Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
45
4*
nrn manninn “
Morgunblaðið/Þorkell
Helreiðin (1944).
Morgunblaðið/Þorkell
GunnarB. Kvaran safnvörður ogKona með atrokk.
. Morgunbiaðið/Þorkell
Vatnsberinn (1937).
kynnast list Ásmundar á námsárum
sínum í Frakklandi, og skrifaði síðar
um hann doktorsritgerð.
Fyrst verk hans var að koma upp
skrá yfír muni safnsins en safnið
telur nú 365 höggmyndir og um
2000 teikningar.
Þá var og strax tekið til við endur-
bætur á húsinu, heimili Ásmundar
og vinnustofu var breytt í safnahús.
Því verki er ekki lokið enn því nú
hafa borgaryfirvöld ákveðið að reisa
tengibyggingu, að mestu úr gleri, á
milli húsanna tveggja (þ.e. kúluhúss-
ins og þess bogadregna). Slík
tengibygging gerir reksturinn allan
hagkvæmari auk þess sem sýningar-
rýmið eykst stórum. En það er
Manfreð Vilhjálmsson arkitekt sem
tekið hefur að sér hönnunina.
Síðastliðin ár hafa verið settar upp
sérsýningar á list Ásmundar. Fyrst
eftir að safnið opnaði þ. 21. mars
1983 var efnt til yfirlitssýningar á
verkum hans. Næst voru tekin fyrir
verk sem flokkuðust undir „vinnuna
í list Ásmundar". „Konan í list Ás-
mundar" var valin sem sýningarefni
á síðasta ári kvennaáratugarins svo-
kallaða, á afmælisári borgarinnar
voru valin verk til sýningar sem
tengdust Reykjavík sérstaklega og
í vor var opnuð sýning á abstraktlist
í list Ásmundar og stendur hún enn.
Ásmundarsafn heyrir undir menn-
ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar
með sérstaka stjórn þar sem afkom-
endur listmannsins eiga sinn fulltrúa
ásamt fulltrúum á vegum Reykjavík-
urborgar og er sú ráðstöfun
samkvæmt gjafabréfinu. Stjómin
hefur haft forgöngu um að láta
steypa í brons ýmis stærri verk Ás-
mundar en bronssteypan hefur verið ;
fjármögnuð með sölu á minni af-
steypum úr steypu, gifsi, brenndum
leir eða bronsi. Nú þegar hefur hið
mikla verk „Helreiðin" verið steypt
í brons (og er það verk 4 metrar á
hæð og 6 tonn að þyngd).
Sú vinna fer fram hjá bresku fyrir-
tæki sem hefur sérhæft sig í slíkri
afsteypu. Sömuleiðis er búið að
steypa í brons hjá sömu aðilum
„Konu með strokk" sem Smjörlíki
hf. gaf safninu. Þá má geta þess í
leiðinni að verkið „Björgun“ sem
steypt var í brons fyri tilstilli verslun-
arinnar O. Ellingsen fyrir allnokkru
var komið fyrir á sjávarbakkanum
við Ægissíðu fyrir fáum árum.
Smærri verk sem steypt hafa ver-
ið i brons eru minni útgáfur af
„Helreiðinni", „Vatnsberanum"
verkinu „Fýkur yfír hæðir“ og
„Davíð og Golíat".
Þá má geta þess að gefnar hafa
verið út litskyggnur af 36 verkum
Ásmundar með texta til kynningar
í skólum og gerð hefur verið video-
mynd um konuna í list Ásmundar.
*
M orgu nblaðið/ÞorkeU
Asmundarsafn — horft á miltí kúluhússins og bogadregna sýningarsalarins. Nú er ráðgert að reisa
létta glerbyggingu á milli húsanna og munþað mjög bæta aðstöðu og rekstur safnsins.
Verður hún væntanlega brátt tekin
til sýningar í sjónvarpi.
Safnið er opið alla daga frá kl.
13—16 og auk þess opnað ef sér-
staklega er um það beðið. Á sumrin
er lögð áhersla á að fá þangað er-
lenda ferðamenn, en á vetuma er
sérstök áhersla lögð á að kynna list
Ásmundar í grunnskólum. Bömin
koma í safnið í fylgd kennara sem
hafa samið sérverkefn fyrir þau í
tengslum við listaverkin.
