Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
*
"V
ÞINGBRÉF
Islenzk o g norræn byggðastefna
„Þj óðf élagslega hagkvæm byggðaþróun“
„Hernaðarleg viðhorf “ hafa áhrif í Norður-Skandinavíu
„Byggðastofnun hefur starf-
að um tveggja ára skeið.
Stofnunin tók við eigum og
skuldbindingum Byggðasjóðs.
Jafnframt var Byggðastofnun
falið að sinna verkefnum þeim
sem áður vörðuðu Byggðasjóð
og Byggðadeild Framkvæmda-
stofnunar, sem og verkefni
Framkvæmdastofnunar á sviði
byggðamála. Hlutverk Byggða-
stofnunar er skilgreint svo í
lögum um stofnunina að það
sé að stuðla að þjóðfélagslega
hagkvæmri þróun byggðar í
landinu."
Þannig komst Þorsteinn
Pálsson, forsætisráðherra, að
orði í ræðu um stefnu ríkis-
stjórnarinnar í byggðamálum á
ráðstefnu Byggðastofnunar og
Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga um byggðamál á Selfossi
fyrir skemmstu.
I
Forsætisráðherra komst svo að
orði um störf Byggðastofnunar:
„Sú reynsla sem komin er á
störf Byggðastofnunar sýnir að
hún er albúin að takast á við þau
verkefni sem henni hafa verið
falin, enda hefur hún á að skipa
góðu og reyndu starfsliði. Hins
vegar þarf stofnunin að standa
traustum fótum fjárhagslega til
að geta mætt þeim kröfum sem
til hennar eru gerðar. Starfsemi
Byggðastofnunar verður efld til
að stuðla að uppbyggingu atvinn-
ulífs og þjónustu á landsbyggð-
inni. Jafnframt verður henni falið
að hafa forgöngu um samstarf
lánastofnana, þróunarfélaga og
heimamanna í því skyni að sam-
ræma aðgerðir og styrkja byggð-
ina.“
Af framangreindum orðum má
sjá, hvert starfssvið Byggðastofn-
unar er og hvaða verkefni löggjaf-
inn og ríkisstjómin ætla henni.
II
Forsætisráðherra lagði engu að
síður megináherzlu á frumkvæði
og framtak heimaaðila varðandi
styrkingu atvinnulífs. Orðrétt
sagði hann:
„Byggðastofnun hefur lagt
fram áhættufé í nokkur fyrirtæki
á landsbyggðinni á starfstíma
sínum og það hefur Þróunarfélag
íslands einnig gert. En hér er
margt að varast. Opinberir og
hálfopinberir aðilar eiga ekki að
vera frumkvöðlar í starfsemi þó
þeir styðji stofnun fyrirtækis og
hjálpi því til að komast yfír erfið-
asta hjallann í bytjun. í sumum
tilvikum er hægt að hafa jákvæð
áhrif á reksturinn á þessum tíma
með aðild að stjóm fyrirtækisins.
Heppilegast er, að opinberir aðilar
eigi þó aðeins tiltölulega lítinn
hluta þess áhættufjár sem fram
er lagður. Jafnframt er vert að
minnast þess að vaxtarbroddinn
í atvinnurekstri er að öðm jöfnu
frekar að finna í smærri fyrirtækj-
um en stærri."
III
Enn skal vitnað til ræðu forsæt-
isráðherra:.
„Ríkisvaldið þarf á skipulegan
hátt að stuðla að því að jafnræði
verði sem mest með íbúum lands-
ins óháð því hvar þeir búa.“
í þessu sambandi drap hann á
nokkra verkþætti sérstaklega:
* Góðar samgöngur, það er
tengingu byggða og atvinnu-
svæða, en framundan er sérstakt
átak í samgöngumálum, jafn-
framt því sem unnið er að fyrstu
langtímaáætluninni um jarð-
gangagerð.
* Opinbera þjónustu, en þar
nefndi hann sérstaklega þjónustu
við aldraða.
* Aðstöðu til menntunar og
menningarstarfs. Hér nefndi hann
stofnun og rekstur framhalds-
skóla í stijálbýli og háskóla á
Akureyri.
* Flutning verkefna frá ríki
til sveitarfélaga, en áformað er
að hrinda í framkvæmd á næstu
tveimur árum tillögum um breytta
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga.
IV
Leif Grahm, sænskættaður pró-
fessor við Verzlunarháskólann í
Kaupmannahöfn, flutti erindi á
byggðaráðstefnunni um byggða-
stefnu á Norðurlöndum. Fróðlegt
var að heyra hvað setti helzt svip
á norræna byggðastefnu eftir
1950, en „byggðastefna í núver-
andi mynd mótaðist á Norðurlönd-
unum á sjötta áratugnum".
