Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 18

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Bjamarfjörður: LITLU JÓLIN í KLÚKUSKÓLA Nokkuð hefír verið um félags- starfsemi í Laugarhóli það sem af er vetri. Nú að undanfömu hafa konur sveitarinnar komið saman á mánudagskvöldum til ýmissa hannyrða og annars. Þá hafa einnig íþróttamenn æft sig hér. Fyrsta hátíðahald jóla er hér hveiju sinni, litlu jól Klúkuskóla. Að þessu sinni hófust þau .með lestri jólasögu. Þá sýndu nemend- ur leikþátt auk helgileiks er kennarar skólans höfðu samið. Sóknarpresturinn, séra Baldur Rafn Sigurðsson, flutti guðsþjón- ustu. Einnig kom einn jólasveinn sem villst hafði á fjöllum í heim- sókn og svo var dansað kringum jólatréð. Það hefir verið tíl siðs að bjóða öllum íbúum Bjamarfjarðar og Bassastaða til þessa fagnaðar og er svo enn. Koma menn þama saman og drekka svo súkkulaði og kaffi að atriðum hátíðarhald- anna loknum. Er þá rætt um landsins gagn og nauðsynjar, auk skólamála og jólahalds. Það er varla hægt að tala um að snjór hafi komið enn í Bjamar- firði á þessum vetri. Jafnvel eru stórir flákar í túnum algrænir enn og eykst grænkan ef nokkuð er. Sviðsmynd úr helgileiknum Jólakvöld, sem nemendur Klúkuskóla sýndu. Laugarhóli, Bjaraarfirði. Litlu jólin hjá Klúkuskóla að Laugarhóli eru fyrstu háti- ðahöld hverra jóla í Bjamar- firði. Að þessu sinni vora sýnd tvö leikrit auk þess sem bítla- hjómsveit nemenda kom fram og sóknarpresturinn flutti guðsþjónustu. Auk þess var ýmislegt fleira til skemmtun- ar. Sérstaklega á þetta við á þeim mörgu stöðum þar sem heitt vatn er undir. Þá hefir BjamarQarðará verið mjög vatnsmikil að undan- fömu, enda stöðugar rigningar. Ekki er laust við að menn Ícvíði því ef veturinn skyldi svo skella yfir á næstunni. Allir em þó sam- mála um að það stytti skammdeg- ið mikið að þessi góða tíð hefir haldist nær allan myrkvunartí- mann, en hér hverfur sól hátt í tvo mánuði á ári hveiju. - SHÞ Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Konur í Bjarnarfirði koma saman til hannyrða. Frá vinstri: Aðal- heiður á Klúku, Arnlin á Bakka, Þórdís í Odda, Hallfríður á Svanshóli, Torfhildur á Laugarhóli og Inga á Hóli snýr baki að myndavélinni. Nýtt og betra - bók um auglýsingar Ekki sjálfgefið að olíulækkim skili sér hingað — segir Sigurður Snævarr hjá Þjóðhagsstofnun ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Svart á hvítu bókin Nýtt og betra — bók um auglýsingar eftir Ólaf Stephensen. í bókinni er fjallað stuttlega um sögu auglýsinga, um starf auglýs- ingastofa, auglýsingar í flölmiðlum og hinar ýmsu hliðar auglýsinga- tækni. Höfundur notar dæmi, myndir af auglýsingum og skýringamyndir til að skemmta lesandanum og örva skilninginn. Nýtt og betra er eina auglýsinga- bókin á íslensku í fjörutíu ár, og leggur höfundur sérstaka áhersla á að fjalla um islenskar aðstæður. Mikil geijun hefur verið í auglýs- ingamálum hér á landi á undanföm- um árum. Auglýsingar verða æ mikilvægari þáttur í starfi fyrir- tækja. Rétt kynning og auglýsingar geta riðið baggamun í afkomu fyrir- tækja. Nýtt og betra er þörf bók; nauðsynleg öllum sem þurfa að auglýsa og forvitnileg og skemmti- leg fyrir alla aðra. Höfundurinn Ólafúr Stephensen er án efa einn þekktasti auglýsinga- maður hérlendis. Hann er menntað- ur í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám í almenningstengsl- um