Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 1

Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 1
80 SIÐUR B 292. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Stjómvöld í ísra- el sæta gagnrýni Bandaríkjamenn kenna hersetu Isra- ela um uppþot meðal Palestínuaraba f ^......jj; Tel Aviv, Washington. Reuter. YITZHAK Rabin, varnarmála- ráðherra ísraels, sagði í gær að Israelsmenn myndu beita ,járn- hnefa“ til að koma röð og reglu á ástandið á Vesturbakka Jór- dans og Gaza-svæðinu. Banda- ríkjamenn gagnrýndu í gær ísraelsku stjórnina harðar en nokkru sinni fyrir meðhöndlun málsins. í yfirlýsingu Marlins Fitzwater talsmanns Bandaríkja- stjórnar er sterklega gefið i skyn að kenna megi hersetu ísraels- manna á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum um óeirðirnar nú. Ariel Sharon viðskiptaráðherra landsins sagði í gær að Israelsmenn yrðu „að hætta að hafa áhyggjur af öðru fólki". „Sá tími er kominn að við sem gyðingar gerum okkur grein fyrir réttindum okkar og þörf- inni á því að þjóðarhagsmunir sitji í fyrirrúmi," sagði ráðherrann. Sheikh Mohammed Hussein Fad- lallah andlegur leiðtogi Hizbollah í Filippseyjar: Fundu lítinn dreng á lífi Manila. Reuter. Fiskimenn fundu í gær fimm ára gamlan dreng, sem komist hafði lífs af úr ferjuslysinu á Filippseyjum. Hafði hann verið á reki í tvo daga á braki úr flak- inu. Drengurinn var aðframkom- inn og er tvísýnt um Hf hans. Talið er, að rúmlega tvö þúsund manns hafi farist með ferjunni en litli drengurinn er sá 27., sem finnst á lífi. „Þetta er kraftaverk. Það er óskiljanlegt hvemig hann gat lifað svona lengi við þessar aðstæður," sagði Antonio Babijes, sem stjómað hefur björgunaraðgerðum. Sjá „Látnir taldir...“ á bls. 32. Líbanon, hreyfingar sem studd er af írönum, spáði því í gær að óeirð- irnar meðal araba í ísrael, á hemumdu svæðunum og í Líbanon myndu leiða til byltingar í ísrael. „Það em greinileg tengsl milli and- spymu múhameðstrúarmanna í Líbanon og mótmælanna á Vestur- bakkanum og Gaza,“ sagði Fad- lallah ennfremur. Sjá „ Verða átökin að uppreisn- artilraun?“ á bls. 32. Dregið ístærsta lottói heims Á myndinni má sjá ungan pilt snúa lukkuhjólinu í stærsta lóttói heims, jólalottóinu á Spáni. Spánveijar eyddu fyrir þessi jól 33 miljjörðum islenskra króna í lottómiða. „E1 Gordo" eða stóri vinningurinn dreifðist að þessu sinni á margar hend- ur. 111 dæmis vann biskupinn á Majorku tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Reuter -7*'" Reuter Langur er laganna armur Lögreglumaður í blautbúningi stekkur hér á lögbrjót í höfninni í Sydney í Ástralíu. Seglbretta- menn mótmæltu í gær komu sex bandarískra herskipa til borgarinnar. Þeir halda þvi fram að kjarnorkuvopn séu um borð i skipunum. Norðmenn óttast um varnir sínar: Sovétmenn efla her sinn á norðurslóðum - segir Johan Jörgen Holst varnarmálaráðherra Noregs Ósló. Reuter. JOHAN Jörgen Holst, vamar- málaráðherra Noregs, sagði í gær að Sovétmenn virtust vera að efla herafla sinn við norður- landamæri Noregs. Hann sagði að sést hefðu merki þess að þyrlu- og svifnökkvafloti Sovét- manna hefði vaxið auk þess sem nýtiskulegri flugvéla hefði orðið vart í hernaðarbækistöðvum Sov- étmanna á norðurslóðum. „Þetta er hæg en stöðug þróun,“ sagði Holst i viðtali við Reuters-f rétta- stcfuna. „Herafli á Kólaskaga virðist njóta aukins forgangs hvað nýjan búnað snertir." Hemaðarsérfræðingar segja að Sovétmenn myndu í hugsanlegri Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar: