Morgunblaðið - 29.11.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 29.11.1987, Síða 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 9 AÐ VÆNTA eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON Þessi orð höfða til tilhlökkunar og vonar í íslensku máli. Þau eiga sér sérkennilegan samhljóm við það tímabil kirkjunnar sem nú fer í hönd; aðventu. Orðið er komið úr latínu; adventus Domini, koma Krists, og felur í sér tilhlökkun og von. Hver er hann sem kemur til okkar í liðinni minningu og höfðar ætíð svo sterkt til þess tíma sem framundan er? Hver er hann sem kemur nú inn í hvert heimili í sveit og borg með einum eða öðr- um hætti? Hver er hann sem kemur öllum í þetta uppnám, sem höfðar til tilhlökkunar og vonar? Ég bið þig sem þessar línur lest og myndina sérð að svara þessum spumingum. Þú átt áreið- anlega þína minningu og vonandi áttu enn hæfileika bamsins að hlakka til og vonin hlýtur að vera þér alltaf jafn mikils virði. Getur ekki verið að vonin sé það dýr- mætasta sem þú átt? Hún er oftast meira virði en uppfyllingin sjálf. Hún á sér svo margar mynd- ir í hugum okkar og býr þar með engum takmörkunum. En þegar við' lifum þá fagnaðarstund að vonin rætist þá takmarkast hún við okkur, ófullkomleika okkar og breiskleika. Þá getur vonin breyst í andhverfu og kallað á kvíða, óttann að missa eða óttann að geta ekki tekið á móti því sem fengið er, geta ekki höndlað ham- ingjuna sem vonin gaf fyrirheit um. Kirkjan okkar, þetta kristna samfélag sem við lifum í og viljum standa vörð um, heldur upp á þijár hátíðir. Nú búum við okkur undir eina þeirra með þessu tíma- bili sem heitir aðventa og er fjóra sunnudaga fyrir jól. Frá þvi fyrsta hefur hverri hátíð fylgt undirbún- ingstími, sem kirkjan okkar hefur ætlað til íhugunar og ögunar. Það er ekki hægt að taka á móti nema að hafa vænt, hafa undirbúið og hafa vonað. Þess vegna er þessi tími kenndur við föstu og aðvent- an því einnig nefnd jólafasta. Þekkjum við ekki þennan undir- búningstíma í þjóðfélagi okkar í dag og hvemig eins og allt virðist hafa farið úr böndum? Þetta er ekki lengur sá tími íhugunar og ögunar sem kirkjan okkar ætlað- ist til að við gæfum okkur sjálf. Þeirrar íhugunar að við litum til hins liðna, lifðum góðar minning- ar, leyfðum voninni að kvikna og vakna, skynjuðum gjafir Drottins Guðs og fyndum hvemig allt — það góða og erfiða líka — væri til þakkar. Og þegar sú hugsun næði til okkar kæmi fram löngun til að gefa og fóma — gefa þurf- andi þannig að við fyndum fyrir því og það væri okkur með þeim eina hætti fóm. Nú er þetta orð- inn allt annar undirbúningstími sem í hönd fer, sem vekur ekki nærri alltaf eftirvæntingu heldur oftar kvíða. Þessi tími er orðinn kapphlaup við að uppfylla kröfur. Svara kalli nútímans sem þrengir sér inn í vitund okkar í gegnum alla fjölmiðla og nefnist auglýs- ingar. Við emm látin vita um óupp- fylltar vonir og það er alið á þeirri kröfu að gjöf sé til gjalda. Hringj- andinn er svo harður, að áður en við vitum af sk'ortir okkur tíma til alls þess sem okkur fínnst að við ættum að gera og ættum að kaupa. En fleira kemur til. Það kostar ómælda þreytu að gera það sem við höfum ekki tíma til og gjafímar allar kosta peninga, sem svo oft eru fengnir að láni með þessari nýju verzlun kreditkorta. Lánin kalla á uppgjör þótt síðar verði og þannig er þessi undirbún- ingstími sem átti að höfða til vonar og tilhlökkunar orðinn hjá alltof mörgum tfmabil kvíða og áhyggna. Gættu nú vel að. Það ert þú einn sem ræður yfír stundinni þinni, hvað þú hlustar á og hvað þú gerir, hvernig þú eyðir dýr- mætum tíma þínum og jafnvel einnig hvað þú hugsar, hvaða von þú kallar fram og þannig hvers þú væntir. Kirkjan þín býður þér að taka á móti honum í því einfalda og hógværa, gefa þurfandi með því að taka þátt í söfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, minnast með því að kveikja ljós á kerti, senda kveðju og hlýja hugsun til vina þinna og ættingja og sækja kirkjuna heim hvem sunnudag og fínna þar þetta hlýja samfélag um vonina og kærleikann, þörfína að hjálpa og að geta látið gott af sér leiða. I kirkjunni okkar í dag á fyrsta sunnudegi aðventunnar hljóma þessi orð: „Já, konungur þinn kemur til þín hógvær og ríðandi á asna ... En mannfjöldinn sem fór á undan honum og fylgdi á eftir hrópaði og sagði: Hósíanna, Davíðs syni. Blessaður sé sá er kemur í nafni Drottins. Hósíanna í hæstum hæðum. Og er hann kom inn í Jerúsalem komst öll borgin í uppnám og sagði: Hver er þessi? En mannfjöldinn sagði: Það er spámaðurinn Jesús frá Nazaret í Galfleu." Hver er hann og hvaða erindi á hann við þig á þessari aðventu sem hófst í dag? Ég bið þig að þú gefír þér tíma til að hugleiða það. LIFANDIPENINGAMARKADUR í KRINGLUNNI SKULDABR Sigrún Ólafsdóttir Margrét Hinriksdóttir Lína G. Atladóttir Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni er lifandi peningamarkaður og persónuleg þjónusta. FjÁRFESTINGARFÉlAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Stefán Jóhannsson Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10 — 14 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 27. nóv. 1987: Kjarabréf 2,459 -Tekjubréf 1,288 - Markbréf 1,259 - Fjölþjóðabréf 1,060 Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu- kortareikning mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.