Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Frá þjóðhátíðardeginum á Þingvöllum 1974. Litríkt mannlíf Bókmenntir Jenna Jensdóttir Rúnar Ármann Arthúrsson. Er andi í glasinu? Svart á hvítu. Reykjavík, 1987. Þetta er framhald af sögunni Algerir bytjendur, sem kom út í fyrra og hlaut undirtektir, sem skip- uðu henni í fremstu röð unglinga- sagna er þá komu út. Mannlíf er hér litríkt og mislitt, veröldin btjáluð eða þokukennd eft- ir atvikum. Grímsi veður sinn sálarsjó. Og oftar en ekki horfir þunglega, þar sem hegðun, hugsan- ir og ákvarðanir annarra eru jafnan svo áleitnar að ferli hans má líkja við ferð gangandi manns í stórhríð sem hefur storminn í fangið og til hliðanna líka. Samt kemst hann áfram, en hvert hann kemst er ósvarað í þessari sögu. Palli vinur hans er við sama hey- garðshomið, allur á valdi fomra sagna og spakmæla. Og það var svo sem auðvitað að fomhetjur kæmu fram þegar strákamir fóru að fíkta við andaglas. Þær hetjur festa rætur í vitund Grímsa, skapa honum mikil heilabrot og vitja hans til fundar við sig á Þingvöllum, er Grímsi sækir þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum. Palli er á mörkum þess að vera þrautleiðinleg persóna. Hvort held- ur vakir fyrir höfundi að hafa hann þannig, eða koma að sem mestum fróðleik úr Sögunni, lætur hann Palia aldrei samræmast látæði nútíma unglinga, nema þegar hann kynnist Iðunni á Þjóðahátíðinni í Eyjum, svo er það ekki meir. Grímsi kemst í kynni við margs- konar líf um sumarið. Palli og hann fá vinnu hjá Lofthamri, fyrirtæki sem sér um að grafa og sprengja fyrir húsgrunnum. Þar eru þeir vin- ir í essinu sínu. Áður hefur Grímsi farið til sjós með móðurbróður sínum Brósa. Sjómannslífi og ólík- um manngerðum þar er vel lýst. Lýsingin á Brósa nálgast það að vera meistaralega gerð. Áhrifaríkt hvemig höfundur tengir ljúft bam í minningu móðurinnar inn í lífsfer- il utangarðsmannsins Brósa, sem hverfur milli skips og bryggju við höfnina, og endar með ómerkilegri útfararræðu séra Hrafnkels. Lukka hefur flutt til Akraness með móður sinni, sem er í tygjum við, já, Kana af vellinum. Lukka er óræð f sögunni, en þó nálægt. Einlægt samtal þeirra Grímsa á Þjóðhátíðinni í Eyjum segir margt um þau bæði. Myndin af vinnufé- laga Lukku, Siggu svem, í Hrað- frystistöð á Akranesi er trúverðugt dæmi um það hve höfundi tekst vel til er hann rýnir í sálarlíf þeirra sem minna mega sín. „Gamla gengið" og aðrir í fjölskyldunni eru á sínum stað og þar veltur á ýmsu eins og áður. Æsileg glæpamanns átök, Rúnar Ármann Arthúrsson þegar faðir Lukku er drepinn undir sögulok, eru eins og frásögn af sjón- varpsmyndum sama efnis og ólíkt öllu öðru í sögunni. Að mínu mati skjmjar höfundur hinar margbrotnu æðar mannlífsins af miklu næmi, því ber flæði at- burða í sögunni persónusköpun oft ofurliði. Hver kafli er það þrunginn viðburðum að einn og sér væri hann efni í heila sögu. Margar persónur flækjast iðulega fyrir í lífí Grímsa og yfirskyggja því stundum hans eigin manngerð. Af þeim ástæðum sem hér eru taldar virkar sagan fremur hráunn- in og er það raunar að þessu leyti. Ljóshærða stúlkan í byijun og sögulok er eins og mild tónlist í lífí Grímsa. Höfundur hefur agað sinn hnit- miðaða stíl. Þetta er einstæð unglingasaga. Békmenntir Sigurjón Bjömsson Indríði G. Þorsteinsson: Þjóð hátíðin 1974. I. bindi, 327 bls., II. bindi, 328 bls. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs 1986. Enda þótt ártalið 1986 standi á bókunum komu þær ekki á markað fyrr en nú í haust. En það er að því að mér skilst ekki ótítt um bækur sem verða of „seinar" fyrir jólabókamarkaðinn. Eins og nafnið segir íjallar þetta mikla ritverk um þjóðhátíðina 1974, aðdraganda, undirbúning, framkvæmd, sjálf hátíðahöldin og ég held raunar flest allt sem þetta hátíðaár varðaði. Málefni þessi öll voru undir stjóm eða í höndum þjóðhátíðamefndar. Þjóðhátíðamefnd var skipuð af Alþingi 5. maí 1966 og áttu í henni sæti Matthías Johannessen, rit- stjóri, Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri (síðar Egill Sig- urgeirsson, hrl.), Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri, Gils Guð- mundsson, alþingismaður og Gunnar Eyjólfsson, leikari. Matt- hías var af forsætisráðherra skipaður formaður nefndarinnar og Indriði varð ráðinn fram- kvæmdastjóri hennar árið 1971. Framkvæmdastjórinn hefur gert þetta rit, sem er í rauninni gríðarmikil skýrsla, rúmar 650 bls. á lengd, þar sem flest varð- andi þetta mikla hátíðaár er skilmerkilega tíundað. Vera má að mönnum hijósi hugur við að fara nú að lesa öll þessi ókjör — greinargerð um at- burði sem urðu fyrir 13 árum og aðdraganda þeirra allt aftur til ársins 1965, en þá var það sem dr. Bjami Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hreyfði fyrstur hugmynd um nauðsyn þess að fara að huga að undirbúningi þjóð- hátíðar. Og víst er um það að áður en ég opnaði þessar miklu bækur var ég fullur samúðar með sveitunga mínum, Indriða, að hafa þurft að setja saman þessa doðr- anta. Þóttist ég vita að honum hefði verið það verk leitt, og varla væri heldur við þakklæti að búast. En jafnframt bar ég virðingu fyrir skyldurækninni, því að vissulega þurfa að vera til ítarlegar skýrslur um hinar miklu þjóðhátíðir íslend- inga: 1874, 1930, 1944 og 1974 og helst með öll því myndefni sem hægt er að fá. Þetta voru sem sé hugleiðingar áður en ég byijaði lesturinn og má því kallast nokkuð langur formáli. Svo tók ég að lesa. Kafli rak kafla um skipun nefndar, starfsskilyrði og starfstilhögun, hugmyndir og tillögur, samstarf við forsætisráðherra og Alþingi og ótal aðra aðila. Þannig seig þetta áfram mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Og ef ég hefði ekki vitað fyrir að þjóðhátíðin var hald- in og allt fór vel, hefði ég líklega orðið dálítið kvíðinn um úrslitin. Því fór fjarri að allt gengj að ósk- um. Ekki var t.a.m. baslið með sögualdarbæinn lítið. Hvað eftir annað leit út fyrir að ekkert yrði úr neinu. Mýndi samþykkt Al- þingis fást eða einhver fjárveiting? Myndu menn koma sér saman um stað? Og svo þegar sjálft líkanið af bænum brann virtist sem fokið væri í flest skjól. Þannig var um margt annað. Miklar hugmyndir nefndarinnar um 58 binda bók- menntaútgáfu varð að lokum fímm binda íslandssöguútgáfa (ekki raunar öll komin út). Ekkert ijóð reyndist verðlaunahæft, sjóminja- safnið og knörrinn duttu upp fyrir... og hvað veit ég meira. Indriði rekur alla þessa sögu í löngu máli, athafnir miklar, hug- Stefán íslandi Indríði G. Þorsteinsson um lýkur eiginlega með fyrra bindi bókarinnar. Eftir voru aðeins slit hátíðarinnar, sem komu í upphafí seinna bindisins. Þar er prentuð hátíðarslitaræða forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar. Meginhluti seinna bindis er frá- sögn af hinum 25 þjóðhátíðum sem haldnar voru víðs vegar um land. Fær hver hátíð sinn kapítula (Reykjavík að vísu fleiri en einn) með tilheyrandi myndefni. Þess má raunar geta að mikið og oft áhugavert myndefni er í báðum bindum. Er þetta mikil lesning. Margt er það fleira en það sem hér hefur verið nefnt sem kemur til framtals í þessu mikla