A sjötta áratugnum miðuðust
aðgerðir fyrst og fremst við hag-
stæð lán til iðnaðaruppbyggingar,
ekki sízt í N-Noregi.
Sjöundi áratugurinn einkennd-
ist af „miklum hagvaxtaranda",
sem m.a. lagði áherzlu á nýtingu
auðlinda. Megináherzlan var lögð
á að efla atvinnulíf á svæðum sem
stóðu höllum fæti.
Áttundi áratugurinn einkennd-
ist af miklum og stöðugum
hagvexti. Grahm sagði m.a.:
„Menn töldu sig hafa fundið form-
úluna að velferðarríkinu. Efa-
semdir komu þó upp þegar í ljós
kom að norðurhéruð Noregs,
Svíþjóðar og Finnlands, vestur-
héruð Danmerkur og Vestfirðir
og Austfirðir á Islandi virtust fara
nokkuð halloka í þessari þróun.
Krafan um jöfnun á aðstöðu milli
svæða var einkunnarorð þessa
tímabils.“ Byggðaáætlanir urðu
til og sérstakir stijálbýlisstyrkir
fara vaxandi.
Níundi áratugurinn felur í sér
„endaskipti á flestum forsendum
byggðastefnunnar". Minnkandi
hagvöxtur einkennir Norðurlönd-
in. Þar dregur úr vexti stórborga.
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
„Ekki eru lengur fyrir hendi hald-
bær rök til að jafna aðstöðu milli
jaðarsvæða og miðju“, segir próf-
essorinn. Menn töldu „að frá
þjóðhagslegu sjónarmiði væri
enginn akkur í því að flytja starf-
semi frá einu svæði til annars".
Nú var farið að tala meir en áður
um valddreifingu. „Stjómvöld létu
sveitarfélögum eftir ábyrgð á
ástandi atvinnumála . . . Stað-
bundin atvinnustefna einkennir
umræður um byggðamál . . .
Mikið er rætt um þýðingu nýrrar
tækni . . .“
V
Á næsta áratug telur Grahm
að tvær meginlínur verði mest
áberandi. Annarsvegar endurvak-
in hagvaxtarstefna með þeim
rökum að kreppan sé liðin og nú
fari betri tímar í hönd. „Nýklassí-
skar kenningar sem byggja á
auknum útflutningi gefa tilefni til
umfangsmikilla breytinga í at-
vinnulífí."
I annan stað muni sú öra þróun
og mikla bjartsýni, sem verið hef-
ur á tæknisviðinu, finna sér
farveg í vísindagörðum, „þar
sem hátæknifyrirtæki safnist
saman í skapandi umhverfi í góð-
um tengslum við alþjóðleg
samskiptakerfí. Menn vona að út
frá þessum kjörnum breiðist nýj-
ungamar út í atvinnulífíð eins og
hringar á vatni“.
Grahm telur að togstreitan milli
miðju og jaðarsvæða muni í minna
mæli fjalla um skiptingu þjóðar-
tekna, sem var meginumræðuef-
nið á síðasta áratug. „I staðinn
verður rætt um að veita mismun-
andi svæðum og byggðalögum
tækifæri til að þróast eftir eigin
skilyrðum, byggðum á verðmæta-
mati heimamanna . . .“
VI
Ræða Leifs Grahms, sem
kynntur var sem sósíaldemókrati,
gekk nokkuð til annarrar áttar
en ræður íslenzkra sveitarstjóm-
armanna. Að hluta til vegna þess
að aðstæður em aðrar í Dan-
mörku og Svíþjóð en hér á landi.
En einnig vegna þess að hann
horfír á vandamálin frá sjónarhóli
fræðimanns fremur en gæzlu-
manns hagsmuna.
Sem dæmi um „aðrar aðstæð-
ur“ skal nefndur forvitnilegur
þáttur, sem fram kom í svari hans
við fyrirspurnum ráðstefnugesta.
Hann sagði, efnislega eftir haft,
að á Islandi og í Noregi væri ekki
sízt lögð áherzla á áframhaldandi
byggð á stijálbýlum svæðum til
að tryggja hagkvæma nýtingu
auðlinda sjávar. í N-Svíþjóð væri
reynt að styrkja byggðir þótt
slíkum auðlindum væri ekki til að
dreifa, meðal annars með hemað-
arleg (vamaröryggis-) sjónarmið
í huga.
Þessi efnispunktur í svari Leifs
Grams vakti ekki mikla athygli
ráðstefnugesta. Ég hygg þó að
fátt, sem fram kom á ráðstefn-
unni (og var þar þó margt sagt
athyglisvert), sé íhugunarverðara.
