Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjórí BÍSN:
Menntamálaráð-
herra að þæfa málið
„ÞAÐ er vissulega ánægjulegt
að menntamálaráðherra skuli nú
loksins rjúfa þögnina um náms-
lánin, en svar hans bendir tii að
verið sé að reyna þæfa málið,“
sagði Kristinn Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Bandalags
islenskra sérskólanema og
stjómarmaður í Lánasjóðnum
um svar Birgis ísleifs Gunnars-
sonar menntamálaráðherra á
Alþingi á fimmtudag við fyrir-
spurn Steingríms J. Sigfússonar.
Vegna fyrirspumarinnar, sem
varðaði Lánasjóð íslenskra náms-
manna, sagði Birgir ísleifur að ekki
væri ástæða til þess að leiðrétta
áhrif hinnar svokölluðu frystingar,
þegar Sverrir Hermannsson afnam
vfsitölutengingu námslána, enda
væri umdeilanlegt hver þau væru.
Birgir sagði hins vegar að verið
gæti að framfærsluviðmiðun lán-
anna gæti verið röng og hann hefði
því ritað bréf til stjómar Lánasjóðs-
ins þess efnis að kannaðar yrðu
leiðir til endurskoðunar.
Kristinn H. Einarsson, sagði í
samtali við Morgunblaðið að sér
sýndist sem menntamálaráðherra
væri búinn að viðurkenna að lánin
væru of- lág. Þess vegna gæti hann
ekki skilið hvers vegna tæki svo
þvert á að afnema áhrif frystingar-
innar. „Auðvitað er verið að þæfa
málið með því að senda það til sjóðs-
stjómarinnar. Framfærslunefnd
starfaði á vegum sjóðsins í eitt ár
án þess að það skilaði nokkru og *
það em takmörk fyrir því hversu
lengi námsmenn geta beðið."
Kristinn sagði að. námsmanna-
samtökin myndu skoða málið í
næstu viku og ræða viðbrögð.
Ostaneysla almenn
SMJÖRVI er orðinn algengasta
viðbitið hjá fólki, samkvæmt
markaðskönnun sem Hagvangur
gerði fyrir Osta- og smjörsöluna.
32,3% aðspurðra notuðu smjörva
sem feitmeti ofan á brauð, 25,2%
notuðu smjörva, 20,3% Létt og
laggott, 11,6% Sólblóma og 3,7%
Alpa. Aðrar tegundir voni með
innan við 1%, en 4,6% aðspurðra
sögðust yfirleitt ekki nota feit-
:neti ofan á brauð.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í frétt Morgun-
blaðsins um meint kvótamisferli,
að ekki var farið rétt með upplýs-
íngar frá Jóni B. Jónassyni,
skrifstof ustjóra sjávarútvegs-
'áðuneytisins. Morgunblaðið
biðst velvirðingar á oessum mis-
tökum um ieið og það leiðréttir
þau.
Morgunblaðið hafði samband við
Jón vegna bréfs Skúla Alexanders-
sonar, alþingismanns og fram-
kvæmdastjóra Jökuls hf á
Heilissandi, þar sem hann deildi á
aðferðir sjávarútvegsráðuneytisins
varðandi meint misferli við meðferð
afla. Jón var inntur eftir gangi
mála, en auk fyrirtækis Skúla komu
Qögur önnur til sögunnar. í frétt
blaðsins, sem birtist þann 25. þessa
mánaðar, var ekki skilið nægilega
vel á milli máls Skúla annars vegar
og hinna. Það, sem Morgunblaðið
hafði eftir Jóni, átti við mál hinna
fyrirtækjanna, ekki Jökuls hf, nema
að framkvæmdastjóra þess fyrir-
tækis yrði væntanlega send endan-
leg niðurstaða rannsóknarinnar í
vikunni.
Niðurstöður könnunarinnar birt-
ust í Mjólkurvörufréttum, frétta-
bréfi Osta- og smjörsölunnar. Osta-
og smjörsalan framleiðir þrjár vin-
sælustu tegundimar samkvæmt
könnuninni og notuðu 77,8% að-
spurðra þessar tegundir.
Fram kemur að ostaneysla er
almenn á íslandi. 87% aðspurðra
borðar ost, tæplega 9% í litlum
mæli og rúm 4% borða yfírleitt
ekki ost. Neyslan er jafn mikil
meðal bama og unglinga og þeirra
sem eldri eru. Flestir nota ostinn
aðailega ofan á brauð, eða 52,5%,
29% nota hann við matargerð (heit-
ir ofnréttir), 13% sem ostabakka,
3,5% aðallega í sósur og súpur og
1,4% sem eftirrétt.
Óskar H. Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl-
unnar segir að mikill fróðleíkur
hafí fengist með þessari könnun.
Hann segir að það hefði komið á
óvart hvað mikill ókunnugleiki væri
meðal fólks um fítuinníhald viðbits.
í könnuninni hafi t.d. verið spurt
hvort fólk teldi smjör eða jurta-
smjörlíki vera fítumeira. Yfír
helmingur fólks, eða 56,7%, hefði
talið smjörið feitara en 4,6% jurta-
smjörlíkið. 24% þátttakenda sagðist
ekki vita hvor tegundin væri feitari
og einungis 15% hefði verið með
rétt svar, sem sé að þessar tegund-
ir væru jafn feitar.
Markaðskönnun Qsta- og smjörsölumiar:
Smjörvi er al-
gengasta viðbitið
Eignir Sambands íslenskra samvinnufélaga við Kirkjusand.
Morgunblaðið/Rax
Nýtt athafnasvæði Sam-
bandsins á Kirkjusandi
Njarðvíkurkirkja
f DAG, sunnudag, er bamastarf og
messa í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 11.
