester er farin. Þó er eins og hún sé alls staðar nærri. Hún var ein af þeim fyrstu sem fluttu þangað, allt í umhverfinu tengist henni á einhvem hátt og minnir á hana. Við leitum að and- liti hennar í mannfjöldanum. En við finnum hana ekki þar. Við finnum hana í huga okkar, í öllum góðu minningunum um hana. Þar er hún alltaf brosandi, geislandi af lífskrafti og orku, sem hún er tilbú- in að miðla okkur. Það er lær- dómsríkt fyrir okkur hin, sem eftir stöndum, að minnast þessa. Já, við höfum lært margt. Og við höfum margs að minnast. í huga systkina hennar og æsku- vina er æskan vafín birtu og gleði. Þær minningar, sem þau eiga frá uppvextinum, eru fagrar og dýr- mætar og þar bar aldrei neinn skugga á.. Ester gaf okkur mikið í lífínu. Hún var í senn sterk og viðkvæm og hún var hrein í gegn, hafði hrein- an tón, eins og æskuvinkona hennar orðað það. Það er gæfa að hafa fengið að kynnast henni. Hafí hún þökk fyrir allt. Margrét Pálsdóttir Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavfk og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri._________ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA SOFFÍA TÓMASDÓTTIR, Hofsvallagötu 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag 25. nóvember kl. 15.00. Thelma Sigurgeirsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Elín V. Guðmundsdóttir, Halldór M. Sigurgeirsson, Elísabet Þórólfsdóttir og barnabörn. t VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON rafvirki, Álfheimum 54, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. nóvem- ber kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Oddgeirsson. t Utför dóttur minnar, móður okkar og tengdamóöur, SÍSÍAR TRYGGVADÓTTUR ráðgjafa á Sogni, fer fram frá Langholtskirkju í dag, miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á SÁÁ. Magnfrfður Sigurbjarnardóttir, Lára Stefánsdóttir, Gísli Gíslason, Fríður Birna Stefánsdóttir, Óskar Jónsson, Jóhann Gunnar Stefánsson. t Þökkum inniiega hlýhug og samúð við andlát og útför sonar okk- ar og bróður, SIGURJÓNS HINRIKSSONAR, Aðalstræti 13, ísafirði. Hinrik Guðmundsson, Þórir Hinriksson, Daði Hinriksson, Kristfn Þórisdóttir, Arnar Elisabet Hálfdánardóttir, Aurangusri Hinriksson, Berta Guðmundsdóttir, Vincent Newman, Hinriksson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfiröi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn, 26. nóvember kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Eiðsvallagötu 1, Akureyri. Jakob Jónsson, Jón Jakobsson, Sigurveig T ryggvadóttir, Gunnar Jakobsson, Guðrún Helgadóttir og barnabörn. t Móðir mín, ' AUÐUR JÓNSDÓTTIR frá Ölvaldsstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þorlákur Þórarinsson. t Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRÍÐAR ÞÉTURSDÓTTUR, Sandholti 17, Ólafsvfk. Guð blessi ykkur öll. Aðalsteina Sumarliðadóttir, Guðni Sumarliðason. INNRÍTUN TIL 4.DES. SÍMI: 621066 dBASE 111+ I 7.12. ERT PÚ AÐ FÁST VIÐ FÉLAGATÖL, PÓSTLISTA EÐA AÐRAR SKRÁR? dBASE 111+ GERIR ÞETTA AÐ EINFÖLDU MÁLI. EFNI: • Um gagnasafnakerfi. • Skipulagning og uppsetning gagnasafna. • Röðun gagna. • Útreikningar og úrvinnsla. • Útprentun skýrslna, límmiða og gíróseðla. LEIÐBEINANDI: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 7. — 9. des. kl. 13.30 — 17.30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA ____________________TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ._________________ INNRITUN ER AÐ UÚKA h Word 30. nóv. - 3. des., MS-DOS 30. nóv. - 3. des. og Alvís bókhald 30. nóv. - 3. des. Stjórnunarfélag íslands TÓLVUSKOLI i Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.