við Columbia-háskóla í New York, auk náms í áróðurstækni og markaðsfræðum. Það má segja að með Ólafi hafi orðið tímamót í aug- lýsingastarfi hérlendis. Tímabil markaðsmannsins tók við af tíma- bili teiknarans. Ólafur hefur komið víða við. Á námsárum sínum starfaði hann fyr- ir NBC News og META kennslu- sjónvarp. Hann flutti fréttapistla í útvarpi SÞ og hjá Voice of Amer- ica, auk þess sem hann starfaði fyrir AFRTS undir höfundamafninu Sonny Greco. Ólafur var framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, jazzpíanisti í Harlem, í forsvari fréttamiðstöðvar ráðherrafundar NATO í Reykjavík 1968, stjómandi sjónvarpsþáttar í ríkissjónvarpinu, fyrsti norður- landabúinn kjörinn félagi í Advert- ising Club of New York, fyrsti forseti JC Reykjavík og fyrsti al- þjóðavaraforsti JC-hreyfingarinnar, umsjónarmaður jazzþátta í Ríkis- hljóðvarpinu, dómari í CEBA Awards — verðlaunasamkeppni auglýsingamanna um „Creative Excellence in Black Advertising", varastjómarmaður í Verzlunarráði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem var samþykkt samh\jóða á fundi lannamálaráðs BHMR 16. des. sl.: „Launamálaráð BHMR mótmæl- ir harðlega áformum um hækkun beinna og óbeinna skatta. Nái til- Ólafur Stephensen íslands og formaður stúdentaráðs erlendra stúdenta í New York. Ólafur Stephensen hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um auglýsinga- og markaðsmál. Hann starfar nú sem ráðgjafi, bæði hér- lendis og erlendis. (Fréttatilkynning.) lögumar fram að ganga þyngist skattbyrði fólks með meðaltekjur verulega, frádrættur vegna náms- lána fellur niður og framfærslu- kostnaður heimilanna stórhækkar vegna nýrrar skattlagningar á nauðsynjavöru." OLÍAN sem íslendingar nota á þessu ári kostar um 5 millj- arða. Ef frekari lækkun verður á heimsmarkaðsverði oliu í kjölfar samkomulags olíuframleiðsluríkjanna um óbreytta framleiðslu og olíu- vérð, eins og ýmsir sérfræð- ingar spá, mun það hafa umtalsverðan sparaað í för með sér fyrir Islendinga. Ef til dæmis 10% verðlækkun verður á nnninni olíu sparast 500 milljónir króna. Ekki er sjálfgefið að verðlækk- un á hráolíu á heimsmarkaðsverði skili sér hingað, eða alla vega ekki strax, að sögn Sigurður Snævarrs, hagfræðings hjá Þjóð- hagsstofnun. Hingað eru ein- göngu fluttar unnar olíuvörur og ekki er beint samhengi í verðinu við hráolíuna. Til dæmis hækkaði verð á unninni olíu meira á þessu ári en óunninni. Sigurður sagði að íslendingar væru ekki eins háðir olíuverði og ýmsar aðrir þjóðir vegna þess hvað mikinn hluta orkunnar við framleiddum hér innanlands. En ef olían hingað lækkaði verulega lagaðist staða útgerðar og sjávar- útvegsins í heild. Olía er 8—10% af kostnaði útgerðarinnar þannig að olíuverðið skiptir útgerðina töluvert miklu. Ekki taldi Sigurður að hægt væri að líkja ástandinu núna við ársbyijun 1985 þegar svokölluð þjóðarsátt var gerð, en hún byggðist m.a. á mikilli olíuverðs- lækkun. Hann sagði að aðstæður væru gjörbreyttar og ekki sama svig- rúm og þá. Þá hefði afkoma sjávarútvegsins verið góð vegna vaxandi afla og hækkandi út- flutningsverðs, en nú væri afkoman miklu verri og ekki út- lit fyrir aukningu afla eða hækkandi verð, heldur þvert á móti. Þá hefði vægi olíu í heildar- innflutningi landsmanna lækkað verulega frá þessum tíma, eða úr 14,5% í um 7%. BHMR er á móti skattahækkunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.