Gestir yfír árið eru að jafnaði á
bilinu 12—15 þúsund.
Það er freistandi að fara mörgum
orðum um hinn hugprúða mannvin
og hugsuð Ásmund Sveinsson, og
þá hamhleypu til verka sem hann
var. Margir hafa lagt fram sinn skerf
til að kynna hann íslensku þjóðinni,
m.a. Halldór Laxness í fyrmefndri
bók frá Helgafelli 1961 og Matthías
Johannessen ritstjóri og skáld í
„Bókinni um Ásmund", sem út kom
1971, líka hjá Helgafelli. Þar hefur
Ásmundur sjálfur orðið — og lofar
okkur að skyggnast um í sínum eig-
in hugarheimi.
Auðvitað var það svo að meðan
Ásmundur starfaði að sinni list vom
sum verk hans umdeild. Fólk skildi
stundum ekki hvað listamaðurinn
var að fara — eins og reyndar oft
vill verða gagnvart þeim listamönn-
um sem fara ótroðnar slóðir á
listabrautinni. En Ásmundur lagði
sig mjög fram um að kynna verk
sín almenningi, var alltaf reiðubúinn
að ræða þau. Þessi afstaða hans kom
fram strax í ummælum sem hann
lét falla í Lesbók Morgunblaðsins
1925 um það leyti sem hann er að
koma heim frá námi, en þar segir
hann að „ .. .listin eigi frekar en nú
gerist að grípa inn í daglega lífið —
að það sé eigi heppilegasta leiðin
að loka listaverkin inni á söfnum
heldur eigi að hafa þau úti á stræt-
um og gatnámótum ... og láta þau
hafa húsaskjól annars staðar en á
söfnum." (cit. GBK)
Ýmsar stórar höggmyndir Ás-
mundar eru nú staðsettar víðs vegar
um borgina eigendunum, borgarbú-
um, og vegfarendum til yndisauka.
Má því segja að honum hafí orðið
að vilja sínum að nokkru marki.
Þess vegna má til sanns vegar færa
lokaorðin í sýningarskrá sem fylgdi
sýningunni „Reykjavík í list As-
mundar" á afmælisári borgarinnar
í fyrra þar sem Gunnar B. Kvaran
segir: „ .. .höggmyndir Ásmundar
eru nú orðnar fagurfræðilegur hluti
af Reyjavík."
í samtalsbók Matthíasar Johann-
essen „Bókinni um Ásmund" kennir
margra góðra grasa sem freistandi
er að rifja upp — en hér skulu að-
eins tilnefnd lítil dæmi. Ásmundur
segir á einum stað: „List er áróður.
Stjómmálamenn hafa ekkert einka-
lejrfí á honum. Ekkert getur aukið
mönnum þroska eins og listin. Það
er líka hlutverk hennar. Hún að að
vekja — ekki sefja.“
Og á öðmm stað litlu framar í
bókinni segist hann enn vera á móti
seQunarlistinni, „ .. .listinni sem við
höfúm ánægju af — við þurfum list
sem ber í bakið á okkur — ýtir við
okkur“, segir hann. „Þegar karlar
og kerlingar koma á sýningu og
segja: „Ó, hvað þetta er fallegt," þá
gerist ekkert. En ef fólk segin „Hver
andskotinn er nú þetta?“, þá geristr
eitthvað. Spumingar vakna, gmnur
læðist að og fólk vex til lífsins_
List sem vekur fólk með þessum
hætti er að mínu skapi og ég hef
kappkostað að skapa slíka list.___
Náðin, lotningin, þetta ákall um
meiri þroska — það er mín tilraun
um manninn.“
í framhaldi af þessum litla pistli
um Ásmund Sveinsson og Ásmund-
arsafn má geta þess að framlag
Reykjavíkurborgar til listahátíðar
1988 verður m.a. yfirgripsmikil
höggmyndasýning á Kjarvalsstöðum
og á svæðinu í kring í samráði við
Myndhöggvarafélagið. Þá er ætlunin
að gefa almenningi kost á að kynn-
ast því sem er að gerast meðal
samtímamanna okkar í þessari list-
grein um leið og rifjuð verða upp
kynni við verk hinna genginna.
HV