Eftir messu bjóða væntánleg ferm-
ingarböm kirkjugestum tíl kaffí-
diykkju í safnaðarsal kirkjunnar.
Bænastund verður kl. 17 í kirkjunni.
f Innri-Njarðvíkurkirkju verður
bamastarf kl. 11 í dag.
FRUMHUGMYNDIR að væntan-
legri nýtingu á húsnæði Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga
við Kirkjusand gera ráð fyrir um
6.600 fermetra skrifstofuhús-
næði á fjórum til fimm hæðum.
í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir
að fiskmóttakan við Laugarlæk
verði rifin ásamt áfastri vöru-
skemmu. Lóðin er 2,2 hektarar
en ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um frekari nýtingu hennar.
Þijú arkitektafyrirtæki voru
fengin til að gera frumhönnun á
væntanlegu húsnæði og fengu til
þess fjóra sólarhringa. í grófri
kostnaðaráætlun sem gerð hefur
verið er miðað við að kpstnaður
fari ekki fram úr söluverði eigna
Sambandsins við Sölvhólsgötu og
Lindargötu til rfkísíns eða um 280
milljónir króna.
„Það sem við höfum í huga er
að koma fyrir skrifstofum undir þá
starfsemi sem fram fer í húsi Sam-
bandsins við Sölvhólsgötu og
Lindargötu auk Suðurlandsbrautar
32, en einnig hluta af þeirri starf-
semi sem fram fer við Ármúla í
húsakynnum Samvinnutrygginga,"
sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri.
„Við teljum að þetta sé hægt enda
lítum við fyrst og fremst á frysti-
húsið sem fokheldan kassa. Þetta
er fjögurra hæða hús og var ekki
byggt fyrst og fremst sem frysti-
hús. Það virðist vera traustlega
byggt en hefur alltaf verið vannýtt.
í þessum áfanga verður ekki byggt
við húsið en Kklega verður þakinu
lyft svo efsta hæðin verði með eðli-
legri lofthæð."
Gert er ráð fyrir að breytingum
verði lokið vorið 1989 en Samband
íslenskra samvinnufélaga á að af-
henda ríkinu hluta húsnæðisins við
Sölvhólsgötu og Lindargötu í apríl
á næsta ári.
Smárahvammslandið í Kópavogi;
Sambandið telur
landakaupin þjóna
hagsmunum þess
- segir Kristján Guðmundsson bæj-
arstjóri í Kópavogi
Forseti sameinaðs þings um frestun föstudagsfundar Alþingis:
Morgiinverkin drjúg
í fyrradag átti samkvæmt nýjum
starfsreglum Alþingis að vera
fyrsti föstudagsfundur þingsins.
Einungis Iágu þó fyrir tvö mál sem
takfl átti fyrir og var fundinum
þvi frestað. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, forseti sameinaðs
þings, sagði að þetta væri ekki
vegna þess að hið nýja fyrirkomu-
lag hefði mistekist, síður en svo,
morgunverkin hefðu reynst svona
dijúg á fimmtudeginum.
Þorvaldur sagði að mikíll munur
væri nú á þvf hvernig gerð dagskrár
þingfunda væri háttað. Áður hefði
dagskrá mánudagsfundar ekki legið
frammi fyrr en á mánudagsmorgni,
en nú væri _ hún tilbúin þegar á
fímmtudag. Á dagskrá fundar sam-
einaðs þings á mánudag verða
kosningar I áfengisvamaráð,
Byggðastofnun, stjómamefnd
ríkisspítalanna og yfírskoðunar-
manns rikisreikninga 1987. Einnig
þlngsályktunartillögur um samgöng-
ur á Austuriandi og flugfargjöld,
könnun á mikílvægi íþrótta, könnun
á launavinnu framhaldsskólanema
og lagningu vegar með suðurströnd
Reykjanesskaga.
SAMBANDSMENN telja, í bréfi
sem lagt var fyrir bæjarráðsfund
í Kópavogi á fimmtudag, að
landakaup Sambandsins í Kópa-
vogi þjóni hagsmunum Sam-
vinnuhreyfingarinnar þegar til
lengri tíma er litið. Þeir kveða
hins vegar ekki upp úr með það
hvort höfuðstöðvar þeirra verði
á Kirkjusandi til langframa eða
hvort þær verða fluttar til Kópa-
vogs, að sögn Kristjáns Guð-
mundssonar, bæjarstjóra f
Kópavogi.
„Sambandsmenn,“ sagði Krist-
ján, „héldu fund með bæjarstjóm-
inni fyrir fímm til sex vikum, þar
sem þeir gerðu grein fyrir sínum
hugmyndum um Smárahvamm. Á
fundinum var um það rætt að þeir
myndu halda annan fund með okk-
ur síðar á árinu. Nú hefur verið
ákveðið að sá fundur verði um miðj-
an desember. Á þeim fundi munu
þeir gera grein fyrir hugmyndum
sínum um byggingarhraða og
skipulagningu í Smárahvammsl-
andi. Einnig bjóða þeir okkur í
bréfinu lengri umþóttunartíma
vegna ákvörðunar um forkaupsrétt,
ef við óskum eftir því.“
Varðandi höfuðstöðvar Sam-
bandsins segja Sambandsmenn að
sú aðstaða. sem þeir fá á Kirkju-
sandi sé nægjanleg fyrir skrifstofur
Sambandsins á næstu árum. En það
er ekkert kveðið upp úr með það
hvort höfuðstöðvarnar verði þar til
langframa eða hvort þær verði
fluttar í Kópavog.