Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 17 ÞJÓÐMENN- INGARSAGA Békmenntlr Sigurjón Björnsson íslensk þjóðmenning. I. Uppruni og- umhverfi. Ritstjóri: Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík. Bókaútgáfan Þjóð- saga. 1987. XIX + 431 bls. Hér er hafíð ritverk sern margt bendir til að verði stórmerkt. Haf- steinn Guðmundsson, forstjóri Þjóðsögu, lætur svo sannarlega ekki deigan síga, þó að ár hans séu a.m.k. orðin sjötíu, eftir því sem ég gerst veit. Það þarf nokkum kjark, áræði og bjartsýni til að fara af stað með níu binda verk af þessari gerð og með þeim gæðakröfum sem fyrirhugaðar em. Ætli þetta verk verði ekki stærra en Þjóðhátíðar- sagan, sem hefur sjálft ríkisvaldið á bak við sig, en er þó enn ekki öll komin fram, þó að liðið sé á annan áratug frá upphafínu? Og Hafsteinn hefur fleira á pijónunum. Fjögur bindi era enn óútkomin af ellefu binda Þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar. Það mun hafa veið í upphafi þessa áratugar, sem Hafsteinn Guð- munsson hreyfði fyrst þeirri hugmynd sinni að gefa út ritverk um íslenska þjóðmenningu (orðið þjóðmenning er vel valin samsvöran við „kulturhistorie", eða raunar þjóðmenningarsaga). Hafði hann fengið til liðs við sig þtjá úrvals- menn: Kristján_ Eldjám, Sigurð Þórarinsson og Óskar Halldórsson. En liðsinni þeirra entist skemur en skyldi, því að allir létust þeir með skömmu millibili um þetta leyti. Sárt var þeirra saknað, því að miss- irinn var mikill. Og víst hefði hlutur þeirra í þessu verki orðið góður. En þrátt fyrir þetta áfall var áfram haldið. Ritnefíid skipa nú Haraldur Ólafsson, dósent, dr. Jón Hnefíll Aðalsteinsson og Þór Magnússon, þjóðminjavörður. Ritstjóm er í höndum Frosta F. Jóhannssonar. Vel fer ritið af stað í höndum þessara fjórmenninga. I formála gerir ritstjórinn grein fyrir markmiðum og væntanlegri tilhögun verksins. Meginmarkmiðin era þijú: „1. Að skapa sem heildstæðasta mynd af menningarmynstri hins foma íslenska bænda- samfélags frá upphafi byggðar í landinu og þar til sjálfsþurftarbúskapur leið undir lok. 2. Að gera grein fyrir mismun menningarinnar eftir þjóð- félagshópum og landsvæðum eftir því sem kostur er. 3. Að varpa ljósi á stöðugleika og þróun þessa mynsturs í ald- anna rás og þeim félagslegu og sögulegu ástæðum sem að baki liggja." Að skilningi ritstjóra tekur menn- ing til þriggja aðalgreina: verk- menningar, andlegrar menningar og félagsmenningar. Með hliðsjón af þessari skiptingu er efni ritverksins raðað í bindi sem hér segir: Inngangur I. Uppruniogumhverfi Verkmenning: II. Jarðyrkja og kvikfjárrækt III. Veiðiskapur • IV. Heimilisstörf Andleg V. Trúarlíf og alþýðuvísindi menning: VI. Kvæða-ogsagnaskemmtun VII. Sjónmenntir Félags- VIII. Samgöngurogfélagslíf menning: IX. Fólkið í bændasamfélaginu. Ekki er þó gert ráð fyrir að bind- in komi út í framangreindri röð. T.a.m. munu næstu bindi verða V. og VI. bindi. Mikill fjöldi fræði- manna (um 40) hefur verið fenginn til að skrifa bókaflokkinn. Og nú birtist fyrsta bindi ís- lenskrar þjóðmenningar. Það er inngangur alls verksins og í það rita átta höfundar. Haraldur Ólafsson á stuttan Hafsteinn Guðmundsson inngangskafla, Siglt til íslands. Hann sé_r fyrir sér för þeirra feðga, Kvelds-Úlfs og Skalla-Gríms, yfír hafið, lýsir henni eins og hún horf- ið við hugarsjónum hans, landtöku og fyrstu landnámsmönnum. Af þeim sjónarhóli horfir Haraldur yfir landnámssviðið og varpar fram ýmsum spumingum, sem ætlunin er að nálgast frekar í framhaldi bókar. Haraldur á meira efni í bók- inni. Hann rítar kafla um Norska og islenska samfélagsskipan og um Upphaf íslandsbyggðar. Dr. Stefán Aðalsteinsson fjallar um Líffræðilegan uppruna ís- lendinga. Greinir hann skilmerki- lega frá helstu niðurstöðum rannsókna um þetta efni, en þær era ekki allar samhljóða, eins og mörgum er kunnugt. I framhaldi af þessum kafla ritar dr. Stefán svo um Uppruna íslenskra húsdýra. Reyndar skilgreinir hann húsdýr nokkuð rúmt (hross, nautgripir, sauðfé, geitur, svín, hundar, kettir, mýs). Höfundur er hér greinilega á heimaslóðum. Þá á Þór Magnús- son þjóðminjavörður hér stuttan kafla sem nefnist Vitnisburður fornminja. Það sem nú hefur verið rakið tekur yfir tæpar 100 bls. bókarinn- ar. Era þetta stuttir, greinargóðir og vel iæsilegir þættir, en með nán- ast „encyclopedísku" sniði. En eftir þetta tekur sviðið nokkuð að breyt- asdt og hver ritgerðin rekur aðra, efnismikil og samanþjöppuð og byggð á fræðum sem Ifklega era mörgum framandlegri en það sem á undan er gengið. Þorleifur Einarsson prófessor ritár um Myndun og mótun ís- lands. Dr. Sturla Friðriksson rekur Þróun lífríkis íslands og nytjar af þvi: Páll Bergþórsson veðurfræðingur ritar urn Veður- far á Islandi, Hörður Ágústsson listmálari og fræðimaður um ís- lenska torfbæinn og Guðmundur Ólafsson safnvörður um Ljósfæri og lýsingu. Er grein Harðar sýnu lengst. I bókarlok era vandaðar skrár. Skrá yfír höfunda og varðveislu- staði myndefnis, heimildaskrá (prentuð rit, handrit, heimilda- menn), atriðsorðaskrá og nafna- skrá. Mikið myndefni er í bókinni, ljós- myndir, teikningar, kort og gröf. Frágangur allur er til hins mesta sóma, eins og vænta mátti úr hendi Hafsteins Guðmundssonar. Letur er þægilega stórt. Spássíur breiðar og band bókarinnar er gullfallegt. Ég hef að sjálfsögðu ekki haft tíma til að lesa þessa rúmlega 400 bls. bók vandlega og gera upp hug minn um efnistök einstakra höf- unda, enda kýs ég helst að líta á mig sem nemanda þeirra. En nóg hef ég samt lesið til að sannfærast um að höfundar eru allir prýðilega ritfærir menn og þeim lagið að gera efni sitt læsilegt og áhuga- vert. Fróðleiksnáma er hér mikil að sökkva sér í. Þetta er svo sannar- lega rit sem þyrfti að vera til á sem flestum heimilum og lesast. iÍ'bú'ÍéKUr Sfirluð5** •.rSSrSopnastn^ m 60 mínútna kiukka. m Liós í ofni. •SSSS» Phiiipse°mP"f“ v 9 . «9 flýtir motsel.- _ W ð 01 c PIOIM 3JÓNVÖRP EQ R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.