Hvatt til skjótra efnahagsaðgerða Paris. Reuter. EFNAHAGS- og framfarastofnunin (OECD) birti í gær skýrslu um líklega þróun hagvaxtar, verðbólgu og þjóðarframleiðslu þeirra 24 rílga sem aðild eiga að stofnuninni. Hin almenna niðurstaða er sú að iðnríki heims þurfi að vinna upp efnahagsáföll ársins, sem nú er að líða, með því að auka hagvöxt og samræma aðgerðir þaraðlútandi án tafar. í kaflanum um ísland segir að lagt hafi verið til að þorskveiðar verði minnkaðar á næsta ári og muni það verða til þess að verðmæti útflutningsafurða minnki um sex pró- sent þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir hækkim fiskverðs. í skýrslu OECD um efnahags- mál, sem birt er tvisvar á ári, segir að hagvöxtur verði að líkindum hægari á næstu tveimur árum í Evrópu en í Bandaríkjunum og Japan. Búist er við því að gífurlegt verðfall á hlutabréfum í október- mánuði verði til þess að hagvöxtur verði hálfu prósenti minni á Vestur- löndum á næstu tveimur árum en áður hafði verið spáð. í skýrslunni er skýrt tekið fram að minni hag- vöxtur muni leiða til þess að atvinnuleysi í ríkjum OECD verði áfram mikið allt fram til aldamóta. Þá er búist við að verðbólga muni að jafnaði aukast um 3,5 prósent í þeim ríkjum sem skýrslan nær til og er mestri aukningu spáð í Bandaríkjunum og Japan. Á Norðurlöndum er alls staðar gert ráð fyrir auknu atvinnuleysi að íslandi undanskildu. Þá er búist við að verðbólga fari minnkandi á Norðurlöndum nema í Finnlandi. Þó er tekið fram að áfram megi gera ráð fyrir töluverðri verðbólgu í Noregi og á íslandi. Efnahagsbati á íslandi minnkar í skýrslunni segir að ýmis teikn séu á lofti um að efnahagsbatinn, sem hófst á íslandi árið 1984 er ákveðið var að heimila auknar fisk- veiðar, sé á enda runninn. Hafrann- sóknastofnun hafi lagt til að dregið verði verulega úr þorskveiðum á næsta ári sem muni að líkindum leiða til þess að útflutningstekjur íslendinga minnki um sex prósent. Talið er líklegt að þjóðarframleiðsla dragist saman en það er tekið fram að spáin taki ekki mið af nýjustu efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar. Segir í spánni að gera megi ráð fyrir að þjóðarframleiðsla hér á landi aukist um 3,0 prósent á næsta’’ ári ! stað 4,75 prósenta á þessu ári. innrás í Noreg flytja landgöngulið að strönd Noregs með herskipum sem hafa lendingarpalla fyrir þyrl- ur. Holst sagði Norðmenn líta vaxandi þyrluflota Sovétmanna á norðurslóðum mjög alvarlegum augum. Hann sagði einnig að Norð- menn fylgdust grannt með þróun svifnökkva í Sovétríkjunum sem gætu flutt landgöngulið meðfram strönd Noregs. Svifnökkvarnir ferð- ast á slíkum hraða að tundurdufl megna ekki að granda þeim. Holst^ sagði að ef Sovétmenn hygðust bæta svifnökkvum við hefðbundinn flota sinn norður af Noregi þá væri það mikið áhyggjuefni. Ljóst er að Norðmenn hafa vax- andi áhyggjur af vörnum norður- landamæranna. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra, sag^ði á blaðamannafundi á mánu- dag að hún hefði ekkert á móti því að vestur-þýskar hersveitir kæmu til Noregs til æfinga. Málið er mjög viðkvæmt í Noregi vegna innrásar Þjóðveija í Noreg í seinni heims- styijöldinni. Áætlanir NATO um að herlið margra þjóða þar á meðal Vestur-Þjóðveija taki við hlutverki Kanadamanna í vörnum Noregs hafa ýft upp gömul sár í Noregi. Þegar fyrst fréttist um áætlun NATO birti Verdens Gang mynd af vestur-þýsku herliði á forsíðu. Undir myndinni stóð: „Óæskilegir í Noregi".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.