upp- gjöri. Það er t.a.m. eftirminnileg pósthestaferð á Vindheimamela. Skóflustunga að Þjóðhátíðarbók- hlöðu. Það er mikill fjöldi listvið- burða í tónum, myndum o’g tali. Minjagripasmíð, merkjagerð, frímerkjaútgáfa, myntslátta, land- námuútgáfa og sjálfsagt margt fleira. Þetta var sem sagt mikið ár og eftirminnilegt. Þjóðhátíðamefnd á þakkir skiidar fyrir sitt mikla og góða starf, og Indriða ber sérstak- lega að þakka þessa myndarlegu og ágætlega læsilegu greinargerð, sem gaman er að grípa úr hillu og rifja upp minningar liðinna tíma. Hljómplötur Egill Friðleifsson Útgáfufyrirtækið Taktur hf. hefur sent frá sér íjórar hljómplöt- ur, sem_ hafa að geyma söng Stefáns íslandi. Eru hér saman- komnar á einn stað nær allar hljóðritanir sem varðveist hafa og heillegar geta talist með söng Stefáns. Það eru þeir Þorsteinn Hannesson og Trausti Jónsson, sem unnið hafa að því þarfa verki að safna þessu saman og raða niður á plötur. Er hér um að ræða gagnmerka heimild um list Stef- áns íslandi og verður áreiðanlega gleðigjafí fjölmörgum aðdáendum Stefáns, sem nú geta fengið hann „á einu bretti". Mér telst til að lögin séu ein 62 talsins og það er ekki svo lítið. Sumt hafði Stef- án sungið inn á plötur, annað hljóðritað fyrir ríkisútvarpið eða tekið upp á tónleikum, en þama eru einnig lög úr fórum danska ríkisútvarpsins. Þessar hljóðritan- ir spanna yfir rúmlega 20 ára tímabil og eru satt að segja mjög misjafnar að gæðum enda upp- tökutækni önnur og fmmstæðari þá en nú. Sú leið var valin að reyna ekki að „hreinsa" gamlar hljóðritair með því að „sía“ burt suð heldur em þær látnar halda sér og er ég mjög sáttur við þá ráðstöfun. Síunaraðferðin, sem oft er beitt þegar gamlar híjóðrit- anir era endurútgefnar, hefur nefnilega þann ókost að hluti tón- listarinnar vill skolast burt um leið, og þá er verr af stað farið en heima setið. Á þessum plötum er að fínna fjölda heimilisvina, sem hljómað hafa óteljandi sinnum á öldum Stefán íslandi óperusöngvari. ljósvakans í gegnum árin, lög eins og t.d. „Áfram veginn", „Ég lít í anda liðna tíð“, „Bikarinn" og fleiri, en þama era einnig mörg lög sem ekki hafa verið gefín út áður og það er það forvitnilegasta við þessar plötur, einkum þau, sem tekin era upp á tónleikum og lætur Stefán þá gamminn geisa og túlkar lögin á ftjálslegan og persónulegan hátt ogmá nefna sem dæmi „La Dansa" eftir Ross- ini er hann söng á tónleikum í Gamla bíói 10. október 1958. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að bera lof á söng Stef- áns. Hafí einhver sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna þá er það hann. Birtu, fegurð og glæsileik raddarinnar hefur nú verið þrykkt oní svart plastið og er fagurkeram falur í næstu búð. ÞJÓÐHÁTÍÐIN1974 myndir, sigra og ósigra. Og hinum snjalla sagnameistara tekst vissu- lega að gæða frásögnina spennu- þranginni dramatík. Það er ekki fyrr en eftir hálft þriðja hundrað blaðsíður, sem lesandinn getur varpað öndinni léttar ásamt með þjóðhátíðamefnd. Þar hefst frá- sögnin af því er sjálfur þjóðhátíð- ardagurinn, 28. júlí 1974, rennur upp á Þingvöllum. Það var há- punkturinn. Sólbjartur og fagur dagur, 19 stiga hiti. Hvað það er gaman að rifja upp í góðri fylgd Indriða þennan mikla dag! Víst gerði maður sér enga grein fyrir því hvílík ógnar vinna var að baki, hversu margir höfðu lagt nótt við dag og hversu tæpt stóð að öllu yrði lokið á réttum tíma. Og í framhjáhlaupi má geta þess að þjóðhátíðamefnd var ólaunuð. Þjóðhátíðardeginum á Þingvöll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.