Yfirlit:
DRÖG AÐ HUGMYNDASÖGULEGU YFIRLITI YFIR ÞRÓUN
BYGGÐASTEFNUNNAR Á SÍÐUSTU ÁRATUGUM
Tíöarandinn Helstu vandamál Aögeröir af hálfu stjórnvalda Pólitísk nafngift
Sjötti áratugurinn Hugmyndir um sælu- ríkið. Vonir um vel ferðarríkiö undir tryggri stjórn ríkisvaldsins. Uppbygging eftir stríðið. Almenn fátækt. Byggða- vandamál. Skattaívilnanir hjá fyrir- tækjum á jaöarsvæöum. Hagstæð (án til fyrirtækja. Uppbygging á sviöi sam- göngu- heilsugæslu- og skólamáia. Atvinnubótastefna. Vísir að byggðastefnu, áhersla á staðarval fyrir- tækja.
Sjöundi áratugurinn Eiginleg byggðastefna kemur fram. 'Hagvaxtarstefnan". Þéttbýlismyndun. Byggðin grisjast. Atvinnuleysi á jaðarsv. Krafa um jöfnun aðstöðu eftir búsetu. Lokaliseringspolitik (Sv.), distriktspolitik (Noregur), egnsutviklingspolitik (Dk) Byggðaáætlanagerö. Vaxtarkjarnapolitík. Vísir að byggóastefnu meö áherslu á jaðarsvæði.
Áttundi áratugurinn Velmegun mikil, lífs- gæði aukast. Bjartsýni stööugur hagvóxtur. Ójöfn skipti þjóðar- kökunnar. Ofpensla I stórborgum. Kannanir á velmegun og lífskjörum: Léns-, amts-, fylkja- og byggöastefna. Stuðningsaðgerðir við jaðarsvæði elfdar. Almenn velmegunar- stefna.
Níundi áratugurinn Kreppa. Dregur úr vexti stór- borga og fólk flyst til- baka. Stöðnun og samdráttur. Valddreifing, efling frum- kvæðs f héraði. Þróunar- sjóöir, átaksverkefni og "stofna eigiðfyrirtæki" veröa lausnarorö. Efla staóbundið atvinnulíf. Vísir aó tækni- stefnu.
Tiundi áratugurinn "Hagvaxtarstefnan" tekin upp á ný. Vafa- samir valkostir. B: Hagvöxtur eykst á ný. Stórborgir vaxa aö nýju (Danmörk undanskilin) A: Umhverfisvandamál Skilyrði miðju og jaðarsv. Alþjóðleg samstaða. Miðstöðvar fyrir upp- finningamenn, fjárfest f þekkingu. Snúió aftur til vaxtarkjarna. Fjölda- hreyfingar láta að sér kveöa. Raunveruleg vald dreifing. B: Almenn atvinnustefna "allt er byggðastefna" A: Virk byggöastefna , með þátttöku heima- manna. Skilningur á sérstöðu einstakra svæða.
Tafla sem fylgdi erindi prófessor Grahms: hugmyndalegt yfirlit um þróun byggðastefnu á Norður-
löndum.
Meirapr ófsnámskeið
bifreiðastjóra á Húsavík
Húsavík.
Meiraprófsnámskeið bifreiða-
stjóra hefur staðið yfir á Húsavík
þennan mánuð og lýkur því með
prófum nú í mánaðarlokin.
Slík námskeið eru haldin hér á
vegum Bifreiðaeftirlits ríkisins að
jafnaði annað hvort ár, ef næg þátt-
taka er, en það er minnst 30
þátttakendur, og svo er á þessu
námskeiði. Af hinum 30 er aðeins
1 kona en þær voru 4 síðast. Hér
neyta konumar ekki síns jafnréttis
til menntunar og réttinda, þótt bif-
reiðum virðist nú ekki mikið meira
ekið af körlum en konum.
Meiraprófið skapar réttindi til
aksturs með farþega gegn gjaldi á
bifreiðum sem taka allt að 16 far-
þega og jafnframt veitir prófíð
réttindi til aksturs vörubifreiða. Til
að mega aka öllum bifreiðum þarf
aukapróf, en viðbótamám til að
taka það próf er mjög lítið.
Forstjóri námskeiðsins er Jón
Gestsson, bifreiða-eftirlitsmaður,
og er hann jafnframt aðalkennar-
inn. Auk hans kenna Júlíus
Guðmundsson, umferðarlögin, Vil-
hjálmur Pálsson, hjálp í viðlögum,
og Eymundur Kristjánsson, bif-
reiðaakstur.
Þátttakendur em að jöfnu úr bæ
og sveit.
— Fréttaritari
Morgunblaðið/Siguröur P. Bjömsson
Þátttakendur á meiraprófsnámskeiði bifreiðastjóra á Húsavík. Jón Gestsson bifreiðaeftirlitsmaður er
I fremstu röð, fjórði frá vinstri.